Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 13. febrúar 1990 Dagsbrúnarmenn greiddu atkvæði um kjarasamningana eftir harðar umræður á félagsfundi í gær: 53% fundarmanna með en 44% voru á móti Dagsbrúnarmenn samþykktu nýju kjarasamningana með semingi í gær á fundi þar sem margt hvassyrðið var látið fjúka. Fundurinn var fremur fámennur. 405 manns greiddu atkvæði. 216 samþykktu, 179 voru á móti, 10 seðlar voru auðir eða ógildir. [imamvnd Pjetur. Nýju kjarasamningarnir milli ASÍ og VSÍ voru samþykktir með 216 atkvæðum gegn 179 á félags- fundi verkamannafélagsins Dags- brúnar í gær. Tíu seðlar voru auðir eða ógildir þannig að 405 félags- menn tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Af þeim sem atkvæði greiddu voru 53% samþykkir en 44% voru á móti. Þarna var því mjótt á munum. Samningarnir voru einnig sam- þykktir á fundi starfsmannafélags- ins Sóknar en þar var afgerandi meirihluti samþykkur samningun- um eins og raunin hefur verið í þeim félögum sem samþykkt hafa samningana hingað til. Já sögðu 106 eða 84,2% en nei 19 eða 15,1%. Einn seðill var ógildur hjá Sókn. Þeir Guðmundur J. Guðmunds- son og Sigurður Bessason fulltrúi á skrifstofu Dagsbrúnar kynntu samningana, forsendur þeirra og markmið. Mikið var um frammí- köll frá þeim sem ekki voru sáttir við samningana. Eftir kynninguna voru frjálsar umræður og urðu þær miklar og harðar. Gunnar Halldórsson tók fyrstur til máls og sagði að það gæti virst sterkur leikur að fella samningana. Það væri þó óhyggilegt í því við- kvæma atvinnuástandi sem nú væri. Hann hvatti til þess að samn- ingarnir yrðu samþykktir þótt kjarabætur í þeim væru rýrar því að, eins og hann sagði; „okkar tími er ekki kominn." Þórir Karl Jónasson hvatti hins vegar til þess að samningarnir yrðu felldir. Hann efaðist um að vaxtalækkanir sem orðið hafa og gert er ráð fyrir að verði í tengslum við samninginn væru annað en tómt fals. Vextiraf húsnæðislánum og lífeyrissjóðalánum væru vísi- tölubundin eftir sem áður. Laun væru allt of lág og ekki væri hægt að lifa af 42 þúsundum á mánuði og fráleitt að ætlast til þess að nokkur gæti það. „Þetta er allt saman fals og lygi á kostnað verka- lýðsins og við skulum fella þessa samninga og kjósa nýja samninga- nefnd,“ sagði Þórir Karl og var ákaft fagnað. Jóhannes Guðnason sagði að samningarnir væru í sjálfu sér all góðir með einni veigamikilli undantekningu. Launin væru allt of lág. Lágmarkslaun þyrftu að vera um 80 þúsund á mánuði. Hann lagði til að samningarnir yrðu þess vegna felldir. 1 sama streng tók Þórarinn Vík- ingur og taldi jafnframt að stjórn- endur Dagsbrúnar kúguðu verka- lýðinn á sama hátt og gerst hefði í Austur-Evrópu. Þetta sagðist hann hafa sannreynt er hann hefði tjáð stjórn Dagsbrúnar bréflega að hann segði sig úr Dagsbrún og að félagið hefði ekki sitt leyfi til að innheimta félagsgjöld af launum sínum. Honum hefði þá verið tjáð að hann missti öll réttindi ef hann segði sig úr Dagsbrún en að hann skyldi samt gjöra svo vel að borga áfram eins og allir aðrir. Þórarinn sagði að ekki væri sam- ið um nokkurn skapaðan hlut og lagði til að samningarnir yrðu felld- ir og ný samninganefnd valin. Hann sagði síðan: „Þið skuluð vera einu íslendingarnir með hug- rekki til að segja þessum helvítum að fara til andskotans." Jóhannes Sigursveinsson, Einar Sigurðsson, Guðbrandur Magnús- son og Þorsteinn Jónsson tóku í sama streng og lögðu til að samn- ingarnir yrðu felldir. Þorsteinn vildi auk þess vita hvort blaðamenn á fundinum væru í Dagsbrún því að ef þeir væru það ekki vildi hann fá samþykki fundarmanna fyrir að vísa þeim út af fundinum. Fundar- stjóri benti honum þá á að hann stýrði ekki fundi. Guðmundur J. Guðmundsson svaraði gagnrýni sem fram kom á samningana og skýrði frekar út efnisatriði þeirra. Hann sagði að vissulega fælust litlar hækkanir í þeim. Hins vegar væri staðan nú sú að frekari kjarabætur væru ómögu- legar. Með þessum samningum væri verið að verjast því að kjör rýrnuðu enn frekar jafnframt jjví að verið væri að leggja grundvöll að traustara efnahagslífi sem yrði forsenda nýrrar lífskjarasóknar. Algert skilyrði væri að öll aðild- arfélög ASÍ samþykktu samning- ana nú og að enginn gæti komið á eftir og heimtað meira en aðrir. Slíkt myndi eyðileggja þá. Stað- reynd væri að ef tækist að keyra verðbólguna niður myndu verð- bætur á lán jafnframt lækka og þar með afborganir um meira en helm- ing auk þess sem nafnvextir lækk- uðu og ýmis þjónusta. Guðmundur varaði við því að fella samningana og sagði að menn þyrftu ekki að byggja sér einhverj- ar skýjaborgir um að takast mætti með því að ná fram meiri kjarabót- um. Hann svaraði síðan stóryrtri gagnrýni á Dagsbrúnarforystuna sem fram hafði komið og sagði: „Eru það launráð við verkafólk að hindra gengislækkun? Er vaxta- lækkun launráð við verkafólk? Er fast verðlag launráð við verkafólk? Ég veit að kaupið er of lágt en fyrsta atriðið er að ná þessu. Ef þetta hrynur skellur verðbólgu- skriðan yfir okkur,“ sagði Guð- mundur. Hann hvatti menn til að sam- þykkja samningana og jafnframt að hver einstakur yrði vakandi fyrir því að samningarnir yrðu haldnir og menn héldu vöku sinni gagnvart hugsanlegum tilhneiging- um til verðhækkana á vörum og þjónustu bæði opinberra stofnana og einkaaðila. Árni Jóhannsson tók til máls á eftir Guðmundi. Hann hvatti til þess að menn samþykktu samning- ana og sagði að í verðbólgu fengju menn ekki neinar kjarabætur, að- eins krónur sem rykju út í loftið áður en við væri litið. Hann minnti jafnframt hina óánægðu á það að þeir bæru sinn hluta ábyrgðarinnar á ástandi þjóð- félagsins og sagði: „Þið hafið sjálf kosið þessa fugla í ríkisstjómir ár eftir ár og virðist ekkert hafa skammast ykkar fyrir það. Sumir þessara legáta hafa skilið eftir sig allt að 14 milljarða halla þegar þeir hafa staðið upp úr ráðherrastólun- um.“ Árni sagði að ljóst væri að í þjóðfélaginu væru til miklir fjár- munir en þeir væru ekki í höndum heiðarlegra verkamanna sem hefðu um 45 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu. Hann sagði að lokum að ef verkamenn bæru ekki gæfu til að standa saman og mylja fjár- plógspakkið mélinu smærra í kosn- ingunum í vor í Reykjavík þá ættu þeir dauðann vísan. -sá 25 millj. framlag í gjaldeyrisvarasjóð Rikisstjorn hefur ákveðið að leggja til við Alþingi að veitt verði 25 milljón króna framlag í gjaldeyr- isvarasjóð vegna Póllands. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sendi fjarmálaraðherra og varafor- sætisráðherra Póllands bréf í gær þar sem tilkynnt var um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Varasjóðurinn er stofnaður að tillögu pólsku ríkisstjórnarinnar, en gert er ráð fyrir að flest iðnríki Vesturlanda taki þátt í sjóðnum. Verkefni hans er að stuðla að stöðugleika í gjaldeyrisviðskiptum með gjaldmiðli Póllands, zloty, en pólska ríkisstjórnin ákvað að gera hann að fullu skiptanlegan í aðra gjaldmiðla í tengslum við vöru- og þjónustuviðskipti frá og með ára- mótum. Það að gera zloty skiptanlegt í tengslum við vöru- og þjónustuvið- skipti er hluti af víðtækari efnahags- umbótum sem miða að því að leysa þau vandamál verðbólgu, erlendrar skuldasöfnunar og almenns efna- hagslegs óstöðugleika sem Pólland á við að stríða, á sama tíma og mark- aðsbúskapur er aukinn. Pólsk stjórnvöld stefna að því að sjóðurinn geti orðið allt að einn milljarður bandaríkjadollara eða um 60 milljarðar íslenskra króna og er hann vistaður í seðlabanka Banda- ríkjanna sem jafnframt sér um dag- legan rekstur hans á grundvelli fyrir- mæla pólska seðlabankans. Framlag íslands er ákveðið á grundvelli hlutfallsstærðar Islands meðal aðildarlanda Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, OECD. -ABÓ SERA R0BERT JACK LÁTINN Séra Róbert Jack, fyrrum sókn- arprestur og prófastur að Tjörn á Vatnsnesi, lést að morgni sunnu- dagsins 11. febrúar að heimili sínu í Kópavogi. Hann fæddist í Glas- gow í Skotlandi 5. ágúst 1913, en kom til íslands 1936 sem knatt- spyrnuþjálfari. Séra Róbert var sóknarprestur að Tjörn áVatnsnesi í rúm 30 ár, en lét af störfum á síðasta ári. Fyrri kona hans var Sigurlína Guðjónsdóttir, en hún lést árið 1952. Síðari kona séra Róberts var Vigdís Sigurðardóttir og lifir hún mann sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.