Tíminn - 22.12.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. desember 1989 Tíminn 7 llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Evrópsk menningarsaga Will Durant: Siðaskiptin. Saga evr- ópskrar menningar frá Wyclif til Kalv- ins 1300-1564. Fyrsta bindi. Björn Jónsson íslenskaði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1989. Will Durant var einhver afkasta- mesti rithöfundur 20. aldar, hvað snertir vinsæl og læsileg rit um sagnfræði og menningarsögu. „Saga heimspekinnar" sem kom úr fyrstu útgáfu 1926, varð gríðarlega vinsæl, þýdd á annan tug þjóðtungna og prentuð í yfir milljón eintökum. Hver endurútgáfan rak aðra allt fram á vora daga. Meginrit hans varð: „The Story of Civilization", ,sem tók að koma út 1935. Fyrsta bindið fjallaði um „Austurlenska arfleifð vora“. Síðan kom „Life of Greece“ 1939, þýtt á íslensku og gefið út af Menningar- sjóði sem „Grikkland hið forna“ og „Caesar and Christ" 1944, þýtt og gefið út af sama forlagi sem „Róma- veldi". Bæði þessi verk eru í tveimur bindum á íslensku. Á árabilinu 1950 til 1975 komu síðan út sex bindi, það síðasta helgað frönsku byltingunni og Napóleon. Durant er einkar lagið að koma mannkynssögunni og menningarsög- unni til skila, á þann hátt, að allir geti haft gagn af. Ritin voru ætluð almenningi, skrifuð í þeim tilgangi að lífga horfnar kynslóðir og við- fangsefni þeirra. Þetta hefur höfund- inum tekist með miklum ágætum. Rit hans hafa verið þýdd á flestar þjóðtungur og endurútgáfur eru fjöl- margar. Þýðing þeirra binda, sem út hafa komið á íslensku, er með miklum ágætum, bæði Rómaveldi og Grikk- land hið forna og þýðing Björns Jónssonar á „Siðaskiptin" er sams- konar hvað málfar varðar. Titill þessa bindis er t frumgerð „The Reformation“ og eins og höf- undur skrifar: „Siðaskiptin eru ekki hið rétta nafn þessa verks... ef öllu væri til skila haldið, ætti þaö að heita Saga evrópskrar sið- menningar utan Ítalíu frá 1300-1564. Durant skrifar, að siðaskiptin hafi hafist með Wycliff á 14. öld, eflst með Jóhanni Huss á 15. öid og orðið „siðaskipti" í stórum hluta Evrópu á 16. öld, með Lúther o.fl. Þetta I. bindi er því aðeins upphaf- ið að siðaskiptasögunni og er menn- ingarsaga og samfélagssaga 14. aldar. Höfundurinn bregður upp myndum af þeim þáttum evrópskra mannheima, sem hafa mótað dýpst spor í evrópska sögu norðan Alpa- fjalla og er nú hluti þess arfs sem nefndur er „vestræn menning". Kirkegaard skrifar einhverstaðar: „Menn lifa áfram (fyrir morgundag- inn og framtíðina) og skilja aftur á bak (þ.e. eigin reynslu, sem er þegar lifuð). Megin þáttur hvers tíma er lifandi fortíð ofin viðfangsefnum nútíðar. Sagan er því reynsluheimur hvers og eins, hverrar þjóðar, og grundvöllur alls þess sem menning kallast. Menningarsaga allra tíma er því meginþáttur menningar hvers líðandi tímabils, svo framarlega sem ekki er um menningarlegt hrun að ræða eða að mannheimar kaffærist í SIDASKIPTIN vilpu barbarismans. Ágæti verka Durants er skörp útmálun á listum og bókmenntum, trúarbrögðum og heimspekikenn- ingum hvers tíma, ásamt baráttuni um auð og völd og hann sleppir ekki hinu víðfeðma baksviði, baráttu hins nafnlausa fjölda fyrir daglegu brauði. Eins og áður segir, heitir ritið „Siðaskiptin“. Höf. byrjar rit sitt með umfjöllun um kaþólsku kirkj- una og gildi kristinnar trúar. Kirkjan var siðmenningarafl eftir hrun vest- ur-rómverska ríkisins „Evrópa stendur í meiri þakkarskuld við kirkjuna en nokkra aðra stofnun vegna endurreisnar siðmenningar á Vesturlöndum eftir innrásir villi- þjóða...“ Síðan ræðir hann hnignun kirkjunnar og andófið gegn kirkju- valdinu og upphaf þeirra umbrota sem leiddu til sjálfráðra þjóðríkja, baráttu keisara og páfa og harka- legra árása Wycliffs og fjölda ann- arra á spillingu kirkjuvaldsins. Hann ræðir upphaf þingræðis á Englandi, baráttu aðals og konunga, bænda- uppreisnir og skýrir á hvern hátt trúar- og pólitísk tengsl samvefjast. Miklu rúmi bókarinnar er varið til bókmenntaumfjöllunar og listasögu. Kafli er um ensku húmanistana og síðast en ekki síst upphaf prentlistar- innar og Gutenberg. Það var á 14. öld, sem siðbótar-hreyfingar tóku að gerjast svo að um munaði og því er efni þessa bindis upphafssaga siðbótarinnar tengd fjölmörgum öðrum þáttum, eins og vikið hefur verið að. Þetta er lifandi saga, sem er hrein unun að lesa. Vonandi verður ekki löng bið eftir framhaldinu. Siglaugur Brynleifsson.. Bók skólaunglingsins í ár Björgúlfur Ólafsson Hversdagsskór og skýjaborgir Útg. Prentþjónustan Metri og Björgúlf- ur Ólafsson, 1989 206 bls. Höf: Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson Útg. Skjaldborg Árbók hestamanna; Hestar og menn er komin út. Stór og mikil bók upp á eina tæpar 300 síður með miklu af myndum og frásögnum af athöfnum hestamanna við að sinna áhugamálum sínum bæði innanlands og utan. Bæði eru þessir hestamenn innlendir og erlendir en sameiginlegt áhugamál eiga þeir allir - hinn íslenska hest. Hestar og menn kemur nú út í þriðja sinn en í bókinni að þessu sinni er mikil umfjöllun um einstaka hestamenn og feril þeirra. Þeir eru Baldvin Ari Guðlaugsson, Einar Öder Magnússon, Aðalsteinn Aðal- steinsson, Rúna Einarsdóttir, Atli Guðmundsson, Hinrik Bragason, Sandra Schutzbach, Andreas Trappe og Jón Pétur Ólafsson. Rak- inn er hestamennskuferill þessa fólks og er það oft á tíðum hin læsilegasta og skemmtilegasta lesning. Auk þessa er fjallað um sögu fjórðungsmóta á Áusturlandi, um fjórðungsmót Austurlands s.l. Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér fjölskylduspilið „Undir sólinni". Spilið er fyrst og fremst spuminga- spil, þar sem allir geta keppt á jafnréttisgrundvelli. Allir keppendur hefja spilið á upphafsreit og leggja af stað með því að kasta teningi. I hvert skipti sem leikmaður hefur fært peð sitt fær hann spurningu, úr málaflokki sem hann sjálfur velur sér áður en spilið hefst. Um er að ræða alls átta málaflokka. Barnaspurningar, bæði léttar og þungar, almennar spurning- ar, einnig þungar og léttar. íslands- saga sem skiptist í þungt og létt og loks íslenska og bókmenntir sem einnig er skipt í tvo flokka. Geti Þessi skemmtilega unglingasaga er ekki síður við hæfi fullorðinna, hún er allrar athygli verð. Hópsaga nokkurra unglinga í 9. bekk, skrifuð af lausbeisluðu hugarflugi, léttleika, persónusköpun sérdeilis skýr og sumar, um íslandsmótið í Borgar- nesi, um úrtöku og undirbúning fyrir Evrópumeistaramót t'slenskra hesta í Danmörku og síðan er rækileg umfjöllun um mótið sjálft. Á mótinu fór, venju samkvæmt, fram kynbótadómur og segir um niðurstöðu þeirra í bókinni á bls. 203-204: „Þegar dómar kynbótahrossa lágu fyrir komu í ljós töluverð frávik frá þeim dómum sem hrossin höfðu hlotið í heimalandi sínu. Öll löndin, nema Island, höfðu dæmt hrossin heldur hærra og sérstaklega fóru Þjóðverjar illa út úr þessum saman- burði. Á hinn bóginn höfðu íslensku hrossin hlotið lægri dóma hjá Þorkeli Bjarnasyni en hann valdi hrossin á úrtökumóti sem fram fór í Hamborg í byrjun ágúst. Undirstrikaði þetta aðeins það sem vitað var, kynbóta- hross á íslandi eru strangar dæmd en gengur og gerist erlendis." -Athyglisvert. Hestar og menn er vönduð og falleg bók um brennandi áhugamál þúsunda íslendinga. Stefán Ásgrímsson. leikmaður svarað spurningu fær hann umbun í formi stjarna. Stjörn- ur þessar nýtast svo leikmanni er líður á spilið. Bæði er hægt að leggja þær undir á ákveðnum reitum, þær tryggja rétt til að taka stökk á spilaborðinu lendi leikmaður á sól. Síðast en ekki síst geta stjörnur skipt sköpum á endasprettinum, þegar leikmaður þarf að svara lokaspurn- ingu. Hafi hann ekki rétt svar þarf hann að fara tólf reiti til baka. Eigi hann hinsvegar sex stjörnur getur hann með þeim keypt sér rétt til að svara annarri spurningu. Undir sólinni, er hannað af Ið- unni, en upphafleg hugmynd er komin frá Islendingi, búsettum í sannfærandi, málfar ágætlega lipurt og hnökralaust. Sagan hefst á síðasta skóladegi og fylgir aðalpersónunum f gegnum lokaprófin, útskriftarferðinni er lýst og hún skilur við krakkana að hausti. Og eins og vera ber halda þá sumir áfram námi, aðrir hverfa út í at- vinnulífið eftir að hafa tekið út þroska þessa tímamótasumars, á leiðinni frá bernsku til manndóms- ára. Sagan lýsir samskiptum skóla- unglinganna innbyrðis og við kenn- arana og foreldrana, veitir um stund- arbil innsýn í líf raunverulegs fólks, ekki teiknimyndafígúra eða ámóta gerviheim eins og hinar kunnari skrítlusögur af unglingum gera í seinni tíð. Vantar þó ekki gaman- semina. Kennarar í sögu Björgúlfs Ólafs- sonar eru kunnuglegar manngerðir og þó einstaklingar fremur en pers- ónugervingar. Sama gildir um ung- lingana. Fremstur fer Halli, vinsæl- asti strákurinn í bekknum sem alltaf kemur kennurunum í opna skjöldu með hnyttnum tilsvörum. Hinn takt- lausi Grjóni á í vandræðum heima fyrir og samúð bekkjarsystkina sinna af þeim sökum, þótt hann sé hálfmis- heppnaður unglingur. Pétur er þroskað listamannsefni. Dísa, dreymin stelpa, getur ekki að því gert að hún dregur að sér stráka eins og segull stál. Feimna stelpan segir aldrei neitt. Dúxinn er tilgerðarleg- ur. Skvísan er farin að vera með bíleiganda, strák í menntó. Höfundi lætur ágætlega að lýsa þessum manngerðum öllum, ekki aðeins ærslum og uppákomum sögu- persóna sinna heldur einnig tilfinn- ingum, vináttu, ást og hinum myrk- ari þáttum mannlegs lífs, dauða og Ástralíu. Kveikjan að hugmyndinni, voru vangaveltur yfir hvernig kenna mætti yngsta barninu margföldunar- töfluna. Eftir nokkra umhugsun varð til spil. Barnið lærði margföld- unartöfluna á skömmum tíma og síðar var hugmyndin seld Iðunni. Nú er spilið komið í verslanir og verður sjálfsagt víða spilað um há- tíðirnar. Nú þegar er unnið við gerð tuttugu efnisflokka spurninga, að sögn Jóns Karlssonar hjá bókaútgáfunni Ið- unni og kemur eitthvað út strax í janúar. Hugmyndin mun vera að síðar meir verði hægt að nota spilið til kennslu og munu sérstakir efnis- flokkar spurninga vera í smíðum með það fyrir augum. - ES eyðileggingu, ofbeldi og örvæntingu. Töluvert fer fyrir samskiptum for- eldra þessara unglinga og þeirra án þess að nokkuð dragi úr skýrleika persónulýsinganna. Unglingarnir skynja foreldrana á sinn hátt og er töluverðu rými varið í skondnar lýsingar af því tagi, einkum er snið- uglega að verki verið þegar Ásthild- ur verður að afbera foreldra sína á skólaskemmtun og reynir að gera „viðeigandi" ráðstafanir. Orðhákurinn og hrekkjalómurinn Halli er látinn segja söguna, ýmist í þriðju eða fyrstu persónu - hinn síðari háttur verður fyrirferðarmeiri eftir því sem á líður, sagan þar með nánari lesandanum. Þessi tvískipti frásöguháttur viðheldur hálfkær- ingstóni og léttúð, því andrúmslofti sem viðbúið er að sveipi persónur sem þær er gerðar eru að aðalefni. Jafnframt fylgja dýpri undirtónar fyrstu persónu frásagnar. Bókin er á fslands handbókln. Byggð á ritverkinu Land- ið þltt fsland. Náttúra, saga og sérkenni. Ritstfórar Tómas Einarsson og Helgi Magn- ússon. Myndarltstjóri Örlygur Háltdanarson. Hl. örn og Örlygur 1989. Landið þitt Island, sem út kom í sex bindum á árunum 1980-85, er ítarlegasta og þarfasta verk sem út hefur komið um sögu, náttúru og sérkenni alls landsins í heild. Það ritverk er of viðamikið sem handbók ferðalanga, þess vegna hefur það verið endurútgefið í breyttri mynd, stytt en aukið kortum og upplýsing- um, sem nauðsynlegar mega teljast ferðamönnum. Ritið er handhægt og hentar því vel á ferðalögum og til lesturs heima við. Efninu er raðað í 32 sjálfstæða kafla eftir sýslu- umdæmum og hálendisleiðum. Hver sýsla myndar heild ásamt þeim kaup- stöðum sem eru innan hennar, með tvennum frávikum. Kaupstaðir við Skerjafjörð og Hafnarfjörð eru teknir með Kjósarsýslu, og Siglu- fjörður með Skagafjarðarsýslu. Samgönguleiðir réðu. Sjálfstæður kafli er um Reykjavík og Vest- mannaeyjar. Háíendi landsins er skipt r' 6 kafla og eru hin hefðbundnu heiti notuð, Kjalvegur, Sprengi- sandsleið, Gæsavatnaleið, Veiði- vatnaleið, Landmannaleið, Fjalla- baksvegur og sérkafli um Vatnajök- ul. Stuttur inngangur er fyrir hverjum kalfa auk korts yfir viðkomandi svæði. Síðan fylgja uppflettiorðinu í stafrófsröð. Getið er um sögustaði, vötn, ár, fossa og náttúruundur, eldstöðvar og sögustaði. Flest það, sem menn girnast að sjá og skoða. Þetta verður einhverskonar sýslu-, héraða- og svæðalykill yfir allt landið. Mikill fjöldi mynda er í texta, á hverri blaðsíðu og oft tvær myndir á blaðsíðu. í bókarlok er skrá um allan hátt blessunarlega laus við klisjur, yfirlæti og alvisku forsjár- mannsins sem einkennt hefur hefð- bundnar unglingasögur. Frásagnir af kynlífsreynslu unglinganna til- gerðarlausar ogsannfærandi. Samtöl eru létt og lífleg, og lítið fer fyrir ræðuhöldum og predikunum. Höfundur hefur sjálfur gefið bók- ina út og er vel að verki staðið. Ytri frágangur allur eins og best verður á kosið, útlit snoturt, kápan ágæt, prentvillur rakst ég engar á. Bókinni hefði mátt velja markvissari titil, hann hefði mátt seilast lengra en hann gerir. Sá mannsafnaður sem stefnt er saman á síðum þessarar bókar hefði vel þolað helmingi orð- fleiri frásögn en þá sem fyrir liggur. En er það ekki einkenni góðs sögu- manns að hann veki væntingar um meira? Bók skólaunglingsins í ár. María Anna Þorsteinsdóttir heimildarmenn, skrá um höfunda mynda og örnefnaskrá. Það er því auðvelt að finna býli, fjöll, vatnsföll, fossa eða hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Nytsemi og hagræði af þessari nýskipan og svæðauppröðun liggur í augum uppi. Lesendur geta kynnt sér afmörkuð svæði landsins í knöppu formi, allar upplýsingar eru svæðisbundnar og þótt þessi bindi séu um 1000 blaðsíður ásamt kortum, þá hefur efnið úr „Landið þitt Is!and“, sem er þriðjungi stærra, verið unnið og það mikið stytt, að öll helstu atriði varðandi landið koma hér til skila. Ef óskað er ítarlegri umfjöllunar er hana að finna í „Landið þitt“. Auk þess, sem að mestu er stuðst við „Landið þitt“ í samantekt þessa rits í styttra formi, er nýju efni bætt við varðandi ýmsa staði. Með útgáfu „Landið þitt ísland“ og „íslands handbókarinnar" er komið út uppflettirit, alfræðirit umland, sögu og náttúru, sem menn geta jöfnum höndum notað heima og sem ferðahandbók. Bæði þessi rit auðvelda mönnum að kynnast landi og náttúru heima og heiman. Örlyg- ur Hálfdanarson og starfslið hans hefur með þessum útgáfustórvirkj- um opnað landið og þar með stuðlað að dýpri tengslum Islendinga við land, þjóð og sögu. Frágangur bindanna er vandaður um band, prentun og myndprentun, myndir eru allar í litum og auk þess að gegna hlutverki sem upplýsingarit er þetta ísland í myndum. Þetta verk er helgað minningu Ásgeirs S. Björnssonar sem var útgáfustjóri „Árnar og Örlygs“ og dó um aldur fram. Hann átti ekki lítinn hlut að mörgum útgáfu-stór- virkjum forlagsins. Sigurlaugur Brynleifsson. Hestar og menn Árbók hestamanna Gefur út fjölskyldu- spilið Undir sólinni ÍSLAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.