Tíminn - 06.01.1990, Page 13
■ *y
Laugardagur 6. janúar 1990
I
kemur hann kannski út úr grafhýs-
inu með þá fullnægðu tilfinningu
að þetta sé „ansi ósvikið, rétt eins
og lifandi‘\ svipað og hann hefði
líklega sagt þegar hann kæmi út úr
vaxmyndasafni Madame Tussaud,
þ.e. án þess að hafa orðið fyrir
vonbrigðum en líka án þess að
finna hið minnsta til lotningar?
Auðveldara að skapa
sér guð en að steypa
honum af stalli
Ef sú er raunin sýndi það loks
útleið úr gildrunni sent við spennt-
um okkur með því að reisa grafhýs-
ið. Það er óendanlega miklu auð-
veldara að skapa sér guð en að
steypa honum af stalli. Á þeim
tíma sem við höfum notað til að
leggja vísvitandi í auðn menningu
okkar er grafhýsið sjálft orðið að
skuldbindandi miðpunkti trúar-
legrar afstöðu borgaranna. Tilfinn-
ingalaus upptekt helgigripsins,
grafhýsisins, gæti haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar, nákvæmlega
sambærilegar við þær sem á sinni
tíð fylgdu byggingu þess.
Það má ekkert eyðileggja í
menningunni, síst af öllu það sem
mönnum er heilagt. Við megum
alls ekki fylgja hér fordæmi bolsé-
vikanna sem hentu út helgigripum
úr rétttrúnaðarkirkjunum af
grimmdarlegri einbeitni til að
tryggja einokun hins fornlega
goðahofs.
Míkhaíl Gorbatsjov hefur látið í
ljós þá skoðun sína „að það sem
lífið snýst um hjá okkur er að
verða siðmenntað fólk“. En sá sem
vill eiga aðgang að siðmenntuðu
samfélagi verður að ráðast hrein-
skilnislega og opinberlega gegn
eðli grafhýsafyrirbærisins, sent var
orðið tákn sovésku manngerðar
hins nýja heims. Innsti eðliskjarni
þess er dauðinn sem er hafður til
sýnis hverjum sem er vegna þess að
hann þykist vera lífinu til upp-
fræðslu.
Þessi blekking er uppspretta
allra síðari lygavefa. í alræðisþjóð-
félagi eru manngildi frá fyrri tíð
máð út, jafnvel þó að maðurinn lifi
áfram líffræðilega séð. Líf harð-
stjórans er laust við alla mannlega
eiginleika og hefur þess vegna
þurrkað út mörkin milli þess að
vera og ekki vera svo að til fyrir-
myndar er. I skáldsögu Orwells
„1984“ vita ekki einu sinni hæst
settu meðlimir „innri flokksins“
hvort Stóri bróðir er dauður eða
lifir ennþá, hvort maðurinn lifir
eða er jafnvel bara tákn:
Helgidómarnir sem
voru fótum troðnir
Það skiptir heldur engu máli
gagnvart fjöldagröfum milljóna
nafnlausra fórnarlamba byltingar-
innar. Aðra vogarskálina þyngir
grafhýsið, á hinni liggja hinir ótelj-
andi dauðu í Kolyma, á Solowezki-
eyjum, í Workuta og Kasakstan.
Það eru helgidómarnir sem voru
fótum troðnir. Björgun þjóðar og
fyrirgefning synda hennar er háð
því að hún finni leiðina að þessum
helgidómum.
Hvað á að verða um grafhýsið?
Það er hluti sögu okkar, minnis-
merki um tíma sem við segjum nú
skilið við. Það er svipmikið og
sýnilegt þar sem það endurspeglar
pólitískan raunveruleika; alger
söfnun valdsins samsvarar sam-
safni helgisiða í óhugnanlegum
hápunkti dauðadýrkunarinnar.
Eyðilegging grafhýsisins væri nú
tilgangslítil, en það væri glæpsam-
legt að halda byggingunni við í
gervihlutverki sem gerir trúarlegt
tilkall. Fyrst um sinn væri nægilegt
að ganga í takt við skilning almenn-
ings þar sem þegar hefur lengi
verið að eiga sér stað frelsun úr
fjötrum töfranna.
Það er mikilvægt að láta ekki
fram hjá sér fara augnablikið þegar
gerlegt verður að breyta starfsem-
inni á þá leið að hún standi undir
sér sjálf fjárhagslega, án þess að
misþyrma tilfinningum þeirra sem
heimsækja þetta minnismerki. Þá
má selja aðgangseyri með góðri
samvisku rétt eins og gert er á
vaxmyndasafni Madame Tussaud,
jiii' með ágóða.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
ÖLDUNGADEILD Menntaskólans við Hamrahlíð
var stofnuð 1972. Þúsundir manna og kvenna hafa
stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúd-
entsprófi.
Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám?
í öldungadeildinni er boðið upp á nám til stúdents-
prófs á 6 brautum. Kennsla vel menntaðra og þjálf-
aðra kennara tryggir nemendum góðan árangur.
Brautirnar eru: málabraut, félagsfræðabraut, nátt-
úrufræðabraut, eðlisfræðibraut og tónlistarbraut (í
samvinnu við tónlistarskóla).
Vakin er athygli á að hægt er að stunda nám í
einstökum greinum án þess að stefna að lokaprófi.
Eins er algengt að stúdentar bæti við sig einstökum
námsáföngum. Kennd eru m.a. mörg erlend
tungumál: danska, enska, þýska, franska,
spænska, og ítalska. Einnig eru í boði áfangar í
íslensku, stærðfræði, raungreinum og félagsfræði-
greinum og námskeið fyrir byrjendur og lengra
komna í notkun á PC-tölvum.
Innritun nýnema og val eldri nema fyrir vorönn
1990 fer fram 16.-18. janúar kl. 16.00-19.00.
Nemendur velja námsgreinar og fá afhenta
stundatöflu vorannar gegn greiðslu skólagjalda.
Námsráðgjafar, deildarstjórar og matsnefnd verða
til viðtals. Brýnt er að allir sem hyggjast stunda
nám á vorönn 1990 innritist á þessum tíma.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn
22. janúar.
Lok haustannar í öldungadeild:
Afhending einkunna og prófsýning fer fram mánu-
daginn 15. janúarkl. 17.00-18.00. Útskrift stúdenta
verður laugardaginn 20. janúar kl. 14.00.
DAGSKÓLI:
Lok haustannar:
Afhending einkunna og prófsýning verður 12.
janúar og staðfesting vals 13. janúar. Nánar
auglýst í skólanum.
Útskrift stúdenta verður laugardaginn 20. janúar
kl. 14.00.
Vorönn 1990:
Nýnemar koma í skólann mánudaginn 15. janúar
kl. 10.00.
Afhending stundataflna auglýst í skólanum og
kennsla hefst mánudaginn 22. janúar.
STÖÐUPRÓF:
Stöðupróf verða haldin dagana 15.-18. janúar sem
hér segir:
Enskaogvélritun mánud. 16. janúarkl. 18.00
danska, norska,
sænskaog þýska: þriðjud. 16. janúarkl. 18.00
spænskaogþýska, miðv.d. 17. janúarkl. 18.00
stærðfr. og tölvufr. fimmtud. 18. janúarkl. 18.00
Stöðuprófin eru einungis ætluð þeim sem hafa
aflað sér kunnáttu umfram grunnskólapróf.
Þátttöku í prófunum skal tilkynna á skrifstofu
skólans á skrifstofutíma, sími 685140 og
685155.
Rektor
Tíminn .21
'%J|^VATRYGGINGAFELAG
^clsr íslandshf
Útboð
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum.
Mazda E 2000 pic up árgerð 1989
Peugeot 205 XL árgerð 1989
Subaru Justy GL árgerð 1989
Subaru GL Turbo árgerð 1987
Toyota Corolla 1300 árgerð 1987
Toyota Carmy 2000 XL árgerð 1987
Lada 1200 árgerð 1987
Subaru Justy árgerð 1985
Peugeot 205 árgerð 1985
Datsun Cherry árgerð 1984
Lada árgerð 1984
Citroen GSA Pallas árgerð 1982
BMW318 i árgerð 1982
BMW315 árgerð 1982
Isuzu Tropper árgerð 1982
Mazda 323 árgerð 1981
AMC Concord Wagon árgerð 1981
Honda 650 CB bifhjól árgerð 1980
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9,
Reykjavík, Mánudaginn 8. janúar 1990, kl. 12-17.
Á SAMA TÍMA:
í BORGARNESI
Mazda 323 árgerð 1988
Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands
h.f., Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir
kl. 17.00 sama dag.
Framboðs-
frestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar-
mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1990.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á
skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar,
Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hadegi.
Kjörstjórnin
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing
um styrki til leiklistarstarfsemi
í fjárlögum fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu, sem
ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa
sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari fjárveitingu.
Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. janúar
næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 29. desember 1989
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
ijf Félagsráðgjafa
vantar til afleysinga nú þegar við vinnslu forsjár-
mála. Hlutastarf kemurtil greina. Upplýsingargefa
yfirmaður fjölskyldudeildar, eða félagsráðgjafar
forsjárdeildar í síma 25500.