Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. desember 1989 HELGIN 13 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL Inni í húsinu fannst óopnuð bjórflaska sem talið var að morð- inginn liefði tekið úr kæliskápnum. Undir kvöldið komu sporhundar á vetlvang og einn þeirra rakti slóð út í skóg með svo miklum ákafa að hann nánasl dró manninn á eflir sér. Hundurinn nam loks staðar við poka sem í reyndust bláköflólt skyrta, blautir vettlingar, annar gul- ur og hinn hvítur og dyraskiltið af lnisi Guslafsons. Afbrotaunglingur Hundurinn fékk að þefa af skyrtunni og tók þegar í stað stefn- una úl úr skóginum og að húsi við Elm Slreet. För eftir íjoróttaskó að húsabaki komu alveg heirn við skófariö í blómabeði Gustafsons. Lögreglumönnum kom þetta ekki sérlega á óvart. Um nokkurt skeið hafði unglingspiltur sem þarna átti heima verið lögreglunni þyrnir í augum á þessu rólegheita- svæði. Árið áður, þá aðeins 16 ára, hafði hann verið ákærður fyrir árás á 14 ára slúlku. Þótt hann hafi ver- ið sýknaður af nauðgunarkæru álti hann enn fyrir höndum- réttarhöld fyrir líkamsárás og meiðingar. í desember réttu ári áður hafði hann iðulega klæðst indíánabún- ingi og gengið um veifandi öxi. Þannig lil fara réðst hann inn til fjölskyldu í nágrannabænum Pepp- erell og hafði uppi hótanir þar til allir lögðu á flótta. í það skiptið skildi hann eftir rauðvínslögg í glasi á eldhúsborðinu og einmilt bjórflaskan í eldhúsi Gustafsons minnti á þetta. Vegna alviksins í Pepperell var Daniel LaPlante var aöeins 17 ára en þegar orðinn forhertur glæpamaður. Það þurfti þrjú morð til að samfélagið losnaðl pilturinn, Daniel LePlante, strax grunaður en þegar átli að gahga að honum, reyndist hann hafa slokkið fram af svölunum og var horfinn. Við leit í herbergi hans fannst skot- hylki sem virtist úr sömu byssu og Priscilla Gustafson var skotin með. Þar l'annst líka guli vettlingurinn á móti þeim sem hundurinn fann í pokanum. Daginn eftir þegar leit lögregl- unnar að Daniel slóð sem hæst til- kynnti kona í Pepperell að brolist hefði verið inn hjá henni og byssu stolið. Lögreglan kom strax á stað- inn og fann þá brúnan leðurjakka sem skilinn hafði verið eftir. Hann reyndist eign Daniels LePlante. Síðdegis sama dag ruddist dökk- hærður unglingur inn hjá annarri konu í Pepperell og tilkynnti henni að hann væri svangur. Síðan neyddi hann konuna út í bíl hennar og ók með hana frá húsinu. Henni tókst þó að sleppa fljótlega og klukkan fimm sá lögreglan Daniel undir stýri í bílnum í Ayer. Hann náðist hálftíma síðar og var handtekinn. Líklegt þótti að hann hefði kastað byssunni í tjörn skammt frá staðnum í Ayer sem hann var handtekinn. Konan var ófrísk Daniel hélt því stíft fram við lögregluna að hann hel'ði verið heima hjá sér að horfa á tónlistar- myndbönd, á þeim tíma sem morð- in voru framin. Reilly saksóknari var hins vegar sannfærður um að Daniel væri sekur og úrkurðaði að tekin skyldu hár“ og munnvatns- sýni til samanburðar við hár, blóð- slettur og sæði sem fannst á og í grennd við lík fórnarlambanna. Sálfræðingur saksóknaraemb- ættisins athugaði Daniel í þrjár klukkustundir og fyrirskipaði síðan að hann skyldi sendur til þriggja vikna dvalar á geðdeild til rækilegr- ar geðrannsóknar. Réttarhöld voru ákveðin 22. desember. Mánudaginn 7. desember var staðfest í skýrslum að Priscillu Gustafson hefði verið nauðgað og einnig að hún hefði verið á fyrstu vikum meðgöngu að þriðja barni sínu. Þar kom líka fram að fundist hetðu undirföt, rifin utan af eigand- anum í skáp í svefnherbergi Guslaf- sons. I herberginu fundust einnig umbúðir af tveimur smokkum og einn notaður sem totan hafði verið klipin af. A rúmteppinu fundust hár sem ekki voru af fórnarlambinu. Fréltamönnum var sagt að einnig hefði fundist í herberginu blágræn blússa sem Priscilla hafði klæðst fyrr um daginn. Þegar líkið fannst var það hins vegar klætt bux- um og blárri skyrlu en engum und- irfötum. Hins vegar var Priscilla í blágrænu blússunni þegar vitnið sá hana eftir hádegið. Sönnunargögnum fjölgar Af öllu þessu var það totuklippti smokkurinn sem olli lögreglunni mestum heilabrotum. - Hann gæti hafa klippt hann sjálfur, var stung- ið upp á. - Fyrr á árinu var fallið frá ákæru um að hann hefði nauðgað 14 ára telpu og hann veit mæta vel að hægt er að þekkja mann al' sæði, rétt eins og blóðflokki. Með því að losa sig við það hefur hann talið sig rjúla öll tengsl milli sjáll's sín og nauðgunar í þelta sinn. Við teljum að hann hafi annað- hvort skipað frú Gustafson að hafa fataskipti eða klætt hana sjálfur eft- ir að hafa nauðgað henni og skotið liana tvisvar í höfuðið. Þann 11. janúar 1988 var Daniel LaPlante ákærður fyrir alls 28 at- riði, allt frá Gustafson“morðunum til ógnananna við fjölskylduna í Pepperell nær tveimur árum áður. Margar kærur voru fyrir innbrot, Iíkamsárásir, ólöglegan vopnaburð, bílþjófnað, mannrán og mótþróa við lögregluna. Við réttarhöldin kom fram í vitnisburði níu ára telpu að á morð- daginn hafði hún verið samferða Abigail Gustafson heim úr skólan- um og séð hana fara inn heima hjá sér. Sjálf fór hún heim til sín, setti skólatöskuna inn en fór svo út aflur til að hjálpa systur sinni að elta uppi kanínu sem hún hafði misst. Þá heyrði hún langdregið óp heim- an frá Abigail og hundinn þar gelta ákaflega. Hún kvaðst viss um að Abigail hefði æpl. Einnig kom fram að í byrjun aprfl, fjórum mánuðum eftir morð- in, hringdi aðstandandi Daniels til lögreglunnar og baö um að maður yrði sendur þangað. Að húsabaki stóð Cherokee“jeppi og í hanska- hóll'i hans var skammbyssa með hlaupvídd .22. Hún var talin hafa orðið Priscillu Gustalson að bana. Þá bar nágranni Daniels að byss- unni hefði verið stolið við innbrol á heimili hans í október 1987. Einangrun til æviloka Síðasta vitni ákæruvaldsins var meinafræðingurinn sem rannsakaöi lík barnanna. Hann sagði að á hálsi telpunnar hefðu verið áverkar sem bentu til að liert hefði veriö vel að. Þess má geta í því sambandi að 250 hár af henni voru í hnúl á hálsbindi sem fannst í stofusófanum. El'tir þennan framburð var gert réttarhlé. Verjandi leiddi engin vitni og mælti heldur ekki fyrir málstað ákærða. Kviðdómur fann Daniel LaPlante sekan urn þrjú morð. Sak- sóknari lét þess getið að hann heföi aldrei fjallað um jafnviðurslyggi- legt mál. - Ákærði hefur ekki harm- að verknað sinn eitt andarlak. Dómarinn ávrapaði Daniel og sagði m.a.: - Margir eru þeirrar skoðunar að þú ættir að hljóta sömu örlög og fórnarlömb þín: Heng- ingu. Því miður er hér aðeins hægl að dæma þig til ævilangrar fangels- isvistar án möguleika á náöun og án nokkurra leyfa. Svona mönnum má alls ekki sleppa lausum andarlak meðal saklausra borgara. %s. Jl uðrún Ásmundsdóttir leikkona er íslending- um að góðu kunn. í bókinni Ég og lífið gefur hún lesendum innsýn í margbrotið líf sitt þar sem skipst hafa á gleði og sorg, sigrar og ósigrar, trú og efi. Hún ræðir á opinskáan hátt um bernsku sína, ást, hjónabönd, störf og list. Líf Guðrúnar er hlaðið andstæðum og miðlar hún reynslu sinni af mikilli einlægni og næmni. Inga Huld Hákonardóttir hefur skrásett áhrifaríka og heillandi sögu Guðrúnar Ásmundsdóttur af miklu listfengi. Eg og lífið er einhver óvenjulegasta æviminningabók sem komið hefur út á íslandi. VAKM HEUCAFELL SÍÐUMÚLA 29 SÍMI6-88-300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.