Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 2
'2 T-írninn - ’ ■'MiðviKudagú r ■ l’7!-januaf '1'990 Þriðja flokks eldislaxi dengt á innlendan markað að undanfömu. Gæðaflokkun að heflast. Leifur Eiríksson: FYRSTA FLOKKS LAX ER EKKIKYNÞROSKA „I sjálfu sér er ekkert að því að selja þriðja flokks físk. Meinið er hins vegar það að slíkur fiskur hefur ekki verið seldur sem þriðja flokks fiskur heldur er honum platað inn á viðskiptavini sem Iaxi,“ sagði Leifur Eiríksson forstöðumaður gæðastjórnunar Landssambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. Leifur starfaði um árabil að gæðamati og gæðastjórnun í laxeldi á Hjaltlandseyjum og átti umtalsverðan þátt í að móta reglur og starfsaðferðir þar í sambandi við gæðamat á eldislaxi. Hann vinnur nú að því sama hér á landi. I grein sem Leifur skrifar í nýút- komnum Eldisfréttum, sérriti um fiskeldis- og hafbeitarmál er fjallað um gæðaátak í sambandi við eldislax á Hjaltlandseyjum og um það starf sem framundan er í þeim málum hérlendis. Þar segir meðal annars að furðulegt megi telja af hve miklu skeytingarleysi framleiðendur eldis- fisks hafi umgengist innanlands- markaðinn fyrir eldislax. Þetta sé því einkennilegra þar sem innan- landsmarkaðurinn er enn sem komið er þriðji stærsti markaðurinn fyrir íslenskan eldislax. Á innlenda markaðinn sé dengt fiski af öllum gæðaflokkum, allt frá mjög góðum fiski til mjög lélegs. Allt sé þetta sfðan selt sem lax og ekki borið við að flokka eða merkja fiskinn. Þetta hafi orðið til þess að gefa þeirri almennu skoðun byr undir báða vængi á íslandi að eldis- lax sé léleg vara og í samræmi við þá skoðun hafi verð farið hríðlækkandi. „Viðskiptavinir verslana hafa enga möguleika til að vita hvað af fiskinum í versluninni sé fyrsta flokks og hvað þriðja flokks. Laxinn verður að merkja rétt eins og t.d lambakjöt er merkt. Fólk á að geta gengið að því vísu að lambakjöt í verslunum sé fyrsta flokks nema að annað sé sérstaklega tekið fram. Neytendur eiga á sama hátt heimt- ingu á að vita í hvaða gæðaflokki laxinn er sem það er að kaupa,“ sagði Leifur. Hann sagði að gæðamunurinn fæl- ist einkum í því hvort laxinn væri orðinn kynþroska þegar honum er slátrað en auk þess skipti máli með- höndlun fiskjarins við slátrun, geymslu og flutning. Þegar fiskurinn yrði kynþroska missti hann bæði lit og bragð en færi jafnframt að líkjast villtum laxi í útliti. Innanlandsmarkaðurinn væri van- ur villtum laxi og fólk vissi mætavel hvernig hann ætti að líta út og í trausti þess hefði kynþroska fiskur verið mikið seidur innanlands. Hitt væri svo annað mál að fyrsta flokks eldislax ætti ekkert að líta út eins og villtur lax, fjarri því. Nú er unnið að því innan Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva að setja ákveðnar gæðakröfur eða staðla í sambandi við eldislax og alla meðferð hans og flokkun allt frá upphafi og til þess að hann liggur í neytendaumbúðum í kæliborðum verslana. Jafnframt er unnið að lokahönnun á gæðamerki og reglur um hvernig framleiðendur mega nota merkið eru því sem næst tilbún- ar. Margir framleiðendur hafa þegar aðlagað starfsemi sína og alla með- ferð fiskjarins að reglum sem tryggja eiga góða og vandaða framleiðslu. _sá Á innanlandsmarkað er dengt eldislaxi af öllum gæðaflokkum Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1990 Umsóknarfrestur er til 1 mars n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum, sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á; - líklegri gagnsemi verkefnis, sérstaklega markaðsgildi niður- staðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, - hæfni umsækjenda/rannsóknarmanna. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að; - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvæg- ur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofn- anir er mikilvægt, - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekkingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni. r i Mnr Kópavogur - Þorrablót Hið landsfræga þorrablót framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 20.00. Hátíðarræða: Jóhann Einvarðsson alþing- ismaður. Bæjarli SlUI naður Kópavogs, Sigurður Braga- son skemmtir með söng. Matinn frá Sveinbirni I Veislustöðinni þekkja allir og Lúdósextett og Stefán sjá um fjörið fram undir morgun. Miðapantanir: Einar í síma 43420 og 41590, Guðrún í síma 641512 og hjá formönnum Jóhann Einvarðsson félaganna. Tryggið ykkur miða tímanlega á þessa glæsi- legu skemmtun. Nefndin. Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin sunnudag 21. janúar kl. 14 í Danshöllinni (Þórscafé) Þrenn verðlaun karla og kvenna. Verð að- göngumiða kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar. Stutt ávarp flytur Alfreð Þorsteinsson formaður F.R. Framsóknarfélag Reykjavíkur Hvergerðingar - Sunniendingar! Þorrablót Framsóknarfélags Hveragerðis verður haldið að Hótel Örk, föstudaginn 19. janúar 1990 kl. 19.30. Heiðursgestir kvöldsins verða: Indriði G. Þorsteinsson og frú. Veislustjori verður: Garðar Hannesson. Ýmis skemmtiatriði. Eftirhermur og gamanmál. Félagar mætum öll og tökum með okkur gesti. Allir velkomnir. Miðaverð kr. 1500.- Miðapantanir fyrir fimmtudag hjá: Gísla Garðarssyni s: 34707. Garðari Hannessyni s: 34223. Sturlu Þórðarsyni s: 34636.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.