Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 | RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 40 ára afmæli í dag 68-5000 Tímiiin FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990 Skriður virðist kominn á baráttuna gegn veiðum laxveiðibátanna: yfírvöld í Póllandi og Danmörku hafa gefið jákvætt svar varðandi beiðni íslendinga um að brugðist verði við meintum ólöglegum laxveiðum þarlendra skipa í almenn- ingnum utan við fiskveiðilögsögur íslands, Færeyja og Noregs. Þessi mynd var tekin af einum laxveiðibátanna úr flugvéi Landhelgisgæslunnar í síðustu viku. Tímamynd Tómas Á miðvikudaginn barst utanrík- isráðuneytinu svar frá pólsku ríkis- stjórninni þar sem segir að stjórnin hyggist nú þegar setja reglugerð sem banni laxveiðar pólskra skipa í sjó. Þá hefur pólsku siglingamála- stofnuninni verið falið að rannsaka mál laxveiðibátsins Minnu, sem Landhelgisgæslan sá að laxveiðum rétt utan fiskveiðilögsögunnar fyrir viku síðan. Báturinn verður stöðv- aður um leið og hann kemur til hafnar og haffærnisskírteini og skjöl skipstjórans skoðuð. Pólska stiómin brást mjög fljótt við beiðni íslendinga. Síðastliðinn mánudag gengu Orri Vigfússon, formaður nefndar um kaup á út- hafslaxi, og Jón G. Baldvinsson, formaður Stangveiðifélags Reykja- víkur, á fund pólska sendiherrans. Var sendiherranum afhent bréf vegna veiða pólska bátsins Minnu, svar barst því frá pólsku stjórninni eftir aðeins tvo daga. í svari pólsku stjórnarinnar kemur fram að hún hafi ekki veitt leyfi til laxveiða í Atlantshafi, þó svo að Pólverjar séu ekki aðilar að samkomulagi NASCO (North Atlantic Salmon Conservation, Organisation) um verndun laxastofna á Norður-Atl- antshafinu. Virðist því hinn danski skipstjóri Minnu hafa gefið Land- helgisgæslunni rangar upplýsingar er hann sagði að skipið væri í eigu pólsku stjórnarinnar. í svari pólsku stjórnarinnar kem- ur einnig fram að líklega sé Minna að einhverju leyti í eigu danskra aðila. I Morgunblaðinu í gær segir að blaðið hafi fyrir því heimildir að reikningur fyrir viðgerð á Minnu í Færeyjum hafi verið sendur til fyrirtækis á Borgundarhólmi. Þá hefur komið í ljós að annar lax- veiðibátur, sem hefur veitt á sömu slóðum og Minna, er skráður í Panama en er í eigu aðila á Borg- undarhólmi. Dönsk yfirvöld brugðust mun seinna við en þau pólsku. í þrjár vikur beið utanríkisráðuneytið svars frá dönskum yfirvöldum og í gær barst loksins svar frá þeim. f því kemur fram að hafin er lög- reglurannsókn í Danmörku sem miðar að því að koma lögum yfir þá aðila sem grunur leikur á að stundi ólöglegar laxveiðar í sjó. Dönsk stjómvöld segjast líta þetta mál alvarlegum augum og lýsa sig reiðubúin til að aðstoða við frekari gagnaöflun. í svarinu kemur einnig fram að á síðasta ári voru þrír útgerðarmenn dæmdir af dönskum dómstóli og þeim gert að greiða sekt að andvirði 230 milljóna ís- lenskra króna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í gær yfir svæðið norðaustur af landinu, þar sem sést hefur til laxveiðibátanna. í þessu flugi gæsl- unnar varð ekki vart við nein laxveiðiskip á áðurnefndu svæði, en Landhelgisgæslan mun halda eftirliti sínu áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa. ssh/EÓ Minnihlutaflokkarnir funda um borgarstjórnarkosningarnar í vor: Sameiginlegt fram- boð er úr sögunni Nú er Ijóst að ekki verður af sameiginlegu framboði minnihluta- flokkanna í borgarstjórnarkosning- unum í vor. Þetta var niðurstaða fundar með fulltrúum minnihluta- flokkanna sem Alþýðubandalagið boðaði til í fyrrakvöld. Að sögn Finns Ingólfssonar, for- manns fulltrúaráðs Framsóknarfé- laganna í Reykjavík, var niðurstaða fundarins sú að þeir aðilar er rætt hafa saman að undanförnu um sam- eiginlegt framboð, munu ekki efna til frekari funda um þau mái. „Kvennalistinn kom til þessa fundar með þá ákveðnu afstöðu, að þær ættu ekki samleið með hinum flokkunum í einu sameiginlegu framboði," sagði Finnur í samtali við Tímann í gær. „Þetta þýðir að hugmyndin um sameiginlegt fram- boð allra er ekki lengur til staðar. Kratarnir lýstu því þarna yfir að þeir hefðu tekið sínar ákvarðanir um það að bjóða ekki fram til borgarstjórnar lista Alþýðuflokksins, heldur væru þeir tilbúnir til að standa að og styðja með yfirlýsingum óháðan lista. Við getum ekki sætt okkur við þá leið. Ekki vegna þess að við viljum koma einhverjum hóp fram- sóknarmanna inn á þennan sameig- inlega lista, heldur vegna þess að við teljum að flokkarnir eigi að koma að þessum málum. Með skipan eins og kratarnir leggja til er verið að útbúa nýtt stjórnmálaafl og leggja af þá flokka sem núna mynda minnihlut- ann.“ Finnur sagði framsóknarmenn ekki tilbúna til þess að samþykkja slíka skipan. Þeir mundu nú snúa sér að því að bjóða fram sér. -ÁG Finnur Ingólfsson. Stjómarandstaða og stjómarliðar náðu ekki samkomulagi um afgreiðslu frumvaips er heimilar stofnun umhverfisráðuneytis: Umhverfisráðuneyti á dagskrá aftur í dag Frumvarp um breytingar á lög- um um Stjómarráð íslands, er gerir ráð fyrir að heimiluð verði stofnun sérstaks ráðuneytis um- hverfismála var á dagskrá neðri deildar Alþingis í gær. Ekki náðist samkomulag stjórnar og stjómar- andstöðu um að ljúka umræðunni í gær, en minnihlutinn á Alþingi er mjög ósáttur við meðferð málsins í alsherjarnefnd deildarinnar og segja það hafa verið þvingað til annarrar umræðu án nokkurrar umfjöllunar. Ólafur G. Einarsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, hafði framsögu fyrir minni- hluta alsherjarnefndar. Hann lýsti þeirri skoðun að stjórnarandstaðan gæti ekki fallist að á samþykkt yrðu lög um stofnun umhvcrfisráðu- neytis, án þess að þau fælu í sér nokkra skilgreiningu á hvert verksvið þess væri. „Hér er á ferðinni hreint hé- gómamál, til þess eins og fullnægja hégómagimd hæstvirts umhverfis- ráðherra,“ sagði Ólafur. Þingflokksformaðurinn sagði gjörsamlega óhæf vinnubrögð hafa verið viðhðfð í umfjöllun málsins í nefndinni. Fmmvarpið hefði verið sent til umsagnar til fimmtíu aðila, þrjátíu af þeim hefðu skilað inn áliti í síðustu viku, en engin þessara umsagna hefði verið tekin fyrir á fundum nefndarinnar. Fundur um málið verður aftur í deildinni í dag og má búast við að hann standi fram eftir nóttu, en ætlunin er að ljúka annarri umræðu fyrir helgina. -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.