Tíminn - 22.12.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 22. desember 1989 Föstudagur 22. desember 1989 Tíminn 9 ■ fy/ , '/'•& ■ ;> .. ■■ : ... Eftir Sigrúnu S. Hafstein Eins og allir ættu að vita þá búa hinir einu og sönnu þrettán jólasveinar hér á landi. Mikill fjöldi barna í útlöndum trúir því aftur á móti að jólasveinninn, þessi eini og staki, eigi heima á íslandi ásamt hjálparmönnum sínum sem búa til giafir handa börnum um allan heim. Arlega berst því fjöldi bréfa hingað til lands til jólasveinsins frá erlendum börn- um þar sem þau segja jólasveininum hvað þau vilji helst fá í jólagjöf. Skilaboðunum verður að koma til jólasveinsins vegna þess að börnin trúa því að jólasveinninn ferðist um heiminn á jólanótt á sleðanum sínum sem hrein- dýr draga, gjarnan með Rúdólf með rauða nefið í fararbroddi, og dreifi gjöfum til þægra barna. Yfirleitt fylgir það með í trúnni að jólasveinninn fari gegnum reykháfinn til að komast á áfangastað. Jólasveinninn. íslandi f flestum tilfellum er utanáskrift bréf- anna einungis „Jólasveinninn. íslandi." í öðrum tilfellum vilja ungu bréfritararn- ir vera nákvæmari og skrifa gjarnan: „Jólasveinninn. Leikfangalandi. ís- landi." Eða: „Jólasveinninn. íslandi. Norðurpólnum." Öll komast bréfin þó til skila því Póststofan sendir þau á Ferðaskrifstofu íslands sem áður hét Ferðaskrifstofa ríkisins og þar starfaði ritari jólasveinsins í mörg ár. Ritarinn heitir Helga Por- steinsdóttir en hún hefur nú hætt störfum og í ár eru fyrstu jólin í 12 ár sem hún ekki svarar bréfunum til jólasveinsins. í ár hafa þær Margrét Steingrímsdóttir og Auður Birgisdóttir, starfsmenn Ferða- skrifstofunnar tekið að sér hlutverk ritar- ans. Öllum börnum er svarað og fá þau kveðju frá jólasveininum þó það sé frekar undir öðrum komið hvaða óskir rætast á jólunum. Ritari jólasveinsins Sem svar frá jólasveininum fær hvert barn kort og á því stendur: „Dear friend. I was very glad to receive your letter. I wish you a happy Christmas and will try my best to fulfill your wishes because 1 am sure you were very nice. Love. Santa.“ Á íslensku myndi bréfið hljóða svo: vinur. Ég var mjög glaður að fá bréfið frá þér. Ég óska þér gleðilegra jóla og mun gera mitt besta til að uppfylla óskir þínar vegna þess að ég veit að þú hefur verið þægur. Kær kveðja. Jólasveinninn.“ Helgá Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í jólasveininum og ritari hans í tólf ár, eins og hún segir sjálf. Helga sagði í samtali við Tímann að yfirleitt hefðu borist yfir eitt þúsund bréf en það hefði þó minnkað á seinni árum. Sagði hún að bréfin kæmu að langmestum hluta frá Bretlandi en einnig frá breskum börnum sem búa á Indlcffidi. Upphafið var auglýsing Helga sagði að upphafið að þessu bréfaflóði til jólasveinsins á íslandi hafi verið smáauglýsing sem birtist í Times í London fyrir nærri fjörutíu árum. í auglýsingunni stóð einungis: „Vissir þú að jólasveinninn býr á íslandi?" Aldrei hefur komist upp um það hver setti auglýsinguna í blaðið. Ferðskrifstofa ríkisins var í mörg ár til húsa í Gimli í Lækjargötu. Sagði Helga að fyrir jólin árið sem auglýsingin birtist hafi bíll frá Póstinum komið með fleiri sekki af bréfum svo varla varð þverfótað á skrifstofunni. „Bréfunum fækkaði eftir því sem árin liðu. Það voru sérstaklega skólar sem sendu alltaf árum saman. Kennslukon- urnar skrifuðu mér meira að segja per- sónulega og voru að segja mér fréttir af börnunum. Ég hef verið í sambandi við sömu kennslukonurnar í fjölda ára og ein þeirra sendi mér meira að segja mynd af sér.“ - Hvað er það sem börnin skrifa í bréfunum? „Yfirleitt eru þau að biðja um gjafir og sum eru voðalega sniðug og segja jólasveininum ýmsar fréttir. Flest bréf- anna eru skemmtileg en sum eru sorgleg. Ég man alltaf eftir bréfi sem ég fékk frá lítilli stúlku fyrir nokkrum árum sem sagði að nú yrðu engin jól hjá henni því mamma hennar væri dáin. Flest voru bréfin ánægjuleg en innan um voru bréf sem gátu komið óskaplega við tárakirtl- ana í gömlu konunni." Nýjar tennur Spurð nánar um skemmtilegu bréfin sagðist Helga alltaf muna eftir bréfi frá litlum strák sem spurði hvort það væri nokkur möguleiki á að jólasveinninn gæti gefið pabba hans nýjar tennur. Einnig væri henni minnisstætt bréf frá móður sem skrifaði bréf fyrir hönd barnanna sinna en endaði á því að segja: „Góði jólasveinn. Gætirðu gefið mér þó ekki væri nema hálf tíma hvíld frá öllu amstrinu?" Sagði Helga að hún hefði skilið afstöðu móðurinnar mætavel. Helga sagði að hún hefði merkt og geymt öll bréfin sem hefðu borist í gegnum árin og sú hugmynd hefði skotið upp kollinum, meira í gamni en alvöru, að gefa út barnabók með bréfunum. Sérrí handa jólasveininum Tíminn fékk að skoða nokkur bréf- anna sem bárust í ár. Mörg þeirra eru fagurlega skreytt og augljóst að börnin höfðu lagt mikla vinnu í að senda jólasveininum fallegt bréf. Nokkuð er um að heilu bekkirnir sendi bréf, einnig barnaheimili. Frá einu barnaheimili bár- ust bréf frá mjög ungum börnum sem teiknuðu hvað þau vildu fá í jólagjöf. Yfirleitt leggja börnin mesta áherslu á að koma örugglega til skila hvað þau langar að fá í jólagjöf og taka gjarnan fram að þau hafi reynt að vera þæg og góð. Oft hafa þau áhyggjur af því að jólasveinninn verði þreyttur á ferðalag- inu með gjafirnar og segjast mörg þeirra ætla að setja mat á ákveðinn stað. Oftast nefndu krakkarnir vín, sérrí og kökur handa jólasveininum og gulrót handa Rúdólf með rauða nefið. Ein lítil stúlka virtist hafa nokkrar áhyggjur.^if því aðsgkki væri reykháfur á húsinu sem hún oýr í og benti hún jólasveininum á að banka á dyrnar og þá myndi pabbi hennar hleypa honum inn. Bréfin Tíminn fékk leyfi til að birta nokkur bréfanna sem bárust fyrir þessi jól. Svona hljóðar bréfið frá Michelle: „Til jólasveinsins. Vinir mínir trúa ekki að þú sért til en ég geri það og mér þykir voða, voða, voða vænt um þig. Viltu vera svo vænn að gefa mér brandarabók, en mamma hjálpaði mér. Hlakka mikið til að heyra frá þér. Elaine." Þess má að lokum geta að nokkrir aðilar hafa reynt að græða peninga á þeirri trú barnanna að jólasveinninn búi hérlendis. Hafa þeir birt auglýsingar í blöðum erlendis og gefið upp ákveðið pósthólf í Reykjavík. Verður svo að greiða fyrir svarið frá jólasveininum. Helga Þorsteinsdóttir sem var „ritari jól: það er ekki mikið en alveg nóg. Ég ætla að skilja eftir kökur og vín fyrir þig. Ég elska þig. Frá Michelle." Sara tíu ára skrifar: „Góði jólasveinn. Ég hef reynt að vera þæg stelpa allt árið þannig að ég myndi vilja fá: Sælgæti, eitthvað óvænt, inniskó, spil, hjól, hjálm, hjólabuxur,......Petta er allt - þannig að ef þú getur, viltu þá senda mér þetta?“ Clare vill fá fullt af gjöfum: „Kæri reinsins“ í mörg ár. jólasveinn. Ég vona að þú hafir það gott. Ég skrifa þér til að láta þig vita hvað ég vil fá í jólagjöf. Ég veit að þú hefur mikið að gera.... (Síðan telur hún upp á annan tug hluta sem hana langar í). Önnur stelpa sem heitir líka Clare skrifar: „Kæri jólasveinn. Ég vona að þú komir með Barbie dúkku til mín. Ég vona að þú eigir góð jól líka. Ég vona að dvergarnir þínir eigi líka góð jól. Ég vona að Rúdolf og hreindýrin eigi líka góð jól. Frá vinkonu þinni Clare.“ Kate skrifar: „Kæri jólasveinn. Gæt- irðu gefið mér spil? Hefurðu það gott? Ég vona að hreindýrin þín hafi það gotl líka. Mér finnst þú vera voða góður eins og pabbi minn. Hefur fjölskyldan þín það gott? Ég sá þig um jólin. Þakka þér fyrir. Þín vinkona Kate.“ Oft skrifa foreldrar fyrir yngstu börnin og hafði ein móðirin skrifað bréf fyrir hönd nokkurra mánaða dóttur sinnar. „Kæri jólasveinn. Hvernig líður þér og hreindýrunum? Ég er búin að setja fullt af hnetum og mjólk inn í skáp fyrir þig. Ég verð að vera góð stelpa ef ég segi þér hvað ég vil fá í jólafjöf og ég verð að vera sofandi, annars kemur þú ekki. Mig langar í bangsa sem getur setið í rúminu mínu og ég get leikið mér við. Þakka þér fyrir. Ég verð nú að fara í bað. Sé þig bráðum, ég vona að þú fáir það sem þig langar í. P.S. Ég er bara 5 1/2 mánaða Jolasveinatrú erlendra barna hefur, vegna 40 ára gamallar auglýsingar í N.Y. Times, skapað árviss tímabundin ritarastörf á íslandi: Jólasveinn fær nýja ritara ,Wf0e (n\ nr/ÍQ !j Sel'h'tape r-Vtf qli/& ■:' ■( -þojpe. J rtlso cqij° ! híuje q SUter : • m bQUóni^ (nj "q th, icpwrS já <1 ' ' 'f bey t, ■ 0ýe w > roiT? , ' - t T* cannn 111 s Cl y; SSdoijP l;.í I\j( 19&cr/. .Dear JalheC ti .Lhanfí /om tjzr lo. Prtg,aenhS/ •jzr. la.S;H >«•««::■ JhiS. ChbSvmQi J? Fttohcy 6ox- iheíp, r-i' c Itt g. T« i no.c<3 q n & Tö..fca EritSr&s ■ J. arq " • rv.« Q\aá . r-'i' ■*<- v> r~> (ír' * ■ ’ loys becqívéc . .dsgia h he. tjKiCtiC, Y.Qc\ fo.r 8e--n<? 8- m q e <*,. t h e T£> y)5. ?fV x jfiftrR tonnn rr"; v7d C\J4Z. A CUi •her- Sj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.