Tíminn - 30.11.1989, Page 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
D
rkvi\i\ug i m o1!:
Jólahappdrætti Framsóknarflokksins
Dregið verður 23. desember n.k.
Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda g íróseðla fyrir
þann tíma.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma
91-24480.
Framsóknarflokkurinn.
Jólaalmanak S.U.F. 1989
Útdráttur hefst 1. desember. Gerið skil og leggið baráttunni lið.
Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á
skrifstofunni, Nóatúni 21, Reykjavík.
Velunnarar, látið ekki happ úr hendi sleppa.
Samband ungra framsóknarmanna.
Kópavogur - Opið hús
Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl.
17.30 til 19.00. ____________
Frá stjórn Verkamanna-
bústaða í Reykjavík
Stjórn V.b. hefur nýlega fest kaup á 29 raðhúsum
við Krummahóla. Raðhúsin eru 3 herbergja íbúðir
á jarðhæð og henta vel eldra fólki. Ákveðið hefur
verið að gefa þeim, sem eiga nú verkamannabú-
stað og eru eldri en 60 ára, kost á að kaupa
nokkrar af þessum íbúðum. Nánari upplýsingar
eru gefnar á skrifstofu V.b., Suðurlandsbraut 30.
Umsóknarfrestur er til 8. des. n.k.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Framhaldsskólinn á Húsavík: Kennara vantar frá áramót-
um til að kenna ensku og frönsku.
Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í símum: 96-
42095 og 96-41344.
Kvennaskólinn í Reykjavík: Stundakennara vantar í þýsku
til að kenna 18 stundir á viku eftir áramót.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykj-
avík, fyrir 8. desember n.k.
Menntamáiaráðuneytið
Veiðiá
Laxá, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi
er til leigu sumarið 1990.
Tilboð sendist fyrir 10. desember til formanns
veiðifélagsins sem veitir nánari upplýsingar.
Ásgrímur Stefánsson,
Stóru-Þúfu, sími 93-56775,
311 Borgarnesi.
t
Hjartkær faðir minn, sonur okkar og bróðir
Hinrik Erlingsson
Brei&ási 10, Garðabæ
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desember kl.
13.30.
Eriingur Hinriksson
Helga Höskuldsdóttir
Eriingur Magnússon
og systkini hins látna.
Illlllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Guðjón Marteinsson
yfirverkstjóri
Fæddur 21. ágúst 1922
Dáinn 12. október 1989
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír deyr aldregi,
hveim sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Með Guðjóni Marteinssyni er
genginn einn af svipmestu mönnum
sem ég hef þekkt. Okkar kynni
hófust fyrir rúmlega þremur árum
þegar ég kom til starfa hjá Síldar-
vinnslunni í Neskaupstað. Það var
því ekki langur tími sem við Guðjón
áttum þess kost að starfa saman.
Samt sem áður skilur sá tími eftir sig
miklu meiri fyllingu en tímalengdin
segir til um. Mér finnst ég ríkari fyrir
að hafa fengið tækifæri til að kynnast
manni á borð við Guðjón Marteins-
son.
Guðjón var einn af þessum ein-
stöku bjartsýnismönnum sem hvik-
aði ekki fyrir erfiðleikunum og sá
alltaf möguleikana þótt hart blési á
móti. Það verða mikil viðbrigði fyrir
Síldarvinnsluna að hafa hvorki
stjómarmanninn Guðjón Marteins-
son í sinni þjónustu né verkstjórann
Guðjón Marteinsson. Frá því að
Guðjón lét af viðburðaríkum ferli
sem stýrimaður og skipstjóri og hóf
störf í landi hefur hann helgað
Sfldarvinnslunni alla sína starfs-
krafta. Hann átti sæti í stjórn og
varastjórn Síldarvinnslunnar í sam-
tals 29 ár eða allt frá árinu 1960,
þremur árum eftir stofnun félagsins.
Guðjón var sjálfur einn af stofnend-
um Síldarvinnslunnar og starfsmað-
ur hennar nánast frá upphafi, fyrst
sem útiverkstjóri í síldarverksmiðju
félagsins og síðar sem yfirverkstjóri
í saltfiskverkun. Guðjón hefur þann-
ig verið einn af lykilmönnum á bak
við uppbyggingu og vöxt Síldar-
vinnslunnar. Hann hefur átt ríkan
þátt í að móta félag sem í fyrstu rak
eingöngu síldarverksmiðju en er nú
alhliða útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tæki. Félag sem á síðasta ári var með
mesta veltu íslenskra sjávarútvegs-
fyrirtækja og eitt af langstærstu
gjaldeyrisskapandi fyrirtækjum í
landinu. Það hlýtur að vera ljúft að
leggjast til svefns að kvöldi eftir að
hafa skilað slíku dagsverki.
Guðjón var kjörinn í aðalstjórn
Síldarvinnslunnar árið 1970 en í
desember sama ár kom fyrsti
skuttogari íslendinga til heimahafn-
ar í Neskaupstað, Barði NK-120.
Guðjón var þannig beinn þátttak-
andi í þeirri miklu umsköpun at-
vinnulífs hér á landi sem skuttogara-
væðingin var. Margir voru vantrúað-
ir á þessa nýju útgerðarhætti og
reyndar héldu sterk öfl í þjóðfélag-
inu á þessum tíma því fram að ekki
væri að vænta neins frekari framlags
af sj ávarútveginum á komandi árum.
Það bæri því að horfa tii annarra átta
í atvinnuuppbyggingunni og þá eink-
um tii álverksmiðja hringinn í kring-
um landið í eigu erlendra aðila. Það
átti hins vegar eftir að koma í ljós að
með tilkomu skuttogaranna og út-
færslu landhelginnar í upphafi átt-
unda áratugarins var lagður grund-
völlurinn að einu mesta framfara-
skeiði í sögu þjóðarinnar. Framfara-
skeiði sem er hornsteinn þeirra lífs-
kjara sem við nú búum við. Guðjón
var einn þeirra sem alltaf trúðu á
möguleika íslensks sjávarútvegs.
Guðjón Marteinsson var mjög
áhugasamur verkstjóri. Honum lík-
aði vel að hafa markmið til að stefna
að og mér fannst honum líða best
þegar mest var að gera. Hann var
harðduglegur og gerði sem verk-
stjóri oft miklar kröfur til síns
starfsfólks. Hann var mjög vel liðinn
af sínum starfsmönnum og sam-
starfsaðilum enda oftast sanngjarn
og innst inni mikiil mannvinur. Ef
skarst í odda var Guðjón fljótur til
sátta. Umgengni við saltfiskverkun-
arstöðina var ávallt til sérstakrar
fyrirmyndar jafnt innan dyra sem
utan, enda Guðjón annálaður fyrir
snyrtimennsku.
Um leið og við kveðjum góðan
dreng vil ég þakka Guðjóni sam-
fylgdina og ómetanleg störf í þrjá
áratugi í þágu Síldarvinnslunnar.
Við Sveinborg vottum Guðrúnu,
Maríu og systrum ásamt fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Finnbogi Jónsson
Kveðja frá starfsfólki Saltfisk-
verkunar SVN í Neskaupstað, og
fylgja bestu samúðarkveðjur til allra
aðstandenda.
Hann stóð alltaf stórhuga að verki
og staðfastur hvem og einn dag.
Og bera því minningu hans merki,
þau mál er hann færði í lag.
Hann hátt vildi hugsjónir reisa
afhugprýði reisn og dug.
Og vanda var laginn að leysa,
aflífskrafti og einlægum hug.
Ogstundum ístórhríðum varhann,
er stormarnir æddu um set.
Afkarlmennsku byrðarnar bar hann
og bjargfastur hopaði ei fet.
En núna er skarð fyrir skildi
og skulum við huga að því oft.
Að hugprúður halur einn vildi
hefja hans merki á loft.
Karl Hjelm
Ekki hvarflaði það að mér þegar
ég kvaddi Guðjón vin minn Mar-
teinsson í byrjun september að ég
ætti ekki eftir að sjá hann aftur. Ég
vissi að hann þurfti að gangast undir
erfiða skurðaðgerð úti í London, en
mér fannst svo sjálfsagt að hann
myndi ljúka þessu verkefni með
sama kraftinum og þrekinu og öllu
öðru sem hann tók sér fyrir hendur
og birtast síðan aftur kátur og hress
með spaugsyrði á vör.
En nú er hann allur og við kvödd-
um hann hinstu kveðju fyrsta vetrar-
dag sl. Og nú er víða skarð fyrir
skildi.
Ég kynntist Guðjóni fyrst fyrir
rúmum 25 árum þegar ég var nýflutt-
ur aftur til Neskaupstaðar eftir nokk-
urra ára fjarveru og tók að mér
formennsku í Þrótti. Hann var einn
af fyrstu mönnunum sem buðu að-
stoð sína og þá sem nú reyndist hann
æskunni og íþróttunum haukur í
horni.
Stuttu seinna lágu leiðir okkar
saman innan Alþýðubandalagsins.
Guðjón var í hópi þeirra sem lögðu
grunninn að meirihluta sósfalista í
Neskaupstað og hann átti sinn stóra
þátt í að viðhalda honum. Hann
hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og
málefnum bæjarfélagsins og það var
ætíð hlustað þegar hann tók til máls
á fundum, hvort sem það var til að
átelja menn fyrir aðgerðaleysi eða
hvetja til dáða. Hann var líka kjör-
inn til ábyrgðarstarfa fyrir bæjarfé-
lagið og sat m.a. um langt árabil í
heilbrigðisnefnd.
Guðjón var tengdur Síldarvinnsl-
unni hf. allt frá stofnun hennar,
lengst af sem yfirverkstjóri í saltfisk-
verkuninni. Árið 1960 var hann
kjörinn varamaður í stjórn SVN, en
aðalmaður 1970 og sat þar til dauða-
dags. Þar störfuðum við Guðjón
saman síðustu sjö árin og frá því
samstarfi á ég fjölda góðra minn-
inga. Bjartsýni hans og trú á félaginu
og byggðarlaginu var einlæg og smit-
andi og þó stundum hvessti þá
duldist engum sú umhyggja er að
baki bjó.
Vinir og félagar Guðjóns sakna
hans sárt. Og við þökkum honum
best samstarfið og vináttuna með
því að halda áfram hátt á lofti því
merki sem hann fylkti sér undir.
Bára og ég vottum Guðrúnu,
dætrum þeirra og fjölskyldu dýpstu
samúð.
Kristinn V. Jóhannsson
Ari Magnús Ólafsson
frá Helgustöðum við Reyðarfjörð
Fæddur 30. desember 1914
Dáinn 20. nóvember 1989
Hörðu sjúkdómsstríði er lokið,
frændi minn, Ari Magnús Ólafsson,
hefur kvatt okkur í hinsta sinn.
Okkur sem eftir stöndum þykir
brottför hans tímabær. Hins vegar
gerðum við okkur grein fyrir því að
líkamsþrek hans var á þrotum en
andlegur styrkur og karlmennskan
var aðall hans, því gerðum við okkur
varla grein fyrir að komið væri að
kailinu. Hann lést á 75. aldursári á
Vífilsstöðum eftir allnokkra legu.
En undanfarið ár hefur hann þurft
að dvelja þar um lengri eða skemmri
tíma.
Mig langar til að minnast frænda
míns Manga, eins og ég kallaði hann
alltaf, með örfáum orðum. Ég var
ekki há í loftinu er vora tók í
Sandgerði, er við byrjuðum að halda
austur á firði að Helgustöðum við
Reyðarfjörð til Guðnýjar lang-
ömmu, Stebba og Manga.
í þá daga varekkert eins skemmti-
legt og fá að fara með frænda í fjósið
og fjárhúsin til að sjá dýrin eða í
hænsnakofann að tína eggin.
Oft fékk ég líka að sofa í rúminu
hjá honum og þá var alltaf súkkulaði
eða moli undir koddanum hjá okkur.
Haustið 1980 fluttist ég til Eski-
fjarðar og stofnaði þar fjölskyldu,
þá var stutt að fara í sveitina og leyfa
bömunum mínum að njóta þess sem
ég fékk notið sem bam.
Það em margar góðar minningar
sem reika um huga minn á þessari
stund og er ég frænda þakklát fyrir
alla þá hiýju er hann gaf mér og
fjölskyldu minni.
Elsku amma, Unnur frænka og
aðrir aðstandendur, við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur í
sorgum ykkar, en minningin um
góðan bróður, frænda og vin lifir.
Guð blessi minningu hans.
Guðný Gunnur Eggertsdóttir
og fjölskyida