Tíminn - 10.02.1990, Síða 1

Tíminn - 10.02.1990, Síða 1
Fyrir um 140 árum gerðistsá merkisatburöur í sögu þjóöarinnar og Alþingis aö danska stjórnin gekk fram hjá Trampe greifa viö val á fulltrúa konungsins, en Páll Melsted var skipaöur í hans staö. Þetta varö ekki skiliö ööru vísi en sem vantraustsyfirlýsing á greifann af hálfu stjórnarinnar í Höfn. Og menn voru ekki í vafa um aö ástœöan til þessa var frumhlaup hans á þjóöfundinum 1851, þar sem hann haföi veriö kon- ungsfulltrúi. Trampe haföi þá œtlaö aö kúga íslend- inga meö hervaldi og haföi fengiö sendan hingaö flokk hermanna frá Danmörku. En er hann sá aö þjóöfundarmenn óttuöust ekki hermennina greip hann til þess ráös aö slíta fundinum, þegar áöur en hann tœki til starfa. Þá var þaö aö Jón Sigurösson mœlti hin alkunnu orö: „Ég mótmœli í nafni konungs og þjóöarinnar þessari aöferö og áskil þinginu rétt til aö klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfö í frammi." Og þingmenn hrópuöu í einu hljóöi. „Vér mótmœlum allir.“ Ekki er nú meö öllu víst aö mót- mœli þessi hafi oröiö þess valdandi aö danska stjómin sýndi Trampe þaö vantraust aö svipta hann því trúnaö- arstarfi aö vera fiilltrúi konungs á Al- þingi. Hitt getur veriö aö þar hafi ráö- iö meiru um sú óánœgja sem upp kom ( danska rflcisþinginu út af kostnaöinum viö herflokkinn. Hann haföi kostaö rfldssjóöinn 18 þúsund krónur og fékk stjórnin miklar ákúrur fyrir þá ráösmennsku, en þar haföi hún fariö aö ráöum Trampe. VirÖist svo sem hann hafi verið í minni met- um hjá stjóminni upp frá því og á ís- landi haföi hann bakaö sér óvild allra. Hann gegndi þó stiftamtmanns- embœttinu fram til ársins 1861, var óánœgöur meö þaö og vildi komast burtu. Fékk hann aö lokum eitt léleg- asta amtmannsembœtti í Danmörku og fluttist þangaö. ÞaÖ var því ekki aðeins aö tilraun hans til þess aö und- iroka landann misheppnaöist, heldur saup hann seyöið af henni sjálfur. Þegar Trampe fór héöan var Þórö- ur Jónsson settur stiftamtmaöur. Bjuggust menn viö nýjum stiftamt- manni þá og þegar, en þaö fór á aöra leið/ Þóröur gegndi embœttinu um sex ára skeiö sem „settur". Hik dönsku stjómarinnar viö aö skipa mann í þetta starf, stafaði af því aö í báöum löndunum var óánœgja meö stjómarfar fslands. íslendingar heimtuöu þá stjómarbót, sem þeim haföi verið heitiö og kröfumar um eigin fjárfwroeði uröu sífellt hávœr- ari. En á hinn bógiim var ríkisþing Dana óánœgt meö þaö aö útgjöld til íslenskra málefna fóru stöðugt vax- andi, enda þótt stjómin héldi í pen- ingana eins og hún framast gat. Ut úr þessum vandrœöum var þaö svo að konungur skipaöi sérstaka nefrid áriö 1861 til þcss aö athuga fjármálin og koma meö tillögur. Hún skilaöi áliti um hvemig máliö skyldi leyst. Leiö svo og beiö fram til 1864, en þá samdi stjómin frumvarp að stjóm- skipunarlögum fyrir ísland og átti aö leggja þaö fyrir Alþingi áriöeftir. Um þessar mundir var Helzer orö- inn dómsmálaráöherra og fór meö ís- landsmál. Hann mun hafa langaö til aö binda enda á óánœgju beggja þjóða og því var þaö aö hann bauð Hilmari Finsen stiftamtmannsemb- œttiö á íslandi. Hefur hann taliö aö þaö mundi mœlast vel fyrir á íslandi aö í þetta œösta embœtti vœri skipaö- ur maöur af (slenskum œttum, og hann þekkti Hilmar Finsen svo vel aö hann vissi aö hann mundi ekki rasa um ráö fram. Góður höfóingi og sannur íslendingur Hilmar Finsen var fœddur í Kold- ing á Jótlandi 28. janúar 1824. FaÖir hans var Jón Finsen, sonur Hannesar biskups í Skálholti, en móöir hans var dönsk. Harm haföi numiö lög- ffœöi viö háskólann ( Kaupmanna- höfii. Áriö 1850 varð hann bœjarfóg- eti í Sönderborg á eyjunni Als og gegndi því embœtti 1 14 ár. Hann missti þaö í Slésvíkurófriönum 1864, þegar Þjóöveijar tóku Als og ráku þaöan alla danska embœttismenn. Komst hann þá á biölaun og má vera aö þaö hafi veriö meöfram til þess aö spara þau aö honum var boðiö aö ger- ast stifiamtmaöur á íslandi. Hilmar kunni ekki íslensku, þar HILMAR FINSEN. Skólapiltar og ýmsir fleiri œti- u&u honum allar vammir og skammir. Jón Ólafsson — hraktist úr lartcí. sem það mál haföi ekki veriö talaö á hans heimili. Varö hann nú aö íá sér tilsögn í henni og varö Steingrímur Thorsteinsson, skáld, kennari hans. Gekk haim svo undir próf í (slensku voriö 1865, eins og fyrirskipaö var meö konungsúrskuröinum um emb- œttismenn á íslandi. Aö því loknu fór hann til íslands og kom hingaö hinn 3. ágúst. Þá sat Alþingi aö störfum og haföi honum veriö faliö aö veröa konungsfulltrúi þar. íslendingar hugöu mjög gott til þess aö fá ís- lenskan mann (œösta embœtti lands- ins, því þeir töldu hann (slenskan og vonuöu aö haim Kktist feörum slnum. Fáum dögum eftir aö hann kom gengu allir þingmennimir fyrir hann meö Jón Sigurösson, forseta, í brjósti fylkingar, til þess aö bjóöa hann vel- kominn og láta (ljós þá von sfna aö hann reyndist góöur höföingi og sannur íslendingur. Sama dag gengu m > ~j V •

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.