Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. desember 1989 Tíminn 3 Loðnan sem fannst í eðlilegu ástandi miðað við árstíma: Hrygningarloðnan komin í leitirnar „Við erum búnir að finna eitthvað af loðnu vestan við Kolbeinsey og það er greinilega loðna sem er að koma vestanað,“ sagði Sveinn Sveinbjömsson leiðangurstjóri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem er nú við loðnuleit fyrir norðan land. Þessar göngur fundu þeir í fyrrinótt. Sveinn sagði að ekki væri hægt að tala um þetta sem eina torfu, því þama væra margir blettir á víð og dreif. Að sögn Sveins er loðnan stór og ástandi en sú sem veiddist við Kol- góð, alveg í eðlilegu ástandi miðað við árstíma. Um er að ræða aðallega tveggja ára loðnu sem telst eftir áramót þriggja ára og er aðaluppi- staðan í hrygningarstofninum. Þá var og einnig nokkuð af þriggja ára loðnu, sem telst fjögurra ára eftir áramót. Hann sagði að loðnan sem seir hefðu fundið nú væri í allt öðru Þjóð-stofn- ana skattur Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra fram frumvarp um breytingar á lögum um eignar- skattsauka til byggingar Þjóðar- bókhlöðu. Frumvarpið felur í sér að þeim fjármunum sem inn- heimtast með þessum hætti verð- ur varið til opinberra bygginga s.s. Þjóðleikhúss, Þjóðminja- safns og Þjóðskjalasafns, auk Þjóðarbókhlöðu. Með þessari breytingu á að tryggja að eignarskattsaukanum verður varið til bygginga og við- halds á opinberum byggingum. Gagnrýnt hefur verið að hluta af eignarskattsaukanum hefur verið varið til almennra ríkisútgjalda, en í lögunum stendur að honum skuli varið til byggingar Þjóðar- bókhlöðu. - EÓ beinsey um miðjan nóvember. „Svo er bara að bíða og sjá hvort það komi ekki eitthvað meira. Það er ekkert hægt að leita neitt vestar en rétt vestan við 19 gráðu vegna hafíss, sem takmarkar leitarsvæðið mjög mikið,“ sagði Sveinn. Hann sagði að ísinn hafi myndað flóa sem þeir hafi leitað í og hefðu loðuflekkimir verið á um 20 mílna svæði, norður-suður. „Loðnan stendur djúpt þama á svæðinu. Við höfum séð toppa henn- ar koma upp á veiðanlegt dýpi, en hún er alveg á mörkunum og þar fyrir neðan,“ sagði Sveinn. Á norðanverðu Kolbeinseyjarsvæðinu hélt loðnan sig á nokkm dýpi í 1 til 2 gráðu sjó, þar fyrir ofan kom hlýsjór upp í 5 gráður, en kaldur á yfirborðinu einkum vegna áhrifa hafíssins. Loðnan kom nær yfirborð- inu sunnar, en þar vom hitaskilin í sjónum ekki eins skörp. í gær var Bjarni Sæmundsson kominn af svæðinu vestan við Kol- beinsey og kominn norðar og austar við eyna. Nokkrir loðnubátanna vom búnir að færa sig af því svæði sem þeir hafa verið að veiða á að undanförnu og hugðust reyna fyrir sér í nótt á því svæði þar sem rannsóknaskipið fann loðnu. Um sex vindstig vom við Kol- beinsey í gær, skýjað og gekk á með éljum. „Nú em sjómenn að fara í jólafrí, gengur hún ekki í burtu? „Nei, nei, hún gengur sjálfsagt aust- Athugasemd frá Geir Thorsteinssyni: Svar til Vigfúsar Jónssonar á Laxamýri „Hafa skal það sem sannara reymst" endaði greinin þín í Tímanum í gær og get ég tekið undir það. Staðreyndir máls- ins eru þessar: Stangafjöldi á laxasvæði Laxár í Aðal- dal eru eftir mínum heimildum samtals 1615 stangardagar. Heimild er tímaritið Á veiðum 1. tölublað 1. árgangur 1984. Könnun hef ég einnig gert um hve margar stangir voru leigðar út sumarið 1989 og eru þær eftirtaldar: 12 stangir á Laxamýrarsvæði, 6 stangir á Nessvæði, 2 stangir á Núpasvæði, 2 stangir á Syðra-Fjalli, 2 stangir á Hrauni, 2 stangir á Prestbakka og svo 1-2 stangir frjálst Samtals gera þetta 27-28 stangir og ef það er margfaldað með 90 dögum gerir það 2430-2520 stangardaga. Ég nota sömu tölu og birtist í tímaritinu Á veiðum í útreikninginn eða 2516 stangardaga. Reiknað er á sama hátt fyrir allar laxveiðiárnar út frá dýrasta tíma til þess að fá réttan samanburð á milli veiðisvæða. Þessa var greinilega getið í grein minni í Sportveiðiblaðinu. Reiknað var með 28000 kr. fyrir stangardag í Laxá í Aðaldal. Ég var í grein minni í Sportveiðiblaðinu ekki með neinn atvinnuróg á bændastétt- ina, enda unnið mörg sumur í sveit hjá hinum mætustu bændum og kann því flestum bændum hina bestu sögu. Ef Vigfús læsi greinina betur þá stendur ekki orð um „veiðiréttareigendur" í henni heldur nota ég orðið veiðiréttarhafar. Ennfremur var greinin ekki stíluð til bænda, heldur til laxveiðimanna. Það væru laxveiðimenn, sem væru að kaupa laxveiðileyfin á þessu háa verði. Nei ráð rökþrota manna hafa löngum verið þau að „betra sé að veifa röngu tré en öngu“ og sverta mannorð viðkomandi til að gera staðreyndirnar tortryggilegar en það mun ekki ganga í þetta sinn: Að síðustu þetta Vigfús, ég þekki fá skamm- aryrði verri en að vera kallaður „komm- únisti". Því fer ég fram á að þú biðjir mig afsökunar á því. Geir Thorsteinsson ur um og finnst aftur eftir áramótin. Það er alveg öruggt,“ sagði Sveinn. Hvort hann eigi von á því að meira komi undan ísnum, sagðist Sveinn ekkert vilja svara því, -,,ég vona það, en get ekkert fullyrt." Reiknað er með að Bjarni Sæ- mundsson komi að landi þann 20. desember. Fyrirhugað er að fara vel austur fyrir það svæði þar sem loðnu- bátarnir hafa verið að veiðum að undanförnu, en síðan verður stefnan tekin vestur á bóginn á ný. Tíu bátar tilkynntu um samtals 2950 tonna afla í fyrrakvöld, sem bátarnir fengu austan við Kolbeinsey ÍÓ Utanfarar í ár færri en í fvrra Verulega hefur dregið úr utan- ferðum íslendinga undanfarna fjóra mánuði miðað við sama tímabil síðustu tvö ár. Sérstaklega hefur þeim fækkað nú í nóvember. Heim komnir ferðalangar voru þá á 3. þúsund færri heldur en í sama mánuði tvö síðustu ár. í nóvember- lok voru íslenskir utanfarar orðnir tæpplega 132.700 frá áramótum, eða um 6.000 færri heldur en á sama tíma í fyrra. Öll þessi fækkun og meira til, hefur orðið síðustu fjóra mánuðina, þvíí'júhTok voru^ ferðamenn heldur fleiri (75.500) en árið áður og raufiar nokkru sinni fyrr á sama árstíma. Erlendir ferðamenn voru á hinn bóginn litlu færri nú í nóvember heldur en undanfarin ár. Frá ára- mótum til nóvemberloka voru þeir alls um 126.500 talsins, eða 1-2 þúsund fleiri heldur en á sama tíma s.l. tvö ár og þá um leið fleiri heldurennokkrusinnifyrr. -HEI Bruninn á Skagaströnd á 17. gráðu. ■ ABC Maðurinn sem lést í eldsvoðanum á Skagaströnd hét Guðjón Pálsson. Hann lætur eftir sig unnustu og nýfædda dóttur. Auk þess átti hann einn son. Guðjón heitinn var 25 ára þegar hann lést. Enn er ekkert vitað um orsök brunans, en rannsóknarlögreglan vinnur að rannsókn málsins. - EÓ Fjallhress í hlýrri og þægilegri angóruull Nærfatnaður úr 100% angóruull heldur á þér hita í köldum vetrarferðum. Angóruull gefur meiri einangrun en aðrar ullartegundir en þrátt fyrir það andar húðin óhindrað í gegnum angóruullina. Angóruullin hrindir vel frá sér vatni, hún er fínni og léttari en aðrar ullar- tegundir og orsakar ekki kláða eða óþægindi. Það jafnast ekkert á við nær- fatnað úr 100% angóruull þegar farið er til fjalla í kalsaveðri. ,2YKJAVÍK: Uafossbúöin Arbœjarapótek Borgarapótek Breiðhottsapótek Ellingsen Garosapótek Holtsapótek Ingólfsapótek Rammager* Skátabuóin Sportval Úll og gjafavörur Útilíf Veioihúsið Veiöivon SELTJARNARNES: Sportlíf KÓPAVOGUR: Kópavogsapótek GARÐABÆR: Apótek Garðabœjar HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Noröurbœjar KEFLAVÍK: Samkaup KEFLAVÍKURFLUG- VOLLUR: íslenskur markaöur MOSFELLSBÆR: Mosfellsapótek Verslunin Fell Verksmiöjuútsala Álafoss AKRANES: Sjúkrahúsbúðin BORGARNES: Kf. Borgfirðinga ÓLAFSVÍK: Söluskáli Einars Kristjánssonar STYKKISHÓLMUR: Hólmkjör BÚÐARDALUR: Dalakjör PATREKSFJÖRÐUR: Versl. Ara Jónssonar TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjamabúö FLATEYRI: Brauðgerðin BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson ÍSAFJÖRÐUR: Sporthlaöan HÓLMAVÍK: Kf Steingrímsfjarðar HVAMMSTANGI: Vöruhúsiö Hvamms- tanga BLONDUÓS: Apótek Blönduóss SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabúð VARMAHLÍÐ: Kf. Skagfiröinga SIGLUFJÖRÐUR: Versl. Sig. Fannáal ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg DALVlk: Dalvíkurapótek Versl. Kotra AKUREYRI: Versl. París HÚSAVÍK: Bókav. Þórarins Stefánssonar RE YKJAHLÍÐ: Verslunin Sel RAUFARHÖFN: Snarliö sími 666006 SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. E.J. Waage NESKAUPSTAÐUR: S. Ú.N. EGILSSTAÐIR: Kf. Héraðsbúa ESKIFJÖRÐUR: Sportv. Hákons Sófussonar FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kf. Fáskrúðsfjarðar BREIÐDALSVÍK: Kf. Stöðfirðinga HÖFN: Kf A-Skaftfellinga HELLA: Rangárapótek SELFOSS: Vöruhús K.Á. UVERAGERÐI: Olfusapótek öll almenn farseðlasala og skipulagning ferða innanlands sem utan Sumaráætlun Norrænu er komin út! Skipuleggið sumarfríið og verðið ykkur úti um eintak í vetur bjóðum við meðal annars upp á: Auk þess Prag og Leningrad Express, ævintýraleg lestarferð. Búdapest - 6 dagar frá kr. 33.500 Kaupmannahöfn - 6 dagar frá kr. 29.835 Færeyjar - 4 dagar frá kr. 24.950 NA FERÐASKRIFSTOFAN HF. Laugavegi 3, Rvík Fjarðargötu 8, Seyðisfirði Sími 91-626362 Sími 97-21111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.