Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Umhverfismál Umræður um umhverfismál hér á landi hafa lent út á óheppilegar brautir að undanförnu. Þær hafa ekki snúist um kjarna umræðuefnisins, heldur léttvægar deilur um formsatriði og stjórnast auk þess af ómerkilegum pólitískum nábúakryt. Stjórnmálamenn eyða orku sinni í að jagast um skipulag skrifstofuhalds umhverfismála í stað þess að gera almenningi grein fyrir mikilvægi málefnisins sjálfs, hvaða nauður rekur ríkisstjórnir og ráðamenn atvinnulífsins til þess að sinna umhverfismálum. Ekki er fjarstætt að halda því fram, að almennt sé fólk ekki mjög upplýst um mikilvægi umhverfismála og yfirleitt mun þess ekki að vænta að pólitískur þrýstingur í venjulegum skilningi skapist um umhverfismál. Enn er þessi málaflokkur á því stigi áhugans að umfjöllun um hann er lokuð inni í tiltölulega fámennum hópum, sem auk heldur hafa fengið á sig stimpil sérvisku og sjálfbirgingsháttar ef eitthvað er. Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn að leika sér að aukaatriðum málaflokks af þessu tagi, þegar þeir geta gengið út frá því sem vísu að almennur áhugi á efni máls er svo lítill, að það er auðveldara að skapa umræður um það sem minna má sín en það sem öllu máli skiptir. Skrifstofuhald umhverfismála er það sem nú upp- tekur hugi alþingismanna, þegar loks er svo komið að fyrir Alþingi liggur að ræða umhverfismál á fagmann- legan hátt með framtíðarsjónarmið í huga. Greinilegt er að stjórnarandstaðan á Alþingi, fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn, getur ekki unnt þessu málefni skynsamlegrar umfjöllunar í þingsölum vegna þess að hún sér í því tækifæri til þess að stofna til ýfinga við tiltekinn mann, Júlíus Sólnes ráðherra, sem ríkis- stjórnin hefur falið það verk að sinna umhverfismál- um sem háttskrifuðum flokki þjóðmála. Metnaður stjórnarandstöðunnar í umhverfismálum takmarkast við pólitískar leikfléttur á lægsta plani í stað þess að taka þátt í jákvæðri umræðu um aðalatriði málefnis- ins. Hvort sem mönnum líkar það betur eða ver er það aðeins tímaspursmál að gefa verður umhverfismálum (í nútímaskilningi þess orðs) fullt vægi í íslenskum stjórnmálum og stjórnkerfi. Málefnið er af þeirri gerð að stjórnmálamenn þurfa að hafa um það verulegt frumkvæði sjálfir og málið í rauninni þannig lagað að ekki ætti að þurfa að valda umtalsverðum ágreiningi eftir flokkspólitík. Umhverfismál varða almanna- hagsmuni og flest skilyrði fyrir hendi til þess að hægt væri að sameina flokka og hagsmunahópa um efnis- inntak þeirra, svo að minniháttar atriði, eins og skipulag og stjórn, hyrfu í skuggann og leystust án mikils ágreinings. Umhverfismál eru reyndar ekki einskorðuð við einstök lönd og ríki, heldur er það viðurkennt að þau séu samvinnuverkefni landa og ríkja milli, eitt þeirra heimsvandamála sem við er að glíma. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, segir svo í blaðagrein nýlega: „Fram til aldamóta verður tekist á við ýmsan meginvanda umhverfismála. Ef hver ætlar að bauka í sínu horni með skammtíma- sjónarmið að leiðarljósi munu allir líða fyrir það, þegar til lengri tíma er litið.“ íslenskir stjórnmála- menn ættu að tileinka sér þennan hugsunarhátt. Þriðjudagur 13. febrúar 1990 GARRI Kommar í geimferð Þeir hjá Alþýðubandalaginu efndu til miðstjórnarfundar um helgina. Mestur fundartími fór í að ræða um fortíðina og hvemig bæri að taka á henni nú þegar enginn vill við hana kannast ef marka má fréttir af fundinum. Er bágt í að komast fyrir heilan stjórnmála- flokk, sem ætlaði sér mikla hluti á fslandi og hafði nokkurt fylgi, að geta ekki lengur kannast við fortíð sína, sem er ansi skrautleg í flóru ■slenskra stjórnmála, sé fortíðin rakin allt frá stofnun Kommúnista- flokks íslands 1930. Þrátt fyrir andúð á því að ræða fortíðina á miðstjómarfundinum fékkst þó samþykkt eftir jaml og japl og fuður, að Alþýðubandalagið hafi ekki haft neitt samband við komm- únistaflokka í Austur-Evrópu síð- an 1976. Völd með byltingu Það segir náttúrlega ekki mikið, þótt lýst sé yfir fimmtán ára sam- bandsleysi við kommúnistaflokka í öðmm löndum. Þó skal ekki gert lítið úr slíkri yfírlýsingu, vegna þess að hún bendir eindregið til þess að þannig sé litið á timabilið fram að 1976, að það hafi veríð' flokksbroddunum tU skammar. Þá er vert að benda á að í stjórnmála- samþykktum flokksins var lengi vel ákvæði um, að ná ætti völdum á íslandi með byltingu. Það ákvæði var aldrei framkvæmt, en ástæða værí fyrír hina frjálslyndari í flokknum að leggja áherslu á að menn játuðu á sig syndir hér heima, frekar en að vera að eltast við vináttuna við þá sem höfðu framkvæmt byltingar eða náð völd- um með óeðlilegum aðferðum í Austur-Evrópu. Þá er ekki vitað tU þess að hin mörgu vináttufélög sem hér hafa verið stofnuð í sam- vinnu við kommúnistaríki hafí ver- ið lögð niður 1976 eða síðan. 1' Samvinna um söguburð í ályktun miðstjórnarfundar um erlend samskipti segir að flokksleg samskipti hafí lítið náð út fyrír Norðurlönd s.l. fímmtán ár. Þau hafi fyrst og fremst snúist um samstarf vinstri sósíalista í Norður- landaráði. Þetta voru nú engin tíðindi. Það hefur alltaf verið vitað, að þáttur bandalagsins í menning- aryfírráðum á íslandi hefur byggst á samvinnu við vinstrí sósíalista á Norðurlöndum. Að þeim hefur verið hvíslað hverjir væru mestir menningarmenn á Islandi, og síðan hafa þessi norrænu sósíalistar séð um að koma þeim á framfærí í fjölmiðlum i Skandinavíu með þeim árangrí að þessir kjömu ís- lendingar hafa orðið „heimsfræg- ir“. Frægar era margvíslegar sam- norrænar úthlutanir á menningar- sviðinu, sem velflestar hafa verið rannar undan rifjuin vinstri sósíal- ista. Þetta samband gat miðstjóra- arfundurínn viðurkennt, af því það snertir helstu menningarmafíur okkar, og þær eiga sko að vera þakklátar. Sendiboðar um afflutning Merkiiegust er þó afneitun mið- stjórnarfundar á kommúnistaríkj- um. Fagnað er falli einræðisstjórn- ar, en það var einmitt slík stjórn sem átti að koma á fót á íslandi á sínum tíma, samanber byltingar- ákvæðið. Jafnvel kínverskir kommúnistar eru gagnrýndir harð- lega. Verður ekki séð hvar Alþýðu- bandalagið fær höfði hallað í fram- tíðinni, nema ef vera skyldi hjá vinstri sósíalistum á öðrum Norðurlöndum. En fari svo að vinstri sósíalistar og fylgifé þeirra í Norðurlandaráði missi tök sín á menningarmálum, gæti faríð að gusta óvænt um ýmsa stórfræga menningarmenn á íslandi, sem hafa verið notaðir sem sendiboðar um afflutning hafi mál á íslandi ekki veríð vinstrí sósíalistum að skapi, eða heimskommúnisman- um, vilji menn hafa það svo. Miðað við þá afstöðu, sem miðstjórnar- fundurínn tók til kommúnista- flokka og það landleysi sem nú hrjáir slíka flokka almennt, er engu líkara en miðstjórnarfundur- inn hafi ákveðið að skjóta Alþýðu- bandalaginu út í geiminn. Þar yrði það laust við allan sóðaskap dauðs kerfís og gæti byrjað að ástunda hreinar hugsanir. Út í geiminn Hin pólitíska geimferð Alþýðu- bandalagsins, eins og hún var ákveðin á miðstjórnarfundinum, losar þá við óþægilegar játningar, en flokksmenn virðast hafa nokkuð fyrír því að til þeirra þurfi ekki að koma. í löndum Austur-Evrópu hefur fólki ekki fundist taka því að láta kommúnista játa. Það hefur svipt þá völdum og neitað að viðurkenna að nafnabreytingar á flokknum þýði að kommúnistar séu orðnir nýir menn, sem hættir séu að „halda stórum hluta mann- kyns í fjötrum“. Óskaráðið værí eflaust að skjóta þeim út í geiminn. Hér heima virðist Alþýðubanda- lagið hafa tekið það ómak af kjós- endum. Garri VÍTT OG BREITT Bjargvættur sameiningarinnar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins er ötulasti tals- maður sameiningar A-flokkanna, þ.e. sósíalista sem kalla sig svo mörgum nöfnum að þeir vita ekki sjálfir lengur hvort þeir eru komm- ar eða kratar, en femínistar vilja þeir allir vera. Á flokksráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um helgina var sameiningarhugsjón Þorsteinn aðalefnið og gerir Morgunblaðið henni skil á mörgum síðum. Davíð Oddsson hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að sameining vinstri flokka væri honum einkar hugleikin og væri hann talsmaður þannig umbyltingar í stjórnmálun- um. En nú er sameining vinstri manna og kvenna sem sagt orðið eitt af helstu stefnumálum Sjálf- stæðisflokksins og líklega ekki það lakasta sem þeir hafa fundið upp á þeim bæ og mun áreiðanlega verða unnið ötullega að framgangi hins nýja markmiðs íhaldsins. Út úr pólitík Reykjavíkurkratar eru líka fullir upp með sameiningu, þótt ekki væri nema sameiginlegt framboð vinstri femínistanna til borgar- stjórnar. Enginn kærði sig um að fara í bland með krötum og endaði sá buslugangur allur svo höndug- lega að flokkurinn er úr leik en einhverjir pólitískir snillingar munu bjóða fram Málefnalistann og er öllum boðinn aðgangur að þeim gleðskap. Er nú að rætast spádómur Frið- finns Ólafssonar, hins mætasta krata, að Alþýðuflokkurinn mundi draga sig út úr pólitík. Þá hafa nokkrir af þeim sem eiga patent á að kalla sig jafnaðarmenn farið um vítt og breitt á rauðum,- nýjum Ijósum og alls kyns eldglær- ingum en hefur einhvern veginn aldrei tekist að sýna c réttu ljósi og er árangur af þeim flugeldaskot- um öllum næsta rýr. Og eftir því sem meira er sameinað með pompi og mikilli prakt hafa flokkarnir tilhneigingu að klofna í fleiri og smærri einingar. Væri ráð að fá Þorstein Pálsson til að slást í hópinn næst þegar foringjar vinstri manna efna til fundaherferða undir ljósaskini og fara að sameina. Formaður Sjálf- stæðisflokksins er orðinn svo ákaf- ur talsmaður vinstri sameiningar, að honum væri betur treystandi til að ná árangri í sambræðslu vinstri flokka en formönnum Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags og ef Davíð legði sitt til mála væri jafnvel möguleiki á að sameina allaballa undir einu merki til að sameinast öðrum vinstri mönnum. Að vera eða ekki... Alþýðubandalagsmenn í Reykja- vík geta hvorki farið fram sundur eða saman af því þeir vita ekkert hvað þeir eru. Þeirra eina von er að gerast nú einu sinni heiðarlegir og endurvekja kommúnistaflokk- inn og kalia sig réttu nafni. Þá þyrftu þeir ekki lengur að kalla hver annan ljótum nöfnum, eins og krata eða lýðræðis- þetta eða hitt og birta mundi vel yfir öllu flokks- starfi. Þá væri líka hægt að hafa stefnuskrá sem allir flokksmenn gætu sætt sig við og málgagn þeirra rísa upp í forna frægð. Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina þótti alla- böllum tryggara að tvískipta fund- inum og hafa vegg á milli þeirra sem vildu sameinast og þeirra sem ekki vildu sameinast. Utanaðkom- andi munu aldrei skilja hverjir vildu sameinast hverjum og hvers vegna allir sameiningarsinnarnir gátu ekki einu sinni haldið sameig- inlegan fund í einni og sömu mið- stjórninni. En svona gangasamein- ingarmálin fyrir sig. Hið eina sem sameinast er um, er að sameinast ekki. Auðvitað er ekki nema von að ruglingur sé á kommaliðinu, sem allt er farið að rembast eins og rjúpan við staurinn að kalla sig eitthvað annað og jafnvel að vera eitthvað annað. Verst af öllu er þegar rótgrónir liðsmenn eru farnir að telja sjálfum sér og öðrum um að þeir hafi aldrei verið kommar þótt þeir séu búnir að tala, skrifa og starfa sem slíkir allt fram á síðustu og verstu tíma. Geðklofn- ingur af þessu tagi er auðvitað erfiður á tt'mum þegar allir komm- ar eru orðnir femínistar og enginn veit lengur hvað hann heldur og hugsar. Það er áreiðanlega rétt hjá Þor- steini Pálssyni að það er þjóðar- nauðsyn að leysa úr flækjunni og kannski er það líka rétt að hann sé rétti maðurinn tii að leiða alla sósíalistana inn á einu og sömu brautina. Bara að þeir séu ekki orðnir svo ruglaðir að þeir sameinist allir í Sjálfstæðisflokknum! OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.