Tíminn - 06.01.1990, Qupperneq 12

Tíminn - 06.01.1990, Qupperneq 12
20 Tíminn Laugardagur 6. janúar 1990 „Lifandi til eilífðar“ Allar þjóðir eiga legstaði látinna þar sem þær krjúpa og láta hugann reika til liðinna stórafreka. í París verður fólk m.a.s. að velja á milli fjölda hetja og mismunandi sögu- ríkra atburða í sögu lands og þjóðar til að veita lotningu sína. Hinstu hvílustaðir rússneskra keis- ara eru ýmist í Péturs-Páls-kastal- anum í Leníngrad eða Erkiengils- dómkirkjunni í Moskvu, en þeir hafa ekki verið vettvangur til- beiðslu. Á Rauða torginu í hjarta Moskvu og Sovétríkjanna hins veg- ar liggur smurlingur manns sem haldið hefur verið á lofti að væri ekki dáinn, heldur „lifandi til ei- lífðar". Hvernig mátti það ske að íbúar ríkis, þar sem svo mörg þjóðerni og trúarbrögð eru saman komin, hafa látið sér vel líka hina undar- lcgu, reyndar óttavekjandi stað- reynd að líkami Leníns var ekki jarðsettur heldur hafður opinber- lega til sýnis í miðju ríkinu? Pessarar spurningar, sem á fylli- lega rétt á sér, mátti áratugum saman ekki spyrja opinberlega. Pað var ekki fyrr en í vor sem leið að grafhýsi Leníns varð tvisvar tilefni gagnrýninnar umræðu, í æskulýðsdagskrá í sjónvarpinu og umræðum á sovéska þinginu. Endurómurinn frá íbúum ríkis- ins var yfirgnæfandi reiðilegur. Sumir litu svo á að verið væri að niðurlægja minninguna um Lenín með því að ráðast að því allra helgasta af öllu helgu, en aðrir tjáðu sig loks um það að þessi ríkisgröf hefði í þeirra augum lengi frekar verið einhvers konar níð en heiður. En enginn reyndi að komast til botns í þeirri þverstæðu hvers vegna einmitt bylting sem stefndi að algerri endurnýjun heimsins og hafði sagt stríð á hendur baráttunni um líf og dauða, endurlífgaði pers- ónudýrkun með því að smyrja leiðtoga sinn til múmíu, sið sem mannkynið hafði þegar mörgum árþúsundum fyrr lagt niður. Og maðurinn sem átti upphafið að þessari byltingu, Friedrich Engels hafði rofið alla gamla hefð varð- andi greftrunarsiði með því að láta sökkva ösku sinni í hafið. Uppbyggingin byggðist á eyðileggingu menningararfleifðar Þetta var Októberbyltingin sem átti að reisa okkur nýjan heim. Petta var markmið sigurvegarans. Uppbyggingin aftur á móti byggð- ist jafnframt á eyðileggingu póli- tískrar og efnahagslegrar arfleifðar frá keisaratímanum, líka hinna sögulegu, félagslegu og menning- arlegu skírskotana sem höfðu skapað þá gerð menningar og þró- un hennar sem barist var um. Þeir voru fáir sem spurðu þeirrar spurn- ingar hvernig slíkt menningarnið- urrif mætti heppnast án þess að hrinda þjóðfélaginu þar með í það ástand sem ríkti fyrir menningu, þar sem villimennskan tæki aftur völdin. Mcnning er m.a. samkomulag milli einstaklinga og samfélags þeirra, sem hefur þróast á mörgum öldum og berst gegn viðnámi þeirra. Til að ná þessu markmiði er stuðst við trúarleg, siðferðileg og réttarfarsleg umgengnisboð og bönn. Par er fremst í flokki: Pú skalt ekki mann deyða. Hversu þróuð og þroskuð menning er er fyrst og fremst dæmt eftir því hversu mikil frávik frá þessari grunnreglu eru umborin - stríð, dauðarefsing, blóðhefnd, blóðfórn og frekari lögmæt og hefðbundin morð. Pví fjölbreyttari sem viður- kenndu morðaðferðirnar eru, á því lægra stigi er staða mannsins í menningunni. í byltingum er það aðhald sem menning hefur með boðorðinu „Þú skalt ekki mann deyða“ að hluta fellt niður, svipað og í ættbálka- þjóðfélögum á trúarhátíðum þegar bannhelgi er brotin. En í þessum gömlu menningarsamfélögum sá hefðbundin hringrás til þess að gamla bannhelgin komst aftur á án árekstra. Hvað á að gera við smyrð linginn á Rauða torginu? Nár byltingarforingjans Leníns, sem varðveittur er í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, er í augum félagsfræð- ingsins Larissu Lissjutkina (hún er 44 ára), „dauðalegt minnismerki um skelfingarstjórnina, frekar níð um bylting- arforingjann en heiður“. Hún mælir með því að leggja niður dýrkun hins dauða í anda hins nýja hugsunarháttar og skrifar þar um í Der Spiegel. Eftir októberbyltinguna var samfélagið hindrað í því að koma aftur á fót þeirri siðferðilegu bann- helgi sem brotin var meðan bylting- in stóð yfir. Byltingarmennirnir gerðu sér vonir um að sigrast á dauðanum Auk þess þjónuðu hin hvers- dagslegu, opinberu réttlætingar- morð velferð allra og framtíðar eilífu lífi. Sögusagnir frá þeim tíma staðfesta að byltingarmennirnir sem börðust fyrir endanlegum sigri kommúnismans gerðu sér líka von- ir um að vinna sigur á dauðanum. Og því meiri dauða sem þeir dreifðu um sig því brýnna þörfnuð- ust þeir sýnilegra tákna um ódauð- leika í framtíðinni. „Hugsunin unt að það yrði að halda líkama Leníns við á sér upptök meðal fólksins," segir Boris Iljitsj Sbarski prófessor, en hann var einn þeirra sem smurði lík byltingarleiðtogans á sínum tíma. T.d. fór hópur járnbrautarstarfs- manna frá Kiev þá fram á að „sérfræðingum verði strax falið að þróa aðferð sem tryggi það að hægt verði að halda við hinu dauðlega ytra byrði hins dýrmæta Vladimirs Iljitsj í þúsundir ára“. Nemendur frá Rostov við Don létu í ljós það álit að greftrun væri síður en svo sjaldgæf, en „varð- veisla í mörg ár, það er nokkuð sem einungis kommúnistaflokkur- inn er fær um“. Enn ein krafa eftir dauða Leníns hljóðaði svo: „Lík- ami Iljitsj má ekki hverfa ofan í jörðina, heldur verður að smyrja hann og stilla honum til sýnis í safni á áberandi stað. Á þann hátt fá verkamenn á næstu öldum tæki- færi til að sjá leiðtoga öreiganna". Samtímasjónarvottar sýna fram á með hvílíkum afleiðingum við- teknar siðvenjur voru gerðar mein- ingarlausar, í hvílíkum mæli menn- ingarlegir helgisiðir sem miðast hafa að mannlegu samfélagi, höfðu glatað gildi sínu. Allar stíflur voru rofnar, frá undirmeðvitundinni streymdi eitthvað ævafornt. Aðeins þannig, „meðal fólksins", gat hin óhugnanlega hugsun komið fram að veita líkama byltingarmanna viðhaldsmeðferð og stilla honum fram til sýningar. Vitað er að ekkja Leníns, Nadesj- da Krupskaja mótmælti þessari náttúrueftirapandi eilífðarmynd af manni sínum. Hefði Nadesjda Krupskaja nokkurn tíma treyst sér í grafhýsið, að legustaðnum þar sem nár manns hennar var hafður til sýnis „eins og lifandi"? Slíkt hefði ekki einu sinni Hitchcock dottið í hug. í janúar 1944 skýrði samt Isvestía frá því að vísindamenn hefðu „gert margar lagfæringar á ástandi hins dauðlega ytra byrðis Leníns". Hann ii.fir, hann ntun lifa! Sé grafhýsi Leníns borið saman við svipaðar byggingar er eftirtekt- arvert að aðrar slíkar hafa alltaf verið reistar til eigin þarfa, þ.e.a.s. af fólki sem var annt um frægð stna eftir dauðann. Að þessu leyti er byggingin á Rauða torginu undan- tekning. Hún var reist án samþykk- is Lenínsog gegn vilja ekkju hans. Grafhýsið minnismerki um „ógnina miklu“ Hver hafði þörf fyrir grafhýsið og til hvers? Trúlega fyrst og fremst arfleifð hans - frumstæð, grimm og „asísk". Sé þetta haft í I smábænum Talnakh lengst austur og norður í Síberíu er lítið og fátæklegt safn. Það er minnismerki um gúlagið. Þarna voru fangabúðir sem fáir deildu vitneskju um nema látnir fangar og gæslumenn þeirra. íbúar bæjarins efndu til þessa safns, sem í fátækt sinni er ekki síður minnismerki um sögu Ráðstjórnarríkjanna en líkgeymslan á Rauða torginu. TímamyndirOÓ Grafhýsi Leníns og áður næsthinsta hvíla Stalíns er fremur níð um skelfingarstjórnina en heiður. Grafhýsið er minnismerki um ógnina miklu. huga er grafhýsið minnismerki um „ógnina miklu“, undirstaða nýrrar menningar sem neitar því að dauð- inn sé til, á sýnilegan hátt. En aldrei áður né nokkurs staðar, e.t.v. að undanteknum plágufar- öldrum í Vestur-Evrópu, réði dauðinn svo eindregið æviferli hvers og eins. Þess vegna var tákn þess sem sagt var vera ódauðleiki svo óhjá- kvæmilegt, þ.e. til að réttlæta tor- tímingu milljóna manna. Báðir aðilar, þeir sem tortímt var og morðingjar þeirra, þörfnuðust þessa tákns jafnmikið. Það er eins og hafi komið til samkomulags milli fórnarlamba og böðla um tilgang þess sem gerðist á þessum tíma. Á annan hátt er varla hægt að skýra að þó að hlutverkaskiptin hafi tekið skamman tíma stóð ógn- artímabilið í 30 ár og skyggði á 30 ár til viðbótar. Yfir 100 milljónir hafa heimsótt grafhýsið. Hvers vegna? Líkið lifandi varð ekki neitt einstakt. Með aðferðum sovésku vísindamannanna voru líkamar búigarska kommúnistaleiðtogans Georgi Dimitroff (1949) og víet- namska starfsbróður hans Ho Chi Minh (1969) líka smurðir. Við Rússar erum ekki smásálarlegir, en með þessari fjölföldun minnk- aði heilagt gildi grafhýsisins í Moskvu. Flutningurinn sem „Faðir allra þjóða", Jósef Stalín varð að láta sér lynda eftir dauða sinn - fyrst lagður til hvílu í því allra heilagasta og síðan hent þaðan út - átti sinn þátt í sinnaskiptum almennings. Á hverju ári koma 2,5 milljónir manna til að virða fyrir sér vaxbor- inn Vladimir Iljitsj. Á virkum dög- um koma allt að 12.000 manns og síðan 1924 hafa yfir 100 milljónir vottað honum virðingu sína. Fé- lagsleg athugun á „ríkisbiðröð nr. 1“ hefur aldrei verið gerð, því miður. Þess vegna vitum við ekki hvað það eru margir Moskvubúar sem standa í röðinni eða hversu margir eru utan af landi né hvaða aldurshópar eiga flesta fulltrúa. Og enn þekkjum við ekkert hrein- skilið svar við spurningunni: Hvers vegna fer allt þetta fólk þangað? Það má spyrja hvort sovéski sveitamaðurinn finni til trúarlegrar hrifningar í þeim mæli sem faðir hans og afi gerðu eftir að hann er búinn að leggja á sig að standa í biðröðum í höfuðborginni til að kaupa pylsu, vodka og krakkaleista og standa síðan í sex klukkutíma til að drekka í sig Lenín? Eða

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.