Tíminn - 30.11.1989, Síða 17
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
Tíminn 17
Ritsnilld
Út er komin hjá Máli og
menningu bókin íslensk ritsnilld
sem Guðmundur Andri Thorsson
hefur ritstýrt. Bókin, sem sver sig
í ætt við hina vinsælu íslensk
orðsnilld, hefur að geyma fleyga
kafla úr íslenskum bókmenntum
að fomu og nýju eftir marga
ástsælustu höfunda þjóðarinnar.
Hún skiptist í kaflana Ástin,
Bernskan, Dauðinn, ísland,
Mannlífið, Mannlýsingar og
Skáldskapurinn.
íslensk ritsnilld er 263 bls.,
prentuð í Odda hf.
Bjartur:
Dúfan
Patrick Súskind fjallar í bók
sinni Dúfunni á sinn einstæða
hátt um líf hins sérstæða
Jonathans sem er vaktmaður i
París. Jonathan ólst upp undir
ógnum seinni heimsstyrjaldar. 1
uppvextinum lendir hann i
margvíslegum þrengingum og
kemst snemma að því að
mönnunum er i engu treystandi.
Hann einsetur sér þvi að lifa
fábreyttu lífi. í þvi skyni kemur
hann sér fyrir í risherbergi í París
sem er hans örugga eyland í
ótryggum heimi. En þrengingum
Jonathans er ekki lokið.
Patrick Suskind er um þessar
mundir einn athyglisverðasti
rithöfundur Evrópu. Ilmurinn
eftir Patrick Suskind, sem kom út
íislenskriþýðingu árið 1987, vakti
fyrst heimsathygli á höfundi
sínum, enda er hann gæddur
einstakri frásagnargáfu og
hugmyndaauðgi og hefur skapað
ógleymanlegar persónur í verkum
sínum.
Patrick Súskind fékk mikið lof
gagnrýnenda fyrir Dúfuna og
þótti þar með staðfesta að hann
er rithöfundur í fremstu röð. Auk
Ilmsins hefur leikritið
Kontrabassinn eftir Patrick
Súskind komið út i íslenskri
þýðingu. Leikhúsið Frú Emilia
sýndi það árið 1988. Hafliði
Árngrímsson þýddi.
Ljóð Þorgeirs
í einni bók
Út er komin heildarútgáfa af
ljóðumÞorgeirs Þorgeirssonar, 70
kvæði (1958-1988).
Þar eru samankomin ljóð sem
birst hafa á víð og dreif í
tímaritum. ljóðaheftum og
blöðum ásamt nokkrum óbirtum
kvæðum. Bókin er 110 blaðsíður
að stærð og inniheldur 70 kvæði
eins og titiil hennar ber með sér.
Bókina má panta beint frá
útgefanda sem er Bókaútgáfan
Leshús, pósthólf 7121, 127
Reykjavík, ogkostarhúnkr. 1250,-
með sendingarkostnaði.
Að gera
jörðina
mennska
Silo (Mario Luis
Rodriguez Cobos)
1 þeim þrem ritum sem er að
finna í þessu verki bregður Silo út
af þeim stíl sem einkennt hefur
fyrri ritverk hans og setur fram
ljóðrænan prósa. Innri sýn kynnir
draumkenndan heim, fullan af
líkingasögum og innra umróti
mannsins. Innra landslag birtir
ákveðin viðhorf til
raunveruleikans sem mótaður er
af náttúrulegum og félagslegum
heimi. 1 Landslag mannsins er
síðan að finna ýmsar
skilgreiningar og mat á viðhorfum
um grundvallaratriði, svo sem
meimtunina, söguna, ýmsa
hugmyndafræði, ofbeldið, lögin,
svo og rflrið og trúarbrögðin.
TIL SÖLU
Toyota Corolla 1600 Gti 1988
ekinn 32.000 km
□ Rafmagn í rúðum □ Raflæsingar □ Sóllúga □
□ Vökvastýri □ Vetrar- og sumardekk. □
Skipti möguleg. Verðhugmynd 1.050.000.-
Upplýsingar í síma 686300 frá kl. 9.00 til 14.30
og 675603 eftir kl. 18.00.
Illllllllllllllllllllllllll! SPEGÍLL llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Tískuvikan í London
- Díana prinsessa úthlutar verðlaunum til hönnuða
Hrifningaralda fór um salinn
þegar Díana prinsessa birtist við
opnun Tískuvikunnar í London
(London Fashion Week) í Albert
Hall, þar sem hún afhenti aðal-
verðlaun til „Tískuhönnuða ársins
1989“. Díana var í hvítum perlu-
saumuðum kjól, alveg sléttum með
háum uppstandandi kraga, og var
ekki síður glæsileg en módelin á
sýningunni.
Fyrirsætan Yasmin Le
Bon kom úr barnsburðar-
fríi sínu og sló í gegn
Sú sýningarstúlka sem mesta at-
hygli vakti var Yasmin Le Bon,
eiginkona Simon Le Bon hljómlist-
armanns úr Duran Duran-hljóm-
sveitinni, sem vann sér mikla frægð
fyrir nokkrum árum. Simon Le
Bon er enn í músíkinni og er að
gefa út plötu í London um þessar
mundir.
Yasmin Le Bon og Simon eign-
uðust litla dóttur, sem þau nefndu
Amber Rose, 25. ágúst sl. Yasmin
sagði blaðamanni sem talaði við
þau hjón þegar litla dóttirin var
þriggja daga gömul, - að ef allt
gengi vel, þá ætlaði hún að fara
fljótlega aftur að vinna við tískus-
ýningar. Hún hefur svo sannarlega
staðið við það, því að Yasmin var
aðalsýningardaman á Tískuviku
Lundúna sem haldin var í október
sl.
Yasmin fékk mikið lófaklapp og
hrós þegar hún sýndi þennan
svarta, silfursaumaða kvöldkjól.
Hin hamingjusama Le Bon fjöl-
skylda: Yasmin, Simon og Amber
Rose, sem er þama þriggja daga
gömul.
„Skólabúningur“ í tískuútgáfu.
Breiða leðurbeltið undirstrikar að
Yasmin hefur endurheimt mjóa
mittið eftir barnsburðinn.
Ungir tískukóngar sem fengu verð-
laun og titilinn „Tískuhönnuðir
ársins“, Graham Fraserog Richard
Nott.
Díana prinsessa vakti ekki síður
athygli en sýningarstúlkurnar í
hvíta perlusaumaða kjólnum, sem
hannaður var af Catherine Walker.