Tíminn - 20.02.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 20.02.1990, Qupperneq 3
Þriðjudagur 20. febrúar 1990 Tíminn 3 Blómasalar áætla að karlar hafi keypt blóm fyrir allt að 50 milljónir til að gefa konum sínum á konudeginum sem var síðastliðinn sunnudag. Þeir segja að áætla megi að landsmenn hafi keypt a.m.k. 100 þúsund blóm á þessum eina degi. Þær hafa sjálfsagt brosað margar eiginkonumar á konudaginn, en breiðast brostu blómasölukonur. Tímamynd Ámi Hjurnu. Erfiðlega gekk að fá nákvæmar upplýsingar um heildarsölu á blóm- um um helgina. Blómaheildsalar sögðu mjög erfitt að áætla söluna þar sem svo skammt væri liðið frá konudegi og upplýsingar um sölu lægju ekki fyrir. Ingi Þór Ásmundsson sölustjóri hjá Blómaheildsölunni sagðist áætla að seld hefðu verið um 100 þúsund blóm á konudeginum á öllu landinu, jafnvel eitthvað fleiri. Hann sagði hins vegar mjög erfitt að áætla heildarsöluupphæðina. Verð á blómum væri mjög mismunandi, allt frá 130 krónum stykkið og allt upp undir 800 krónur stykkið. Sé reiknað með að eitt blóm kosti 250 krónur, sem fullyrða má að sé varlega áætl- að, hefur heildarsalan verið 25 millj- ónir. Blómasali sem Tíminn ræddi við í gær sagði að hugsanlega mætti tvöfalda þá upphæð. Jón Björnsson framkvæmdastjóri blómaverslunarinnar Alaska, sem er ein af rótgrónustu og virtustu blómaverslunum landsins, sagði að sér sýndist salan hafa verið svipuð á þessum konudegi og á konudeginum í fyrra. Hann sagði að veltan um síðustu helgi hjá sér hefði verið í kringum ein milljón króna. Alaska hefur verið með í kringum 2-3% af blómamarkaðinum í landinu. Sé þetta rétt bendir flest til þess að blómasala á konudeginum hafi verið í kringum 30-50 milljónir. Sveinn Indriðason framkvæmda- stjóri Blómamiðstöðvarinnar sagðist ekki treysta sér til að áætla heildar- söluna svo skömmu eftir konudag- inn. Hann sagði þó ljóst að hún hefði verið góð og líklega yfir meðallagi. Þeir blómasalar sem Tíminn ræddi við sögðu erfitt vera að áætla blóma- söluna. Þeim fannst hins vegar trú- legt að heildarsalan skipti einhverj- um tugum milljóna. Nokkur samdráttur varð í blóma- sölu á síðasta ári eins og í annarri verslun. Menn virðast þó ekki sjá eftir blómum handa konunni á konu- daginn. Veðrið skiptir miklu máli í sam- bandi við blómasölu. Nokkurs titr- ings gætti hjá blómasölum fyrir ný- liðinn konudag þar eð veðrátta hefur verið slæm að undanförnu. Menn höfðu í huga bóndadaginn í fyrra en þá var veður slæmt um allt land og færð afleit. Blómasala þennan dag var því sáralítil. Einn blómasali sem Tíminn ræddi við orðaði það þannig: „Bóndadagurinn í fyrra hvarf í snjó og ófærð.“ Veðrið um helgina var slæmt víða um land og blómasalar sem Tíminn ræddi við höfðu ekki fengið fréttir um hvernig satan hefði gengið úti á landi. Á höfuðborgarsvæðinu var veðrið hins vegar sæmilegt. Svo er að sjá sem karlpeningurinn á Reykjavíkursvæðinu hafi ekki látið goluna aftra sér frá því að gefa ástinni sinni blóm á konudaginn. Mun minni blómasala er á bónda- degi en á konudegi. Salan hefur þó verið að aukast á síðari árum. „Það er að verða meira jafnrétti í þessu, en konurnar mega taka sig mikið á ef þær ætla að ná körlunum,“ sagði einn blómasali sem Tíminn ræddi við. -EÓ Saltað í 240 þúsund tunnur Samtals var saltað í 240.751 tunnu á síðustu síldarvertíð, en það er svipað magn og saltað var á vertíð- inni 1988 eða 241.559 tunnur. Mest var saltað í Grindavík eða í 34.789 tunnur og á einstakri söltunarstöð var mest saltað hjá Fiskimjölsverk- smiðju Hornafjarðar eða í 18.019 tunnur. Alls var saltað á 20 stöðum á landinu á samtals 47 söltunarstöðv- um. Á tímabilinu frá 8. október 1989 til 20. janúar 1990 var mest saltað vikuna 26. nóvember til 2. desember eða í samtals 75.329 tunn- ur og vikuna á undan var saltað næst mest eða í 42.226 tunnur. Af einstökum söltunarhöfnum sem voru 20 talsins var mest saltað í Grindavík eða 34.789 tunnur, í öðru sæti kemur Eskifjörður með 31.373 tunnur, Hornafjörður er í þriðja sæti með 29.917 tunnur og í fjórða sæti er Fáskrúðsfjörður með 22.383 tunnur. Hjá einstökum söltunarstöðvum sem voru 47 talsins, var mest saltað hjá Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar eða 18.019 tunnur, í öðru sæti er Pólarsíld á Fáskrúðsfirði með 12.531 tunnu, H. Böðvarsson á Akranesi er í þriðja sæti með 12.150 tunnur og í fjórða sæti er Strandar- sfld Seyðisfirði með 11.902 tunnur. -ABÓ Eskfirðingar vilja álver á Austurlandi Bæjarstjórn Eskifjarðarmótmælir þeirri skoðun að fámenni Eskifjarð- ar og Reyðarfjarðar svo og næstu Vangoldinn þungaskattur og bifreiðagjöld á Akureyri: Klippur á loft nyrðra Innheimtuaðgerðir fjármála- ráðuneytisins vegna vangoldinna bifreiðagjalda og þungaskatts hófust á Akureyri í gær. Að sögn Kristjáns Valdimarssonar á skrif- stofu lögreglustjóra brugðust fjölmargir bifreiðareigendur vel við og gerðu upp vangoldin gjöld sín. Kristján sagðist ekki hafa tölur um útistandandi skuldir bifreiða- eigenda, en sagði þær flestar vera frá síðasta ári og væru þær á bilinu fjögur til tíu þúsund krónur. -ABÓ nágrannabyggða útiloki nánast að reisa fyrirtæki á borð við álver þar. Bæjarstjórnin hefur mun meiri áhyggjur af áhrifum stöðnunar á svæðinu en af tímabundnum þenslu- áhrifum, sem leiða af byggingu stór- fyrirtækis, og lýsir sig reiðubúna til að leysa þau vandamál í samvinnu við nágrannabyggðir. Bæjarstjórnin minnir á að nýtt álver kalli á virkjun í Fljótsdal. Bæjarstjórnin telur að nýta beri meginhluta orku fjórðungsins innan hans enda sé ástæðulaust að flytja orkuna langt yfir skammt. Bæjarstjórnin minnir jafnframt á að Reyðarfjörður uppfylli vel þau skilyrði sem þurfi að vera til staðar fyrir stóriðnað. Flutningslínur frá virkjunum geti verið styttri, sam- göngur á landi séu allgóðar, stutt sé á væntanlegan alþjóða flugvöll. Landrými til iðnaðar sé nægilegt og einnig fyrir íbúðabyggð. Hafnarskil- yrði séu ein hin bestu á landinu og líklega sé hvergi ódýrara að byggja höfn. Sigling til Evrópu sé u.þ.b. sólarhring skemmri hvora leið en frá Faxaflóa. Þá sé hafíshætta hverf- andi. -EÓ Mjög hvasst var í Reykjavík um tíma og hér sést hvernig þakplötur hafa vafist um umferðarmerki og Ijósastaur a Ártúnshöfða. Timamynd Pjclur Ofsaveður undir Eyjafjöllum og á Hellisheiðinni: Grjót og snjóköggla- fok olli stórtjóni Mikið ofsaveður varð undir Eyja- fjöllum um miðjan dag á laugardag. Til vitnis um veðurhæðina má nefna að 50 kílóa áburðarpokar fuku eins og fis allt að því 40 metra og gríðarlegt grjót- og snjókögglafok olli miklum skemmdum á bifreiðum og húsum. Tjónið mun nema millj- ónum króna. Sigurgeir Ingólfsson bóndi á bænum Hlíð undir Eyjafjöll- um sagði í samtali við Tímann í gær að menn væru uggandi þar sem spáð væri slæmu veðri á Suðausturlandi síðdegis í gær. Sigurgeir sagði að veðurofsinn hefði verið ámóta mikill og varð á aðfangadag sl. og að menn myndu ekki eftir að slíkur veðurofsi hafi orðið með svo stuttu millibili. Sagð- ist Sigurgeir telja að veðurhæðin hafi verið um 17 vindstig. Sigurgeir bætti því við að á bænum Steinum hefði þakið fokið af fjósinu í bæði skiptin, fyrst á aðfangadag og aftur nú á laugardaginn. Á sama bæ brotnuðu flestar ytri rúður í gluggum íbúðarhússins og í fjósinu, og ál- klæðning sem er á húsinu er mjög illa farin. Auk þess brotnuðu allar hliðarrúður úr jeppa og dráttarvél sem stóðu á hlaðinu. Tjón varð á fleiri bifreiðum. Til dæmis brotnuðu rúður í bílum sem stóðu á hlaðinu í Hlíð og lakkið á þeim er einnig ónýtt. Biluð bifreið er stóð í vegkantinum rétt fyrir utan Steina fauk í loftköstum fjörutíu metra út fyrir veg og sagðist Sigur- geir telja að hún væri ónýt. Ótrúlegt hugsunarieysi Á laugardaginn var mjög erfið færð á Hellisheiðinni og lenti fjöldi fólks í vandræðum þrátt fyrir viðvar- anir lögreglu. Kristján Kristinsson í Litlu kaffistofunni sagði að fólk sýndi oft ótrúlegt hugsunarleysi þeg- ar það legði á heiðina illa búið, oft á tíðum á litlum fólksbílum og illa klætt, einungis á sparifötunum. „Fólk virðist ekki læra fyrr en það rekur sig heiftarlega á.“ Sem dæmi um hve brjálað veðrið var sagði Kristján að hann hefði verið í sambandi gegnum farsíma við fjölskyldu í jeppabifreið sem hafði fest um einn kílómetra frá kaffistofunni. Hafði hann ráðlagt þeim að halda kyrru fyrir vegna veðurofsans og beið fólkið í fimm og hálfa klukkustund eftir að aðstoð frá björgunarsveitarmönnum sem höfðu í mörg horn að líta. Kristinn sagði að hann myndi ekki eftir öðrum eins snjóbyl og ekki hefði sést út úr augum. Nefndi hann sem dæmi að maður á snjósleða sem var á leið í bæinn hafi týnt sleðanum við vetrarafleggjarann eftir að hafa dottið af honum. Komst maðurinn við illan leik í kaffistofuna. Kristinn sagði að snjófokið hefði verið svo mikið að hann hafi þurft að moka frá dyrum kaffistofunnar á hálftíma fresti til að varna því að lokast inni. Að lokum má nefna að tvær rútur frá Sérleyfisbílum Selfoss festust á Hellisheiðinni, en um eitthundrað farþegar voru í bílunum. Björgunar- sveitin á Selfossi fór til aðstoðar, komust farþegarnir loks á Selfoss eftir átta tíma bið á heiðinni. SSH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.