Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 17. janúar 1990 Miðvikudagur 17. janúar 1990 Tíminn 9 Opinn fundur Jón Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra um viðræður EFTA og EB um myndun Evrópska efnahagssvæðisins: Auðlindirnar ekki samningsatriði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hélt opinn fund um viðræður . Fríverslunarsamtaka Evrópu og Evrópu- bandalagsins, um myndun Evrópska efnahagssvæðisins, í Glaumbergi, Kefla- vík sl. mánudagskvöld og voru á annað hundrað manns mættir til að hlýða á ráðherrann. Var þetta annar fundur Jóns Baldvins um þetta mál, en áður hafði hann haldið samskonar upplýsinga- fund í Vestmannaeyjum. Fyrirhugað er að ráðherra fari víðar, en búið er að ákveða að næsti fundur fari fram í Ólafsvík. Jón Baldvin sagði að hann væri kominn á fundinn til að ræða stærsta utanríkisviðskiptamál íslendinga á lýð- veldistímanum og sennilega eitt stærsta viðfangsefni íslenskra stjórnmála á þess- um áratug. Jón Baldvin sagði það alveg ljóst að við komum ekki til með að hleypa útlendingum í þá auðlind sem við lifum á. Evrópubandalagið Ólíkt því sem er að gerast í Austur- Evrópu, er hægfara þróun í V-Evrópu. „Myndast hefur í V-Evrópu bandalag 12 þjóða, Evrópubandalagið. Það hefur verið að þróast frá því Rómarsáttmálinn var gerður 1957, úr sex ríkja bandalagi í tólf. 1985 var tekin ákvörðun um það í V-Evrópu að framkvæma áætlunina um hið fjóreina frelsi, sem þýddi að þjóðrík- in tólf opni landamæri sín og myndi eitt bandalag, eina efnahagsheild, eina við- skiptaheild sem síðan hefur áfram áhrif á þróunina," sagði Jón Baldvin. í árslok 1992 verður komið á eitt efnahagssvæði 320 milljóna manna sem er stærsti mark- aður í heimi. Þar verða engir tollmúrar í innbyrðis viðskiptum, einn sameigin- legur fjármagns- og þjónustumarkaður, einn fjármagnsmarkaður og einn at- vinnu- og búseturéttarmarkaður. En hvaða ávinning sjá menn með Evrópubandalaginu? Jón Baldvin svar- aði þessu á þá leið að markmiðið væri að búa til svo stóran markað að í kjölfarið komi að fyrirtæki muni renna saman og verða stærri og hafa meira vaxtarsvið, vegna þess að þau eru ekki bundin við þjóðríki ogtollmúra, heldur320 milljóna manna markað. Auk þessa, þá verður mikil samvinna um hátækni og vísindi, betri nýting á fjármagni, bætt samkeppn- ishæfni gagnvart öðrum svæðum, fjöldi nýrra starfa mun skapast, hagræðing mun aukast svo og framleiðni. Allt þetta leiðir síðan til nýs hagvaxtarskeiðs í Evrópu, sem byggir á því að einn sameiginlegur markaður hefur alla burði til að keppa við önnur svæði í heiminum. Hvar viljum við skipa okkur sess En hvernig snúa þessi mál að EFTA- ríkjunum sem hafa samtals 32 milljónir íbúa. „EFTA-ríkin sem slík eru tiltölu- lega sterk efnahagsleg heild. Þjóðartekj- ur á mann eru mun hærri í EFTA en EB og jöfnun lífskjara mun meiri í EFTA en EB,“ sagði Jón Baldvin. Til að sýna fram á mikilvægi markaða íslendinga í Evrópu benti Jón Baldvin á að heildarútflutning- ur íslendinga á markaði EB, næmi um 60% af öllum okkar útflutningi og væri um 70% ef útflutningur til EFTA væri tekinn með. Hins vegar hafi útflutningur til Bandaríkjanna minnkað sem hlutfall af heildarútflutningi og sama mætti segja um útflutning til A-Evrópu. Eini vaxtar-' broddurinn væri útflutningur til Japans en þangað er flogið með hágæða fisk, en það gæti aldrei komið í stað þess sem við flytjum til EB og EFTA. „Þetta eru staðreyndirnar um það hversu við erum orðin háð mörkuðum hér í Evrópu. Þetta er veruleg breyting á fimm árum, Oskarsson áherslubreytingin er frá Bandaríkjunum til Evrópubandalagsins," sagði Jón Baldvin. Hverra kosta eigum við völ? „Við stöndum frammi fyrir því að verða að gera það upp við okkur á næstu mánuð- um hvar við viljum skipa okkur sess. Það; er þjóðarnauðsyn að þessi mál verði upplýst, því það mun hafa áhrif á líf og lífskjör allra íslendinga,“ sagði Jón Baldvin. Samningaviðræður þær sem EFTA ríkin og EB hafa ákveðið að hefja nú á þessu ári, snúast um nokkur megin verksvið. Þau eru fríverslun með vöru, þ.e. við munum óska eftir samningi sem felur í sér niðurfellingu á tollum í milliríkjaviðskiptum milli EFTA-ríkj- anna og EB. Meginmarkmið okkar ís- lendinga er að fá niðurfellda alla tolla á innflutning með fiskafurðir, á þessum stærsta markaði heims. EFTA-ríkin styðja þessa ósk íslendinga og hafa gert það að sameiginlegu samningsmáli sínu að óska eftir fríverslun með fiskafurðir. Jón Baldvin sagði að til hliðar við þetta hefðum við staðið í tvíhliða viðræðum við forystumenn; forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra ríkja EB, í að kynna sérstöðu íslands og rökin fyrir því hvers vegna það er svo mikilvægt að fríverslun nái til fiskafurða. Samningarnir milli EFTA og EB munu einnig snúast um að koma á fót einum fjármagns- og þjónustumarkaði. Það er frjálst flæði fjármagns, að það verði frjáls atvinnurekstrarréttur að því er varðar fjármagnsstofnanir, banka, tryggingafélög, verðbréfastofnanir o.s.frv. Einstaklingar hafi rétt ti! að ávaxta fé á öllu svæðinu og fyrirtæki hafi beinan aðgang bönkum og fjármála- stofnunum á öllu svæðinu, hvort sem það er til lántöku eða til að laða að áhættufjármagn til reksturs fyrirtækja. Einnig verða gerðir samningar er varða fólkið sjálft, þ.e.a.s. svæðið verður sameiginlegur vinnumarkaður og réttur fólks til búsetu og atvinnu er viðurkennd- ur á öllu svæðinu, þessara átján ríkja þ.e. innan EFTA og EB. Fyrirvarar okkar í þeim undirbúningsviðræðum sem farið hafa fram milli EFTA og EB hefur verið farið yfir allt sviðið. Bornar hafa verið saman löggjafir EFTA- ogEB-ríkj- anna. Ávinningar og gallar hafa verið skilgreindir og þau vandamál sem leysa þarf. Sameiginleg niðurstaða úr þeim undirbúningsviðræðum er sú að engin óyfirstíganleg vandamál eru fyrir hendi, þegar sjálfir samningarnir fara í hönd. „Við höfum mótað stefnu þar sem segir, við getum samþykkt þessar grund- vallarreglur, en við verðum vegna sér- stöðu íslands að setja nokkra en vel skilgreinda fyrirvara á nokkrum sviðum," sagði Jón Baldvin. Fyrirvararnir eru þessir: Ef við eigum að hafa eitthvert hagræði eða gagn af þessum samningum, þá verði það að byggjast á því að við fáum viðurkenningu á reglunni um fríverslun með fiskafurðir, sem er milljarðamál fyrir íslenskan sjáv- arútveg. í öðru lagi getum við fallist á sameiginlegan fjármagnsmarkað, með þeim fyrirvara að við getum ekki sam- þykkt eignarrétt erlendra fyrirtækja að því er varðar þær auðlindir sem við byggjum tilveru þjóðar okkar á, þ.e. sjávarútvegurinn og orkuiðnaðurinn. Við vinnumarkaðssamninginn er settur sá fyrirvari vegna fámennis þjóðarinnar, að íslensk stjórnvöld áskilji sér rétt til íhlutunar, ef á það reyndi að hingað yrði mikill straumur fólks til atvinnu eða búsetu sem leiða mundi til röskunar í atvinnugreinum. Samningur sem þessi hefur verið í gildi milli Norðurlandanna, án þess að hingað streymi fjöldi fólks í atvinnuleit. Jón Baldvin taldi að ekki yrði erfitt að semja um tvö seinni atriðin, þ.e. um vinnumarkaðinn og að ekki verði sam- þykktur eignarréttur útlendinga á auð- lindum okkar, þ.e. fiskinum. Hann sagði að það sem helst yrði erfitt, væru samn- ingar um fríverslun með fisk. En hin opinbera stefna EB er að ekki verði samið um niðurfellingu á tollum varð- andi sjávarafurðir án þess að fá veiði- heimildir í staðinn. Framkvæmdastjórn EB hefur ekki heimild til að segja neitt annað. Jón sagði að fram hjá þessu yrði farið á þann hátt að EFTA ríkin í heild semji við EB um fríverslun með fiskaf- urðir. Ef það tækist ekki þá gæti verið að þegar ráðherraráðið, hin pólitíska yfir- stjórn EB, sem kynnt hefur verið sér- staða íslands sl. tvö ár, kemur saman við lok samningagerðarinnar, að ná megi fram viðurkenningu á sérstöðu okkar, kannski í formlegum tvíhliða samning- um. Jón benti á að yfirlýst stefna EB væri að semja við EFTA í heild, en ekki í tvíhliða samningum. Jón Baldvin sagði að það væri spurning um tíma hvenær rétt væri að láta reyna á tvíhliða samn- inga. Um samningsstöðu smáþjóðar sem íslands sagði Jón: „Ég met það svo að vanmetakennd okkar íslendinga um okkar hlut sé óþörf. Hættan er sú ef við einöngrum okkur, ef við ætlum að falla í þá gryfju að fara ástunda hér og upplifa hér nýja Sturl- ungaöld, deílna um það að við getum spjarað okkur hér einir og látum sem vind um eyru þjóta að allar þjóðir í nútíma hagkerfi séu hver annarri háðar. Gleyma því að við erum meira háð utanríkisviðskiptum en nokkur önnur þjóð af öllum þessum þjóðum, þáværum við að gefa okkur á vald óraunsæi og draumórapólitík, sem væri okkur ekki samboðin og mjög hættuleg," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að það sem hann óttaðist mest væri einhver heimatilbúin Sturlungaöld, deilur sprottnar af mis- skilningi, vanþekkingu, ýkjukenndum þjóðrembingi, sem gæti aÉ'egaleitt stór- an hluta þjóðarinnar og spillt málinu. Ég segi um leið: Fjarri sé mér að boða þetta sem eitthvert fagnaðarerindi. Fjarri sé mér að halda því fram að þessir samning- ar muni leysa öll okkar vandamál og fjarri sé mér að gera lítið úr því að við höfum ýmislegt að varast," sagði Jón Baldvin. Á þessu ári fara fram samningaviðræð- ur milli EFTA og EB, sem taka eiga eitt ár. Þeir samningar verða síðan lagðir fyrir þjóðþingin og nefndir þinga sem taka munu langan tíma í umfjöllun. Kynning og úrvinnsla á öllum þeim lagafrumvörpum sem taka þurfa gildi mun standa til ársloka 1992. „Með öðrum orðum, markmiðið Evrópskt efnahagssvæði verður ekki komið til framkvæmda fyrr en í árslok 1992, þ.e. sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði 18 ríkja. Við erum ekki að ganga í EB, við erum að semja við það. Er það framsal EBOGEFTA Frá fundinum í Glaumbergi í Keflavík í fyrrakvöld. Timamynd ABÓ á valdi. Við gerum milliríkjasamning og gerum hann eftir okkar bestu getu um okkar hagsmuni. Þeir eru lagðir fyrir þjóðþingin og verða partur af okkar lögum. Það er ekki verið að sniðganga Alþingi og Alþingi er ekki að framselja neitt vald,“ sagði Jón Baldvin. Til að tryggja það að milliríkjasamningarnir verði haldnir, verður stofnaður sérstakur dómstóll er aðsetur hefur í Luxemborg. Spurningar og svör Fjölmargar fyrirspurnir bárust Jóni að lokinni framsögu og skulu hér nokkrar taldar. Hvaða þýðingu hefur afnám tollavið- skipta fyrir hinn almenna íslenska neyt- anda? „Fríverslun með vöru á þessu svæði hefur verulegar breytingar í för með sér. Hærri þjóðartekjur á mann, aukinn hagvöxt á hverju ári, betri lífskjör, hærri laun og meiri tekjur. Hinn efnahagslegi ávinningur fyrir hinn venju- lega íslenska mann er einnig af útflutn- ings- og innflutningshagræðinu og heild- ar vextinum sem þetta svæði skapar. Þetta verður að meta í samræmi við það að missa af því öllu saman,“ sagði Jón Baldvin. Munu tollar lækka á vörum sem unnar eru í löndum EB, ef til samninga milli íslands og EB kemur? „Já, ef um er að ræða samninga okkar við EB þá er um gagnkvæmni að ræða. Við opnum okkar markað, leggjum ekki tolla á iðnaðarvörur frá þeim og þeir leggja ekki tolla á útflutning okkar ef við náum okkar markmiðum,“ sagði Jón Baldvin m.a. og benti á að lækkunin yrði ekki mikil þar sem við værum með verulega lága ytri tolla og höfum þegar afnumið alla tolla af iðnaðarvörum frá EFTA-ríkjum. Verður auðveldara að flytja inn vörur frá þessum löndum t.d. landbúnaðarvör- ur? „Einn vöruflokkur er undantekinn í málaflokknum fríverslun með vörur, í stórum dráttum landbúnaðarvörur. Það er ekki vegna þess að við óskum eftir því, heldur vegna þess að EB rekur sameiginlega landbúnaðarpólitík. EB hefur hlaðið upp múrum og verndar- stefnu um sinn landbúnað. 2/3 hlutar af öllum fjárlögum EB sameiginlega fara í að greiða niður og styrkja landbúnað á þessu svæði,“ sagði Jón m.a. í svari sínu. Auk styrkjanna sagði hann að EB hefði viðskiptahindranir, tolla og kvóta á inn- flutning landbúnaðarafurða. „Við viljum ekki eiga neina aðild að svona landbún- aðarpólitík, við höfum nóg með okkar,“ sagði Jón Baldvin. Ef við viljum lægra matvælaverð með innflutningi á matvæl- um, þá erum við ekki að ná því með þessum samningum, að sögn Jóns og verður að ná því með öðrum leiðum. Falla tollar á ferskum, unnum fiski niður? „Já þeir munu gera það, ef við náum fram okkar samningum." Verður hægt að flytjast til allra landa EB án vandkvæða? „Svarið er já, með fullum réttindum, til atvinnu, búsetu og nams. Verður samkeppni óheft í flugmálum? „Flugmál eru partur af þessum samning- um sem á eftir að gera samkomulag um,“ þetta kom m.a. fram í svari Jóns Baldvins. Hvað kosta þessar samningaviðræður mig sem skattborgara á sl. ári? „Sjö milljónir króna.“ Þurfum við ekki að samræma skatta? „I þessum viðræðum sem við eigum í núna erum við ekki að semja um sam- ræmingu á sköttum. í samningum EFTA við EB er samræming skatta utan við okkar samningssvið. Hitt er rétt að í EB er stefnan að samræmingu óbeinna skatta verði lokið fyrir árslok 1992.“ :

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.