Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. febrúar 1990 Tíminn 13. Húsvíkingar - Þingeyingar Steingrimur Guðmundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félagsheimili Húsavikur miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Að framsöguræðum loknum, fyrirspurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Húsavíkur Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 4. febrúarnk. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Aðgangseyrir kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Arnesingar 5LI Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími verður haldinn í Félagslundi, Gaulverjarbæjarhreppi mánudaginn 5. febrúar kl. 21.00. S38' . Staðan tekin Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: Fyrstu fundir: Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20 Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnin Akureyrarferð FUF félaga Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF á Akureyri mun taka á móti FUF félögum að sunnan til skrafs, skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir. Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju sunnudagskvöldið 11. febrúar. FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru hvattir til að slást í hópinn. Far og gisting í svefnpokaplássi mun kosta tvö til þrjú þúsund krónur. Nánari upplýsingar og skráning: Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn. Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin. FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarkonur Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor og hafa með því áhrif á starf og stefnu ykkar sveitarfélags. stjórn LFK. SPEGILL Lífshættuleg offita John Goodman, sem leikur eig- inmann Roseanne, hefur verið settur stóllinn fyrir dyrnar hvað mat og drykk varðar. Bæði læknar og eiginkona hans beita hann nú miklum þrýstingi um að hætta að drekka og fara í stranga megrun. Faðir Johns, sem var víst einnig í þéttara lagi, lést af hjartaslagi 36 ára gamall, og er óttast að það sama eigi eftir að henda John láti hann sér ekki segjast. John viðurkennir að vera ekki allt of ánægður með útlit sitt og kveðst munu reyna sitt besta. Hann segist hafa gefist upp í áralangri baráttu við kílóin. Hann hafi farið í hvern undrakúrinn á fætur öðrum og losnað við fjölda kílóa en ófétin þyrptust á hann aftur af minnsta tilefni. John Goodman er 37 ára og gekk nýlega að eiga fyrirsætuna Annabeth Hartzog sem er 21 árs. Hún óttast að verða ekkja fyrr en varir og leggur liart að manni sínum að minnka umfang sitt. „Markmiðið er að hafa bara tvær hökur og geta hætt að versla í fatabúðum fyrir fituhlunka,“ segir John bjartsýnn. Eitt má John Goodman eiga, það er nóg til af honum. Roseanne fær aðfinnslur frá kennsluyfirvöldum: „Hættiðískóla“ Hún Roseanne hefur munninn þversum fyrir neðan nefið, eins og stundum er sagt um þá sem þykja heldur kjaftforir. Nú nýlega hneykslaði hún foreldra og kennara með því að láta sér um munn fara lítilsvirðingar tal um skóla og kennslumál. „Það besta sem ég hef gert um ævina var að hætta í skóla. Hættið í skóla, krakkar, eins og ég! Þið verðið annars að viljalausum dauð- ýflum af þvf að sitja á skólabekk og hlusta á kennarablækur." Það gekk fram af blaðamönnum og öðrum sem á hlýddu. Leikkon- an sem er nýfarin frá manni og börnum til að taka saman við yngri mann, á þrjú börn - á skólaaldri, 11, 13 og 14 ára. Blaðamaður spurði hvort hún meinti þetta í alvöru. „Auðvitað, þetta er sann- færing mín,“ sagði Roseanne og sagðist segja sínum börnum það sama. Talsmaður fyrir bandarísk kenn- arasamtök, Ruth Whitman Chacon, gaf blöðum svohljóðandi yfirlýsingu: “Þessi ráðlegging Roseanne til barna og unglinga gæti valdið óskaplegu tjóni. Þau sem hætta í skóla og hafa engin próf standa verr að vígi í lífsbaráttunni. Hvern- ig leyfir konan sér að segja slíkt og annað cins? Roseanne hefur verið heppin og komið sér vel áfram, - en það er kannski einn af milljón af ómenntuðum unglingum, sem gæti búist við því að verða sjón- varpsstjarna!" Roseannc lætur allt fjúka og nú hneykslaði hún foreldra og kennara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.