Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 9. desember 1989 MINNING Anna Bergljót Böðvarsdóttir Fædd 19. júní 1917 Dáin 2. desember 1989 í dag er kvödd merkiskonan Anna Bergljót Böðvarsdóttir, húsfreyja og stöðvarstjóri á Laugarvatni. Hún var fædd hér á Laugarvatni 19. júní 1917, næstyngst þrettán barna Ing- unnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnússonar. Erfrændgarðurhenn- ar stór og samheldinn. Anna eignaðist traustan sam- ferðamann, Benjamín Halldórsson, og þrjú böm: Bergljótu, Halldór Steinar og Böðvar Inga, sem öll eru gift og eiga börn. Halldór er búsettur á Laugarvatni og var fagurt að sjá hvernig Sigríður kona hans annaðist Önnu og heimili hennar í haust. Árið 1960 kom ég að Laugarvatni, nýgift með barn á fyrsta ári. Þar þekkti ég engan fyrir. Þá kom til mín glæsileg kona, hress í máli og hvatti mig til að koma í sund með konun- um. Þarna hófust okkar kynni sem þróuðust í einlæga vináttu þar sem Anna var ávallt nálæg og gefandi til hinstu stundar. Vinátta hennar breiddist út yfir börnin okkar öll og barnabörnin, sem hún sendi hand- prjónaðar peysur og sokka. Slíka sokka hef ég einnig séð á fjölda smábarna hér á Laugarvatni, með hennar handbragði. - Hún átti stórt hjarta. Anna stóð aldrei álengdar ef hreyft var góðu málefni. Þannig var hún einn af stofnfélögum Kvenfélags Laugdæla og starfaði í því af dugnaði og festu. Hún tók virkan þátt í safnaðarlífi og hélt þar öllum þráð- um í hendi sér, taldi hvorki eftir tíma né fyrirhöfn. Við fráfall for- eldra hennar var stofnaður minning- arsjóður til kirkjubyggingar á Laug- arvatni. Hún varðveitti þann sjóð og sá fyrir sér rísa fagra kirkju. Anna var einn af stofnfélögum Söngkórs Miðdalskirkju árið 1952. Hún var afar lagin við að laða nýja félaga og glettni hennar og nærfærni mótaði mjög þann félagsskap. Það má segja að kórinn væri hennar óskabarn. Hún var ávallt vakandi yfir að útvega ný verkefni. Hún fékk tónskáldið Pálmar Þ. Eyjólfsson til þess að semja lög við texta Einars Sæmund- sen um Laugardalinn sem síðan eru sungin hér 17. júní. Hún hafði miklar mætur á lögum Sigurðar Ág- ústssonar og óskaði þess að kórinn réði við „Háfjöllin" hans. Anna lagðist inn á Sjúkrahús Suðurlands I haust, þar sem allt var gert fyrir hana sem hægt var og var hún afar þakklát starfsfólki þess. Hún komst heim um tíma og 3. nóvember sl. komst hún af sálarstyrk í vinaboð eina kvöldstund með rósir sem hún nældi í okkur að skilnaði. Guð blessi minningu hennar og Fædd 7. maí 1894 Dáin 3. nóvembcr 1989 Örfá síðbúin kveðjuorð. Langan starfsdag áttir þú að baki. Árla risin úr rekkju og seint til náða gengin. Allt í svo góðri röð og reglu, þó enginn asi á ferðum, verkin unnust samt. Ég leit svo til að þú værir hin sívinnandi kona. Háöldruð varst þú að prjóna; betra að hafa eitthvað að dunda við, sagðirðu. Róleg, yfirveguð og svo hlý, þann- styrki Benjamín, börnin og ástvini hennar alla. Rannveig Pálsdóttir Anna Böðvarsdóttir hafði þá sér- stöðu meðal heimamanna hér á Laugarvatni að hún hafði sjálf fylgst með og fundið hvernig fornt höfuð- ból, óðal foreldra hennar, breyttist í skólasetur. Hún var fædd 17. júní 1917 og því 11 ára þegar héraðsskól- inn tók til starfa 1928. Hér átti hún heima alla ævi og ílentist aldrei annars staðar. Hún leit til með foreldrum sínum, Laugarvatnshjón- unum Böðvari Magnússyni og Ing- unni Eyjólfsdóttur, og sá svo um að þau áttu hér hæga og góða dvöl til hárrar elli. Laugvetningar sem aðrir litu á Önnu sem fremsta fulltrúa hinnar framsýnu fjölskyldu sem lét hið sérstæða ættaróðal af hendi í þágu uppvaxandi kynslóða. Öllu því margvíslega starfi, sem hér hefur verið unnið í rúmlega 60 ára sögu skólasetursins, sýndi hún lifandi áhuga og tengdi framtíðarvonir stað- arins við eigin átthagatryggð. Og svo var hún vönduð að ég minnist þess ekki, þrátt fyrir áratuga kynni, að ég hafi nokkurn tíma heyrt hana fella neikvæða dóma um neina stofnun eða starfsemi hér á staðnum. Hún kaus ætíð að bregða hinu betra og styðja það í orði og verki sem hún taldi til heilla horfa. f hugum margra, jafnvel flestra sem til þekktu, varð hún sameiningartákn hins litla samfélags hér á Laugar- vatni. Við fráfall hennar er því mikið skarð fyrir skildi. Anna Bergljót, en svo hét hún fullu nafni, hlaut algenga skóla- menntun í Héraðsskólanum á Laug- arvatni og Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. En hún hélt tryggð við æskustöðvar sínar. Og síðan hún giftist árið 1950 eftirlifandi eiginmanni sínum, Benjamín Hall- dórssyni, húsasmíðameistara og hús- verði Menntaskólans að Laugarvatni frá upphafi, hefur heimili þeirra staðið hér, rómað fyrir gestrisni, nánast um þjóðbraut þvera. Þau eignuðust tvo syni, Halldór Steinar, trésmið og bifreiðastjóra á Laugar- vatni, og Böðvar Inga, verslunar- mann í Reykjavík. Áður átti Anna dótturina Bergljótu Magnadóttur, líffræðing og starfsmann tilrauna- stöðvarinnar á Keldum, og ólst hún upp að öllu leyti hjá þeim hjónum. Börn Önnu eru myndar- og dugnað- arfólk, þau eru öll gift og eiga mannvænlegan barnahóp. Þegar börn Önnu voru vaxin úr grasi varð hún stöðvarstjóri Pósts og síma á Laugarvatni og gegndi því starfi frá 1966 til 1988 og raunar ig kynntist ég þér. Þú áttir dýrmætan fjársjóð þar sem dótturbörnin voru og naust hans ríkulega. Ekki var alltaf auð- velt fyrir þig að vera alvarleg í návist þeirra, þótt þú teldir það nauðsyn- legt þegar þú varst að sinna þeim og gæta þeirra, því að margt datt nú ungviðinu í hug sem sagt var eða gert á stundinni. Margan góðan kaffisopann var ég búin að þiggja í eldhúsinu hjá þér, og þá um leið að njóta fróðleiks af lengur í afleysingum. Á þeim vett- vangi sem annars staðar varð hún þekkt, bæði meðal heimamanna og nemenda skólanna, fyrir hjálpfýsi og greiðasemi. Og mér er kunnugt um að hún naut mikils álits yfir- manna sinna hjá Pósti og síma fyrir trúnað og góða reglu í hvívetna. Anna Böðvarsdóttir var kvenna vænst ásýndum, meðalhá vexti, beinvaxin og samsvaraði sér vel. Allt fas hennar bar með sér einkar geðþekka reisn og sjálfsvirðingu. Hún var glaðvær og miðlaði öðrum af léttri lund. Raungóð var hún með afbrigðum og trygg sem klettur sín- um vinum og vandamönnum. Þetta eru ekki innantóm orð, heldur ósvik- in reynsla. Ég þakka henni ógleym- anleg kynni og tryggðavináttu sem ég og fjölskylda mín höfum notið í þrjá til fjóra áratugi. - Við hugsum til Benjamíns og fjölskyldunnar allr- ar í einlægri samúð. ' Krístinn Krístmundsson „Vinir mínir fara fjöld“. Þessi fleyga hending úr ljóði Bólu-Hjálm- ars kom mér fyrst í hug er mér var tjáð að Anna Böðvarsdóttur, fyrr- verandi símstöðvarstjóri að Laugar- vatni, hefði andast á sjúkrahúsinu á Selfossi aðfaranótt 2. desember eftir tiltölulega stutta legu. Anna var fædd og uppalin að Laugarvatni og ól þar mest allan sinn aldur. Hún var næstyngst þrett- án barna heiðurshjónanna Böðvars Magnússonar hreppstjóra og Ing- unnar Eyjólfsdóttur, en þau eignuð- ust tólf dætur og einn son og ólu þar að auki upp eina dótturdóttur. Anna var alin upp á umsvifamiklu heimili. Faðirinn var oft fjarverandi að gegna fjölþættum félagsmálum sem hann var óspart valinn til af sveitungúm sínum og sýslungum. Meðmóður sinni, Ingunni, ogsínum eina bróður, Magnúsi, munu „Laug- arvatnssystur", eins og þær hafa almennt verið kallaðar, því oft hafa þurft í æsku að taka til hendinni við bústörfin og Anna var í þeim efnum enginn eftirbátur. Faðir Önnu seldi á sínum tíma óðalsjörðina Laugarvatn, með allri sinni fegurð, kostum og gæðum, undir skólasetur. f bókinni „Undir tindum" sem hann skrifaði á efri árum og út kom 1953, getur faðir hennar þess að það hafi verið gert í fullu samráði við konu hans og börn, en ekki sársaukalaust. Það var líka uppfylling óska Magnúsar, föður Böðvars, að láta jörðina ekki fara í brask. Jónas frá Hriflu skrifar for- mála að bókinni „Undir tindum" og segir að bókin sé merkileg og grein- argóð og þar sé skráð „Landnáma hins nýja Laugarvatns“ og með sölu jarðarinnar hafi hagsmunum ættar- vörum þínum, úr gamla tímanum. Það verða mér ógleymanlegar stundir. Alla þína alúð og hlýju í minn garð fæ ég seint þakkaða. Nú ert þú komin til skapara þíns, algóðs Guðs, sem sannarlega hefur vandað sitt verk er hann bjó þig úr garði. Ég veit að vanti hann konu til að gæta lítilla barna þá kallar hann á Þjg- Ég man þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Anna innar verið fórnað fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Ef Önnu Böðvarsdóttur hefði enst líf og heilsa hefði hún getað ritað annað bindi „Landnámu hins nýja Laugarvatns" og tekið þráðinn upp þar sem frásagnir föður hennar enda, svo gjörkunnug var hún sögu staðarins. Anna var það eina af Laugarvatnssystkinunum sem ól svo að segja allan sinn aldur að Laugar- vatni. Hún fylgdist vel með öllu sem þar gerðist en vegna hlédrægni hafði hún sig lítt í frammi, en ótrúlegt er að hún hafi verið ánægð með allar ráðstafanir því svo milda ástúð bar hún til staðarins. Út af Ingunni og Böðvari, hrepp- stjóra að Laugarvatni, er kominn stór ættleggur, samheldið fólk og félagslynt. Ég tel að Anna hafi haldið uppi eins konar miðstöð fyrir fjölskylduna, fyrst meðan hún bjó í kjallaranum í Bjarkarlundi og að- stoðaði foreldra sína og seinna, eftir lát þeirra, uppi á hæðinni í Bjarkar- lundi svo og í Símahúsinu. Anna var skipuð stöðvarstjóri Pósts og síma að Laugarvatni 1967 og gegndi því starfi þar til fyrir tveimur árum að hún sagði því upp fyrir aldurs sakir. Ég tel að Anna hafi með sóma verið eins konar andlit Laugarvatns. Hún vandaði mjög valið á aðstoðar- stúlkum sínum og fullvíst er að þeim leið vel í návist hennar enda traust og hjúasæl með afbrigðum. Anna var rík af sjálfsögun, ævinlega prúðbúin í vinnunni og virðuleg, en það ljómaði mest af henni þegar barnabörnin hennar voru að skokka í kringum hana og hún lét sem þau væru að hjálpa henni. Það var mikið og óeigingjarnt starf sem Anna vann fyrir Póst og síma að Laugarvatni og alla sem dvöldu og komu á staðinn. Sérstaklega var starf hennar mikið á vetrum í sambandi við skólana og nemendur þeirra. Hún komst að- dáunarlega vel af við nemendur. Hún brást mjög vel við öllu þeirra kvabbi og aldrei held ég að nokkrum nemanda hafi dottið í hug að skemma símaklefana hjá henni eða krota á þá, eins og víða er algengt. Þótt slabb væri úti og mikið rennsli af fólki inn á símstöðina var stöðin ævinlega eins og nýskúruð, svo vel tókst Önnu, með sínum virðuleik, að halda í horfinu. Margar ferðir átti ég á stöðina til önnu, þung í spori og áhyggjufull yfir afkomunni. Hún leysti ævinlega með skilningi og röksemd úr öllum mínum vanda án þess þó nokkurn tíma að gleyma hag stofnunarinnar sem henni hafði verið falið að gæta. Það traust sem Anna hafði í svip sínum hafði uppörvandi áhrif og alltaf var ég léttari í spori þegar ég fór frá henni. Anna giftist Benjamín Halldórs- syni, trésmíðameistara frá Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Frá stofnun Menntaskólans að Laugarvatni hef- ur hann haft þar umsjón og séð um allar byggingar og einnig aðstoðað á sumrin hótelstjóra Edduhótelsins í Menntaskólanum. Anna og Benja- mín eignuðust saman tvo syni: Hall- dór húsasmið sem giftur er Sigríði Mikaelsdóttur frá Patreksfirði og eiga þau þrjú börn og hann eina stjúpdóttur, þau eru búsett á Laug- arvatni, og Böðvar Inga, verslun- armann sem giftur er Sólveigu Frið- geirsdóttur, ættaðri úr Kópavogi og eiga þau þrjá drengi og eru búsett í Svanþrúður Vilhjálmsdóttir Hánefsstöðum Mosfellsbæ. Á heimili Önnu og Benjamíns ólst einnig upp dóttir Önnu, Bergljót Magnadóttir há- skólakennari, sem Benjamín gekk aðdáunarlega vel í föðurstað. Hún er gift dr. Georg R. Douglas menntaskólakennara. Þau eiga tvö börn og eru búsett í Mosfellsbæ. Fáum duldist að Anna hafði mikl- ar mætur á Laugarvatni og það verður vandasamt að uppfylla það skarð sem hún skilur þar eftir sig. Sennilega er það mörgum í fersku minni þegar skriða féll úr fjallinu fyrir ofan byggðina á Laugarvatni og hreif með sér skóginn úr hlíðinni á stóru svæði, fór yfir þjóðveginn og umkringdi hús. Skriða hafði ekki fallið á þeim stað í manna minnum. Anna harmaði það mikla sár sem skriðan skildi eftir sig en fagnaði því síðar meir að horfa á litskrúðugar lúpínur breiða sig yfir sárin og græða upp hlíðina. Hún gat fylgst með þessu undri út um gluggann þar sem hún vann. Anna átti á tímabili við mótdrægt líf að stríða en með sjálfsaga og víðsýni stóð hún eins og klettur í hafinu með sigurskjöld sem færði henni farsæld og bjarta daga. Anna var alla tíð vel á sig komin og frá á fæti. Hún var „sportkona", gekk á skíðum á vetrum og stundaði sund og aðrar íþróttir ef hún átti þess kost. Hún var félagslynd í eðli sínu. Aldrei var svo messað að Anna stæði ekki með þeim fremstu í kirkjukór Laugardalssóknar, enda söngelsk. Ég held að fáar samkomur hafi verið haldnar svo á Laugarvatni að Anna væri ekki viðstödd. í sumar ferðaðist hún um Norður- lönd og heimsótti frænkur sínar sem þar eru búsettar. Þær höfðu aldrei fengið skemmtilegri gest, svo hress var hún þá og kát. En þegar líða tók á sumarið kenndi hún þess meins sem ekki var hægt að græða. Mér finnst allur lífsmáti Önnu benda til þess að hún hafi lifað eftir kjörorðinu „dyggð er sæla“ og upp- skorið samkvæmt því farsæld og fagurt líf. Með djúpri hluttekningu til allra aðstandenda og vina Önnu Böðvars- dóttur. Jensína Halldórsdóttir fyrrv. skólastjóri Laugarvatni Pú bláfjalla geimur með heiðjöklahring, um hásumar flý þér að hjarta. Ó, takmigífaðm. Minnsöknuðburtégsyng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristals dagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hérskaltu, ísland, bami þínu vagga. Hér andarguðs blær, og hér verð égsvo frjáls, í hæðir ég berst til Ijóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma. (Stgr. Thorst.) í dag kveðjum við konu sem gaf okkur öllum svo mikið. Ég er viss um að mörgum finnst sem mér að Laugarvatn sé ekki samur staður er Önnu Böðvars nýtur ekki lengur við. Hún kunni að sjá það skemmti- lega í tilverunni, var ávailt svo hress og kát og glettnin skein úr augunum. Hún gaf sér ætíð tíma til samskipta við aðra þótt hún væri störfum hlaðin. Hún var stöðvarstjóri Pósts og síma í mörg ár og húsfreyja á gestkvæmu heimili. Hún unni úti- veru, stundaði skíðagöngu á vetrum, leikfimi og sund, og göngutúrar með hlíðum Laugarvatnsfjalls voru ófáir. Hún sá fegurðina í landinu og unni hvers konar listum. Anna var ákaflega félagslynd enda gott að umgangast hana. Hún var í kirkjukórnum, kvenfélaginu, full- trúi á kvenfélagasambandsþingum og á aðalfundum SÍS í mörg ár og virkur þátttakandi í félögum póst- manna og stöðvarstjóra. Anna Bergljót Böðvarsdóttir var fædd 19. júní 1917 á Laugarvatni. Foreldrar hennar voru Laugarvatns- hjónin Ingunn Eyjólfsdóttir 'og Böðvar Magnússon hreppstjóri. Anna var næstyngst 13 systkina. Þau eru: Ragnheiður, Arnheiður, Híf, Sigríður, Lára, Auður og Svanlaug, en látin eru Sigríður Oddný sem dó vikugömul, Magnús, Laufey, Hrefna og Magnea. Anna ólst upp við glaðværð á fjölmennu menning- arheimili þar sem tónlist og söngur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.