Tíminn - 22.12.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.12.1989, Blaðsíða 15
•Föstudagur 22/ désember 1989 t i lllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllll Handknattleikur: Hallgrímur valinn í landslidshópinn - leikið gegn Norðmönnum milli jóla og nýjárs Handknattleikslandsliðið undir- býr sig nú af kappi fyrir Heimsmeist- arakeppnina sem fram í Tékkóslóv- akíu í lok febrúar á næsta ári. 24 leikmenn eru í landsliðshópnum núna, þar af 2 nýliðar. Markvörðurinn ungi úr ÍR, sem staðið hefur sig svo vel í vetur, Knattspyrna: Norbert Meier til Gladbach Borussia Mönchengladbach, sem nú vermir botnsæti v-þýsku 1. deild- arinnar í knattspymu í fyrsta sinn um árabil, hefur fest kaup á lands- liðsmanninum Norbert Meier frá Werder Bremen. Meier er 31 árs og hefur leikið 16 landsleiki fyrir V- Þýskaland. Talið er að kaupverðið nemi um 18 milljónum ísl. króna. Samningur hans við Gladbach mun renna út í júní 1992. BL Körfuknattleikur-NBA: Lakers sigur í framlengingu Los Angeles Lakers unnu sigur á nýliðum Minnesota Timberwolves 106-97 í framlengdum leik í fyrri- nótt. Það þurfti einnig framlenging til þess að fá úrslit í leik Indiana Pacers og Phoenix Suns. Indiana vann um síðir sigur 131-130. Úrslit leikjanna urðu annars þessi: Dallas Mavericks-N.J.Nets ........ 84-78 Boston Celtics-Utah Jazz ........113-109 Philadelphia-Washington.........118-111 Orlando Magic-Chicago Bulls . . . 110-109 Denver Nuggets-Cleveland Cav. . . . 104-89 L.A.Lakers-Minnesota Timberw. . . 104-97 S.A.Spurs-Sacramento Kings .... 103-100 Indiana Pacers-Phoenix Suns .... 131-130 Golden State Wan.-Houston R. . . 118-112 BL Hallgrímur Jónasson, hefur verið valinn í hópinn í stað Hrafns Mar- geirssonar úr Víkingi sem hálsbrotn- aði á æfingu fyrir nokkrum dögum. Þá er annar ungur leikmaður sem vakið hefur athygli í vetur, vinstri handarskyttan Magnús Sigurðsson úr HK, einnig í hópnum. Næsta verkefni landsliðsins eru tveir leikir gegn Norðmönnum á milli jóla og nýjárs, 27. og 28. des. en leikið verður í Laugardalshöll og hefjast leikirnir kl. 20 báða dagana. Tékkar koma í heimsókn í byrjun nýja ársins og leika gegn okkar mönnum 5., 6. og7. janúar. Rúmen- ar koma næstir og leika þrjá leiki hér, 10. 11. og 12. febrúar. Sviss- lendingar koma næstir og leika gegn okkar mönnum 15. og 16. febr. Síðustu leikirnir fyrir HM verða Knattspyrna: Klaus Allofs valinn bestur Franska íþróttablaðið heims- þekkta, 1‘Equipe hefur valið Klaus Allofs besta erlenda leikmanninn í frönsku knattspyrnunni, en hann leikur með Bordeaux. Allofs fékk 33% atkvæða, en í öðru sæti varð enski landsliðsmaðurinn Chris Waddle með 32% atkvæða. Waddle leikur með Marseille, en Allofs lék einmitt með liðinu eftir að hann kom frá Köln í V-Þýskalandi. I þriðja sæti varð Brasilíumaðurinn Carlos Mozer með 15% atkvæða. Allofs er markahæsti erlendi leik- maðurinn í Frakklandi með 12 mörk. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann leiki með v-þýska lands- liðinu á Ítalíu næsta sumar, en Beckenbauer mun hafa rætt við Allofs fyrir skömmu. „Ég hef ekki áhuga á því að horfa á Heimsmeist- arakeppnina frá varamannabekkn- um,“ segir Allofs sem segist ætla að ákveða í vetrarfríinu hvort hann gefi kost á í landsliðið fyrir HM. BL síðan gegn Hollendingum 22. og 23. febr. Landsliðshópur íslands er nú skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson Val Guðmundur Hrafnkelsson FH Leifur Dagfinnsson KR Hallgrímur Jónasson í R Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen FH Birgir Sigurðsson Víkingi Jakob Sigurðsson Val Konráð Olavson KR Guðmundur Guðmundsson Víkingi Bjarki Sigurðsson Víkingi Valdimar Grímsson Val Gunnar Beinteinsson FH Héðinn Gilsson FH Júlíus Jónasson Asnieres Alfreð Gíslason Bidaasoa Óskar Ármannsson FH Sigurður Gunnarsson ÍBV Krístján Arason Teka Sigurður Sveinsson Dortmund Sigurður Bjarnason Stjörnunni Jón Kristjánsson Val Guðjón Arnason FH Magnús Sigurðsson HK Júlíus Gunnarsson Val Norska landsliðið er skipað eftirtöld- um leikmönnum: Markverðir: Fredrik Brubakken Kragerö Jan Chr. Danielsen Runar Finn Ove Smith Viking Aðrír leikmenn: Morten Schönfeldt SK Wing Rune Erland Gummersbach Öystein Havang B. Dormagen Roger Kjendalen Schutterwald Per Kr. Michaelsen Stavanger Karl Erík Böhn Sandefjord Ole Gustav Gjekstad Sandefjord Kjetil Lundeberg Urædd IF Simen Muffetangen Kragerö Ronald Johnsen Fredensborg/Ski Jan Aase Norröna Dag Vidar Hanstad Fredensborg/Ski Erlend Södal Sk Wing Þjálfari norska liðsins er Gunnar Petterson. BL Þessi stæðilegi hópur sveina er drengjalandsliðshópurínn ■ körfuknattleik, sem undanfarna daga hefur æft tvisvar á dag undir stjóm Laszlo Nemeth landsliðsþjálfara. Myndin var tekin á æflngu í Hagaskóla í gærdag. Tímamynd Pjetur. Tíminn 15 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! H Það kom engin röð fram með 12 leikjum í síðustu leikviku getrauna og því er potturínn þrefaldur nú um jólin, en leikirnir á seðlinum að þessu sinni eru allir úr ensku knattspyrnunni. Þeir verða háðir á annan jóla- dag, en sölukerfinu verður lokað kl. 20.15 á laugardag, Þorláksmessu. Fyrsti vinningur frá því um síðustu helgi 1.710.256 kr. mætist því við fyrsta vinning nú og gera má ráð fyrir gildum sjóði fyrir 12 rétta nú um jólin. Það voru óvæntu úrslitin sem enn gerðu strik í reikning tipp- ara og aðeins 5 raðir komu fram með 11 réttum. Fyrir hverja röð greiðast 84.983 kr. í vinning. Haustleik getrauna lauk um síðustu helgi. Hóparnir TVB16 og SOS skildu jafnir í efsta sætinu með 104 stig og verða þeir að heyja bráðabana nú um helgina um fyrsta sætið, en til mikils er að vinna sem kunnugt er. í fyrsta vinning er helgar- ferð fyrir 4 til London eða Frankfurt. Hópurinn Hulda varð í 3. sæti með 103 stig, í 4.-6. sæti urðu FÁLKAR, SÍLENOS OG FYLK- ISVEN með 102 stig, ABBA, SÓJ og MAGIC- TIPP urðu í 7.-9. sæti með 101 stig og SVENSON varð í 10. sæti með 99 stig. Eftir- taldir hópar komu næstir með 98 stig: BIS, BOND, RAGNAR, GBS, BÁÞ31, SÆ2„ AXEL 1, B.P. og BRD. Fjölmiðlaleiknum lauk með sigri Alþýðublaðsins sem hlaut 87, en blaðið náði bestum árangri um síðustu helgi, var með 6 rétta ásamt Þjóðviljanum og Hljóð- bylgjunni. Bylgjan varð í öðru sæti í keppninni með 85 stig, DV og Dagur komu næst í 3.-4. sæti með 84 stig, Stöð 2 varð í 5. sæti með 80 stig, RÚV og Morgunblaðið urðu í 6.-7. sæti með 79 stig, Þjóðviljinnog Hljóðbylgjan urðu í 8.-9. sæti með 77 stig, Stjarnan varð í 10. sæti með 73 stig og Tímanum hlotn- aðist sá vafasami heiður að verma 11. og síðasta sætið með 70 stig. Blaðið lofar betri árangri í næstu fjöl- miðlakeppni. Fram, Fylkir og KR voru að vanda þrjú söluhæstu félögin um síðustu helgi, en Golfklúbbur Reykjavíkur kom nýr inná topp 10 listann. Þá er best að- snúa sér að leikjunum sem eru á seðlin- um í 51. leikviku, munið að potturinn er þrefaldur. Aston Villa-Man. Utd.: x í fyrra gerðu þessi lið marka- laust jafntefli á Villa Park og gengi United liðsins í vetur gefur vart munir um útisigur. Crystal Palace-Chelsea: 2 Lið Chelsea er til afreka líklegt um þessar mundir þrátt fyrir að hafa tapað stórt fyrir Liverpool um síð- ustu hclgi, góð ástæða til þess að merkja við útisigur. Derby-Everton: 1 Fyrsta tap Derby í 8 leikjum í röð í deild leit dagsins ljós um síðustu helgi þegar liðið sótti Norwich heim. Á heimavelli verður erfitt fyrir Everton að ráða við dreng- ina hans Maxwells. Luton-Notth. Forest: x Þorvaldur Örlygsson er nú kominn í byrjunarlið Forest og vonandi að hann haldi því sæti. Liðið verður að láta sér nægja jafntefli á gervigrasinu í Luton. Man. City-Norwich: 2 Norwich liðið er nú farið að sýna hvað í því býr og botnlið City á ekki að eiga möguleika þrátt fyrir heima- völlinn. QPR-Coventry: x Ætli þessi leikur verði ekki að teljast hinn dæmigerði jafnteflisleikur á seðlinum. Southampton-Arsenal: 2 Meistararnir vinna erfiðan útisigur á The Dell að þessu sinni. Tottenham-Millwall: x Millwall er það lið sem hvað oftast kemur á óvart og að . þessu sinni er rétt að vera viðbúinn því að liðið hirði að minnsta kosti eitt stig á White Hart Line. Wimbledon-Charlton: 1 Heimasigur Wimbledon ætti að vera nokkuð tryggur gegn Charlton sem berst á botni deildarinnar. Ipswich-West Ham: 1 Annar ósigur hjá West Ham og róðurinn fer nú að þyngjast. Lið virðist líklegt til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í 1. deild að ári. Sheffield Utd.-Leeds: 1 Þessi tvö lið eru búin að stiga af á toppi 2. deildar- innar. Heimaliðið hefur betur í viðureigninni. Swindon-Blackburn: 2 Þessi lið eru bæði um miðja deild og fátt bendir til þess að þau verði með í barátt- unni um efstu sætin. Það mun koma á óvart í þessum leik að útiliðið vinnur sigur. BL FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 26. DES. '89 J m 5 > Q TÍMINN 2 2 3 > Í 2 DAGUR I RÍK1SÚTVARPIÐ | BYLGJAN CN § </) I STJARNAN 9 Q < _J m Q Q •>■ a. < 2 < 3 _l > m 1 X SAMTALS 1 X 2 Aston Villa - Man. Utd. 1 2 X 1 1 1 1 1 1 1 1 9 1 1 C. Palace - Chelsea 2 2 2 2 2 X 2 1 2 2 i 2 1 8 Derby - Everton 1 X 1 2 X 1 1 1 X 1 X 6 4 1 Luton - Nott. For. 2 2 X 2 X X 2 X X X 2 0 6 5 Man. City - Norwich 2 2 2 2 2 2 X 1 1 2 1 3 1 7 Q.P.R. - Coventry 1 1 X X X 1 X 1 X X 2 4 6 1 Southampton - Arsenal 2 X 2 2 2 1 2 2 1 1 X 3 2 6 Tottenham - Millwall 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 10 1 0 Wimbledon - Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 10 0 Ipswich - West Ham 2 1 1 X X 1 X 1 1 1 2 6 3 2 Shett. Utd. - Leeds X X 1 2 1 2 1 2 X 1 1 5 3 3 Swindon - Blackburn X 1 r2 1 X 1 X 1 1 1 X 6 4 1 x2 1x2 1x2 1x2 1x2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.