Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. desember 1989, Tíminn 3 Hæstiréttur dæmdi í máli Magnúsar Thoroddsen í gær: Magnús víki úr embætti Hæstirettur staðfesti í gær dóm undirréttar, að víkja beri Magnúsi Thoroddsen úr embætti sem Hæstaréttadómara. Af sjö dómurum voru fimm sammála um að víkja bæri Magnúsi, en tveir skiluðu séráliti og töldu ekki rétt að vikja honum úr embætti. Þá kvað Hæstiréttur upp úr með það að þáverandi dómsmálaráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, hafí veríð heimilt að víkja Magnúsi úr embætti. Halidórí hafði verið borið á brýn að hafa með ákvörðun sinni um brottvikningu, brotið ákvæði stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm undir- réttar varðandi launagreiðslur til Magnúsar. Var það niðurstaða Hæstaréttar að Magnúsi bæru full laun frá þeim degi er hann lét af embætti og fram tii þess dags er undiréttur kvað upp úrskurð sinn. Gunnlaugur Claessen ríkislög- maður sótti málið af hálfu ákæru- valdsins. Tíminn hafði samband við Gunnlaug í gær og spurði hvort hann teldi úrskurðinn staðfestingu á að Hæstarétt hefði sett niður við mál Magnúsar Thoroddsens? „Það verður hver og einn að túlka það eins og hann vill, en málið var byggt á því að verulegu leyti, að trúnaðarbrestur hefði orðið milli þjóðarinnar og Hæstaréttar. Sá trún- aðarbrestur yrði endurvakinn ef Magnús gengi aftur inn í Hæstarétt. Það var byggt mikið á því trausti sem verður að vera á milli þjóðar og Hæstaréttar,“ sagði ríkislögmaður. Tíminn reyndi að hafa samband við Magnús Thoroddsen, en fékk þau svör að Magnús vildi ekki tjá sig um málið fyrr en hann hefði séð dóminn. Tímanum var tjáð að hvorki Magnús né verjandi hans, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefðu séð dóminn. Yfirlýsingar er að vænta frá Magnúsi í dag. Meirihluta í Hæstarétti í gær mynduðu; Gunnlaugur Briem yfir- sakadómari, Ingibjörg Benedikts- dóttir sakadómari, Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður, Ragnar H. Hall borgarfógeti og Gunnar M. Guðmundsson, settur hæstaréttar- dómari. Séráliti skiluðu Hæstarétt- arlögmennimir Sigurður Reynir Pét- ursson og Sveinn Snorrason -ES Magnús Thoroddsen ásamt lögmanni sínum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Stofnun norræns kvikmynda- og sjónvarpssjóðs: Utfærsla íslenskrar kvikmyndalandhelgi í gær undirrituðu Kvikmynda- sjóður íslands, Ríkisútvarpið og ís- lenska sjónvarpsfélagið hf. samning um stofnun norræns kvikmynda- og sjónvarpssjóðs, sem mun hafa árlega til ráðstöfunar 405 milljónir ís- lenskra króna. Samningurinn er gerður milli norrænna kvikmynda- stofnana, norrænna sjónvarpsstöðva og norrænu ráðherranefndarinnar, en Svavar Gestsson menntamálaráð- herra er nú formaður hennar. Við undirskrift samningsins sagði menn- tamálaráðberra að sjóðurinn stuðl- aði að útfærslu íslenskrar kvik- myndalandhelgi og því starfi yrði haldið áfram. íslenskar sjónvarpsstöðvar greiða samanlagt 1% af framlagi norrænna sjónvarpsstöðva og Kvikmyndasjóð- ur íslands greiðir 1% af framlagi norrænna kvikmyndastofnana. Hlutur fslenska ríkisins greiðist af norrænu fé. íslensku sjónvarps- stöðvamar greiða hvor um sig 750 þúsund krónur en Kvikmyndasjóður greiðir 1.5 milljón króna. Framlög íslensku aðilanna miðast við sömu reglur og framlög til norræns samstarfs. Á fréttamannafundi kom fram að með samningi þessum væri brotið blað í norrænni kvikmynda- og sjón- varpsgerð. Stofnun sjóðsins væri merkilegur viðburður m.a. fyrir þær sakir að með tilkomu hans sameinist norrænar kvikmyndastofnanir, sjón- varpsstöðvar og ráðherranefndin um að taka höndum saman við það sameiginlega verkefni að efla nor- ræna kvikmynda- og sjónvarpsgerð svo að Norðurlöndin geti meðal annars betur mætt sókn erlends kvikmyndaiðnaðar í menningar- landhelgi Norðurlandanna. Meginmarkmið norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðsins verður að efla framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni á Norðurlöndum og stuðla að tryggri dreifingu á norrænum kvikmyndum og sjón- varpsefni innan Norðurlandanna. Sérstök áhersla er lögð á framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis fyrir böm og unglinga. Norræni kvikmynda- og sjón- Viðtalsbók Jóns Kr. og Regínu á Gjögri: SÍMASKRÚFA SEGIR FRÁ tlt er komin bókin Regína, frétta- ritari af Guðs náð, viðtalsbók Jóns Kr. Gunnarssonar við Regínu Thor- arensen á Selfossi eða Regínu á Gjögri en við þann stað er hún gjaman kennd síðan hún bjó þar og var var fréttaritari Morgunblaðsins á Ströndunum. Regína hefur verið fréttaritari Dagblaðsins sáluga á Eskifirði og nú síðast DV á Selfossi. Hún er lands- þekkt fyrir furðulega orðaðar fréttir þar sem hinum ólíkustu og ólíkleg- ustu atriðum er blandað saman í jafnvel eina málsgrein eða setningu og persónulegar skoðanir og for- dómar fréttaritarans á mönnum og málefnum koma skýrt í ljós. -sá varpssjóðurinn er sjálfstæð stofnun sem hefur aðsetur í Stokkhólmi. Sérstök sjálfstæð sjóðsstjórn tekur endanlegar ákvarðanir um úthlutan- ir úr sjóðnum, sem munu verða byggðar á heilstæðu listrænu mati og því hvort fyrirhugað efni sé vel fallið til dreifingar á Norðulöndunum. Af fslands hálfu situr í sjóðsstjóminni Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi og fyrmm sjónvarpsmaður og er varamaður hans Kristín Jóhannes- dóttir kvikmyndaleikstjóri. Kvikmyndaframleiðendur eða framleiðendur sjónvarpsefnis geta sótt um framlög úr sjóðnum. Ekki er gert að skilyrði að um sameiginlegt verkefni tveggja eða fleiri Norður- landa sé að ræða, eða að þeir sem standa að gerð kvikmynda eða sjón- varpsefnis komi frá fleiri en einu Norðurlandanna. Upphafið að stofnun norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins má rekja til tillögu er Eiður Guðnason flutti í Norðurlandaráði fyrir um þremur árum síðan. Á fundinum sagði Eiður að óvenju góð samstaða hefði náðst um stofnun sjóðsins og úrvinnslan tekið mjög skamman tíma miðað við það sem yfirleitt gerist í ráðinu. Eiður sagði jafnframt að hann hefði flutt tillöguna þegar ljóst var að ekkert yrði úr norrænu sjónvarpssamstarfi til að leita ann- arra leiða til að styðja við bakið á norrænni sjónvarpsframleiðslu í samkeppninni við engilsaxneskt efni. SSH Sumarhótel Endurnýjaður hefur verið samningur milli menntamála- ráðuneytisins og Ferðaskrifstofu íslands h.f. um leigu á heimavist- um sex ríkisskóla til hótelrekstrar yfir sumarmánuðina, þ.e. frá 10. júní til 31. ágúst. Skólar þeir sem hér um ræðir eru Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Laugarvatni, Héraðsskólinn í Reykholti, Héraðsskólinn á Reykjum, Héraðsskólinn í Skóg- um og Alþýðuskólinn á Eiðum. Leigutíminn nær til ágústloka 1992, nema í Reykholti, en þar er leigutíminn til ágústloka 1991. Einnig var samið um forgangsrétt til leigu á húsnæðinu ef til áfram- haldandi útleigu kemur, þegar umræddir samningar renna út. I 6 cm LaJ 6 cm 2 stk. 2 stk. reykháfs- reykháfs- plötur plötur 4QW iU 6 stk. gluggáhlerar Hurð 26 cm 2 stk. þakplötur c 0 n o »» i i 18 cm . I------1 I I______I ri 2 sílc. veggir Cajl Cajl Auk þess girðing, jólaköttur, rurtnar og steinar eftir eigin hönnun. Teikning Rb. af piparkökuhúsinu. Rb hannar piparkökuhús: Engin fasteigna- eða lóðargjöld Húsið hefur marga kosti: Lóðin kostar ekkert, fasteignagjöld eru engin og svo er hitunarkostnaður í lágmarki. Ekki er ljóst hvort það stenst jarðskjálfta yfir 5 á „Richter" kvarða, en fullvíst þykir að því stafi veruleg hætta af bömum, einkum litlum börnum, og á til að rýma hratt þegar enginn sér til. Þannig lýsir Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins nýjasta og efa- lítið ódýrasta húsi sem hannað hefur verið á vegum Rb. -piparkökuhúsi. í nýjasta fréttabréfi Rb. er að finna fullunnar teikningar að húsinu, öll mál og sömuleiðis nákvæma lýsingu á hverjum verkþætti, allt frá undir- byggingu til lokafrágangs. Einnig er gerð tillaga um lóðarfrágang. Byggingarefni:__________________ 1 dl vatn 1 dl síróp 250 gr smjöreðasmjörlíki 200 gr sykur (helst púðursykur) 2 tsk. kanill 3 tsk. engifer 2 tsk. negull 1,5 tsk.matarsódi 450 gr hveiti Til skreytinga: 1/2 eggjahvíta 2 dl flórsykur matarlitur Vatn, síróp, sykur og krydd er hitað og suðan látin koma upp. Smjöri er hrært út í. Hrært þangað til blandan er köld. Matarsóda blandað saman við hveitið, sem síðan er sett hægt og hægt saman við blönduna (nokkuð af hveitinu geymt þangað til flatt er út). Geyma skal deigið á köldum stað, helst til næsta dags. Verklýsing: Deigið er flatt út og skorið í plötur samkvæmt teikningu og þær bakaðar við 200 gráðu hita í 10 mínútur. Einnig má búa til þykka „undir- stöðuplötu" fyrir húsið og festa á hana „runna“ og „steina" úr afgöng- um áður en hún er bökuð. Húshlut- arnir em límdir saman með sykri sem hefur verið bræddur á pönnu (varlega). Með bræddum sykri má einnig festa möndlur og sælgæti á húsið. Það er síðan skreytt með flórsykursblöndunni (með rjóma- sprautu eða kramarhúsi úr bökunar- pappír). Eftir að allt er orðið þurrt er „snjó“ (flórsykri) sáldrað yfir húsið. Bygg i ngarefti rl it Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins býðst til að rannsaka húsið með tilliti til loftþéttleika, einangrunar, samsetningar og fleiri atriða fyrir þá sem þess óska. Hins vegar er engin trygging gefin fyrir því að nokkuð verði eftir af húsinu að rannsókn lokinni. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.