Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. febrúar 1990 Tíminn 7 llllllllllilllillllllllll VETTVANGUR llllilllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Davíð Erlingsson: Þjódfrædistofnun Norðurlanda HLUTVERK - STARFSHÆTTIR - GILDI Þau tíðindi hafa nýlega orðið í menningarmálasamvinnu Norðurlanda, að ekki má hjá líða að vekja athygli á þeim og efna til umræðu um þau, í þeirri von að fulltrúar okkar á þingum, í nefndum og ráðum hyllist þá síður til óviturlegra ákvarðana. Fram er komin tillaga um að leggja niður fjórar fastastofnanir, sem starfa að rannsóknum í mannlegum og félagslegum fræðum, og að hætta fjárstuðningi við allmörg önnur fyrirtæki og viðfangsefni sem einnig hafa notið fastra framlaga af sameiginlegu menningarmálafé. Tilgangurinn er sagður vera að spara h.u.b. 30 milljónir danskra króna í þágu ýmissa tímabundinna átaka í almennum menningar- legum efnum, en ekki virðist fyllilega Ijóst, hver þau eigi að verða. Til er nefnd NordPlus-skipanin um nemenda- skipti milli landanna, nýjar ráðagerðir (ekki fyllilega komnar fram) um sameiginlegt átak til menntunar rann- sóknarmanna, kvikmyndasjóðurinn sem oft heyrist nefnd- ur í fréttum, og víst sitthvað fleira, sem að mun stefnt í þeirri menningarmálaáætlun sem samþykkt hefur verið að reyna að vinna eftir. I þessu felst mikil og svipleg stefnubreyting í menning- armálasamvinnunni, og dugir vissulega ekki að hún sé látin verða án gaumgæfilegrar athugunar. Hér á landi hefur engin umræða orðið ennþá um þessi mál, enda þótt það varði vitanlega miklu fyrir okkur að skynsamlegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Þessi mál verða vafalítið hitamál á þingi Norðurlandaráðs og ráðherrafundi hér í Reykjavík í lok febrúar. Ein þeirra fastastofnana sem lagt er til að afnema er Þjóðfræðistofnun Norðurlanda. Til þess að menn viti nokkuð um þann grip sem lagt er til að farga er nokkuð sagt frá hlutverki hennar, starfsháttum og gildi í hjálagðri grein. í annarri grein er rætt um hvernig niðurskurðartillögurnar hefur borið að, hvers konar vilja þær sýna, og lítið eitt um hvað þær hefðu í för með sér fyrir norræna fræðasamvinnu, ef þær yrðu samþykktar. Norræna þjóðfræðistofnunin, á sænsku nefnd Nordiska institutet för folkdiktning og jafnan skamm- stöfuð NIF, var sett á stofn árið 1959 og hefur því starfað í þrjá áratugi. ísland hefur átt fasta aðild að þessu samstarfi síðan 1975. Ætlunarverk stofnunarinnar er að bæta, samhæfa, og ganga í forvígi fyrir samvinnu Norðurland- anna um rannsóknir á þjóðmenn- ingu og alþýðlegum hefðum í löndunum öllum - fyrst og fremst andlegum hefðum og munnlegum menntum, eins og felst í orðinu folkdiktning í heiti stofnunarinnar. En sjálfsagt og náið samband hug- lægrar menningar og hefða annars vegar og verkmenningar og hluta hins vegar gerir skil þarna á milli ekki aðeins óæskileg heldur líka nánast óhugsandi. f samræmi við það hefur skilgreiningu hlutverks- ins verið breytt í síðari reglugerð, enda þótt heitið sé óbreytt frá upphafi. Viðfangsefni stofnunar- innar er andlegi arfurinn, hefðirnar í þjóðmenningu Norðurlandabúa bæði í andlegum menntum (folk- loristík) og í þjóðháttum (etnó- lógíu). Almennt menntunargildi Það sem þessi stofnun, NIF, hefur tekið sér fyrir hendur hefur vitanlega ekki aðeins gildi sem rannsóknir og fyrir rannsóknir, þ.e. fyrir þekkingaraukann sem slíkan. Pað hefur gildi fyrir alla menntun yfirleitt, fræðslugildi og menntunargildi sem nær langt út fyrir þau svið sem taka má saman undir greinarheitið þjóðfræði. Og vitanlega tekur starfsemi NIF til verkefna hvers konar safnstofnana á þjóðmenningarsviði, allt frá byggðasöfnum til þjóðlaga- eða ævintýrasafna, svo að á nokkuð sé bent sem dæmi. Starfsemi NIF á sér því markmið sem beinast í ýmsar áttir og eru mjög víðtæk. Oft hugsa menn um markmiðin með grófa flokkun þeirra í þrennt í huganum, milli rannsóknarstarfa, fræðslustarfa og safnastarfa, þar sem einn flokkurinn grípur þó sífellt inn í aðra. Það er óhjá- kvæmilegt og hefur sett mark sitt á starfsemi NIF þá þrjá áratugi sem stofnunin hefur verið til. Að markmiði sínu vinnur stofn- unin með því að standa fyrir eða að rannsóknarverkefnunt, fræða- þingum og útgáfu rannsóknar- og fræðirita. Hún er afar mikilvægur tengiliður milli þeirra stofnana í samstarfslöndunum sem starfa á rannsóknarsviðum þjóðmenning- arinnar, og hún er einnig mjög mikilsverður tengiliður þeirra út á við, við umheiminn allan, með því að miðla þangað því góðu og nytsamlegu í þjóðmenningarfræð- um sem Norðurlandaþjóðirnar eiga - þær eiga sterka rannsóknar- hefð í þessum efnum, - en líka með því að sækja til umheimsins það sem þar er gott og nytsamlegt í fræðilegri grundvallarhugsun og rannsóknaraðferð. Pólitískt gildi NIF er næstelzta samvinnustofn- un Norðurlanda á rannsóknasviði, tók til starfa 1959. Auðséð er að pólitískur vilji, um þær mundir sem norræn samvinna nútímans var enn í barnsskóm sínum, hefur verið að baki valinu á þessu efnis- sviði. Þjóðirnar þurftu, eins og þær þurfa enn, að leiða fram vitneskju um og vita sem gerst, hvað það er sem þær eiga sameiginlegt í hugar- farslegum og menningarlegum efnum, því að það er undirstaða og forsenda þess að geta orðið vel samtaka í stjórnmálum sem öðru, bæði innan samstarfslandanna og út á við. Þetta val hefur því sízt verið tilviljun. A hinn bóginn var hér valið svið sem stóð fremur veikum fótum í samhengi háskólastarfs landanna yfirleitt, enda þótt hinar fræðilegu hefðir væru bæði nterkar og sterkar. Fessi fræði voru aðeins stunduð við nokkra háskóla og Lauri Honko, forstöðumaður um langa hríð, og Bente Alver, stjórn- arformaður síðastliðin 3 ár. safnstofnanir, og einstaklingarnir voru ekki margir sem að þeim störfuðu. Petta var ekki öflug fræðigrein stunduð af fjölmenni líkt og t.d. sagnfræði eða bók- menntafræði. Því var hér augljós- lega fræðisvið sem hlaut að taka vel við sér af þeirri eflingu sem samnorræn stofnun gat veitt. Slík hefur líka vissulega orðið raunin. Og um leið fræðisvið sem hlaut að bera steina þekkingar í hugmynda- legan grunn Norðurlandasamvinn- Stefnubreyting menningarmála- samvinnu Noröurlanda? 1. grein unnar. Eitthvað í þessa átt mætti vitanlega segja um fleiri stofnanir og viðfangsefni sem kostuð eru að einhverju leyti af Norðurlandar- áði. En þó er það satt að segja, að NIF er eina samnorræna stofnunin á þjóðmenningarlegu og þar með menningarsögulegu sviði. Maður hlýtur að spyrja: Ætli Norður- landasamvinnunni vcitti af að efla slíkt starf? - fremur en leggja það niður. Stjórnarhættir NIF hafði frá upphafi 1959 fram til 1972 aðsetur í Kaupmannahöfn. Fyrsti forstöðumaður stofnunar- innar var Daninn Lauritz Bpdker, en eftir hann komu þar Norðmað- urinn Brynjulf Alver og Daninn Bengt Holbek. Árið 1972 var að- setrið flutt til Ábo í Finnlandi, og um leið tók Finninn Lauri Honko við forstöðunni. Hann hefur haft hana á hendi síðan, í 18 ár, en mun láta af henni um næstu áramót. Pá mun Norðmaðurinn Reimund Kvi- deland taka við, en aðsetur verður óbreytt. Forstöðumaðurinn fer vitanlega með daglegan rekstur og stjórn og framkvæmir í þeim athöfnum ákvarðanir stjórnarnefndarinnar, en hana skipa nú tveir fulltrúar úr hverju landi: Danmörku, Finn- landi, Svíþjóð, Noregi, en einn frá íslandi. Áður fyrr var stjórnar- nefndin fjölmennari. Sá sem þetta ritar er stjórnarnefndarfulltrúi ís- lands nú, en frá 1975, þegar ísland varð aðili, til 1986 var íslenzki fulltrúinn Hallfreður Örn Eiríks- son, forstöðumaður þjóðfræði- deildarinnar í Stofnun Árna Magn- ússonar. Stjórnarnefndarmenn eru tilnefndir til þriggja ára í senn. Stjórnarnefndin kýs sér formann úr sínum hópi. Síðustu þrjú árin hefur Bente Alver frá Björgvin verið stjórnarnefndarformaður. Formaðurinn, forstöðumaðurinn og einn stjórnarnefndarmaður hinn þriðji gera saman e.k. fram- kvæmdastjórn sem getur tekið ákvarðanir milli stjórnarnefndar- funda, ef bráða nauðsyn ber til. Skrifstofustjóri á setu og atkvæðis- rétt á stjórnarnefndarfundum, en á fundina koma einnig rannsóknar- fulltrúarnir (forskningssekreteter- are), sem eru tveir, svo og ritarinn. Starfslið stofnunarinnar er þannig fimm manneskjur að jafnaði. Rannsóknafulltrúarnir eiga rétt á að starfa að sjálfvöldum verkefn- unt að nokkrum hluta, en annars er hlutverk þeirra að starfa í þágu verkefna sem í gangi eru hjá eða á vegum stofnunarinnar, oggeta þau verk oft verið fólgin í vinnu við ritstjórn og annan undirbúning rannsóknarrita. Reglulegir stjórnarnefndarfund- ir eru haldnir tvisvar á ári, en við ber að þeir verða fleiri af sérstök- um tilefnum. Hefur sú skipan verið undangenginn áratug, en áður voru bæði l'undir og stjórnarnefndar- menn fleiri en nú. Stofnunin hefur vissulega tekið ýmsum breytingum á 30 árum, að suniu leyti í samræmi við það sem átt hefur sér stað um rekstur samnorrænna stofnana yfirleitt, en sú saga skal ekki rakin hér. NIF starfar nú samkvæmt endurskoðaðri reglugerð sem tók gildi nteð árinu 1984. Mestallan níunda áratuginn hefur stofnunin haft óbreyttan sparsemdar-fjárhag frá ári til árs, þannig að vöxtur hefur enginn orðið á starfseminni fyrir fjárveitingar Norðurlanda- ráðs. Kostnaður Nordurlandaráðs Til þess að gefa hugmynd uni kostnað ráðsins af stofnuninni skal hér nefna, að lagt var til að fjárveit- ingin fyrir árið 1990 skyldi vera 1.569.000 finnsk mörk (eða 2.558.000 danskar krónur), sem skyldu skiptast þannig: til launa 927.000 mörk, til rekstrarkostnað- ar skrifstofu o.s.frv. áætluð 177.000 mörk, en til viðfangsefna á fræðasviðinu áætluð 465.000 mörk. En því fer fjarri að öll sagan sé sögð með þessu. í íslenzku fé mundi heildarupphæð þessarar fjárhagsáætlunar vera um 20 millj- ónir króna. VIÐSKIPTALÍFIÐ llllllllllllllllllllIllllllllllllfllllllllllllB Fyrsta ár fríverslunar- svæðis Kanada og Bandaríkjanna í ársbyrjun 1989 gekk í gildi samningur Bandaríkjanna og Kan- ada um myndun fríverslunarsvæðis þeirra á milli fyrir lækkun eða niður- fellingu tolla af vörum stig af stigi. Á fyrsta ári þess varð allsherjar greiðslujöfnuður Kanada við Banda- ríkin óhagstæður um 4,25 milljarða dollara þótt vöruskiptajöfnuður væri því hagstæður um nálega 6 milljarða dollara. Fyrir fjórum árum, 1985, hafði hann aftur á móti verið hag- stæður um 6 milljarða dollara. Helstu ástæður þessara umskipta eru sagðar vera að úr uppgangi kanadísks efnahagslífs dró 1989 og varð hagvöxtur 2,0% í stað 2,9% 1988 og er hækkuðum vöxtum kennt um. Einnig hækkaði gengi kanadísks dollars gagnvart hinum bandaríska og stóð hann í 85 bandarískum sentum í árslok 1989. Síðan dró minnkandi uppgangur í bandarísku efnahagslífi úr eftirspurn eftir kan- adískum vörum þarlendis. Um 74% af útflutningsvöru Kanada fara til Bandaríkjanna en um 22% banda- rískrar útflutningsvöru til Kanada. Gildistöku fríverslunarsvæðisins fylgdu uppkaup útlendra, einkunt bandarískra, aðila á kanadískum fyrirtækjum. Námu þau kaup sam- tals 10,8 milljörðum dollara 1989 (Bandaríkjamenn keyptu 80% þar af). Slík kaup námu 2,6 milljörðum dollara 1988. Deilt er unt að hve miklu leyti lokun kanadískra verk- smiðja verður rakin til kaupanna en liðlega 50 kanadískum verksmiðjum var lokað 1989 og af þeim sökum misstu 70.000 manns atvinnu sína. Kanadískir bændur eru nú ugg- andi um hag sinn, einkum þeir sem rækta ávexti, því tollar á búvörum verða felldir niður milli landanna í áföngum. begar er farið að bera á vaxandi innflutningi ávaxta frá Bandaríkjunum. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.