Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 16. desember 1989 Titniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGG JU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent Ti.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hver á að ráða? Eftir áralangar samningaviðræður ríkisins og sveitarfélaga um verkaskiptingu þessara tveggja stjórnsýslustiga í íslensku stjórnkerfi voru sam- þykktar nýjar lagareglur um þetta mikilvæga mál á síðasta Alþingi. Þess var vænst að sú verkaskipting sem nýju lögin fólu í sér, leiddi til friðsamlegrar sambúðar um verkaskiptingarmál eitthvað til frambúðar. Svo ætlar þó ekki að reynast. Skyndilega hefur borgar- stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík stofnað til illvígs ágreinings um eitt þeirra mála sem samkomulag var um og lætur eins og Reykjavík sé óbundin af öllu sem um hefur samist. Krafa íhaldsins er m.a. sú að önnur lög skuli gilda um stjórnarnefnd Borgarspít- alans í Reykjavík en á sér stað um önnur sjúkrahús annars staðar á landinu og heilsugæslustöðvarnar. í samkomulaginu um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga er gengið út frá því að ríkið greiði allan kostnað við rekstur heilsugæslustöðva og sjúkra- húsa. Ríkið hefur tekið að sér að bera þennan kostnað og þar með létt af sveitarfélögunum mikilli kostnaðarbyrði. Þetta er sveitarfélögunum augljós- lega í hag, enda meginkrafa þeirra að ríkið kostaði þennan rekstur. Nú er það almennt viðurkennd regla að sá aðilinn sem hefur skyldur til að standa undir kostnaði við rekstur opinberra stofnana skuli eiga þann rétt að stjórna slíkum stofnunum, hafa stjórnvald yfir þeim. Þegar svo er komið að rekstur heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa er allur á ábyrgð ríkisvaldsins, þá leiðir af sjálfu sér að heilbrigðisráðherra ber að hafa yfirvald þessa rekstrar. Hann getur að sjálf- sögðu útdeilt þessu valdi sínu til stjórnarnefnda sem þá starfa í umboði hans en hefur ekki vald til þess að afsala sér ráðherraábyrgð, því að stjórnskipulega hlýtur hann að eiga að sinna yfirstjórn þeirra verkefna í heilsugæslu- og sjúkrahúsarekstri sem ríkissjóður heldur uppi. Krafa borgarstjórnar Reykjavíkur er því á engum rökum reist, að borgaryfirvöld eigi að ráða rekstrar- stjórn Borgarspítalans ef ríkið ber uppi allan rekstrarkostnaðinn. Slíkri kröfu geta ríkisstjórn og Alþingi ekki sinnt. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi tillög- ur um hvernig haga skuli stjórn heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Þar er gert ráð fyrir að ráðherra skipi fimm manna stjórnarnefnd yfir hvert sjúkrahús og heilsugæslustöð. Þrír stjórnarmanna skuli tilnefndir af sveitarfélagi (eða sveitarfélögum), einn skal tilnefndur af starfsfólki viðkomandi stofnunar, en fimmta stjórnarnefndarmanninn skipi heilbrigðis- ráðherra án tilnefningar og sé hann formaður. Eins og sjá má er með þessu tekið fullt tillit til hagsmuna sveitarfélaganna, þ.á m. Reykjavíkur- borgar, því að þau eiga þrjá fulltrúa í stjórnarnefnd- inni auk þess sem starfsmenn eiga sinn fulltrúa, þannig að formlega hafa sveitarfélögin meirihluta í stjórninni. Ef Reykjavíkurborg vill njóta hagræðis af því að ríkið borgi allan rekstrarkostnað við Borgarspítalann þá verða borgaryfirvöld að sætta sig við að heilbrigðisráðherra sé yfirvald rekstrar- stjórnar hans. Annað væri yfirgangur og lögleysa. P JL—/NGINN SAMDRÁTT- UR sýnist vera í íslenskri bóka- útgáfu á þessu ári og er það vel. Sá háttur helst sem lengi hefur loðað við, að bókaútgáfa er hér með vertíðarbrag og tengist jól- unum eins og óaðskiljanlegur hluti hátíðarhaldanna. E.t.v. hefur það einhver óþægindi í för með sér að stefna megninu af útgáfustarfinu inn á svo þröngan tímafarveg. Trú- lega eykur þetta útgáfukostnað og gerir bækur dýrari en þær gætu orðið ef vinnu við þær mætti dreifa jafnar yfir árið. Þetta mikla bókaflóð á fáum vikum veldur auknu annríki hjá blöðunum við að kynna bækur og höfunda, sem þó er ágætt blaðaefni og vinsælt hjá lesend- um. Það er töluverð tiíbreyting í fréttum og greinaskrifum að blöðin fjalli um nýjar bækur, þannig að bókmenntir setji svip á dagblöðin framar því sem annars er. Hins vegar má búast við að umsagnir um bækur í dagblöðum verði við þessar að- stæður hvorki ítarlegar né óumdeildar og gefi ekki þá heildarsýn um bókaútgáfuna sem æskilegt væri. Þess er heldur ekki kostur að kveða upp úr um það á sjálfri bókahátíðinni hvað lifa muni lengst þessara rita eða hvaða gildi einstakar bækur hafa þegar frá líður. Fjölbreytt bókaútgáfa__________ Sjálfsagt má ganga út frá því sem gefnu að mikið af fram- leiðslu jólabókaflóðsins fari fyrir lítið, jafnvel þær bækur sem höfundar hafa metnað til að fái vísan sess í bókmenntasögunni. Eigi að síður er það þáttur í starfi þeirra sem skrifa um bæk- ur að sýna viðleitni til að spá um framtíðargildi þeirra, þótt hend- ing hljóti oft að ráða hversu sannspáir menn verða. Þetta á ekki síst við um skáldritin, sem leitast er við að skrifa um af mestri andagift og spásagnar- gáfu, að því er ráða má af ábúðarmikilli framsetningu margra bókadómara og um- sagna höfunda um sjálfa sig. Samkvæmt upplýsingum bóka- útgefenda eru nú gefnar út 30 skáldsögur íslenskra höfunda og 24 ljóðabækur. Það þarf varla sérfræðing til að komast að þeirri niðurstöðu að ekki mun stór hluti þessara bóka eiga það fyrir sér að koma nokkru sinni út í annarri útgáfu, hvað þá meira. Líklegast er að fátt þess- ara skáldrita sé þeim kostum búið að valda aldahvörfum, en mörg þeirra kunna eigi að síður að sóma sér vel meðal læsilegri bóka. Raunar er það býsna góð einkunn bókar ef hún nær slíku marki. Annars er forvitnilegt að átta sig á hversu bókaútgáfan er fjölbreytt. Þótt íslensk skáld- hneigð láti ekki að sér hæða með því að dregið sé úr yrkingum og skáldsagnagerð, þá ber fleira fyrir augu í bókabúðum en ljóð- abækur og Iistrænar sögur. Ekk- ert lát er á því, nema síður sé, að menn semji ævisögur sínar eða láti skrá eftir sér endur- minningar. Stundum eru spak- vitrir menn og meinfýsnir að - gera lítið úr þessu. Til þess er þó engin ástæða. Sjálfsagt tekst misvel til um samsetningu slíkra bóka. En þegar betur er að gætt gegna ævisögur og endur- minningar menningarhlutverki, sem aðrar bækur leika ekki auð- veldlega eftir. Þar er fyrst til að taka að slíkar bækur eru að- gengilegt og eftirsótt lestrarefni. Þær hafa lag á því að fá fólk til að handleika bækur og lesa ritað mál fremur en að gera eitthvað annað sér til dægrastyttingar. Ævisögur og endurminningar eru auk þess vísar til þess að vera fróðlegar og upplýsandi um liðinn tíma, sem annars er svo auðvelt að gleyma og slitna úr tengslum við. Sumar ævisögur hafa reynst svo merkar og mikils virði að þær verða lesnar kyn- slóð eftir kynslóð. Tíu matreiðslubækur og rímorðabók En með fjölbreytni bókaút- gáfunnar á vörunum má geta þess að gefnar eru út tíu mat- reiðslubækur á þessari bókaver- tíð, sem minnir á þá menningar- byltingu sem orðin er frá því að íslenskar húsmæður framan af öldinni notuðust áratugum sam- an við endurútgáfur á bókum þeirra frændkvenna Jóninnu Sigurðardóttur á Hótel Goða- fossi og Helgu Sigurðardóttur, skólastýru Húsmæðrakennara- skólans. Þær frænkur voru þjóð- legar í matargerð í fyllsta skiln- ingi þess orðs og frábáðu sér ekki kjarnmikinn mat. Höfund- ar nútímamatreiðslubóka eru sýnu alþjóðlegri í matarmenn- ingu og miklu nákvæmari í að telja út hitaeiningar í fæðunni en þær gömlu gerðu. Þessar nýju matreiðslubækur eru til viðbótar mörgum öðrum bókum um nútímamatargerðarlist og matarvenjur, sem hafa verið gefnar út á undanfömum árum. Þar á ofan má sjá í bókabúðum erlendar bækur, jafnvel doðr- anta, um matargerð hinna ólík- ustu þjóða heimshornanna á milli. Vel er því séð fyrir að sinna áhugamálum matmanna og þeirra sem una sér best í eldhúsinu með svuntu og upp- brettar ermar. Þá vekur það ánægju hjá þeim sem kunna vel við sig í skrif- borðsstól og hafa gaman af tungumálum og þurfa reyndar að nota tungumál í störfum sínum, að nú eru að koma út orðabækur, sem mikið gagn er að og ekki hafa áður verið til. Örn og Örlygur gefa t.d. út íslensk-enska viðskiptaorðabók eftir Þóri Einarsson prófessor og Terry Lacy háskólakennara, bók sem hefur sýnilega mikið hagnýtt gildi. Orðsifjabók Ás- geirs Blöndals Magnússonar á engan sinn líka, enda kærkomin grúskurum og áhugamönnum um íslenskt mál. Það er einnig dálítið frumlegt - jafnvel skot- hent - að Eiríkur Rögnvaldsson hefur samið Rímorðabók þegar margir óttast að rímað mál sé að syngja sitt síðasta og eigi ekki afturkvæmt í skáldskapinn. Lík- lega er það ofsögum sagt, en hitt er meiri ástæða til að óttast að stuðlasetning í ljóðmáli sé að fara veg allrar veraldar, ef marka má skáldskap í þingræð- um, verðlaunavísurnar á Rás 2 og söngtexta Valgeirs Guðjóns- sonar og annarra höfuðskálda poppheimsins - nema hvað Megas er svo náttúrlega hag- mæltur að hann ræður ekki við að stuðla rangt, þótt hann feginn vildi. Þá er það ánægjulegt hvað íslenskri sagnfræði og þjóðfræði fleygir fram sem áreiðanlega er ávöxtur af góðu starfi húman- iskra menntastofnana, m.a. heimspekideildar Háskóla íslands, þeirrar háskóladeildar sem mestu máli skiptir fyrir þá merku stofnun, þótt viðurkenn- ing á því liggi ekki alltaf á lausu hjá landsfeðrum og tæknikröt- um sjálfs háskólaráðs. Flóabændur semja sagnfræðirit Annars rak á fjörur okkar Tímamanna sagnfræðibók, sem fyrirfram hefði ekki verið ástæða til að trúa að væri jafn skemmti- leg og hún er, þegar maður fer að lesa hana. Þessi bók heitir því Iátlausa nafni Flóabúið, saga Mjólkurbús Flóamanna í 60 ár. Getur ekki óskáldlegra nafn á bókamarkaði um þessar mundir. Þessi bók kemur út á eiginforlagi Mjólkurbúsins í mjög vönduð- um búningi, prentuð í Prent- smiðju Suðurlands á Selfossi, en líklega bundin inn í Reykjavík, því að bókbandsstofur þrífast ekki almennt á landsbyggðinni. Höfundar bókarinnar eru þrír bændur og einn af þeim látinn, Sigurgrímur í Holti. Jón Guð- mundsson í Fjalli er einn höf- undanna, en sá þriðji er Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík, sem verður að teljast aðalhöfundur og ritstjóri. Páll er að því leyti tilmeira en „venjulegur“ bóndi, að hann er líka háskólagenginn sagnfræðingur. Bókin í heild ber þess merki að hún hefur notið fagmannlegra vinnu- bragða Páls Lýðssonar, þess sem hann lærði í háskólanum, en frásagnarhátturinn gæti sem best verið honum meðfæddur, ef það fær þá staðist að menn öðlist sérgáfur í vöggugjöf. Textinn á þessari bók er ekki þurr skýrsla um framleiðslu og bygginga- framkvæmdir merkilegs at- vinnufyrirtækis, þar sem vélar og tæki leika aðalrulluna, heldur er bókin full af skemmtilegum sögum, tilsvörum og atvika- og mannlýsingum, sem gætu minnt á sagnameistara á borð við Sturlu Þórðarson eða William Heinesen. Þessi skemmtilegheit í frásögninni skyggja ekki á rökvíslega sagnfræði bókarinnar og sannorða skýrslu um atburða- rás þeirrar sögu sem er verið að segja. Það er fróðlegt að kynnast aðdragandanum að stofnun Flóabúsins, sem á rætur sínar í því gríðarlega mannvirki sem Flóaáveitan var á sinni tíð og fólst í því að veita Hvítá skipu- lega yfir ræktarlönd lágsveit- anna, sem er hin náttúrlega ræktunaraðferð, undir stjórn skynsamlegrar tækni. Það er einnig fróðlegt að vera minntur á þá staðreynd eftir 60-70 ár, að íhaldsmenn höfðu undirtökin í Flóaáveitunni og framsóknar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.