Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 21

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 21
Laugardagur 16. desember 1989 Tíminn 21 BÆKUR Gotnícgii m Goct UÚFFENGIR HOLLUSTURÉTTIR Hollt og gott Bókaútgáfan Setberg hefur gerið út bókina Gómsætt og gott - ljúffengir hollusturéttir. I þessari bók er að finna uppskriftir að fjölmörgum nýstárlegum réttum sem allir eiga það sammerkt að vera hollir, næringarrikir og síðast en ekki síst einstaklega ljúffengir. Bókin hefur ennfremur að geyma ýmsar athyglisverðar upplýsingar um það hvernig hægt er að útbúa fitusnauðan málsverð og á hvem hátt má færa hefðbundinn málsverð í nýjan og heilsusamlegri búning með lítilli fyrirhöfn. Bókin inniheldur yfir 100 uppskriftir sem allar hafa verið prófaðar og fylgir litmynd af hverjum rétti fyrir sig. Uppsetning bókarinnar er mjög handhæg því að hún gerir kleift að raða réttunum saman á yfir þúsund vegu þannig að úr verði gimilegur þrírétta matseðill. Dröfn H. Farestveit hússtjómarkennari þýddi og staðfærði. Silfur Egils Hjá Almenna bókafélaginu er komin út barna- og unglingasagan Silfur Egils eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Sigrún er íslenskufræðingur og þekktur greina- og bókahöfundur en þetta er fyrsta skáldverk hennar. Silfur Egils segir frá íslenskri fjölskyldu, foreldmm og tveimur bömum, sem er á ferð í París og finna þar ferðabók frá síðustu öld. Bókin fjaUar um ferðir fransks náttúrufræðings á íslandi. 1 hana em skrifaðar leiðbeiningar um hvar fjársjóð sé að finna og reyna bræðumir að rekja sig að honum eftir leiðbeiningunum. Inn í þetta blandast ýmislegt skemmtUegt og dularfullt. Þar má nefna einkennUega kallinn á næsta borði við þau í París, bréf sem kemur rifið úr pósti og lyftu sem fer niður í staðinn fyrir upp. Kápu á Silfri Egils hannaði Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson. Trúðu á sósíalismann Út er komin hjá MáU og menningu skáldsagan Börn Arbats eftir sovéska rithöfundinn AnatoU Rybakov, í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Þessi bók hefur vakið mikla athygU og hefur í hugum manna orðið að eins konar tákni Glasnost- stefnunnar, enda em í henni gerðar upp sakimar við ógnir stalínismans. Sagan gerist í Arbathverfinu í Moskvu og fjaUar um Sasha Pankratov og vini hans. 1 upphafi sögunnar em þeir um tvítugt, lifsglaðir, ástfangnir og trúaðir á sósíaUsmann. En skjótt skipast veður í lofti, Sasha er handtekinn og sendur í fangavist til Síberíu. Á meðan herðir Stalín tökin í Moskvu og hugsjónamennirnir ungu bregðast við hver með sínum hætti. AnatoU Rybakov fæddist árið 1911, er verkfræðingur að mennt, barðist í seinni heimsstyrjöldinni, var handtekinn og sendur til Síberíu. Hann mátti bíða í tuttugu ár áður en Börn Arbats fékkst útgefin. Bókin er 543 bls., prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. HaUgrimur Helgason gerði kápu. Landhelgis- málið i 40 ár Út er komin hjá MáU og menningu bókin Landhelgismálið í 40 ár — það sem gerðist bak við tjöldin eftir Lúðvik Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Lúðvik rekur hér sögru þessa hitamáls í 40 ár, aUt frá útfærslunni í 4 mílur þar tU Islendingar höfðu lögsögu yfir 200 mílum. Sjálfur var hann í eldlínunni fyrir 12 mílna og síðar 50 mUna landhelgi. Þegar markverðustu atburðir landhelgisbaráttunnar stóðu yfir var Lúðvik í betri aðstöðu en flestir aðrir tU að meta það sem var að gerast á æðstu stöðum. Lúðvík setur landhelgismáUð í samband við stjómmálaerjur á hverjum tíma og lýsir því hvemig löngum þurfti að kljást við undanhald íslenskra stjórnmálamanna vegna þrýstings erlendis frá. Hann byggir á gögnum sem hann hefur í sínum fómm og ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður, auk innlendra og erlendra blaða frá viðkomandi tíma, fundargerða ríkisstjóra, minnisblaða hans og dagbókarblaða. Bókin er 333 bls., prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda. Auglýsingastofan Næst hannaði kápu. -eKW' Laugardagur kl.14:55 50. LEIKVIKA- 16. des. 1989 ii:; X 2 Leikur 1 Arsenal - Luton Leikur 2 Charlton - C. Palace Leikur 3 Chelsea - Liverpool Leikur 4 Coventry - Wimbledon Leikur 5 Man. Utd. - Tottenham Leikur 6 Millwall - Aston Villa Leikur 7 Norwich - Derbv Leikur 8 Sheff. Wed. - Q.P.R. Leikur 9 Oxford - Wolves Leikur 10 Portsmouth - Sunderland LeikurH PortVale - Sheff. Utd. Leikur 12 West Ham - Oldham Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 TvöfaIdur pottur!!! SELDIHANN TUKTHUSIÐ í LEYFISLEYSI? Braut hann flöskurnar viljandi? í samtalsbók Eðvarðs Ingólfssonar, metsölu- höfundar, er þessum spurningumog mörg- um fleiri nú loksins svarað af þjóð- sagnapersónunni sjálfri Árna Helga- syni, fréttaritara, gamanvísnahöfundi, sýsluskrifara, skemmtikrafti, útgerðarmanni, umboðs- manni, póstmeistara og spaugara. Árni í Hólminum hefur alltaf komið á óvart með hnyttnum tilsvörum, kveðskap og söng. í bókinni ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR! lýsir hann dvöl sinni á Eskifirði og í Stykkishólmi og segir ótal gamansögur af sér og samferðamönnum sínum - sumar ævintýrum líkastar. Ef spurt er eftir fróðleik, skemmtun og hraðri atburðarás, þá er svarið: ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR. ^ÆSKANh < y.íK T?, i. Jt.t Jri *i'\A? \jC f •.M.vtvv -.mum :rb > 4 •» v (9,7. \9.4 Ég og lífið: Guðrún Ásmundsdöttir og Inga Hnld Hákonardöttir Mest selda íslenska bókin ,23s skv. metsölnlista DV HELGAFELL SÍÐUMÚLA 29 SlMI 6-88-300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.