Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. desember 1989 Tíminn 13 MiNNING voru í hávegum höfð. Afkomendur foreldra hennar eru nú 76. Anna fór í héraðsskólann á Laug- arvatni eins og margar af systrunum en síðan lá leiðin í Húsmæðraskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði. Anna kvæntist 12. ágúst 1950 Benjamín Halldórssyni byggingameistara frá Skaftholti, Gnúpverjahreppi, sem lengi hefur verið húsvörður við menntaskólann. Þau bjuggu ætíð á Laugarvatni, lengst af í húsi foreldra hennar, Bjarkarlundi, sem þau byggðu við. Fyrirhjónabandeignað- ist Anna dóttur, Bergljótu Magna- dóttur, sem er líffræðingur á Keldum. Maður hennar er Georg Douglas frá Norður-írlandi, doktor í jarðfræði, kennari við Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Þau eiga tvö börn og búa í Mosfellsbæ. Anna og Benjamín eignuðust tvo syni. Sá eldri, Halldór Steinar trésmiður, starfar nú sem bifreiðastjóri hjá Sérleyfisbílum Suðurlands. Kona hans er Sigríður Mikaelsdóttir frá Patreksfirði. Þau eiga 4 börn og búa á Laugarvatni. Sá yngri, Böðvar Ingi, deildarstjóri hjá Kristjáni Sig- geirssyni hf., er kvæntur Sólveigu Friðgeirsdóttur úr Kópavogi. Þau eiga 3 syni og búa í Mosfellsbæ. EPSON TÖLVUR OG PRENTARAR PC/XT TÖLVUR AT/286 & 386 TÖLVUR FARTÖLVUR 9 NÁLA PRENTARAR 24 NÁLA PRENTARAR LEYSIPRENTARAR ÞÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Hjónaband Önnu og Benjamíns var farsælt og áttu þau miklu barnaláni að fagna. Anna dáði barnabörn sín mjög enda voru þau hænd að ömmu sinni. Að leiðarlokum þakka ég Önnu margt, hún hefur fylgst með mér frá fæðingu því þá var hún til hjálpar foreldrum mínum. í skólunum á Laugarvatni var oft skroppið til önnu frænku og ekki var ég ein um það af frændsystkinunum. Síðar er við Þórir settumst að á Laugarvatni var gott að eiga hana og Benna að. Börnin okkar hændust að henni því hún lét þau finna að þau skiptu máli þó lítil væru. Ég man hvað hann sonur minn var ánægður þegar hann fékk skeyti frá henni á 10 ára afmælinu, þá nýfluttur suður. En svona var hún. Mörg undanfarin ár hefur hún prjónað sokka á alla sem fæðst hafa í hennar stóru fjölskyldu og þetta eru engir venjulegirsokkar. Hún var mikil hannyrðakona og eftir hana liggur ótrúlega mikið á því sviði. Anna lést á sjúkrahúsinu á Selfossi eftir stutta en harða baráttu við skæðan sjúkdóm. Hún tók örlögun- um með æðruleysi og hetjulund. Hún var sérlega sterkur persónu- leiki, vann sigra á vandamálum lífs- ins og miðlaði öðrum ríkulega. Ég og fjölskylda mín sendum Benna og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og þökkum áratuga samleið og tryggð. Blessuð sé minning hennar. Ingunn Valtýsdóttir Breyting á verkstæðisbyggingu á Litla Hrauni Tilboð óskast í endurbyggingu verkstæðishúss á Litla Hrauni og innréttingu skólastofa í húsnæðinu. Flatarmál hússins er um 160 m2. Verktími ertil 18. maí 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7 Reykjavík til og með föstudags 29. desemb- er gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, fimmtudaginn 4. janúar 1990. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Eindagjnn er 2Zdesember vegna söluskatts í nóvember A M m ð gefnu tilefni er athygli vakin á því að eindagi söluskatts vegna nóvembermánaðar 1989 er miðvikudagurinn 27. desember 1989. Forðist örtröð - gerið skil tímanlega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.