Tíminn - 06.01.1990, Síða 6
6 Tíminn
Timirm
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift f kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hugvekja
forseta Islands
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tók svo
til orða í ágætu áramátaávarpi sínu á nýársdag, að
íslendingar hljóti að minnast þess í hvert sinn sem
þeir reyna að sjá hvað fram undan sé, að
mikilvægustu forsendur framtíðarinnar séu landið
og fólkið.
„Við erum nátengdari landi okkar en margar
aðrar þjóðir ættlöndum sínum,“ sagði forsetinn,
„þótt sumir finni það ekki fyrr en þeir eru farnir
héðan og horfa á það úr fjarlægð ... Þetta er landið
sem við tókum í arf og við erum fólk þessa lands. “
Og forsetinn hélt áfram:
„Þetta er það land sem við þekkjum og unnum.
Og ekki aðeins landið í heild: Átthagar eru stórt
orð í vitund okkar, oftast stærra en fyrir öðrum
annars staðar í álfum. Að sumu leyti kann það að
stafa af því að í átthögunum ber næstum að segja
hver blettur nafn sem við þekkjum og talar til
okkar á gegnsærri tungu. Bláfjöll og Jarlhettur,
Jórukleif og Ingólfsfjall - allt eru þetta staðir sem
bera okkur eim sögunnar og náttúruskynjunar allt
frá landnámsöld.“
„Of sjaldan gefum við því líklega gaum,“ sagði
Vigdís Finnbogadóttir, „hvern fjársjóð við eigum
þar sem eru skiljanleg örnefni, nöfn sem hvert barn
getur séð í gegnum án þess að leita flókinna
skýringa frá málvísindamönnum eins og algengast
er með öðrum þjóðum. Þarna eins og annars staðar
sameinar tungan okkur, eflir skilning okkar, gefur
okkur óþrjótandi umræðuefni, ekkert síður en
fámennið og frændræknin.“
Síðan vék forseti íslands að fámenninu og stærð
landsins, sem mörgum finnst að ekki séu í réttum
hlutföllum, og sagði:
„Oft látum við að því liggja að landið sé stórt en
þjóðin fámenn. Hugsanlega eru þó menning okkar
og siðvenjur þess megnugar að leggja okkur líkn
með þraut. Til dæmis er sennilegt að hver venjuleg-
ur íslendingur þekki miklu fleira fólk persónulega
- bæði lífs og liðið - en mönnum tekst að komast
yfir annars staðar í heiminum.“
Vigdís benti á að engin þjóð væri jafnminnug á
það fólk sem löngu væri liðið. Væri það reyndar
eitt af einkennum íslenskrar menningar að vitnað
væri til orða einstakra manna langt aftur í tímann
í umræðum um daginn og veginn. „Með þessum
hætti verður fámennið til að skerpa minni okkar,
gera kynslóðabilið marklítið og um leið að stækka
þjóðina, fjölga í því liði sem við vitum af okkur til
trausts og halds í tilverunni.“
Þessi ágæta hugvekja forseta íslands um samleik
lands og fólks, þjóðtungu og minninga á brýnt
erindi til íslensku þjóðarinnar, ekki síst hinna
mörgu forystu- og áhrifamanna þjóðfélagsins, sem
muna oft betur það sem sundrar þjóðinni en
sameinar hana.
s
V^Jaga mannkynsins geymir
fjöldamargar frásagnir af kenn-
ingum sem reyndust ekki annað
en villuljós og blekkingavefur.
Þeirra blómaskeið var stutt, því
að veruleikinn sjálfur er misk-
unnarlaus gágnrýnandi. Hrun
kommúnismans í löndum Aust-
ur-Evrópu - frelsishreyfing
fólksins sjálfs - hefur dæmt
kenningar Lenins í úreldingar-
deild mannkynssögunnar og sett
þær á hauginn með falshug-
myndum fyrri tíma.“
Lenin fordæmdur
Ofanrituð orð eru ekki tilvitn-
un til skrifa eftir Hannes Hólm-
stein Gissurarson eða hans líka,
ef einhver skyldi halda það,
heldur er þetta hluti af löngum
lestri úr áramótagrein Olafs
Ragnars Grímssonar, formanns
Alþýðubandalagsins, í Þjóðvilj-
anum 30. desember sl. Greinin
fjallar að meginhluta um „hrun
kommúnismans". Hin tilvitnuðu
orð eru stefið sem sífellt er
endurtekið í magnaðri fordæm-
ingardrápu á leninisma, sovét-
skipulag, alræði öreiganna, yfir-
gangsstefnu Rússaveldis og spill-
ingu valdhafa alþýðulýðveld-
anna.
Eftirtektarvert er að formað-
ur Alþýðubandalagsins fer eng-
an milliveg í því að dæma kenn-
ingar kommúnismans til eilífrar
útskúfunar með því að blanda
nafni Jósefs Stalíns í þá umræðu
sem oft gerist, heldur snýr hann
sér beint að frumhöfundi sovét-
skipulagsins, sjálfum Lenin,
þeim manni sem Ólafur Ragnar
kallar nú tákn hinnar nýju yfir-
stéttar og guð þess stjórnkerfis
sem ekki átti annað fyrir sér en
að hrynja vegna inngróins rang-
lætis síns og spillingar.
Ekki skal úr því dregið að
Ólafur Ragnar meini hvert orð
sem hann segir í þessari grein.
Og hann fer heldur ekki með
nein ósannindi, því að afhjúpun
ógnarstjórnar hins austræna
kommúnisma í meira en 70 ár
stendur öllum heimi ljóslifandi
fyrir sjónum. Formaður Al-
þýðubandalagsins kýs þá leið að
tala svo umbúðalaust um stjórn-
skipulag og stjórnarhætti komm-
únismans og ávirðingar kenn-
ingasmiðanna - umfram allt
Lenins - að á þessum fornu
fyrirmyndum Alþýðubandalags-
ins finnst ekki þurr þráður eða
nokkurt hald til að hanga á. Nú
er eftir að vita hvernig leninist-
unum, sem enn eru uppistand-
andi í Alþýðubandalaginu,
verður við þessa yfirhellingu for-
mannsins yfir Lenin. Það tók þá
og stalinistana, sem lengi var
eitt og hið sama, áratugi að trúa
uppljóstrunum Krúsjovs um
ógnarstjórn Stalins, og þótt ýms-
ir þeirra tækju að lokum trúan-
legar ávirðingar sem á hann
voru bornar, þóttust þeir eftir
sem áður mega viðhalda í huga
sér hinni guðlegu ímynd um
Lenin, orð hans og gerðir. En
nú hefur Ólafur Ragnar - í
krafti embættis síns sem formað-
ur Alþýðubandalagsins - velt
hinu æðsta goði af stalii og segir
kenningar Lenins dæmdar til
úreldingar, þær séu komnar á
sorphaug sögunnar með öðrum
falshugmyndum genginna alda.
Ólafi Ragnari er vafalaust hug-
arléttir að þessum „uppljóstrun-
um“ sínum, en hann er jafnvís
með það að vera nú að kalla yfir
ýmsa flokksmenn sína hugar-
raunir að sama skapi.
Yfirlýsingar
og oftúlkanir
Þótt það sé út af fyrir sig rétt
að hrun kommúnismans hefur
átt sér stað, svo að hann getur
ekki risið á legg að nýju nema
með endurteknu ofbeldi, þá telst
það ekki til neinna pólitískra
afreka að alþýðubandalagsfor-
ingjar uppi á íslandi taki stærra
upp í sig í fordæmingu á komm-
únisma en jafnvel þeir forgöngu-
menn í kommúnistalöndunum
sjálfum, sem staðið hafa fyrir
því að afnema þetta stjómmála-
kerfi í hverju landinu á fætur
öðru.
Það er einnig djarfleg túlkun
hjá núverandi formanni Alþýðu-
bandalagsins þegar hann heldur
því nánast fram að Alþýðu-
bandalagið hafi verið stofnað til
þess að vera jafnaðarmanna-
flokkur á borð við þess háttar
flokka í öðmm löndum, t.d.
Norðurlöndum og Bretlandi og
annars staðar í Vestur-Evrópu.
Sagan segir auðvitað allt annað.
Það kemur ekki til greina að
ætla nú að halda því fram að
Alþýðubandalagið hafi orðið til
fyrir þá hugsjón og fyrirætlun að
ganga í Alþjóðasamband jafn-
aðarmanna. Sannleikurinn er sá
að sú hugsun að Alþýðubanda-
lagið fari að tengjast Alþjóða-
sambandinu verður ekki til fyrr
en á síðustu misserum. Hug-
myndinni var hreyft opinberlega
á iandsfundi flokksins fyrir
stuttu og sætti þar mikilli and-
spyrnu, einfaldlega vegna þess
að fjöldi flokksmanna, þar á
meðal menn í forystuliði, telja
hugmyndina fráleita. Hitt kann
að vera að Ólafi Ragnari Gríms-
syni þyki það nú tímabært flokki
sínum til framdráttar að slá
striki yfir forsögu Alþýðubanda-
lagsins og þau sögulegu tengsl
sem það er í við Sósíalistaflokk-
inn gamla og íslensku kommún-
istahreyfinguna, sem áttu enga
samleið með íslensku krötun-
um, sem þó voru fullgildir aðilar
að Alþjóðasambandi jafnað-
armanna.
Tími afsakana
________er liðinn_________
En þótt Ólafi þyki þessi sögu-
skýring sín henta eins og komið
er, þá er hún jafnröng fyrir því.
Honum gat nægt eitthvað minna
til þess að réttlæta persónulega
afstöðu sína til þróunar Alþýðu-
bandalagsins og vonir sínar um
framtíð þess en að halda því
fram að gömlu kommúnistamir,
sem af hagnýtum, pólitískum
ástæðum stóðu að því að stofna
Alþýðubandalagið á sinni tíð,
hafi gert það til þess að verða
góðir í augum alþjóðlegra krata-
samtaka. Það vakti aldrei fyrir
þeim. Og fram á þennan dag
hefur slík hugmynd verið fjarlæg
flestum forystumönnum og fylg-
ismönnum Alþýðubandalagsins.
Hvort atburðimir í alþýðulýð-
veldunum að undanförnu eigi
eftir að breyta einhverju í þessu
efni er annað mál. Varla getur
annað verið en að hrun komm-
únismans í sjálfum kommúnista-
löndunum eigi eftir að opna
augun á þeim íslendingum sem
hafa til þessa streist við að finna
afsakanir fyrir alræðisvöld
kommúnistaflokkanna í Austur-
og Mið-Evrópu og einræðis-
stefnu hvers kommúnistafor-
ingjans á eftir öðrum með þeirri
ógn sem alræði flokka og einræði
manna leiða af sér. Tími afsak-
ananna er liðinn. Þess munu
vonandi sjást merki meðal Al-
þýðubandalagsmanna.
Hins vegar er formanni Al-
þýðubandalagsins ekki stætt á
því að slá striki yfir hugmynda-
fræði flokksins, eins og hún
hefur verið, og segja hana jafn-
vel aðra en hún var, svo sem eins
og það að alþýðubandalagsfor-
ingjar hafi engar taugar haft til
alþýðulýðveldanna og sovét-
skipulagsins eða leninismans.
Hér skal það fúslega viður-
kennt að Alþýðubandalagið hef-
ur tekið miklum breytingum,
þróast með skaplegum hætti og
Ieitast við að vinna eðlilega í
fjölflokkakerfi íslensks lýðræðis
og þingræðis. Sem betur fer sáu
foringjar þess að framtíð flokks-
ins hlaut að vera undir því
komin að hrista af sér öfgar
sósíalismans og einstrengings-
hátt fortíðarinnar, sem átti rætur
í kommúnismanum. Ekki skal
efað að Ólafur Ragnar Gríms-
son vill fylgja þeirri þróun eftir.
Það er ágætt ef Alþýðubanda-
lagið ætlar að hreinsa sig af
leninisma, en hinu verður ekki
breytt sem er söguleg staðreynd
að Alþýðubandalagið var stofn-
að af málvinum leninismans og
andstæðingum Alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna. Hvað
sem stefnubreytingum líður er
það blöskrunarhella að ætla sér
að gefa það í skyn að Alþýðu-
bandalagið hafi frá upphafi
stefnt að því að ganga til liðs við
kratana og sækjast eftir aðild að
alþjóðasamtökum þeirra! Ef
slíkt er nú stefna Alþýðubanda-
lagsins, þá er það ný stefna en
ekki upprunaleg. Hún er þáttur
í þeirri aðlögunarstefnu sem
núverandi forystulið flokksins
telur vera lífsbjörg hans, þeirri
fráhvarfsstefnu frá sósíalískum
öfgum og gælum við kommún-
isma sem áður máttu sín svo
mikils í málflutningi og stefnu-
mótun Alþýðubandalagsins.
Tímamót
í sögu Evrópu
En auðvitað er Ólafur Ragnar
Grímsson að taka undir þær
fagnaðarræður sem haldnar eru
í öllum lýðræðislöndum af þessu
tilefni, en þó að sjálfsögðu helst
í kommúnistalöndunum
sjálfum. Um það virðast allir á
einu máli að stjórnkerfisbreyt-
ingarnar í þessum löndum marki
glögg tímamót í sögu þeirra og
hafi heimssögulega þýðingu.
Fyrst og fremst mun hrun
kommúnismans í alþýðulýð-
veldunum hafa áhrif á sögu Evr-
ópu.
Að vísu er ekki komið í ljós
ennþá hver áhrif stjórnmála-
þróunar alþýðulýðveldanna á
Evrópusöguna verða, að öðru
leyti en því að samskipti þessara
þjóða og Vestur-Evrópuþjóð-
anna munu stóraukast og taka á
sig nýja mynd. Varla er hægt að
hugsa sér annað en að uppbygg-
ing nýs efnahags- og stjórnkerfis