Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 14
14
HELGIN
Laugardagur 9. desember 1989
í BETRI SÆTUM
j KILLER INSTINCT:
Osannfærandi
sem geðlæknir
Stjörnugjöf: **
Aðalhlutverk: Melissa Gilbert, Woody
Harrelson og Fernando Lopes.
Leikstjóri: Waris Hussein.
Myndband: Steinar.
Geðsjúkrahúsið er sögusviðið, þar
sem Lisa DaVito, leikin af Melissu
Gilbert sem flestir kannast við úr
þáttaröðinni Húsið á sléttunni, leik-
ur geðlækni. Hún er á þeirri skoðun
að geðsjúklingar eigi skilið betri
meðferð en þeir fá á sjúkrahúsinu.
Á sjúkrahúsinu kynnist hún ungum
manni Freddie, leikinn af Fernando
Lopes, sem er þar til meðferðar
vegna sjúklegrar ofbeldishneigðar.
Lisa einbeitir sé að því að lækna
sjúkling sinn, en er ósammála stefnu
sjúkrahússins að dæla sjúklingana
fulla af lyfjum og sieppa þeim síðan.
Hún leggur sig mikið fram og virðist
vera að ná árangri, þegar yfirmaður
sjúkrahússins vill fara að útskrifa
■ ■■■■IIIIIIIIIIIIHJ
Freddie. Lisa veit að Freddie er
langt frá því að vera læknaður og fær
til liðs við sig lögfræðing sjúkrahúss-
ins, en þrátt fyrir tilraunir þeirra til
að halda Freddie innan stofnunar-
innar, verður það úr að hann er
útskrifaður.
Hefst nú mikil leit að Freddie,
enda veit hún að lyfin sem hann fékk
eru hætt að verka og þá kemur
ofbeldishneigð hans í ljós. Tekst
Lisu að ná til hans áður en það
verður of seint?
Það sem mér þótti einna verst við
þessa mynd var að Melissa Gilbert,
sem leikur geðlækninn er of ung
fyrir hlutverkið og geðlæknirinn því
ekki sannfærandi. Sá er leikur
Freddie skilar sínum hluta hins vegar
ágætlega og nær oft góðum tökum á
því; nær vel að lýsa því sem maður
heldur að gerist innan veggja geð-
sjúkrahúsa. -ABÓ
DAVID:
DANGEROUS LIAISONS
Sönn saga um
lítinn dreng
Aðalhlutverk: Bernadette Peters, John
Glover, Metthew Lawrence og Don
Lauria.
Leikstjóri: John Erman.
Myndband: Steinar.
Marie Rotenberg sem leikin er af
Bernadette Peters, er skilin við
mann sinn (John Glover) vegna
geðveilu hans. Hún skilur við hann
eftir að hún kemst að því að hann
hefur setið inni. Hún og sex ára
gamall sonur þeirra, David, leikinn
af Matthew Lawrence, reyna að lifa
lífi sínu eðlilega eftir skilnaðinn, en
eiginmaðurinn fyrrverandi lætur þau
ekki í friði. Hann ofsækir þau í þeim
tilgangi einum að ná umráðarétti
yfir David.
Marie og lögregluþjónninn sem
leikinn er af Don Lauria, sem hún er
ástfangin af reyna að forðast ofsókn-
ir fyrrum eiginmannsins, en allt
kemur fyrir ekki.
Stjörnugjöf: ***
Pabbinn fær að fá drenginn til sín
í viku. Hann spyr drenginn hvernig
honum lítist á að fara til Kaliforniu
og í Disney World, sem drengurinn
er vissulega til í. En alltaf dregst að
pabbinn fari með drenginn í Disney
World, enda ætlun föðurins allt
önnur.
Þeir eru staddir á hóteli og gefur
faðirinn David eina svefnpillu fyrir
svefninn. Þegar drengurinn sofnar
hellir faðirinn yfir rúmið hans bens-
íni og ber eld að. Eldri kona sér
þegar faðirinn forðar sér úr herberg-
inu og kallar á hjálp.
Myndin lýsir síðan baráttu og
hugrekki þeirra David og Marie eftir
hörmungarnar og er hún átakanleg
á köflum.
Strákurinn sem leikur David í
þessari sannsögulegu mynd skilaði
hlutverki sínu með sóma og sömu
leiðis foreldrarnir ágætlega. Núna
býr þessi ungi drengur sem sagan er
af, og er nú 12 ára, í grennd við San
Francisco og eru hjólabretti aðal-
áhugamál hans. -ABÓ
Af losta
hefnd og
flekunum
Stjörnugjöf= ***
í til annarra og fá aðra upp í til sín.
Leikurinn er miskunnarlaus og
hefnigirni ræður ferðinni. Ekki er
ástæða til að rekja söguþráðinn hér.
Sennilega vita flestir nú þegar undan
og ofan af honum.
Leikarar fara á kostum, enda ekki
við öðru að búast þegar þessir aðilar
leggja saman.
Maður varð agndofa að horfa á
það letilíf sem ríka fólkið í Frakk-
landi hefur lifað á átjándu öldinni.
Einu áhyggjumál dagsins virtust vera
hvern ætti að tæla að kveldi. Auðvit-
CLENN CLOSE
|OHN MALKOVICH
MICHELLE PFEIFFER
Aðalhlutverk: Glenn Close, John Malk-
ovich og Michelle Pfeiffer.
Leikstjóri: Stephen Frears
Ekki vildi ég vera Glenn Close á
götu. Hún hefur nú á skömmum
tíma leikið tvær þær mestu ófreskj-
ur, í kvennalíki, sem sést hafa á
hvíta tjaldinu. Fyrst voru það
„Hættuleg kynni" þar sem hún lék
hjónadjöfulinn og nú hina fláráðu
og miskunnarlausu markgreifafrú.
Það er alltjent ljóst að Glenn Close
verður ekki boðið að leika í hugljúf-
um fjölskyldumyndum í bráð.
Söguþráðurinn í myndinni er
margslunginn og greinir frá hjúum
sem skemmta sér við að komast upp
að er hér um skáldskap að ræða, en
vissulega endurspeglar hann sam-
tímann og þær hefðir og lifnaðar-
hætti sem ríktu. Ég tel öllum gott að
horfa á þessa mynd, sem á annað
borð hafa áhuga á mannlegu eðli og
náttúru. -ES
ÖKUMENN
Alhugið að lil þess að við komumsl lerða okkar þurfum við aö losna
við bilreiðar al gangstéttum Kærar þakkir
Blindir og Sjónskertir
yUMFEROAR Q
Blindrafélagið