Tíminn - 28.02.1990, Síða 2

Tíminn - 28.02.1990, Síða 2
i s r. V 2 Tíminn Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Búiö aö finna aðferð til aö breyta rækjuskel í gjaldeyrisskapandi rækjumjöl. Kaupendur til staðar: Tugmilljóna verðmæti menga fjörur landsins Er hráefni að verðmæti upp á tugi milljóna látið renna frá rækjuverksmiðjum landsins í sjóinn og menga fjörur á ári hverju? Sú virðist vera raunin, a.m.k. hefur komið í Ijós að unnt er að vinna umtalsverð verðmæti úr rækjuskel, þá er skelin þurkuð og möluð og úr henni unnið svo kallað rækjumjöl. Tæki til vinnslunnar eru til staðar, svo og kaupendur út sem eru tilbúnir að greiða 40 milljónir fyrir þúsund tonn af rækjumjöli. msift Sá maður sem hefur verið frum- kvöðull að því að vinna rækjumjöl heitir Hermann Ólafsson og er bú- settur á Hvammstanga í V-Húna- vatnssýslu. Hann segist hafa fram- leitt rækjumjöl í sjö ár og selt það til mjólkurfélagsins á staðnum, sem aftur notaði það til íblöndunar í laxafóður. Hermann hefur á undan- förnum árum nýtt rækjuskel frá rækjuvinnslunni Mánavör hf. á Hvammstanga. Framleiðslan hefur verið á bilinu 10-12 tonn, en það magn sem mjólkurfélagið keypti af honum var einungis um 6 tonn. Þegar farið var að kanna markað fyrir umframframleiðsluna kom í ljós að markaður var fyrir rækju- mjölið í Frakklandi. Eftir að prufur höfðu verið sendar út kom það svar til baka að Frakkarnir væru tilbúnir að kaupa 1.000 tonn á ári af þessari framleiðslu. Mjölið er selt í gegnum fyrirtækið R. Hannesson í Reykja- vík og fer til borgarinnar Bologne, en þar er staðsett dreifingarstöð. Rækjumjölið er síðan notað til lyfja- gerðar. Hermann hannaði og lét smíða fyrir sig skilvindu sem skilur rækju- skelina frá öðrum úrgangi sem að öllu jöfnu er látinn er renna í sjóinn frá rækjuvinnslunum. Þessi búnaður hefur gefist það vel að nú er unnið að því að framleiða sams konar skilvindur til þess að setja upp á ísafirði, en þar ætla menn að feta í fótspor Hermanns og nýta rækju- skelina til framleiðslu á mjöli. Á síðasta ári stofnaði Hermann, ásamt tveimur öðrum fyrirtækið H- Gæðamjöl á Hvammstanga og var ætlunin að setja upp skilvindur við rækjuvinnslurnar á Sauðárkróki, Blönduósi og Skagaströnd. Þre- menningarnir höfðu samband við þessar verksmiðjur og lýstu sig reiðubúna að til að annast uppsetn- ingu búnaðar, greiða fyrir hráefnið og sjá um kostnað vegna söfnunar á skelinni. Ef þessi hráefnisöflun gengi upp, þýddi það að verksmiðjan á Hvammstanga hefði fengið 40-50 tonn af hráefni á viku og getað framleitt þau 1.000 tonn á ári, sem Frakkar eru reiðubúnir að kaupa. Þetta hefði þýtt um 40 milljón króna framleiðslu á staðnum, skilaverð upp á 30 milljónir og atvinnu fyrir a.m.k. þrjá menn í verksmiðjunni sjálfri í stað þess að nú vinnur þar einn maður. Þessi áætlun hefur hins vegar ekki gengið upp. Hermann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með undir- tektir eigenda rækjuverksmiðjanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauð- árkróki, en þeir hafi þegar á reyndi séð alls konar annmarka á að koma söfnunarbúnaðinum fyrir. Nú er mjög óvíst með framtíð H-Gæðamjöls, en fyrirtækið hefur leigt vélar og húsnæði af Mjöli hf. á Hvammstanga sem tekið var til gjaldþrotaskiptafyrirskömmu. Mjöl hf. er nú í eigu Sparisjóðs Vestur- Húnvetninga og leigusamningur Hermanns og félaga rennur út um næstu mánaðarmót. Enn hefur ekk- ert verið rætt um að framlengja þann samning og því líkur á að framleiðsl- an hreinlega leggist niður á ;.. :V ffe. - v • 4 « • .•" •%, *v•# v ****<& • 'tr' c"W' . V, 'í ..#v --•* \ , .. - . Úrgangur frá rækjuverksmiöjunni á Skagaströnd, sem skolast hefur upp á fjöruna. Hvammstanga. Þar með væri endan- lega úr sögunni að á staðnum væri skapaður gjaldeyrir upp á 30 milljón- ir, úr úrgangi, á ári hverju. Fyrir utan penigalegt verðmæti þessarar framleiðslu kemur hún í veg fyrir gífurlega umhverfismengun af völd- um úrgangsins, en fyrir hefur komið á Blönduósi að rækjuskelin hefur stíflað klóakfrárennsli er liggja frá bænum í sjó út. Jafnframt hefur sjófugli stórfækkað á Hvammstanga eftir að tekið var að nýta úrganginn frá rækjuverksmiðjunni. Þessu ævintýri þeirra þremenning- anna er þó ekki alveg lokið. Nú standa yfir samningaviðræður við rækjuverksmiðjur á Akureyri og ef semst mun starfsemi H-Gæðamjöls flutt þagað norður. -ÁG AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1. fl. 01.03.90-01.03.91 kr. 1.161,82 1983-1. fl. 01.03.90-01.03.91 kr. 675,04 1984-2. fl. 10.03.90-10.09.90 kr. 472,04 1985-2. fl.A 10.03.90-10.09.90 kr. 311,23 *lnnlausnarverð er höfuðsl óll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS Leitað er eftir erlendu lánsfé til að klára Leifsstöð: ERLENT LÁN í ÞOTUHREIÐUR „Það var gerð áætlun fyrir um tveimur árum síðan sem samþykkt var af ráðherrum utanríkis- og fjár- mála. Áætlunin var um að ljúka við flugstöðina í áföngum og í henni var gert ráð fyrir lántökum til þess verkefnis. Listaverkin voru inni í áætluninni," sagði Sighvatur Björg- vinsson formaður fjárveitinganefnd- ar Alþingis í gær. Sighvatur sagði að nú væri unnið að því að afla erlends lánsfjár til að ljúka við flugstöðina og það lán yrði meðal annars notað til þess að ganga frá listaverkunum Þotuhreiðri og Regnboga. Auk þeirra væri eftir ýmis frágangur á stöðvarbygging- unni sjálfri, ganga ætti frá útilýsingu og gera ný bílastæði. 1 lánsfjárlögum eru 30 milljónir króna ætlaðar á þessu ári til að koma upp listaverkum við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Sig- hvatar er frágangur bílastæðanna og útilýsingar mun stærra dæmi en það. Árið 1975 var haldin samkeppni meðal myndlistamanna um listaverk sem standa skyldu fyrir utan stöðina. Listamennimir Rúrí og Magnús Tómasson báru þar sigur úr býtum og skiptu með sér fyrstu verðlaun- um. Síðan gekk bygginganefnd til samninga við þau varðandi listaverk þeirra. Vegna fjárskorts hafa verkin enn ekki komist upp en unnið er að því að reisa verk Rúríar, Regnbogann. Þá hefur nýlega verið leitað tilboða í gerð myndverks Magnúsar Tómas- sonar, Þotuhreiður. Útboðið var í tvennu lagi; annars vegar vegna jarðvinnu og undirstaða, hins vegar í smíði sjálfs verksins. Verkið á að smíða úr ryðfríu stáli að talsverðu leyti. A.m.k. ein vélsmiðja hefur gert tilþoð í smíðina en mun að líkindum þurfa að láta valsa hluta af stálinu sem fara á í verkið erlendis þar sem tækjabúnaður mun ekki vera til hérlendis til svo flókinnar völsunar. Pétur Guðmundsson flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli er þessa dagana að taka við formennsku í bygginganefnd flugstöðvarinnar. Hann sagði að verið væri að athuga tilboð í smíði þotuhreiðursins. Hann vildi ekki nefna tilboðsupphæðir en sagði að þær væru innan lánsfjárlaga enda yrði ekki farið út fyrir ramma þeirra. -sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.