Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 15
' CC| ■|'iu'«\v \ r Föstudágur 2. fébrúár 1990 'VlYn* Y ‘ Tíminn 15 Körfuknattleikur: Haukar komust áfram ívar Webster hirti fjölmörg fráköst í gærkvöldi þegar Haukar komust í 8-liða úrslit bikarkeppninnar, þrátt fyrir 6 stiga tap fyrír Valsmönnum. Tímamynd Pjetur. Haukar eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í körfuknattleik, þrátt fyrír tap fyrir Valsmönnum í síðari leik liðanna í Hafnarfirði í gærkvöld. Valsmenn unnu 74-80, en töpuðu samanlagt með 11 stigum. Leikurinn var mjög jafn en spenna var þó lítil lengst af. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og liðin skiptust á um að hafa forystu, í leikhléi höfðu Haukar yfir 39-36. Valsmenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Haukar snéru blaðinu fljótlega við. Valsmenn náðu þó aftur að komast yfir og þegar 6 mín. voru til leiksloka höfðu Valsmenn 11 stiga forskot 67-78. Þá vantaði þá aðeins 6 stig til að jafna samanlagt. Spenna hljóp þá óvænt í leikinn, en Haukar vöknuðu til lífs- ins og tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt í bikarkeppninni þrátt fyrir 74-80 tap. Chris Behrends, Einar Ólafsson og Ragnar Jónsson voru bestir Valsmanna, þótt Behrends skoraði ekki eins mikið og vant er bætti hann það upp með því að hirða 17 fráköst. Hann hefði þó mátt fá boltann meira á lokamínútunum. Hjá Haukum voru Jón Arnar, ívar Ásgríms. og Bow sterkastir og Webster hirti mörg fráköst. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason. Þeir duttu niður á sama plan og leikmenn og voru sofandi þegar fjör færðist í leikinn. Stigin Haukar: Jón Arnar 19, Bow 18, ívar 16, Pálmar 6, Webster 5, Henning 4, Tryggvi 2 og Reynir 2. Valur: Behrends 22, Einar 18, Ragn- ar 12, Matthías 8, Sveinbjörn 6, Ari 6 og Svali 5. Létt hjá UMFN a A-lið Njarðvíkinga vann léttan sigur á a-liði Stúdenta í Kennarahá- skólanum 82-142. Njarðvíkingar mættu með aðeins 7 leikmenn í leikinn og það nægði gegn 1. deildar- liði ÍS. Njarðvík vann fyrri leikinn einnig með miklum mun. ÍBK a áfram Keflvíkingar með sitt a-lið mættu Reynismönnum í Sandgerði og sigr- uðu með yfirburðum 67-98. Þar með hafa Keflvíkingar bæst í hóp þeirra liða sem leika munu í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Frestaö á Króknum Leik Tindastóls og Þórs sem vera átti á Sauðárkróki var frestað, en leikurinn hefur verið settur á í kvöld. BL Steve Davis heimsmeistari í snóker náði jafntefli í einvígi sínu gegn franum Alex Higgins, sem fram fór í fyrrakvöld. Kapparnir skildu jafnir 4-4, en Higgins hafði náð 3-0 forystu. Davis jafnaði í 8. ramma með snilldarleik, en fjórum sinnum rufu þeir félagar að rjúfa 100 stiga múrínn, en slíkt er ekki daglegt brauð. Tímamynd Pjetur. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1 1 Bikarleikirnir sem voru á getraunaseðlinum um síð- ustu helgi settu strik í reikn- inginn hjá mörgum, enda eru úrslit í bikarleikjum oft óvænt. Tveir heppnir tipp- arar náðu þó 12 réttum og fékk hvor þeirra í sinn hlut 336074 kr. Alls komu 49 raðir fram með 11 réttum og fyrir hverja röð greiðast 5.874 kr. í vinning. B.P. tók forystuna í hóp- leiknum, náði 11 réttum um síðustu helgi og hefur nú hlotið 42 stig alfs, eða 10,5 réttir að meðaltali frá upp- hafi leiksins um áramót. Næstu hópar eru ÓSS, BIGGI, TVB16 OG 2=6, sem var með 12 rétta um síðustu helgi, aðra helgina í röð. Þessir hópar eru allir með 41 stig. Bylgjan og Stöð 2 voru með 7 rétta í getraunaleikn- um um síðustu helgi, en Dagur, Alþýðublaðið og Lukkulína voru meðó rétta, Morgunblaðið, DV og Þjóðviljinn voru með 5 rétta, en Tíminn og RÚV létu sér 4 rétta nægja. Stað- an í leiknum er nú þessi: Stöð 2 26, Bylgjan og Al- þýðublaðið 25, DV 24, Þjóðviljinn og Lukkulína 23, Morgunblaðið 21, Dag- urog RUV20ogTíminn 19. Um helgina sýnir Ríkis- sjónvarpið beint frá leik Liverpool og Everton í 1. deild, en leikurinn fer fram á Anfield Road heimavelli Liverpool. Hefst útsending- in að venju kl. 15.00. Sölu- kerfið lokar kl. 14.55. Charton-Arsenal: 2 Þrátt fyrir slakt gegni að undanförnu ættu meistar- arnir að ráða við langneðsta lið 1. deildar, þótt á útivelli sé. Öruggur útisigur. Coventry-Chelsea: X Lið Chelsea var afspyrnu- slakt gegn Bristol City í bikarleiknum um síðustu helgi eins og menn muna og varla er tilefni til annars en að gera ráð fyrir jafntefli í mesta lagi. Coventry gæti allt eins unnið. Liverpool-Everton: X Nágrannaslagur á Anfield Road, þar sem Liverpool- borgar liöin mætast. Leikir þessara liða eru jafnan fjörugir og enn er í fersku minni úrslitaleikur liðanna í bikarkeppninni í fyrra. Liverpool hefur verið að gera jafntefli á heimavelli í vetur, þegar búist hefur ver- ið við sigri, en ekki væri vitlaust að reikna með því að liðin deili stigunum á milli sín í þessari viðureign. En við sjáum hvað setur, fyrir framan skjáinn. Man.United-Man.City: 1 Annar nágrannaslagur, Manchester-liðin mætast og aldrei þessu vant er það City sem er ofar á töflunni FJÖLMIÐLASPÁ 1 t 1 fyrir leikinn. United hefur gegnið þokkalega á heima- velli, en City hefur enn ekki unnið leik á útivelli. United fer á ný upp fyrir City með því að sigra í þessum leik. Nott.Forest-C.Palace: 1 Þorvaldur og félagar taka á móti Crystal Palace, sem er lið í mikilli fallhættu í 1. deild. Allir ættu að vera sammála um að heimasigur er mjög líklegur í þessum leik. QPR-Aston Villa: 2 Þreyta gæti setið í leik- mönnum QPR eftir erfiðan sigurleik á Arsenal í bikarn- um á miðvikudag. Lið Ast- on Villa hefur leikið mjög vel og ætti að eiga mikla möguleika gegn Lundúna- liðinu í þessum leik. Sheff. Wed.-Millwall: 1 Wednesday-liðið hefur nokkuð náð að rétta sinn hlut að undanförnu og er ekki lengur í fallsæti. Fall- draugurinn er þó á hælum liðsins og þessi leikur er mikilvægur í fallbaráttunni. Millwall hefur verið á niður- leið og er sem stendur í 3. neðsta sæti deiidarinnar. Southampton-Derby: X Leikmenn Ðerby geta nú farið að einbeita sér að deildakeppninni, en liðið er fallið út úr bikar og deildar- bikar. Þrátt fyrir gott gengi Dýrlinganna í síðustu leikj- um gera liðin jafntefli á The Deli. Wimbledon-Luton: 1 Luton-liðið er ekki líklegt til að vinna leik, hvað þó á útivelli. Liðið er í næst neðsta sæti og líklegt til að falla í 2. deild. Sigur Wimbledon, sem er um miðja deild, ætti ekki að vera erfiður, liðið er mun betra en Luton-liðið. Heimasigur á tennisborg- inni. Plymouth-Wolves: X Úlfarnir hafa staðið sig vel í 2. deildinni, þótt í svipinn virðist sem liðið sé að missa að 1. deildar lestinni. Ply- mouth er mun neðar á töfl- unni, en nýtur heimavallar- ins og nær að tryggja sér 1 stig. Watford-West Ham: 2 Liðin eru samhliða um miðja deild, Watlord er mjög sterk á heimavelli og West Ham hefur ekki geng- ið vel á útivelli. Breyting verður nú á, þar sem Hamr- arnir ná að tryggja sér sigur nokkuð óvænt. WBA-Oldham: X Heimaliðið er í neðri hluta 2. deildar, en bindur nú vonir við bikarkeppnina, þar sem liðið er komið í 5. umferð. Oldham í 4. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Swindon sem er í 3. sæti. Útivöllurinn er ekki sterkasta hlið liðsins, sem lætur sér jafntefli nægja. BL LEIKIR 3. FEB. ’90 J m 5 > o TÍMINN z z 3 > 8 2 DAGUR I RÍKISÚTVARPIÐ I BYLGJAN | STÖÐ2 9 o < -j m =5 5 A. < I LUKKULÍNA SAMTALS 1 X 2 Charlton - Arsenal 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 Coventry - Chelsea 1 X X 1 X 1 1 1 1 2 6 3 i Liverpool - Everton 1 1 X 1 1 1 1 1 1 X 8 2 0 Man. Utd. - Man. City X 1 1 X 1 X 1 1 X 1 6 4 0 Nott. For. - C. Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Q.P.R. - Aston Villa X 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 9 Sheff. Wed. - Millwall X 1 1 2 X X 1 X 1 1 5 4 1 Southampton - Derby 1 1 X X 1 X X 1 1 X 5 5 0 Wimbledon - Luton 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 9 1 0 Plymouth-Wolves 1 X X X 2 2 1 2 1 X 3 4 3 Watford - West Ham 1 1 2 1 1 1 X 2 1 1 7 1 2 W.B.A. - Oldham 1 1 X 1 X X 2 X 1 X 4 5 M 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.