Tíminn - 02.02.1990, Side 3

Tíminn - 02.02.1990, Side 3
Föstudagur-2. febrúar,t990 Tíminn’ 3 10OOtonn af úrgangs- olíu í sjóinn árlega? Áriö 1988 komu íslensk skip meö 1500-1600 tonn af úrgangsolíu til hafnar. Áætl- að er að öðru eins sé hent í sjóinn ár hvert. Mjög fáar hafnir hafa fullnægjandi bún- að til að taka við þessari olíu. Siglingamálastofnun hefur í þrígang gert áætlun um hven- ær hafnir eigi að vera komnar með slíkan búnað, en þeim hefur ekki verið fylgt nema að litlu leyti. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Siglingamálastofnun boð- aði til, en fyrsta janúar síðastliðinn voru 60 ár liðin frá stofnun Skipa- skoðunar ríkisins sem í dag myndar kjarnann í starfsemi Siglingamála- stofnunar ríkisins. Sú stofnun tók formlega til starfa 14. maí 1970. Mengunarmál ásamt öryggismál- um eru mikilvægustu verkefni Sigl- ingamálastofnunar. Magnús Jó- hannesson siglingamálastjóri sagði að margt hefði áunnist í mengunar- málum fiskiskipa á síðustu árum. Nú er svo komið að öll stærri skip eru búin sérstökum olíumengunarvama- búnaði. Söfnunaraðstaða fyrir sorp frá skipum er nú víðast hvar til staðar í höfnum landsins. Hins vegar skortir vemlega á að hafnir hafi viðunandi aðstöðu til að taka við úrgangsolíu. Árið 1988 var tekið á móti 1500-1600 tonnum af úrgangsolíu, en Magnús Jóhannes- son taldi það vera um 50% af allri Biðstaða í skreiðarmálinu: Skuldin rýrnað um 90% Skreiðarmálin eru nú í bið- stöðu, þar sem skreiðarfram- leiðendur doka við til að sjá hver verður framgangur málshöfðunar íslensku umboðssölunnar vegna ógreiddra skreiðarsendinga til Nígeríu. Upphaflega voru skuldir Níg- eríumanna við framleiðendur hér á landi um tveir milljarðar, en líkast til hefur skuldin rýrnað um 80 til 90% og stendur nú í um 200 milljónum. Á þeim tíma sem skreiðin var seld út, var nairan, gjaldmiðill Nígeríu sterkari en dollar, en í dag eru um 8 til 10 dollarar í nairu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Tíminn hefur aflað sér, er ætlunin að ganga úr skugga um hvernig tvö skip full af afurðum geta farið héðan af landi brott, með leyfi ráðuneytis, án þess að nokkur beri ábyrgð á, eða hvort þetta sé algerlega á ábyrgð fram- leiðenda. Um er að ræða skreið- arsendingar sem fluttar voru út með flutningaskipunum Hors- ham og Sam Enterprise. -ABÓ 1975-79 59 26.050 22.6 1980-84 58 28.050 20.6 1985-89 37 30.827 12.0 Frá vinstri: Þórður Þórðarson, Páll Guðmundsson, PáU Hjartarson, Magnús ' Jóhannesson, Ólafur Steinar Valdimarsson, Gunnar Ágústsson. úrgangsolíu sem íslensk skip þurfa að losna við. Fyrir fáum árum var áætlað að árlega þurfi íslensk skip að losna við 2000-3500 tonn af úrgangs- olíu. Magnús sagði ekki öruggt að öll úrgangsolía sem ekki er losuð í landi fari í hafið. Skip sem nota svartolíu geta sum hver brennt úr- gangsolíu og einnig brenna sum smáfyrirtæki þessa olíu án þess að það komi inn í tölur Siglingamála- stofnunar. í fréttabréfi Siglingamálastofnun- ar kemur fram að dauðaslysum á fiskiskipum hefur fækkað mikið síð- ustu ár. Dauðaslys Ársverk Dauðaslys pr. 10.000 ársverk 1971-74 82 20.190 40.6 Eyjafjörður: Líður að komu nýrrar ferju Samhliða þessari þróun hefur bótaskyldum slysum á sjómönnum fjölgað. Árið 1984 voru þau 415 en 1988 voru þau 619. Helstu framtíðarverkefni Sigl- ingamálastofnunar í öryggismálum eru að bæta menntun og þjálfun sjómanna og draga úr hávaða á fiskiskipum, en fiskvinnsla um borð í skipum hefur í sumum tilfellum aukið hávaða um borð. Einnig er unnið að frekari rannsóknum á sjó- setningarbúnaði gúmbj örgunarbáta, söfnun gagna um stöðugleika þilfars- báta og að yfirstjórn leitar-og björg- unar á sjó verði í samræmi við alþjóðasamþykktir. - EÓ Undirritaður hefur verið kaup- samningur á kaupum á norskri ferju sem notuð verður til siglinga á Eyjafjarðarsvæðinu, þ.e. milli lands Hríseyjar og Grímseyjar. Kaup- verðið er um 70 milljónir íslenskra króna. Stefnt er að því að ferjan verði tilbúin til afhendingar í Noregi 9. mars n.k. og hefji siglingar á Eyjafirði um miðjan mars. Gert er ráð fyrir fjögurra manna áhöfn á skipinu til að byrja með, og að heimahöfn þess verði í Hrísey, en hrepparnir tveir munu reka ferjuna sameiginlega. Ferjan er tæplega 300 lestir að stærð og 40 m löng, og er skráð burðargeta hennar um 386 tonn. Ferjan hefur verið í siglingum milli Bergen og Stavanger í Noregi, með viðkomu á minni stöðum. Klefi fyrir 11 farþega er í skipinu, auk þess eru sjö áhafnarklefar sem nýta má fyrir farþega. Þrjár lestar eru í skipinu og er unnt að taka bíla inn um skut skipsins, þar sem slík hafnaraðstaða er fyrir hendi. Einnig er um borð í skipinu 5 tonna krani sem getur híft bíla um borð. Samnorrænt f ramhaldsnám Að frumkvæði starfshóps á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hef- ur verið skipulagt sameiginlegt fram- haldsnám fyrir þá er vinna að starfs- menntun í norrænum framhaldskól- um. Hér er um að ræða 30 eininga nám, sem er tekið á tveimur árum og hefst það með námskeiði í Sví- þjóð í ágúst n.k. Gautaborgarhá- skóli veitir verkefninu forstöðu, en Kennaraháskóli íslands sér um fram- kvæmd námsins hér innanlands. Gert er ráð fyrir allt að 5 þátttakend- um frá hverju landi. Námið er ætlað starfsmennta- kennurum í framhaldsskólum, þeim er starfa við skipulagningu eða stjómun starfsmenntunar á fram- haldsskólastigi, eða þeim er starfa við kennaramenntun fyrir starfs- menntakennara á því skólastigi. í samtali við Tímann sagði Þorlák- ur Sigurðsson oddviti Grímseyinga að tilkoma ferjunnar væri' nánast gjörbylting í samgöngu og flutnings- málum eyj askeggj a. Hingað til hefur Ríkisskip að mestu annast vöruflutninga til og frá eyjunum, en sakir lélegrar hafnaraðstöðu hafa þessi stóru skip ekki getað lagst að bryggju nema í bestu veðrum. Einnig þurfa þau að halda strangri áætlun þ.a. þau geta ekki beðið og komið næsta færan dag. Þetta ger- breytist með tilkomu nýju ferjunnar. Gert er ráð fyrir föstum áætlunar- ferðum tvisvar í viku, auk þess sem hægt er að bæta við ferðum eða breyta til eftir því sem þurfa þykir. Ferjan mun sigla milli Grímseyjar, Hríseyjar og Dalvíkur, sem þýðir að Grímseyingar geta jafnt og þétt iosnað við fiskafurðir sínar, þar sem vöruflutningaskip hafa áætlun á Dalvík. Þá geta Grímseyingar kom- ið í verð í landi karfa og fleiri tegundum sem þeir hafa ekki getað nýtt sjálfir og orðið að henda. Þetta gefur líka von um aukinn ferða- mannastraum til eyjarinnar, en ferðamenn hafa verið sjaldséðir í eyjunni síðan Drangur lét af áætlun- arferðum. Þá gefur ferjan aukið svigrúm til aflamiðlunar á milli staða. Ferðir milli Dalvíkur og Hrís- eyjar verða tíðari, jafnvel alla virka daga. Það léttir vöruflutningum af farþegaferju Hríseyinga, auk þess sem reiknað er með að ferjan sinni öðrum verkefnum eftir því sem kost- ur er á. Skipstjóri nýju ferjunnar verður Örlygur Ingólfsson sem áður var skipstjóri á Drangi. HIÁ-Akureyri Tímamynd Ámi Bjaraa Hans Andrcas Djurhuus sendiherra Danmerkur á íslandi. Tímamynd; Arni Bjarna Sendiherra Dana látinn Sendiherra Danmerkur, Hans Andreas Djurhuus lést í Reykjavík í gær. Hans Andreas Djurhuus var Færeyingur og starfaði lengst af í dönsku utanríkisþjónustunni. Hann var fyrstu gráðu riddari af Danne- brogsorðu. Hans Andreas Djurhuus tók við sendiherraembætti á íslandi 17. janúar 1985. Hann hefur átt að stríða við heilsuleysi undanfarna mánuði. -sá -■ UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULfNA 991002

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.