Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 13
Föstudagur 22. desember 1989 Tíminn 13 r kvn\i\uu • Hnr Jólaalmanak S.U.F. 1989 Geriö skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofunni, Nóatúni 21, Reykjavík. Velunnarár, látið ekki happ úr hendi sleppa. 1 .des. 1. vinningur nr. 5505. 2. vinningur nr. 579 2. des. 3. vinningur nr. 4348 4. vinningur nr. 2638 3. des. 5. vinningur nr. 2656 6. vinningur nr. 2536 4. des. 7. vinningur nr. 4947 8. vinningur nr. 1740 5. des. 9. vinningur nr. 1341 10. vinningur nr. 4997 6. des. 11. vinningur nr. 4635 12. vinningur nr. 5839 7. des. 13. vinningur nr. 1937 14. vinningur nr. 3035 8. des. 15. vinningur nr. 1996 16. vinningur nr. 3860 9. des. 17. vinningur nr. 1840 18. vinningur nr. 4217 10.des. 19. vinningur nr. 3935 20. vinningur nr. 5514 Samband ungra framsóknarmanna. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 23. desember n.k. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn. Framsóknarmenn Siglufirði og Fljótum Munið hádegisverðarfund að Hótel Höfn föstudaginn 22. des. Stjórnin. 11 .des. 21. vinningur nr. 546 22. vinningur nr. 1164 12. des. 23. vinningur nr. 5442 24. vinningur nr. 3569 13. des. 25. vinningur nr. 5943 26. vinningur nr. 4362 14. des. 27. vinningur nr. 1617 28. vinningur nr. 3647 15. des. 29. vinningur nr. 648 30. vinningur nr. 4822 16. des. 31. vinningur nr. 1136 32. vinningur nr. 3488 17. des. 33. vinningur nr. 3806 34. vinningur nr. 1981 18. des 35. vinningur nr. 5960 36. vinningur nr. 1595 19. des. 37. vinningur nr. 568 38. vinningur nr. 5842 20. des. 39. vinningur nr. 1107 40. vinningur nr. 1353 Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur kjördæmissambandsins og Einherja verða lokaðar frá 21. desember til 3. janúar. Hægt verður að ná í ritstjóra Einherja á þessu tímabili í síma 96-71054. IIIIIIIIHIIIIIII R/FKIIR IIIIIIIIIIIIIIIIM 1 Pjctur Hafstein Lárusson Bláknöttur dansar M ,|lj Iðunn Bláknöttur dansar Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út nýja ljóðabók eftir Pjetur Hafstein Lárusson og nefnist hún Bláknöttur dansar. Pjetur hefur áður sent frá sér nokkrar ljóðabækur. Hin nýja bók sýnir vaxandi vald hans á myndrikum ljóðstíl. Bókin skiptist í þrjá kafla. I hinum fyrsta eru átján Heykjavíkurljóð, svipmyndir úr borginni. Þar skiptast á skýrar myndir kunnuglegs umhverfis annars vegar og tilvísun til almæltra tíðinda - og hins vegar einkalegar skynmyndir og hugsýnir. í öðrum hluta eru nokkur stutt ljóð, öguð og meitluð. í þriðja hluta bókarinnar eru sex svipmyndir frá Café Norra Klara í Stokkhólmi. Höfundur hefur búið þar í borg síðustu ár. Pjetur Hafstein nær sér vel niðri í þessum ljóðum. í hrjúfum gripum hans má heyra persónulegan tón og tjáningarhátt. Hér er á ferðinni skáld sem kemur við lesandann. KRISTJÁN l TH0RLACJUS Kristján Thorlacius mættur til leiks á ný Út er komin hjá Bókaútgáfunni Reykholti bókin Kristján Thorlacius: Þegar upp er staðið. Kristján er hreinskilinn og afar opinskár í þessari bók. Margt af því sem fram kemur um nærri 30 ára starfsævi Kristjáns sem formaður BSRB á því eftir að vekja athygli. Má þar nefna misjöfn samskipti Kristjáns við yfirmenn og viðsemjendur. Þar koma fram nöfn eins og Gannar Thoroddsen, Grundartanga-Jón Sigurðsson, Höskuldur Jónsson, Magnús frá Mel o.fl. Bókin er skrifuð af sóknarprestinum á Höfn í Hornafirði, sr. Baldri Kristjánssyni. í henni tekur hann skref frá viðtalsforminu, nýtir kosti þess en kannar jafnframt baksvið atburða. Hún Dolly var orðin aðeins 98 pund þegar Carl maður hennar greip til sinna ráða IIIIIIIIIIHIIIII SPEGILL IIIIIIIIM^ Dolly Parton á frumsýningu á „Stál-magnólíunum“ Kvikmyndin „Steel Magnolias" hefur þegar orðið gróðafyrirtæki, þó stutt sé síðan hún kom á markað. Þar eru sex stjörnur í aðalhlutverkum, -en Dolly Parton fer þar fremst í flokki, og er hún ánægð með myndina og sjálfa sig um þessar mundir. Annars hafði margt gengið illa hjá Dolly á sl. árum. Sjónvarps- þættir hennar þóttu lélegir og voru teknir af dagskrá og sjálf var hún orðin þunglynd. Það fór líka illa með hana hve hún hafði gengið nærri sér í megrunaræði. Nú viður- kennir Dolly það fyrir sjálfri sér og öðrum, að hún hafi verið komin með megrunarsjúkdóminn „anor- exia“ og stórskaðað sig á líkama og sál. Hún segir Carl, eiginmann sinn, hafa hjálpað sér til að átta sig á hlutunum og koma sér á rétta braut. Hann fékk Dolly til að koma með sér í þriggja vikna frí í sumarhúsi sem þau eiga í Tenness- ee. Þar dreif hann konu sína með sér í langar gönguferðir og sá um að góður matur væri á boðstólum þegar þau komu þreytt heim, og smátt og smátt fór Dolly að fást til að borða. Hún sagði það hafa haft mest áhrif, þegar Carl sagðist alls ekki geta faðmað hana, hún væri bara skinn og bein! Þá var hún aðeins 98 pund. Nú hefur allt gengið betur, og á árinu 1989 hefur hún gefið út plötualbúm „White Limozeen" sem fór í 1. sæti á „kántrílaga-lista“ og mörg lögin náðu geysilegum vinsældum, og þó Dolly hafi nú unnið einhver ósköp í sambandi við nýju kvikmyndina „Steel Magnolias1' þá er hún orðin 109 pund og segist vera nokkuð ánægð með það. Til að styrkja sig eftir allan slappleikann stundar hún núna líkamsrækt, - sem hún þó segist hata - hún hjólar á þrekhjóli, lyftir smálóðum og hoppar í léttum leikfimiæfingum. í myndinni „Steel Magnolias" eru 6 leikkonur, þ.e. Dolly Parton, sem leikur hárgreiðslukonu en Daryl Hannah er aðstoðarstúlka hennar, en þær Sally Field, Shirley MacLaine, Olympia Dukakis og Julia Roberts eru viðskiptavinir. Milli þeirra tekst vinátta í mynd- inni, og svo varð einnig í raunveru- leikanum. Þær urðu heilmiklar vinkonur, og segjast ætla að halda sambandi sín á milli áfram. Eftir frumsýningu á myndinni í Ziegfeld Theater í New York var haldið mikið samkvæmi á Hilton hótelinu þar sem þátttakendur greiddu háan aðgangseyri í sjóð, sem á að nota til að fjármagna rannsóknir á sykursýki og lækning- um á þeirri veiki. Sjóðurinn er kenndur við Iacocca, forstjóra hjá Chrysler. Leikkonurnar sex sem urðu góðar vinkonur eftir samleikinn í „Stál-magnólíunum“. í aftari röð f.v.: Dolly Parton, Sally Fields og Daryl Hannah. í fremri röð: Shirley MacLaine Olympia Dukakis og Julia Roberts Dolly Parton sést hér koma á frumsýninguna í Hollywood. Það fór hrifningarkliður um sal- inn þegar stjarnan gekk inn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.