Tíminn - 06.01.1990, Page 11
Laugardagur 6. janúar 1990
Tíminn 19
lllllllllllllllllll MINNING ■ l■l■il!ilí'l■,illJiTl',u.iliiliiTl !.iJillT! 'jiliTlTN■ i.hli!l!;: ■ j:lill!IT!'!:l!lljll!rhlllljlil.l'Mll;líllll!l!l':!l|lílllllílíl.:.|!lll!|llliN
Jón Eiður
Guðmundsson
Fæddur 21. ágúst 1964
Dáinn 1. janúar 1989
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðadu
þá aftur hug þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín. “ (Spáma&urinn Kahlll Gibran)
Okkur langar að minnast í örfáum
orðum frænda okkar, Jóns Eiðs
Guðmundssonar, sem lést á Land-
spítalanum aðfaranótt nýársdags að
aflokinni tíu mánaða baráttu við
erfiðan sjúkdóm.
Jón Eiður var fæddur á Siglufirði
21. ágúst 1964 og var yngstur þriggja
barna Margrétar Jónsdóttur og Guð-
mundar Jónassonar. Mikill sam-
gangur var ætíð milli heimila okkar
og í dag finnst okkur við vera að
kveðja meira bróður en frænda.
Jón Eiður var mjög traustur og
ábyggilegur vinur. Honum gekk vel
í skóla og hélt hann að afloknu
grunnskólaprófi suður til framhalds-
náms og lá leiðin í Verslunarskóla
íslands og lauk hann þar verslunar-
prófi vorið 1982. Hóf hann störf í
Samvinnubankanum að námi loknu
og vann hann þar fram í byrjun
síðasta árs þegar hann var lagður
helsjúkur inn á spítala. Jón Eiður
hafði um nokkurra missera skeið
kennt sér einhvers meins sem virtist
erfitt að skilgreina hvað væri fyrr en
um seinan. Enginn hafði getað áttað
sig á því hvað var að gerast eða
hvernig væri hægt að létta undir. Jón
Eiður var ekki vanur því að bera
vandamál sín á torg. En það duldist
engum sem hann þekkti að ekki var
allt með felldu.
Jón Eiður var með afbrigðum
barngóður og er hans sárt saknað af
litlu frændsystkinunum. í honum
fundu þau traustan vin og félaga sem
ætíð var tilbúinn að bregða á leik
með þeim eða setjast niður og lesa
fyrir þau. Undanfarna mánuði hafa
þau mikið velt fyrir sér lífinu og
dauðanum og oft spurt spurninga
sem erfitt hefur verið að svara.
Pegar dauðinn knýr dyra spyrjum
við öll eins og barnið: „Af hverju?"
Því eross erfitt að dæma þann dóm,
að dauðinn sé hryggðarefni,
þó Ijósin slokkni og bliki blóm. -
Er ei bjartara land fyrir stefni?
(E.Ben.)
Jón Eiður hefur loksins fengið
hvíld. Hann tók því sem að höndum
bar með æðruleysi og styrk. Erfiðri
en hetjulegri baráttu er lokið.
Söknuðurinn er sár, minningarnar
hrannast upp og við stórum spurn-
ingum fáum við engin svör.
Undanfarnir mánuðir hafa verið
gríðarlega erfiðir fyrir foreldra hans
og systkini. Öll stóðu þau saman
sem klettur og studdu við bakið á
honum fram á hinstu stundu.
Samstarfsfólk Jón Eiðs í Sam-
vinnubankanum reyndist honum
ólýsanlega vel. Öll þeirra hlýja og
umhyggja styrkti bæði Jón Eið Og
alla aðstandendur og fullvissaði alla
um óaðfinnanleg störf hans í bank-
anum. Starfsfólkið var óþreytandi
við að létta undir, það kom reglulega
í heimsókn, fór með hann út í
göngutúra og jafnvel heim til sín
meðan Jón Eiður var enn ferðafær.
Seint mun gleymast 25 ára afmælis-
dagur hans í ágúst sl. Þá buðu vinir
og samstarfsmenn hans í bankanum
til afmælisfagnaðar í matsal
bankans. Jafnglaðan og þakklátan
höfðum við ekki séð Jón Eið í
langan tíma. Þessi hlýja og vinarþel
sem fjölskyldunni var sýnd gaf auk-
inn kraft á erfiðum tímum og verður
seint þökkuð.
Við viljum að leiðarlokum þakka
Jóni Eiði fyrir allt það sem hann gaf
okkur og börnum okkar. í vinahóp-
inn er búið að höggva stórt skarð
sem ekki verður upp fyllt.
Daprast hugir, dauðinn kallar,
drjúpa tár og væta kinn.
Kæri vinur, höfði hallar
heim þig leiðir frelsarinn.
Elsku Magga, Guðmundur,
Jónas, Anh-Dao, Addý og Gunnar.
Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar.
Blessuð sé minning elskulegs
frænda okkar, Jóns Eiðs Guðmunds-
sonar.
Ólöf, Helga, Ásta Jóna,
Kristín, Jónas og Inga Margrét
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu fríðinn
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V.Brtem)
Um svipað leyti og nýja árið var
að ganga í garð kvaddi vinur okkar
og frændi, Jón Eiður Guðmundsson,
þennan heim. Hann hafði af veikum
mætti haldið sín hinstu jól heima hjá
foreldrum og systkinum. Það gerðu
sér allir ljóst að þetta yrðu hans
síðustu stundir sem hann gat vænst
þess að vera í faðmi fjölskyldunnar,
þar var hann umvafinn umhyggju og
ástúð, líkt og hann hafði vanist allt
frá bamæsku.
Jón Eiður var fæddur á Siglufirði
21. ágúst 1964. Hann var sonur
hjónanna Margrétar Jónsdóttur og
Guðmundar Jónassonar, fyrrver-
andi útibússtjóra. Hann var yngstur
þriggja systkina, en systkini hans eru
Jónas, lektor við Samvinnuskólann,
giftur Anh-Dao Tran kennara, og
sr. Amfríður, gift sr. Gunnari Matt-
híassyni, en þau em bæði við fram-
haldsnám og í starfi í Bandaríkjun-
um.
Jón Eiður ólst upp í foreldrahús-
um og á meðan hann hafði mögu-
leika á stundaði hann sitt fmmnám
á Siglufirði. Eins og algengt var á
Siglufirði í þá daga var næga atvinnu
að fá á sumrin sem hann og stundaði.
Snemma kom í ljós hans trú-
mennska hvort sem var við nám eða
við störf. Eftir skyldunám heima
hélt hann í Verslunarskóla íslands
og lauk þar verslunarskólaprófi
1982. Jón Eiður átti gott með að læra
og ekki er ólíklegt að hann hefði
haldið áfram námi ef hans miður
góða sjón hefði ekki komið í veg
fyrir það.
Að námi loknu réðst hann til
starfa í Samvinnubankanum og þar
vann hann þar til hans veikindi
komu í veg fyrir áframhaldandi starf
fyrir tæpu ári. Hann var lengi búinn
að stríða við lasleika þrátt fyrir að
hann ynni áfram, frekar af vilja en
mætti. Manni virðist sem að lækna-
vísindunum hafi yfirsést að greina
hinn illkynja sjúkdóm þar til í óefni
var komið. í febrúar á sl. ári lagðist
hann inn á sjúkrahús og þá greindist
sjúkdómur sá sem svo marga hefur
lagt að velli og spyr hvorki um aldur
né aðstæður.
Frá sjúkrastofnuninni var ekki
aftur snúið, þar dvaldi hann sitt
síðasta ár við frábæra umönnun
líknarhanda og hjartahlýju hjúkrun-
arfólks. Þar var allt gert fyrir hann
sem mannlegur máttur réð yfir. Jóni
Eiði var þakklæti og tryggð eðlislæg.
Ég dreg í efa að hann hafi talið að
sér hafi enst þróttur til að þakka
þeim mörgu sem reyndu að gera
honum lífið bærilegra. Við viljum
því leyfa okkur að bera fram fyrir
hans hönd þakkir til starfsfólksins á
deild 32A. Þið hefðuð ekki getað
rækt starf ykkar af meiri alúð og
nærgætni heldur en þið gerðuð.
Það er ákaflega mikils virði að
kynnast slíkri manngæsku og lipurð
sem þar ríkti.
í Samvinnubankanum vann Jón
Eiður sér traust og vináttu samstarfs-
fólksins, þaðan naut hann alveg
sérstakrar vináttu eftir að heilsu
hans fór að hraka, þegar hann varð
tuttugu og fimm ára á sl. sumri hélt
samstarfsfólk hans honum veglegt
afmælishóf, þar var enginn stéttar-
munur, þar voru allir jafnir. Hóf
þetta bar vott um virðingu þá og
vinsemd sem hann hafði áunnið sér.
Þar með er ekki öll sagan sögð,
samstarfsfólk hans var óþreytt að
heimsækja hann á sjúkrabeðinn,
taka hann inn á heimili sín og fara
með hann í ökuferðir meðan kraftar
hans buðu upp á slíkt. Einnig hefur
þetta fólk sýnt aðstandendum hans
einstaka vinsemd og hluttekningu,
það er aldrei fullþakkað á stundum
saknaðar og trega.
Öllum öðrum vinum hans og
vandamönnum eru færðar þakkir,
þeir hafa reynst vinir í þraut. Við
sem eftir stöndum þökkum honum
samfylgdina, tryggðina og traustið.
Þegar á okkur hafa brotnað og
brotna brimskaflar andstreymis og
sorgar, þá hefur trúin og bænin sem
er heitasta og helgasta hjálpin stutt
okkur, styrkt okkur og kyrrt hina
þungu sjóa og boðað okkur birtu og
sálarfrið.
Hinsta ósk hins nákomna ættingja
okkar beggja var sú að hvíla í faðmi
fjallanna fyrir norðan, á æskustöðv-
um sínum þar sem hann var borinn
og barnfæddur, þaðan voru minning-
arnar frá leik og starfi. Náttúra
Siglufjarðar er sterk. í skauti hennar
átti hann upphafnar stundir bæði á
sumri og vetri. Við óskum þess að
þar megi hann hvíla í ró. Við biðjum
guð að styrkja foreldra hans og
systkini sem sorgin sverfur að. Við
felum hann guði okkar allra krist-
inna manna.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi
í æðri stjórnar hendi
er það sem heitt í hug þú barst.
(Elnar Benediktsson)
Guðrún og Skúli
Jón Eiður Guðmundsson kom til
starfa í Samvinnubanka íslands hf.
strax er hann hafði lokið verslunar-
skólaprófi, þá 18 ára. Hann hóf þá
störf í útlánadeild bankans í Banka-
stræti 7, þar sem hann vann æ síðan,
uns þau veikindi sem nú hafa orðið
honum að aldurtila bundu enda á
starfsgetu hans.
Jón Eiður vakti þegar athygli fyrir
stundvísi, prúðmennsku og sam-
viskusemi. Hann vildi hvers manns
vanda leysa og lagði sig mjög í
framkróka við að veita viðskiptavin-
um bankans sem besta þjónustu.
Við samstarfsfólk sitt var hann í
fyrstu dulur og gat virst fáskiptinn,
en við nánari kynni duldist ekki sá
góði og indæli drengur sem bak við
skelina leyndist.
Þegar kornungur maður verður
að þola langt og erfitt veikindastríð
koma óneitanlega í hugann orð
þjóðskáldsins sem sagði:
„Til eru fræ sem fengu
þann dóm
að falla í jörð og verða
aldrei blóm. “
En blómin hans Jóns Eiðs verða
þó eftir í minningu fjölskyldu hans
og samstarfsfólks og þau blóm föina
aldrei.
Við þökkum honum samstarfið og
geymum minningu um góðan dreng.
Foreldrum hans og öðrum ástvinum
sendum við samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk í
Sam vinnubanka íslands hf.
Það er svo sárt. Það er svo sárt að ,
kveðja hann Jón Eið. Það er svo
ljúft. Það er svo ljúft að hafa þekkt
Jón Eið.
Hann fæddist og ólst upp í næsta
húsi. Ég þekkti hann alla tíð. Nú fer
hann aftur heim í fjörðinn fagra til
þess að hvíla við rætur fjallanna sem
veita skjól og öryggi og veittu okkur
skjól og öryggi í bernskunni, þegar
fjölskyldur okkar bjuggu hlið við
hlið og vinátta ríkti alla tíð.
Nákvæmlega sama dag fyrir níu
árum lést móðir mín, en þau Jón
Eiður voru miklir vinir. Vináttu sína
sýndi hann með ógleymanlegri
hjálpsemi þegar hún var veik og þau
voru mörg óeigingjömu sporin sem
hann gekk fyrir hana. Nú ganga þau
veg eilífðarinnar. - Hann Jón Eiður
á ríkan sjóð, þar sem mölur og ryð
fá ekki grandað. Hann háði erfiða
baráttu en einhvern veginn finnst
mér eins og hann hafi ekki tapað.
Dauðinn er ekki sigurvegari, hann
er aðeins sönnun lífsins. Allt sem
hefur lifað deyr. - Jón Eiður gaf
okkur með lífi sínu og baráttu og
hann gaf ríkulega, hans lífsmáti var
að gefa, og hann var alinn upp í því
umhverfi að það væri sælla að gefa
en þiggja. í slíku umhverfi stendur
enginn einn. Jón Eiður stóð ekki
einn þegar síðasta orustan var háð.
Fjölskyldan stóð saman styrk og
með ríka trú. Foreldar hans Guð-
mundur Jónasson og Margrét Jóns-
dóttir. Systkini hans og makar þeirra
hafa sýnt að mennirnir em stórir
þegar á móti blæs og styrkurinn felst
í samheldni, samhygð og sannri trú.
Missirinn er mikill og sár en
minningarnar lifa - og það er ljúft að
eiga minningar um þennan góða
dreng.
Elsku Margrét, Guðmundur, Jón-
as og Addý. Guð styrki vkkur á
þessari sorgarstund. Guð blessar
minninguna um Jón Eið.
Sigríður K. Stefánsdóttir
REYKJKJÍKURBORG
Aauirvi At&dcvi
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut 27
Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa: þvottahús,
100% starf og á vakt 100% starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður milli kl. 10.00-
12.00 í síma 685377.
Sjúkraþjálfari
Aðstaða fyrir sjúkraþjálfara í tengslum við þjón-
ustuíbúðirnar er laus til umsóknar. Upplýsingar
gefur forstöðumaður milli kl. 10.00-12.00 í síma
685377.
t
Útför hjartkærs sonar okkar, bróður og mágs
Jóns Eiðs Guðmundssonar
sem lés 1. janúar s.l. verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
6. janúar kl. 13.30.
Margrét Jónsdóttir
Guðmundur Jónasson
JónasGuðmundsson Anh-DaoTran
Arnfríður Guðmundsdóttir Gunnar Rúnar Matthíasson
t
Gísli Guðmundsson
leiðsögumaður og kennari
frá Tröð
verðurjarðsunginnfráDómkirkjunni þriðjudaginn9.janúar kl. 10:30,
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Landgræðslusjóð.
Anna M. Guðjónsdóttir
Jón H. Gíslason
BrandurGíslason
GuðmundurT. Gíslason
Atli Gíslason
Ásmundur Gíslason
Guðrún Gísladóttir
Valgerður Guðmundsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Marta Hauksdóttir
Jóhanna Vigfúsdóttir
Unnur Jónsdóttir
Rannveig Hallvarðsdóttir
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður míns, tengdaföður og afa okkar
Þórarins Ágústs Guðmundssonar
Þórunnarstræti 124, Akureyri
Sérstakar þakkir til heimilisfólks og starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð
og allra annarra, er sýndu honum vináttu og hlýhug í ellinni.
Guð blessi ykkur öll.
Hulda Þórarinsdóttir Halldór Árnason
Gyða Þ. Halldórsdóttir Ari Halldórsson