Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. janúar 1990 Tíminn 5 Af hverju „flúði“ 7. til 8. hver Flateyringur á brott í fyrra? Full vinna, bamagæsla oglausar „Hér er allt af öllu: Lausar íbúöir bæði til leigu (kaupleigu- íbúðir) og sölu, barnaheimili, grunnskóli alveg uppúr (9. bekk), tónlistarskóli, innisundlaug, stórt íþróttahús í bygg- ingu, og elliheimili, svo nokkuð sé nefnt“, sagði Kristján Jóhannesson sveitarstjóri á Flateyri. Jafnframt sagði hann atvinnuleysi hafa verið óþekkt þar í mörg ár. En þrátt fyrir lausar leiguíbúðir, næg barnaheimilispláss, trygga atvinnu og elliheimili, streyma íbúarnir brott - til höfuðborgarinnar, þar sem talið er á skorta um alla þessa kosti. Flateyri sló í fyrra íslandsmet með um 12% í fólksfækkun (um 55 manns), raunar í annað skiptið á hálfum áratug. Flateyringar hafa ekki verið færri en nú í rúma sjö áratugi. Vegna þessa efndi hreppsnefnd Flateyrarhrepps til almenns fundar um atvinnu- og byggðamál fyrir skömmu, sem var vel sóttur. Niður- staða þessa borgarafundar var sti, að orsök fólksflóttans væri mikill sam- dráttur í útgerð og afla. f>ar yrði að sporna við fótum með skipakaupum. f>ar sem Flateyri kemst jafnan ekki á blað, þegar atvinnuleysi er skráð - og fiskvinnslan hefur þvert á móti oft þurft að ráða tugi útlendinga til að komast yfir vinnslu þess afla sem berst á land - var Kristján spurður hvernig/hvort nýtt skip og aukinn afli gæti stöðvað fólksflótt- ann? Vantar skip og meiri spennu „Okkur vantar meiri afla til þess að hafa meiri spennu í frystingunni. f*að hefur ekki verið atvinnuleysi, en nánast bara 8 tíma vinna, sem er ekki nóg. Tekjurnar byggjast á því að fólk vinni mikið. í svona sjávarplássum þarf að vera ákveðin spenna í atvinnulífinu til þess að það sé fýsandi fyrir fólk að flytja hingað. Eina leiðin til að snúa við þessum fólksflótta er sú að við fáum aukinn afla hér á land. Um 1980 bjuggu hér um 500 manns og um 8.000 tonna afli kom hér á land. Á síðasta ári var aflinn kominn niður í um 5.000 tonn. f*að munar talsvert miklu. Að vísu höfum við hér stóran og góðan togara og tvo minni land- róðrabáta, sem hafa ekki verkefni nema hluta úr árinu, vegna kvótans. Fengjum við annað myndarlegt skip þýðir það að við þyrftum að flytja inn ákveðinn fjölda af sjómönnum, sem kæmu þá væntanlega flestir með fjölskyldur og þar með fjölgaði einn- ig fólki til starfa í landi“, segir Kristján. Stefnan 500 manns á ný En bendir ekki þörf fyrir útlend- inga í vinnu til þess að næg vinna sé á staðnum? „f>að er kannski er nóg vinna ef menn ætla bara að halda áfram að láta fólkinu fækka. En við erum bara ekki að stefna að fækkun niður í kannski 300 - heldur að hér fjölgi hér aftur upp í 500 til 600 manns. Ég er alveg sannfærður um að fólki myndi fjölga á ný ef það kæmi annað skip“. „Er ástæðan kannski ekki fremur sú að sífellt fleiri vilja bara ekki vinna í fiski?“ „Það er vitanlega til fólk sem vill ekki vinna í fiski, og umræðan í þjóðfélaginu ýtir undir það viðhorf. Sumt ungt fólk á íslandi heldur það að við lifum á verslun og bönkum og slíku. En það er nú bara mesti misskilningur. Fiskurinn er undir- staðan. Þessi þróun er líka orðin miklu stærra og alvarlegra mál heldur en aðeins það sem að okkur snýr. t>að er líka alvarlegt fyrir Reykjavíkur- borg og þjóðina í heild, ef allir ætla sér að flytja til höfuðborgarinnar", sagði Kristján. „Banka“ aftur hjá Byggðastofnun Á fundinum um helgina var m.a. að kjósa 6 manna nefnd til að vinna að eflingu atvinnulífs á Flateyri. Er henni gert að hraða störfum og boða að því loknu til almenns borgara- fundar. M.a. er búist við að Flateyr- arhreppur endurnýi umsókn um 30 m.kr. lán til eflingar útgerð, sem Byggðastofnun synjaði 1987. Ensíð- an hefur það m.a. gerst að 90 tonna bátur hvarf úr byggðarlaginu s.l. haust, kvóti togarans Gyllis hefur minnkað ár frá ári og annað stærsta atvinnufyrirtækið á staðnum, Kaup- félag Önfirðinga varð gjaldþrota. Nær 120 „flúnir“ á fimm árum Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur íbúum Flateyrar fækkað úr 510 árið 1983 niður í 393 á s.l. ári, eða um tæplega fjórðung á aðeins sex árum, þar af fór helmingurinn í fyrra. Flateyringar er hins vegar langt frá þeir einu á Vestfjörðum sem horft hafa á eftir mörgum flytja brott, því fækkað hefur í fjórðungn- um um hátt í 600manns (5,5%) ás.l. fimm árum, þar af um 260 manns (2,5%) á síðasta ári. Aðeins á síðasta ári varð yfir 10% fækkun í eftirtöldum sveitarfélögum á Vestfjörðum: 1988 1989 Fækk. Barðastrandarhr. 184 165 -10% Flateyri 448 393 -12% Súðavík 258 231 -11% Ögurhreppur 45 38 -16% Reykjafj.hr. 55 46 -16% Snæfjallahr. 20 15 -25% í N-ísafjarðarsýslu í heild fækkaði um 50 manns (11,5%) á síðasta ári, en um rúmlega 100 manns (21%) á s.l. fimm árum. -HEI Símsmiðir standa vorði verkfalli Boðað verkfall símsmiða hófst í gær en launadeild fjármálaráðu- neytis segir verkfallið ólögmætt. Símsmiðir stóðu að verkfalls- vörslu í gær og í nótt á Arnarnes- hæð en símastrengur slitnaði þar og varð nokkur fjöldi heimila símasambandslaus. Sem fyrr segir stendur deilan um það að ríkið viðurkenni Félag símsmiða sem nú er í Rafiðnaðar- sambandinu sem samningsaðila, en Félag íslenskra símamanna hefur hingað til verið samnings- aðili fyrir símsmiðina. Sáttafund- ur hefur ekki verið boðaður vegna deilna um lögmæti verk- fallsins. Verður að fá úrskurð félagsdóms áður en það getur orðið en í gær hafði ríkið ekki vísað málinu til dómsins. Á sama tíma hefur náðst sam- komulag milli Félags símamanna og ríkisvaldsins um launahækkun til handa símsmiðum hjá Pósti og síma. Svokallað óhreinindaálag, sem aðeins hluti símsmiða fékk áður, kemur til allra símsmiða, auk þess sem álagið hækkar og kemur á yfirvinnu þeirra sem fengu það fyrir. Páll Þorkelsson formaður Félags símsmiða sagði að fyrmefndur samningur breytti ekki afstöðu félagsins. „Óhrein- indaálag á skrifstofustörf kemur okkur ekki við.“ Páll sagði jafn- framt að harkan einkenndist af stífni á báða bóga og ekki væri ljóst hvert framhaldið yrði annað en þeir myndu sína fulla hörku við verkfallsvörsluna. SSH Öðru nauðungaruppboði á Vatnsenda var frestað í gær: UPPBODSKRÖFURA FIMMTU MILUÓN Ingvar Bjömsson uppboðsbeiðandi og Þórólfur Kristján Beck lögmaður Magnúsar Hjaltesteds vom fljótir að semja um að fresta nauðungaruppboð- inu í gær. Tímamynd Pjetur Öðru og síðara nauðungarupp- boði á jörðinni Vatnsenda við EU- iðavatn var frestað í gær til 14. mars. Uppboðið fór fram að kröfu Bæjar- sjóðs Kópavogs og Ingvars Björns- sonar héraðsdómslögmanns, en hann gerir kröfu fyrir hönd umbjóð- enda síns sem er Kaupþing. Kröfur þessara aðila ásamt 1,3 miUjóna króna kröfu Skattheimtu ríkissjóðs á hendur Magnúsi Hjaltested, nema samtals um 3,7 miUjónum. Að við- bættum dráttarvöxtum og áföllnum kostnaði er upphæðin komin í á flmmtu milljón króna. Þetta var í annað eða þriðja sinn sem öðru og síðara nauðungarupp- boði á Vatnsenda er frestað. Ásgeir Magnússon fulltrúi bæjarfógeta í Kópavogi sagði að ekki væri óal- gengt að veittir væru tveir eða þrír frestir á síðara uppboði. „Ef að uppboðshaldara finnst að verið sé að misnota uppboðsréttinn, t.d. ef að uppboðsbeiðendur eru að semja um frest frá réttarhaldi til réttarhalds, þá er það hans að meta hvenær á að segja stopp. Það er ekki langt síðan að þetta einstaka mál kom til með- ferðar hjá embættinu og því er ekki óeðlilegt að það fái þessa meðferð," sagði Ásgeir. Krafa um nauðungaruppboð sem Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi hefur sett fram verður tekin til þingfestingar 24. janúar næst kom- andi. Um er að ræða fyrsta uppboð vegna 1,3 milljóna króna skuldar. Ríkissjóður krefst lögtaks í hluta af jörðinni en ekki jörðinni allri. DV birti á mánudaginn frétt um að hugsanlega myndi Magnús Thor- oddsen fyrrverandi forseti hæstarétt- ar, taka að sér mál Margrétar Hjalte- sted. Margrét sagði í gær að þessi frétt væri röng, hún hefði ekki farið þess á leit við Magnús að hann tæki að sér málið og hefði ekki haft uppi neinar fyrirætlanir í þá átt. Sláturfélag Suðurlands: Leigja höfuðstöðvarnar Nýbygging Sláturfélags Suður- lands við Laugarnesveg hefur verið auglýst til leigu. Gerð hafa verið nokkur tilboð í hana en ekkert hefur endanlega verið ákveðið hvaða tilboði verður tekið. Enginn aöili hefur enn sem komið er vilja leigja allt húsið en ekkert er því til fyrirstöðu að tveir eða fleiri aðilar taki það á leigu. Steinþór Skúlason forstjóri SS sagði að þó að húsið yrði leigt núna kæmi það alls ekki í veg fyrir að það yrði selt síðar. „Við munum leitast við að tryggja að leiga útiloki ekki sölu, jafnframt sem við munu reyna að tryggja hagsmuni leigutaka." Steinþór sagði að þetta mál væri til skoðunar hjá fyrirtæk- inu þessa dagana og óvíst væri hvenær niðurstaða fengist. - EÓ Ríkið hefur hug á Fæðingarheimilinu Borgaryfirvöld hafa tekið fálega þeirri málaleitan heilbrigðisráð- herra að borgarstjórn leigi Ríkis- spítölunum húsnæði það sem borg- in hefur ákveðið að leigja hópi lækna undir einkarekstur. í bréfi sem heilbrigðisráðherra ritaði borgarstjóra kemur einnig fram að ráðuneytið er tilbúið til viðræðna um að ríkið kaupi Fæðingarheimil- ið. Stjórn sjúkrastofnana í Reykja- vík hefur ekki gert ráðuneytinu grein fyrir fyrirhuguðum breyting- um á rekstri Fæðingarheimilisins. Mun ráðuneytið hafa litið svo á að lokun Fæðingarheimilisins væri tímabundin ráðstöfun af hálfu stjórnar sjúkrastofnana Reykja- víkur til að draga úr rekstrarkostn- aði Borgarspítalans. Sé það hins- vegar ætlun stjórnarinnar að rekstrinum verði algerlega hætt á hæðunum tveimur telur ráðuneytið jafnframt rétt að fjárveitingar til Borgarspítalans verði endur- skoðaðar. Finnur Ingólfsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Tímann að ef Ríkisspít- alarnir fengju húsnæðið leigt eða keypt, að hluta eða öllu leyti, þá yrði starfsemin rekin í tengslum við kvennadeild og fæðingardeild Ríkisspítalanna. Það væri æskileg úrlausn þar sem deildirnar ættu í miklum húsnæðiserfiðleikum og álagið hefði sífellt verið að aukast. Breyttar reglur um rekstrarleyfi Hvað leigusamning borgarinnar og læknahópsins varðar þá á heil- brigðisráðuneytið eftir að veita starfsleyfi til fyrirhugaðrar starf- semi læknanna. Ráðuneytið mun hafa til athug- unar að breyta reglum um rekstrar- leyfi vegna lækningastofa. Hingað til hafa læknar ekki þurft að sækja um sérstakt rekstrarleyfi til þess að starfrækja lækningastof- ur sem jafnvel eru með aðstöðu til skurðlækninga. Hefur verið litið svo á að sérfræðilæknisleyfi feli í sér leyfi til rekstar af því tagi. Þessu hyggst ráðuneytið breyta þannig að sækja þurfi um rekstrar- leyfi sérstaklega. Núgildandi lög gera hins vegar ráð fyrir að sækja þurfi um sérstakt rekstrarleyfi fyrir sjúkrastofnanir þar sem ráðgert er að sjúklingar liggi inni einhvern tíma eftir aðgerðir. Á þessu stigi málsins er því alls ekki fyrirséð að ráðuneytið muni veita læknunum starfsleyfi til fyrir- hugaðrar starfsemi. Þess má geta að hópur áhugafólks um framtíð Fæðingarheimilisins hefur skorað á ráðuneytið að veita ekki leyfi til starfseminnar. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.