Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.01.1990, Blaðsíða 16
NÚTÍMA FLUTNINGAR Hotnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN Tíniinn MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Málverk sem er allt að því 400 ára gamalt á uppboð í byrjun febrúar: VARLA HÆGT AD META MÁLVERKID TIL FJÁR í byrjun febrúar er ráðgert að selja á uppbooi nenenuis málverk sem talið er vera jafnvel 400 ára gamalt. Málverkið er áþekkt mynd sem Þjóðminjasafnið á en allt bendir til þess að myndin sem seld verður sé eldri en mynd Þjóðminjasafnsins, sem þá er eftirmálun af hinni fyrr- nefndu. Úlfar Þormóðsson hjá Gallerí Borg, sem sér um sölu myndarinnar, sagði að „Geirfuglsverð“ ætti að fást fyrir myndina og verð undir tveimur milljónum væri dónaskapur við fortíðina. Endanleg aldursgreining hefur ekki verið gerð á málverkinu en allt bendir til þess að það sé jafnvel um 400 ára gamalt. Ekki er vitað hver listamaðurinn er enda tíðkað- ist ekki að menn merktu sér myndir á þessum tíma. Myndin er af þeim Ara sýslumanni Magnússyni prúða í Ögri og Kristínu Guðbrandsdótt- ur Hólabiskups sem gengu í hjóna- band 1596. Talið er að myndin hafi borist hingað til lands frá Hull eða Þýskalandi í farteski Eldeyjar- Hjalta en árið 1912 sótti hann togara fyrir Hafnfirðinga til Þýska- lands. Myndin hefur verið í eigu erfingja Eldeyjar-Hjalta en lítið hefur farið fyrir því að tilveru hennar hafi verið haldið á loft. Hékk málverkið í mörg ár í svefn- herbergi þeirra afkomenda sem nú vilja selja myndina. Þjoðminjasafnið á eftirmálunina Úlfar Pormóðsson sagði að myndin í Pjóðminjasafninu væri líklega eftirmálun af myndinni sem nú fer á uppboð. Mynd Þjóðminja- safnsins væri mun lakari, „minni" list, eins og Úlfar orðaði það, hún væri ekki eins fagmannlega unnin og í hana vantaði vissan „neista" eins og oft væri í frummyndum en vantaði í eftirmálanir. Mynd Þjóðminjasafnsins er að mestu leyti eins og eldri útgáfan nema hvað litirnir eru aðeins frá- brugðnir, Jesús á krossinum er þar ekki með geislabaug og að auki er gróðurinn annar. Þriðja útgáfan af myndinni er einnig til. Hún var máluð í Kaup- mannahöfn þegar mynd Þjóð- minjasafnsins var þar til viðgerðar í kringum 1890oggaf Vídalínsfólk- ið Ögurkirkju þá mynd. Úlfar sagði jal'nframt að tilvist myndarinnar hafi ekki farið hátt. Hún hafi verið hluti af heimilinu hjá erfingjum Eldeyjar-Hjalta og í rauninni hafi það ekki leitt hugann að peningalegu verðmæti myndar- innar. Nú hyggist það minnka við sig húsnæðið og þess vegna væri myndin sett á uppboð. Úlfar bætti því við að eigendurnir hafi sýnt Kristjáni Eldjárn myndina en hann var þá forstöðumaður Þjóðminja- safnsins. Geirfuglsverð fyrir málverkið? Myndin er í góðu ásigkomulagi og er nú í endanlegri aldursgrein- ingu. Úlfar sagði að fullkomnustu tæki og aðferðir væru ekki til staðar hérlendis og í rauninni væri réttast að mynd eins og þessi væri send til Sothebys, eða annars álíka fyrirtækis þar sem færustu sérfræð- ingar á þessu sviði starfa. Þegar Úlfar var spurður að því hvaða verð fengist fyrir myndina sagði hann að sér fyndist að það ætti að vera „geirfuglsverð" fyrir svona mynd, en bætti því við að verð undir tveimur milljónum væri dónaskapur við fortíðina. Þó væri sannvirði fyrir svona mynd varla til þar sem í rauninni væri ekki hægt að meta hana til fjár. 18 sveinar, allir 18 ára Þess má geta að nokkur saga er á bak við það hvernig leiðum heiðurshjónanna á myndinni bar saman. Þegar Ari Magnússon bað Kristínar biskupsdóttur er sagt að Ari hafði riðið með 18 sveina, alla átján ára, til Hóla að biðja Kristín- ar. Lét Ari kalla biskup á hlað út og bar þar upp bónorðið við hann. Biskupi leist illa á oflátung þennan og gaf honum afsvar og þeysti þá Ari á hesti sínum úr hlaði. Hins- vegar hafði Kristín séð Ara úr biskupshúsum og leist það vel á piltinn að fyrir þrábeiðni hennar við föður sinn lét hann ríða Ara upp með þau boð að hann fengi Kristínar. í „Landið þitt ísland" segir að Ari hafi verið svo stór vexti að hann var höfðinu hærri en aðrir menn. „Hann var héraðsríkur og því nær einvaldur um alla Vestfirði um sína daga. Þegar honum var boðið lögmannsembættið fyrir Suður- og Austurland sem var ein mesta virðingarstaða á íslandi hafnaði hann því, vildi heldur vera bóndi í Ögri. Ari sýslumaður fór með her manns á hendur spænsk- um mönnum sem orðið höfðu skipreka við ísland en fóru síðan víða um Vestfirði með ránum og gripdeildum." SSH Áframhaldandi átök í verkfalli Sleipnis: VSÍ óskar eftir lögreglurannsókn Til harðra átaka kom milli verk- fallsvarða ■ Bifreiðastjórafélaginu Sleipni og bílstjóra hjá Vestfjarða- leið í gær. Verkfalli Sleipnis lýkur á miðnætti í nótt. Félagsfundur verður haldinn í félaginu ■ kvöld og þar munu rútubflstjórar taka ákvörðun um næstu skref í stöðunni. Enginn samningafundur hefur verið boðað- ur í deilunni. í gærmorgun eltu verkfallsverðir rútur frá Vestfjarðaleið og reyndu með ýmsum aðferðum að koma í veg fyrir að þær kæmust leiðar sinnar. Þetta leiddi til þess að bíll verkfallsvarða lenti í árekstri við eina rútuna á Bústaðavegi í Reykja- vík. Tvennum sögum fer af því hvers vegna kom til þessa áreksturs. Verk- fallsverðir segja að ekið hafi verið á bílinn kyrrstæðan og honum ýtt nokkra metra. Bílstjóri rútunnar, sem er tengdasonur Jóhannesar Ell- ertssonar eigenda Vestfjarðaleiðar, segir hins vegar að verkfallsverðir hafi ekið í veg fyrir rútuna þegar hún var að taka af stað. Bíllinn skemmd- ist nokkuð við áreksturinn en ekkert sást á rútunni. Verkfallsmenn segja að tengda- sonur Jóhannesar Ellertssonar megi ekki aka rútunni vegna þess að hann sé ekki meðeigandi í fyrirtækinu. Síðdegis í gær var hann hættur akstri. Ferðir frá öðrum fyrirtækjum lágu niðri í gær, en í fyrradag urðu hörð átök milli verkfallsvarða og Land- leiða og fleiri aðila. Engar rútuferðir voru milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur í gær. Vinnuveitendasamband íslands fór þess á leit við Rannsóknarlög- reglu ríkisins í gær að hún rannsak- aði atferli verkfallsvarða úr Sleipni. VSÍ segir að verkfallsverðir hafi með aðgerðum sínum stefnt í hættu lífi og limum farþega svo og al- mennra vegfarenda. VSÍ vill að höfðað verði opinbert mál gegn þeim sem hlut áttu að máli. Óskað er eftir því að rannsókn málsins verði hraðað eins og kostur er. Jafnframt er farið fram á rannsókn á framgöngu lögreglunnar í Hafnar- firði í þessu máli. Samkvæmt upplýs- ingum Vinnuveitendasambandsins hefur atbeini hennar einkum beinst að því að stöðva hópferðabifreiðar, að þvf virðist að kröfu Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis, til þess að ganga úr skugga um hvort þeir hafa fullgild akstursréttindi. Vinnuveitendur ætla ekki að ræða við Sleipnismenn meðan á verkfall- inu stendur. Þeir hafa lýst því yfir að tilgangslaust sé að ræða um kröfur Sleipnis því þær sé fáránlegar. Félag- ið hefur farið fram á rúmlega 100% launahækkun. -EÓ Verkfallsverðir Sleipnis sjást hér skammt frá Álverinu ■ Straumsvík síðdegis í gær þar sem þeir hugðust stöðva akstur starfsfólks á rútum frá Vestljarðaleið. Ekkert varð þó úr því, þar sem bflstjórar voru eigandi, eiginkona hans og dóttir þeirra, en ekki tengdasonurinn. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.