Tíminn - 13.02.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 13.02.1990, Qupperneq 5
Þriðjudagur 13. febrúar 1990 Tíminn 5 Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur krafist skýrslu frá menntamálaráðherra um hvernig halda eigi rekstri og endurbótum Þjóðleikhússins innan ramma fjárlaga: „Bremsunefndin" bíður eftir svðrum ráðherra Samkvæmt lögum um opinberar framkvæmdir frá 1970 er starfandi þriggja manna samstarfsnefnd um opinberar bygg- ingar. Völd nefndarinnar eru talsverö, því að ekki er hægt aö hleypa neinum opinberum framkvæmdum af stað án sam- þykkis hennar. Þessi nefnd sem í daglegu tali er kölluð „bremsunefndin“, bíður nú eftir skýrslu frá menntamálaráð- herra um endurbætur og rekstur Þjóðleikhússins. Sú skýrsla átti að hafa borist s.I. föstudag, en hefur ekki enn litið dagsins ljós. Takist menntamálaráðherra ekki að sýna nefndinni fram á að hann haldi sig við fjárlög, verður að stokka spilin upp á nýtt. Alexander Stefánsson alþingis- maður er fulltrúi fj árveitinganefndar Alþingis í nefndinni. Hann setti upphaflega fram þá kröfu, að áður en hægt væri að taka afstöðu til málefna Þjóðleikhússins, þyrftu að liggja fyrir haldbærar kostnaðaráætl- anir vegna viðgerða á húsinu og rekstrarins á þessu ári. Samkvæmt fjárlögum eiga að fara 275 milljónir króna til endurbóta á Þjóðleikhúsinu á þessu ári. „Bremsunefndin" hefur nú farið fram á það við menntamálaráðherra, að hann leggi fram nákvæma kostn- aðaráætlun um hvernig standa eigi að framkvæmdum innan þessa ramma, jafnframt að sýnt verði fram á að unnt verði að stöðva verkið þegar fjárhæðin er þrotin. Upphaf- leg tillaga fjárveitinganefndar var sú að Þjóðleikhúsinu yrði lokað og það ekki opnað að nýju fyrr en haustið 1991, er öllum framkvæmdum væri lokið. Menntamálaráðherra hefur hins vegar hugsað sér að fara aðra leið og opna húsið aftur í desember á þessu ári. Að sögn Alexanders Stefánssonar er það eðlileg krafa samstarfsnefndarinnar að sýnt verði að þessar hugmyndir séu fram- kvæmanlegar með 275 milljóna framlagi á fjárlögum, áður en hún tekur afstöðu til málsins. í öðru lagi er þess krafist lögð verði fram rekstraráætlun fyrir Þjóð- leikhúsið á þessu ári, þar sem sýnt verði fram á að unnt verði að halda starfseminni gangandi með því 200 milljón króna rekstrarfjármagni sem ákveðið var til þess á fjárlögum. Fjárveitinganefnd Alþingis lækkaði rekstarfjárveitingu til Þjóðleikhúss- ins um 60 milljónir þegar gengið var frá fjárlögum fyrir síðustu jól, vegna þess að nefndin taldi að segja yrði upp fólki og hætta starfsemi Þjóð- leikhússins meðan á framkvæmdum stæði. Með þessu var meiningin að láta launakostnað sem sparaðist ganga upp í kostnað vegna endur- bótanna og jafnframt að ná fram meiri hagkvæmni við viðgerðastarfið sjálft. Þrátt fyrir óskir fjárveitinga- nefndar hefur ekki komið til upp- sagna, en samkvæmt heimildum Tímans hafði menntamálaráðherra hreyft þeirri hugmynd við þjóð- leikhússtjóra þegar fyrir áramót. Formaður Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir er hagsýslu- stjóri og auk hans og Alexanders Stefánssonar er í nefndinni Skúli Guðmundsson, formaður fram- kvæmdanefndar Innkaupastofnunar ríkisins. -ÁG Enginn „draugagangur" lengur á Hótel Dagsbrún á Skagaströnd: Nýr aðili tekur við rekstrinum Fyrir skömmu tók Sturla Braga- son þjónn á Blönduósi við rekstri Hótels Dagsbrúnar á Skagaströnd en áður höfðu Sveinn Ingi Grímsson og Líney Jósefsdóttir annast rekstur- inn. Hótel Dagsbrún er í eigu út- gerðarfélagsins Skagstrendings hf. og hraðfrystihússins Hólanes hf. Hótelið hefur yfir ágætum húsakosti að ráða, en í því eru m.a. 8 gistiher- bergi og salur sem rúmar liðlega 40 manns í mat. Á hótelinu vinna að jafnaði tvær manneskjur en fleiri yfir sumarið. Sturla sagði fréttaritara að meira hefði verið um gesti á hótelinu það sem af er þessu ári en hann hefði búist við fyrirfram. T.d. hefðu ekki fallið nema 3 nætur úr með gistingu. Sturla sagði að auk þess sem hótelið seldi mat og gistingu tæki það að sér að útbúa og annast veislur bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki í staðnum og annarsstaðar og væri slíkt stór liður í starfsemi hótelsins um þessar mundir, en flestar fjölmennari sam- komur á Skagaströnd eru haldnar í Félagsheimilinu Fellsborg. Eins og lesendur rekur ef til vill minni til var Hótel Dagsbrún talsvert í fréttum á liðnu sumri vegna hljóða sem þar heyrðust um nætur og ekki fengust skýringar á. Var jafnvel talið að um reimleika væri að ræða. Að sögn Sturlu hefur hann ekki orðið , Bændur fjalla um kjarasamningana Stéttarsamband bænda mun á næstunni standa fyrir kynningar- fundum um nýgert samkomulag Stéttarsambandsins og aðila vinnu- markaðarinsum kjaramál. Haldnir verða fimmtán fundir á Suður- landi, Vesturlandi og Norðurlandi. Á Austurlandi verða haldnir fundir í lok febrúar og á Vestfjörðum svo fljótt sem aðstæður leyfa. Á fundina mæta Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambandsins, Þórarinn Þorvaldsson, sem situr í stjórn Stéttarsambandsins, Gunn- laugur Júlíusson, hagfræðingur bændasamtakanna og Hákon Sig- urgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins. Gunnlaugur Júlíusson var spurð- ur hvort hann héldi að bændur væru óánægðir með samningana? „Ég hef ekki orðið var við að bændur séu ósáttir við niðurstöðu samninganna. Menn eru náttúrlega mismunandi ánægðir. Almennt held ég að megi segja að menn séu sáttir við niðurstöðuna þegar litið er á alla fleti málsins. Viðhorf bænda munu væntanlega koma fram á fundunum þar sem þeim gefst tækifæri á að tjá sig um samningana.“ Miðvikudaginn 14. febrúar kl. 13.30 Að Fólkvangi á Kjalarnesi í Dalabúð, Búðardal í Safnahúsinu á Sauðárkróki Á Hótel Selfossi f Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 21.00 Fimmtudaginn 15. febrúar kl 13.30 Á Hótel Borgarnesi í Félagsheimilinu á Reykhólum f Ásbyrgi, Miðfirði í Tunguseli V.-Skaftafellssýslu Á Hótel KEA kl. 21.00 Föstudaginn 16. febrúar kl. 13.00 f Breiðabliki, Snæfellsnesi í Sævangi, Strandasýslu Á Hótel Blönduósi Að fdölum, S.-Þingeyjarsýslu Laugardaginn 17. febrúar kl. 13.30 Á Kópaskeri -EÓ Sturla Bragason hótelstjóri á Skagaströnd. var við neinn óeðlilegan hávaða um óyggjandi skýring hafi fundist á nætur og ekki er vitað til að nein „draugaganginum" í sumar. -Ö.Þ. 100 ungmenni veður teppt í Varmahlíð Um það bil eitthundrað ungmenni urðu veðurteppt í Varmahlíð í Nýtt fiskverð ekki enn ákveðið: Skoða möguleika á heimalöndunaruppbót Aðilar innan Verðlagsráðs sjávar- útvegsins eru þessa dagana að skoða það sem þeir kalla heimalöndunar- uppbót, en fallið hefur verið frá kröfunni um markaðstengingu. Að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar formanns ráðsins er heimalöndunar- uppbótin eitt af því sem menn ræða, en annars væri aUt opið. í gær var vika síðan verðlagsráð kom saman til fundar, en búast má við að boðað verði til fundar nú í vikunni og ætti þá að skýrast hvort kaupendur séu reiðubúnir að fara þessa leið. f hugmyndinni um heimalöndun- aruppbót felst að bátur sem landar 70% aflans heima og 30% er landað á fiskmarkaði hér heima eða erlend is, fær enga uppbót. Bátur sem hins vegar landar 80% af sínum afla hér heima og 20% á fiskmarkaði hér eða erlendis, fengi 10 x 0,7, eða 7% hækkun á fiskverði. Þetta þýðir að miðað við hvert 1% sem landað er heima fram yfir 70% af heildarafla bátsins, greiddist 0,7% uppbót á lágmarksverð sem ákveðið yrði. Hækkun á því lágmarksverði sem gilti fyrir 1. febrúar, er ætlað að vera í takt við þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Fulltrúar sjó- manna munu vera nokkuð sáttir við þessa leið, ef farin yrði, en hins vegar mun einhver fyrirstaða vera hjá kaupendum. Fulltrúar í verð- lagsráði eru nú að velta þessum möguleika fyrir sér, áður en ráðið kemur saman að nýju, ltklega eftir helgi. Sveinn Hjörtur sagði að þeir teldu að heimalöndunaruppbótin kæmi til með að hafa sáralítil ef nokkur áhrif til hækkunar á nánast öllu svæðinu frá Höfn, suður og vestur um land, allt vestur á Vestfirði. Ástæðan er sú að á suður og vestursvæðinu er mikið af aflanum ráðstafað á mark- aði hér heima og erlendis, svo og almennt hærra verð greitt fyrir aflann. Hins vegar kæmi þetta til með að hafa áhrif á norður og austursvæðinu, þar sem flestir miða við verðlagsráðsverðið. Þetta miðar einkum að því að ná jöfnuði milli sjómanna og útgerðar í þessum landshlutum. Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna og fiskimannasambands íslands sagði í samtali við Tímann að heimalöndunaruppbótin væri inni í myndinni hvað þá varðaði, en óvíst væri með kaupendur. „Með þessu vildum við reyna að jafna kjör sjómanna. Hífa þá upp sem setið hafa eftir undanfarin ár, gegn því að þeir lönduðu aflanum heima, þá á kostnað hinna sem landa erlendis," sagði Guðjón. - ABÓ Skagafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið á sunnudag. Voru þar á ferðinni hópur ungra framsóknar- manna af höfuðborgarsvæðinu sem höfðu fundað með félögum sínum á Akureyri um helgina og nemar úr Iðnskólanum í Reykjavík sem voru á leið heim úr skíðaferðalagi. Hópurinn hélt af stað frá Akureyri á þremur rútum upp úr hádegi rétt áður en götur þar tepptust. Þrátt fyrir stórhríð komust rúturnar klakklaust í Varmahlíð þar sem áð var. Þar varð það óhapp að nemi úr iðnskólanum datt á umferðarskilti og skarst illa í andliti. Þurfti að kalla til félaga úr flugbjörgunarsveitinni í Skagafirði og hjúkrunarkonu til að gera að sárum piltsins. Hópurinn tafðist vegna þessa óhapps, leiðin yfir Vatnsskarð lok- aðist og ungmennin urðu innlyksa. Var gist í grunnskólanum í Varma- hlíð. Hópurinn kom til Reykjavíkur síðdegis í gær. -HM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.