Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 2
2 HELGIN Laugardagur 9. desember 1989 I Þrjár nýjar frá Björk: í heimsókn hjá Hönnu Kötturinn Branda Litla rauða hænan komu allar út í haust í fyrsta sinn. Þær eru í bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar, sem eru hinar vinsæl- ustu fyrir lítil börn, sem fyrirfinnast á bókamarkaðinum, enda valdar og íslenskaðar af hinum færustu skólamönnum og prentaðar í mörgum litum. Nokkrar þeirra hafa komið út í áratugi en eru þó alltaf sem nýjar. Fást í öllum bókaverslunum og heita: 1. Bláa kannan 2. Græni hatturinn 3. Benni og Bára 4. Stubbur 5. Tralli 6. Stúfur 7. Láki 8. Bangsi litli 9. Svarta kisa 10. Kata 11. Skoppa 12. Leikföngin hans bangsa 13. Dísalitla 14. Dýrin og maturinn þeirra 15. Kalli segir frá 16. Geiturnar þrjár 17. Gettu hver ég er 18. Dýrin á bænum 19. Tommi er stór strákur 20. Kötturinn Branda 21. í heimsókn hjá Hönnu 22. Litla rauða hænan Fallegar - Vandaðar - Ódýrar Aðrar bækur fyrir börn: Húsið mitt Mídas konungur Nýju fötin keisarans Tóta tætubuska mi.í f HEIMSÓKN HJA HÖNNU KÖTtURINN | BRANDA t , ‘ <t . 0L \/ ■y-- Bókaútgáfan Björk REYKJAVÍKURHOFN Forstöðumaður rekstr- ar- og þjónustudeildar Reykjavíkurhafnar Starf forstöðumanns rekstrar- og þjónustudeildar Reykjavíkurhafnar er laust til umsóknar. Starfið: í starfinu felst að veita forstöðu rekstrar- og þjónustudeild. Því fylgir skipulagning og stjórnun á þjónustustarfsemi Reykjavíkurhafnar, rekstur þeirra svæða og eigna, sem henni tilheyra, samskipti við notendur og stjórnun þess mannafla, sem þjónustuna veitir. Helstu þjónustuverkefni Reykjavíkurhafnar eru skipaþjónusta, umsjón og rekstur hafnarsvæða í Gömlu höfninni og Sundahöfn og þjónusta við leigjendur. Einnig yfirumsjón með gagnasöfnun vegna reikninga, ýmsum leigumálum o.fl. Krafist er: Staðgóðrar þekkingar á fyrirtækjarekstri og reynslu af þjónustustarfsemi og skipulagningu hennar. Háskólamenntun er æskileg og góðir samskiptahæfileikar eru skilyrði. Umsóknir og upplýsingar: Upplýsingar um starfið veitir hafnarstjóri í síma 28211. Umsóknir um starfið skulu berast undirrituðum eigi síðar en 3. janúar 1990. Hafnarstjórinn í Reykjavík. 11 j •jrí DAPURLEGUR DAUÐDAGI aði honum þá svo að hann sendi þeg- ar kæru til yfirvaldanna út af með- ferðinni á sjúklingnum. Segir hann í þessari kæru: „Svo hirðuleysislega hef ég aldrei séö farið með veika manneskju, sem annars hefur inni í byggöum húsum verið.“ Gerði hann svo orö Ragnheiði Ólafsdóttur, yfir- setukonu í Brunnhúsum að fara heim til Billenbergs og setja sjúklingnum stólpípu. Ragnheiður kom þangað um klukkan tíu að morgni. Sagðist henni svo frá að að hún hefði aldrei séð annan eins frágang á neinni mann- eskju, ekki einu sinni á versta niður- setningi. Auðséð hefði verið að aldrei hefði verið búið um hina veiku og heföi hún gert allar sínar nauð- þurftir undir sig, enda hefði lyktin þar inni verið öldungis óþolandi. Hún kvaðst þá hafa spurt Hansínu á hverju móðir henar heíöi nærst allan þennan tíma. „Engu“ svaraði Hans- ína. Skipaði Ragnheiður henni þá að koma með hafrasúpu. Fór nú Hans- ína fram og tók til gijónanna, sem Guðrún haíði keypt á miövikudaginn og kom að vörmu spori með súpuna. Nærðist sjúklingurinn á hálfri könnu af seyðinu. Ragnheiður ávítaöi Hans- ínu harðlega fyrir meðferðina á móð- ur sinni og fór hún þá að gráta. „Af hverju er stelp- an að skæla"? Þegar Guðrún Einarsdóttir kom með vatnið að vanda var Ragnheiður þar fyrir. Vildi hún þá að þær hjálp- uðust að því að búa um sjúklinginn, en bæði Billenberg og Hansína héldu því fram að hún þyldi það ekki. Ragnheiður spurði þá hvort þau gætu ekki fengið neina konu til þess að vaka yfir sjúklingnum og taldi Hans- ína að ekki mundi vonlaust aö Jó- hanna Jónsdóttir, kona Geirs skóara í Grjótaþorpi mundi fást til þess. Var nú Guðrún send til Jóhönnu meö skilaboð og eins til læknisins að spyrja hann hvort ekki mundi óhætt að laga um sjúklinginn. Læknirinn kom og sagði að það væri sjálfsagt aö hreinsa rúmið og færa sjúklinginn í hrein og þurr föt. Avítaði hann Billenberg og harðlega fyrir skeytingarleysi hans og kvað þaö hafa verið skyldu hans aö leita læknis þegar í stað er konan veiktist. En Billenberg afsakaði sig með því að hann hefði haldið að þetta væri ekki svona alvarlegt. Þær konurnar stumruðu nú yfir hinni veiku. Var hún þá alveg mál- laus og rænulaus og dó í höndunum á þeim um daginn. Þegar hún var dáin fór Hansína að gráta, en Billenberg sagði: „Af hveiju er stelpan að skæla?" Réttvísin höfðar mál Réttvísin höfðaöi nú mál gegn þeim Billenberg og dóttur hans. Var Þórður Jónassen þá settur bæjarfó- geti og hélt hann próf í málinu dag- ana 19 - 22 júlí. Voru þá fyrst yfir- heyrðar konurnar þrjár, sem komið höföu til Lovísu Billenberg. Bar þeim öllum saman um þaö að hún hefði legið þarna umhirðulaus í bleytu og óþrifnaði allan tímann, aldrei fengið næringu og aldrei verið snúið í rúminu, enda hefðu sést á mjööm hennar blárauöar rákir, sem dreyrði úr og mun hún hafa fengið “Skraddarahúsiö”, þar sem Billenberg bjó. þaö af því að liggja á þvagblautum fellingum í tuskum þeim, sem undir hana höfðu verið lagðar upphaflega. Bláir blettir sáust og á fæti hennar, en ekki vildi neinn eigna þaö því að henni hefði verið misþyrmt. Hafði það frést að hún hefði dottið í stiga fyrir skemmstu og öðru sinni hefði hún dottið er hún var að koma að utan og þá meitt sig á fæti. Guörún Einarsdóttir bar það að Hansína mundi aldrei hafa verið hjá móður sinni, meöan hún var veik, heldur hefði hún verið alla daga uppi á lofti hjá föður sínum, eins og hennar væri vandi, oga Idrei litið inn til móður sinnar á nóttum. Og Billenberg mundi aldrei hafa skipt sér neitt af henni. Billenberg sagði að kona sín hefði veriö fullfrísk er hún færði sér kaffið á mánudaginn. En stundu síðar kvaðst hann hafa fundið hana á gólf- inu með krampaflogum. Ofurlítið sagði hann aö hún hefði talað eftir að krampanum létti, en hefði verið al- veg máttlaus vinstra megin. Ekki sagði hann að hægt hefði verið að búa um hana, því hún hefði alls ekki þolað að við sig væri komið og hefði þá alltaf fariö að kveinka sér. „Á hveijum degi var eitthvað þurrt sett undir hana, að minnsta kosti einu sinni á dag, en oft var það ekki hægt vegna þess að hún þoldi það ekki,“ sagði hann. Og ekkert kvaðst hann hafa skipt sér af því, dóttir sín hefði séð um það. Ekki hafi konan sín vilj- aö sækja landlækni, því hún hefði ekki haft neina trú á honum, en meira álit á Skafta í Skaftabæ, en sjálfur kvaðst hann ekki hafa viljað sækja hann. Konan hefði átt vanda til svima, en það hefði alltaf batnað, þegar hún fékk kalt vatn eða kam- fórudropa. Seinast hefði hún getað talaö á föstudaginn, en þá svo lágt að hann hefði orðið að leggja eyrað að vörum hennar til að heyra það, sem hún sagði. Framburö Guðrúnar kvað hann rangan og svo var hann reiður við Guðrúnu, að morguninn eftir tók hann á móti heni með skömmum fyr- ir að vitna gegn sér, og Hansína sagði að hún þyrfti ekki oftar að ómaka sig með vatn til þeirra. Framburður Hansínu var mjög á sömu lund og framburður föður hennar. Hún kvaðst hafa látið þurrt undir móður sína á hverjum degi. Kvaðst hafa talað um það við föður sinn að ófært væri að láta han liggja alltaf í bleytunni, en hann heíði sagt að svo yrði að vera, vegna þess að hún þyldi ekki aö láta hreyfa sig. Og þegar þær Guðrún heíðu fært hana úr kjólnum, hefði hún sagt: „Gud, hvorledes de handle með mig!“ Hún kvaðst aldrei hafa stundað sjúkling fyrr og ekki þorað að hreyfa við móður sinni af því að hún vildi það ekki. Óheyrileg og ótrú- leg orð Nú varð hlé á réttarhöldunum. Vilhjálmur Finsen tók við embættum landfógeta og bæjarfógeta og hafði í svo mörgu að snúast af þeim sökum fyrst í stað að hann gat ekki sinnt HEILSUGÆSLUSTÖÐ IÞORLÁKSHÖFN Tilboö óskast í frágang heilsugæslustöðvar í Þorláks- höfn þar með talið múrhúðun, pípulögn og alla aðra frágangsvinnu innanhúss og frágang lóðar. Flatarmál hússins er um m2. Verktími er til 1. apríl 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík til og með föstudags 15. desember 1989 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 19. desember 1989 kl. 11.00. ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK__ Silungsveiði í straumvatni Stangveiðifélagið Ármenn leitar að skemmtilegum silungsveiðiám sem henta vel fyrir fluguveiði. Nánari upplýsingar veita, Daði Harðarson í síma 46252 og Guðni Kolbeinsson í síma 19728. Ármenn, landsfélag um þjóðlega náttúruvernd og stangveiði með flugu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.