Tíminn - 09.12.1989, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. desember 1989
HELGIN
15
THE BIG BLUE:
Heillandi kvikmynd
Aðalleikarar: Rosanna Arquette, Jean-
Marc Barr og Jean Reno.
Handrit og leikstjóri: Luc Besson
„The Big Blue“ er leyndardóms-
fullur heimur hafsins sem er eins
fjarlægur manninum og geimurinn.
1 myndinni verða ókannaðar dýptir
hafsins vettvangur tveggja manna í
að sanna hugrekki sitt.
Æskufélagarnir Jacques (Jean-
Marc Barr) og Enzo (Jean Reno)
eru snillingar í köfun og báðir keppa
að því að sigra undirdjúpin. Jacques
er eins og af öðrum heimi og hefur
uppgötvað sérstaka eiginleika sem
gera honum kleift að kafa dýpra en
nokkur annar án súrefnis og sárs-
auka. Enzo aftur á móti er rekinn
áfram af viljanum til að sigra og
voninni um frægð. Joanna (Rosanna
Arquette) kemur til sögunnar sem
unnusta Jacques sem hún hefur ótak-
Stjörnugjöf: ★★★★
markaða ást á, þó hún viti að hjarta
hans tilheyri hafinu.
Aðdráttarafl hafsins verður loks
til þess að stía þeim í sundur.
Árangur Jacques við köfunina verð-
ur umfram það sem er manninum
mögulegt og þá kemur í ljós að hann
er eitthvað annað og meira en bara
maður...
„The Big Blue“ er snilldarlega vel
gerð kvikmynd sem svíkur engan
sem ann góðum kvikmyndum. Kvik-
myndatakan er stórkostleg á köflum
og áhorfandinn lifir sig ósjálfrátt inn
í heim undirdjúpanna og heldur
jafnvel ósjálfrátt niðri í sér andanum
er hann fylgist með Jacques og Enzo
í undirdjúpunum.
Leikararnir eru sannfærandi í
hlutverkum sínum og hefur Luc
Besson (gerði m.a. kvikmyndina
Subway) gert frábæra kvikmynd sem
er þess virði að horfa á. SSH
St. Jósepsspítali - Landakot
Hjúkrunarforstjóri
Staða hjúkrunarforstjóra við St. Jósepsspítala,
Landakoti er laus til umsóknar. Umsókarfrestur er
til 10. janúar 1990. Umsækjandi þarf að geta hafið
störf 1. apríl 1990. Hjúkrunarforstjóri hefuryfirum-
sjón með og ber faglega ábyrgð á allri hjúkrun á
sjúkrahúsinu, St. Jósepsspítali - Landakoti er 200
rúma deildasjúkrahús og kennslustofnun, sem
veitir sérfræðiþjónustu á augnlækninga-, hand-
lækninga- og lyflæknisdeildum, gjörgæsludeild,
skurðstofu og svæfingadeild, móttökudeild, barna-
deild, öldrunardeild, stoðdeildum og rannsókna-
deildum. Umsækjandi skal vera hjúkrunarfræðing-
ur með framhaldsnám í stjórnun eða hafa masters-
gráðu í stjórnun, hafa minnst 3ja ára starfsreynslu
við stjórnunarstörf og 2ja ára starfsreynslu við
almenn hjúkrunarstörf.
Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra spít-
alans, Loga Guðbrandssonar.
HOBSONS CHOICE
Öskubuska
fer að búa
Stjörnugjöf ★★★ 1/2
Aðalhlutverk: Sharon Gless, Richard
Thomas og Jack Warden.
Leikstjóri: Gilbert Gates
Ég sá sterka samlíkingu, í þessari
mynd, við ævintýrið um Oskubusku.
Þetta er allt að því hugljúf mynd og
tilvalin sem slík fyrir alla fjölskyld-
una.
í stuttu máli greinir frá fjölskyldu-
lífi Hobsons fjölskyldunnar, þar sem
einstæður faðir drottnar yfir þremur
uppkomnum dætrum. Tvær þær
yngri vilja báðar giftast en karlinn
samþykkir það ekki. Elsta stúlkan
(Öskubuska) gengur í öll störf og
pabbi hennar ráðskast með hana og
segir hana verða piparkerlingu.
Öskubuska er ekki á þeim buxunum
og nær sér í mann sem kemur flatt
upp á alla og ekki síst pabbann,
þegar hann uppgötvar hver tilvon-
andi tengdasonurinn er. Taka hjóUn
nú að snúast hratt og úr verður hin
besta skemmtun.
Ég átti ekki von á miklu þegar ég
setti þessa spólu í tækið, gerði það
með hálfum hug. Ég hló mikið að
þessari mynd og komst í hreint
frábært skap við að horfa á hana.
Það ríkir nokkurskonar Mary Popp-
ins stemmning í þessari mynd.
FUNNY FARM/BILAÐA BÝLIÐ:
Haldið á vit
náttúrunnar
Stjörnugjöf ★ 1/2
Aðalhiutverk: Chevy Chase
Leikstjóri: Georg Roy Hill
Hér segir frá íþróttafréttamanni
sem fengið hefur sig fullsaddan á
skarkala borgarlífsins, og flytur með
sinni heittelskuðu upp í sveit. Þar
ætlar hann að helga sig ritstörfum og
skrifa metsölubók. f stuttu máli er
söguþráðurinn á þessa leið. Verð-
andi rithöfundur ræður ekki við
verkið og leggst í drykkju. Konan
hans blómstrar hinsvegar á ritvellin-
um og eykur það enn á þunglyndi
húsbóndans. Inn í þennan söguþráð
fléttast óteljandi atriði sem ekki er
ástæða til að greina frá hér, en flest
eru til þess fallin að auka glundroð-
ann sem ræður ríkjum í myndinni.
Ein og hálf stjarna er frekar ríflegt
fyrir þessa mynd, en það stafar af því
að öll vafaatriði eru túlkuð fram-
leiðendum í hag. Ég er ekki hrifinn
af Chevy Chase sem gamanleikara, Gamanmyndir um sveitasælu eru
en það er skoðun sem ég á alfarið við alþekkt fyrirbrigði. Ég mæli mun
sjálfan mig. Þykir mér leikarinn frekar með íslensku myndinni
ofleika og finnst mér sem það komi „Dalalíf" vilji menn á annað borð
alltaf niður á þeim kvikmyndum sem sjágamanmynd tengda landbúnaði.
hann leikur í. _ES
Einhverjum kann að þykja sem
þrjár og hálf stjarna sé full mikið, en
sá hinn sami verður að taka tillit til
þess að hér er skoðun undirritaðs á
ferðinni. -ES
\
SLÖKKVISTÖÐIN í REYKJAVÍK
Laus staða
í slökkviliðinu í Reykjavík er laus staða starfs-
manns í eldvarnareftirliti.
Umsækjandi skal hafa tæknimenntun eða hafa
langa starfsreynslu í slökkviliði.
Umsóknir berist undirrituðum fyrir 31. desember
1989.
Reykjavík, 1. des. 1989
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík