Tíminn - 28.02.1990, Qupperneq 15

Tíminn - 28.02.1990, Qupperneq 15
-’JV viV-r,;,.'i'vOí^ Miðvikudagur 28. febrúar 1990 . 11 Tíminn 23 VETTVANGUR Björn Pálsson, Löngumýri: Stéttarsamband bænda var stofn- að til að gæta hagsmuna þeirra Einhver óánægja er með störf Stéttarsambandsins meðal bænda, því að í nær öllum búgreinum er búið að stofna hagsmunasamtök bak við Stéttarsambandið. Ég held að þessar félagshreyfingar verði eigi bældar niður og rétt sé að lofa þeim að þróast. Þessi einstöku búgreinafélög gætu svo haft sam- eiginleg heildarsamök ef þau álitu þess þörf. Sauðfjárbændur hafa fulla þörf fyrir að tekið sé á þeirra málum af meiri festu. Útsala á kjöti hefur til dæmis verið jákvæð undanfarin 2 ár, en hún var hafin of seint að sumrinu. Það er nauð- syn að eigi sé verið að selja meira en ársgamalt kjöt. Stéttarsam- bandið átti aldrei að fallast á frjálsa álagningu á kjöti í smásölu. Það er sameiginlegt hagsmunamál neyt- enda og bænda að dreifingarkostn- aður á búvöru sé sem minnstur. Þannig að neytendur hafi efni á að borða þennan holla og góða mat. Heildsöluverð á kindakjöti er ákveðið en mér er sagt að margir íbúar í Reykjavík viti eigi að hægt er að fá niðursagað kjöt á heild- söluverði hjá Afurðasölunni í hálf- um og heilum skrokkum. Sé kjötið keypt í heildsölu er það lítið sem ekkert dýrara en fiskur en bæði bragðbetra og næringarmeira. Sé kjöt borðað á hverjum degi, borða menn eigi mjög mikið af því, þurfa þess heldur ekki. Kalt lambakjöt er góður matur og það er hægt að geyma það soðið í ísskáp í 2-3 daga. Sú kenning að kindafita sé óholl er bara þvættingur. Ég er búinn að lifa meira og minna á kjöti og mjólk í tæp hundrað ár og hef aldrei orðið lasinn. Ekki fengu gömlu hjástöðumennirnir hjarta- slag þó að þeir borðuðu feitt sauða- kjöt. Það er hreyfingarleysið sem er óhollt en ekki það að stinga upp í sig köldum kjötbita. Allar þjóðir sem kaupgetu hafa reyna að fram- leiða nægilegar kjötvörur fyrir sig. Og tekst það að mestu með nú- tímatækni. Meðan viðskiptaað- stæður eru óbreyttar er hagkvæm- ara fyrir okkur að borða kjötið en selja fiskinn, a.m.k. meðan EB- löndin greiða niður landbúnaðar- vörur jafnmikið og nú er gert. Hlutverk sláturleyfishafa er að koma landbúnaðarvörum til neyt- enda með sem minnstum kostnaði, þannig að neytendur geti og vilji kaupa þær. f því sambandi held ég að rétt væri að gefa neytendum kost á því að fá heimsent niðursag- að kjöt á heildsöluverði einu sinni í viku. Hægt væri að skipta stærri bæjarfélögum í hverfi og heimsent væri vissa vikudaga í hvert hverfi. Má vera að hægt væri að semja um slíka þjónustu við stórverslanir eins og Hagkaup og Miklagarð, annars yrðu afurðasölurnar að ann- ast slíka vörudreifingu. Hvað sem því líður þá er víst að það þarf að taka fastar og betur á kjötsölumál- um okkar en verið hefur. Það var haft eftir framkvæmda- stjóra Hagkaups að hægt væri að selja erlendar kartöflur á kr. 35 pr. kg. Eigi veit ég hvort rétt hefur verið haft eftir, hitt er víst að kartöflumar komu. Þær voru ekki seldar á 35 kr. heldur 90 kr. pr. kg. Hægt var að fá kartöflur síðastliðið haust hjá bændum fyrir 60 kr. pr. kg. ef menn nenntu að sækja þær. Ætli að hliðstætt gæti ekki gerst með fleiri landbúnaðarvörur ef far- ið væri að flytja þær til landsins. Jón Ásbjörnsson stjórnaði sútun- arverksmiðju norður á Sauðár- króki, hann var á framboðslista og skrifaði í kosningablað sjálfstæðis- manna. Grein hans var vel og viturlega samin, enda talaði hann þá eigi um að flytja inn landbúnað- arvömr. í öllum nágrannalöndum okkar eru afurðasölufélög bænda rekin sem sjálfstæð fyrirtæki. Hér hefur hið gagnstæða átt sér stað nema helst á Suðurlandi. Kaupfé- lögin voru hér á landi fyrst og fremst bændafélög og þá fannst mönnum ekkert athugavert við að láta þau annast afurðasöluna. Nú er þetta breytt, meirihluti félags- manna flestra kaupfélaga býr í bæjum og kauptúnum. Afurða- sölumálin eru sérmál bænda og því eðlilegt að þau séu sjálfstæðar einingar. Sennilegast er víða búið að afskrifa slátur- og frystihús að vemlegu leyti og því ástæðulítið að draga þær eignir inn í óskyld við- Hlutverk sláturleyfis- hafa er að koma land- búnaðarvörumtil neyt- enda með sem minnst- um kostnaði, þannig að neytendur geti og vilji kaupa þær. í því sambandi held ég að rétt væri að gefa neyt- endum kost á því að fá heimsent niðursagað kjöt á heildsöluverði einu sinni í viku. Síðari hluti skipti. Ég held því að rétt væri fyrir bændur að vinna að því að gera afurðasölufélögin að sjálfstæðum einingum, þar sem félögin em lítil og hafa lítinn áhætturekstur er lítið ástæða til að hraða slíkri skiptingu, enda erfitt að koma henni við á vissum stöðum. Afurðasölufélögin þurfa svo að mynda sölusamband og ráða framkvæmdastjóra og starfsfólk. Kindakjötssalan hefur dregist saman undanfarin ár. Það er mál málanna að bæta úr því ástandi. Það þarf að vinna meira og betur í kjötsölumálum því að það er forsenda þess að byggðin eyðist ekki að verulegu leyti. Utanríkisráðherra, Jón Hanni- balsson, sagði í fjölmiðlum að ríkið þyrfti að greiða sem svaraði ráðherralaunum með hverjum bónda. Lítum nú nánar á þetta og tökum mjólkurbónda. Mjólkurlítr- inn er seldur á 66 kr. Ríkið greiðir lítrann niður með 26 kr. Heildar- kostnaður er því kr. 92. Af því fær bóndinn 48 kr., ca 2 kr. af því fara til að borga flutning að vinnslustöð, eftir em 46 kr. eða rétt 50%. Ríkið fær tæpar 10 kr. í virðisaukaskatt af hverjum lítra. Ríkið hefur því greitt ca. 16 kr. með hverjum mjólkurlítra sem seldur er. Nú er spumingin: er þessi 16 kr. niður- greiðsla gerð fyrir bændur eða neytendur? 46 kr. af kostnaði við hvern lítra fara í kostnað við flutning, umbúðir, verslunarálagn- ingu og virðisaukaskatt, hinn hlutann, kr. 46, fær fær bóndinn í sínar hendur, af því fara 50% eða kr. 23 í kostnað við búreksturinn, en það er áburð, fóðurbæti, við- hald véla, vinnulaun o.fl. Með öðrum orðum: Þrír fjórðu hlutar af þeim 92 kr. sem mjólkin kostar fara annað en til bóndans eða kr. 69. Þessar 69 kr. eru svo aftur skattlagðar af ríkinu. Bíl- stjórinn, kaupmaðurinn og starfs- fólkið í mjólkurstöðinni borgar skatta. Ríkið reytir skatta af öllum og af öllu. Við skulum reikna með að ríkið fái 25% af ca 69 kr. eða kr. 17, þar frá dragast þrír fjórðu hlutar af niðurgreiðslunni eða kr. 12. Eftir eru því kr. 5 sem ríkið greiðir á hvern lítra sem bóndinn framleiðir. Bóndinn fær 23 kr. í kaup fyrir hvern mjólkurlítra sem hann framleiðir. Fyrirþessa mjólk- urpeninga kaupir hann alhliða nauðsynjar fyrir sig og fjölskyld- una. Áf því hirðir ríkið meira en 5 kr. af hverjum mjólkurlítra sem viðkomandi bóndi framleiðir. Hluti af mjólkinni fer í vinnslu. Fullur virðisaukaskattur er lagður á flestar þær mjólkurafurðir en smjör og smjörvi er greitt niður. Líklegt er að útkoman verði svipuð á þessum vinnsluvörum gagnvart ríkissjóði. Það mundi litlu breyta fyrir bændur þó að ríkið hætti niðurgreiðslu á mjólk ef virðis- aukaskattur væri felldur niður. Samkvæmt þessu hefur ríkið hagn- að af mjólkurbændum og því fólki sem við mjólkurframleiðsluna vinnur. Ég hef eigi farið í gegnum niður- greiðslur og skattakerfið hjá sauð- fjárbændum, geri það e.t.v. síðar geti ég fengið þau gögn sem til þarf. Annars er það hlutverk Stétt- arsambandsins að leiðrétta mis- sagnir utanríkisráðherra. Það þarf að höfða mál og fá úr því skorið með hæstaréttardómi hvað er satt og hvað er rógur. Hafi stjórn Stéttarsambandsins ekki kjark til þess, ættu þeir, sem í stjórninni Hér vilja fáeinir menn opna fyrir innflutning á landbúnaöarvörum. Þeir segja að neytend- ur muni græöa millj- arða á slíku. Það er Ijóst að neytendur eru sama og þjóðin. eru, að fara heim til sín að gefa kálfum sínum. Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum eru miklar bæði í EB-lönd- um og Eftalöndum. Það væri þörf á því fyrir íslendinga að kynna sér vel hvað bændur í þessum löndum fá fyrir hliðstæðar afurðir og við framleiðum. Ennfremur hve mikill hluti af þeim er niðurgreiddur og hvort þessar niðurgreiðslur eru greiddar beint til bænda eða inn á afurðasölukerfið. Það er erfitt fyrir íslenska bændur að vinna að því að afnema niðurgreiðslur hér ef meiri- hluti af andvirði búvara er niður- greiddur í nágrannalöndum okkar. Breytist það ætti að vera hægt að breyta niðurgreiðslum hér líka. Ég álít að hægt sé að framleiða kjöt hér á landi með svipuðum kostnaði ognágrannaþjóðirokkargera. Þeir nota niðurgreiðslurnar meðal ann- ars til að vernda eigin búfram- leiðslu. Hér vilja fáeinir menn opna fyrir innflutning á landbúnað- arvörum. Þeir segja að neytendur muni græða milljarða á slíku. Það er ljóst að neytendur eru sama og þjóðin. Ef við kaupum landbúnað- arvörur fyrir 4 milljarða þurfum við að borga 4 milljarða í erlendum gjaldeyri. Við þetta bætist svo flutningskostnaður til landsins, dreifingarkostnaður um landið, verslunarálagning og skattar til rík- is og bæja. Ætli það gæti ekki farið svipað og með kartöflurnar. Gróð- inn yrði lítill en varan verri. Hvers vegna fara ekki þessir hagspeking- ar okkar til nágrannalandanna og fræða þá á því að þeir eigi að hætta að framleiða dýr matvæli og kaupa þess í stað sltkar vörur frá löndum þar sem þær eru ódýrastar? Það hefur engin þjóð efni á því að framleiða ekki þau matvæli sem auðvelt er að framleiða í heima- landinu. Við sjáum ástandið í þeim löndum þar sem matvæli vantar. Það er að sjálfsögðu ýmislegt sem betur mætti fara í íslenskum land- búnaði og rétt er að taka öllum ábendingum vel sem til umbóta horfa. Einhliða rógur um einhvem atvinnuveg er tæpast jákvæður. Því leiðbeina þessir menn, sem á öllu hafa vit, ekki íslenskum iðnað- ar- og sjávarútvegsmönnum svo að þeir atvinnuvegir geti borið sig, svo að eigi þurfi alltaf að vera að fella gengið? Ennfremur væri fróð- legt að reikna út hve mikla fjár- muni búið er að taka af sparifjár- eigendum og launþegum í gegnum allar þessar gengislækkanir. Það er jákvæðara að hjálpast að við að laga hlutina en að eyða og rífa niður það sem búið er að byggja upp. VIÐSKIPTALÍFIÐ Evrópskur seðlabanki? Breska fjármálaritið Economist ræddi svo sameiginlegan gjaldmiðil EBE í forystugrein 10. febrúar 1990: „Hinar 12 ríkisstjómir Efnahags- bandalagsins heita efnahagslegri og peningalegri samfellingu (ríkja sinna). Til að koma henni í kring eru flestar þeirra ásáttar um að taka þurfi upp sameiginlegan gjaldmiðil og setja á stofn nýjan evrópskan seðlabanka, skoðanaskipti um til- högun þess banka eru rétt að hefjast Vestur-Þýskaland kveðst ekki fall- ast á peningalega samfellingu nema hinn nýi Evrópubanki verði eins vel stjórnmálamannaheldur sem Bund- esbank þess. Aðalbankastjóri Bund- esbank, Karl Otto Pöhl, hefur kveð- ið upp úr með hvað það merki. Ríkisstjómir skulu tilnefna fulltrúa til langs tíma í bankaráð (sem marki meginstefnu bankans) en nefnd fjármálaráðherra innan EBE kjósi stjórnarnefnd bankans (sem fylgist með daglegum störfum hans). Áðal- bankastjórinn geri Evrópuþinginu grein fyrir störfum hans (en sjaldnar en bandaríski seðlabankinn þjóð- þinginu). Forseti stjórnarnefndar EBE og formaður nefndar fjármála- ráðherra þess skulu sitja ráðsfundi bankans, en án atkvæðaréttar. { stuttu máli æskir Pöhl útvíkkaðs Bundesbanka. Margir evrópskir stjórnmálamenn em á öðru máli. Frakkar segja að aðstaða þurfi að vera til að krefja bankann til ábyrgðar og þeir vilja að nýi bankinn styðji allsherjarstefnu EBE í efnahagsmálum. Breska ríkis- stjórnin segir að Evrópubankinn verði ekki að réttu lagi krafinn til ábyrgðar nema til fullrar pólitískrar samfellingar komi - og segir þannig með sínu lagi að bollaleggingar þess- ar séu út í hött. Þess þar fyrst að spyrja ríkisstjórn- ir, sem vilja að bankinn verði ábyrg- ur gagnvart þeim, hvers þær vænti af slíku áhrifavaldi. Englandsbanki er sennilega smæsti seðlabanki í Vest- ur-Evrópu; fjármálaráðuneytið markar stefnuna í breskum peninga- málum. Sú skipan mála er hin „lýð- ræðislegasta" en á undanförnum ámm hefur hún leitt til miklu meiri verðbólgu og fleiri efnahagslegra vandamála af hennar völdum en hin „ólýðræðislega" þýska tilhögun. Hollandsbanki verður sennilega í vaxandi mæli tekinn til fyrirmyndar. Næst á eftir Bundesbank mun hann vera óháðasti seðlabankinn í Evr- ópu, þótt í orði kveðnu lúti hann umsjón þingsins. Allajafna leggur hann niður stefnuna í efnahagsmál- um, en hollenska ríkisstjórnin getur tekið fram fyrir hendur hans. Ef bankinn hreyfir mótmælum er ríkis- stjórninni skylt, ef hún fer sínu fram, að birta hlið við hlið sjónarmið bankans og rök sín fyrir að setja þau til hliðar. Evrópskan seðlabanka mætti setja upp með áþekkum hætti. Að stofnskrá sinni yrði honum falið að viðhalda stöðugu verðlagi og veitt sjálfstæði gagnvart ráðherranefnd EBE. Fjármálaráðherrarnir gætu tekið fram fyrir hendur honum, en einungis ef til þess eru brýnar ástæð- ur. Þeim yrði síðan áskilið að birta röksemdir beggja aðila, að afla sér „tilskilins" meirihluta í stjómar- nefnd EBE og tveggja þriðju meiri- hluta í Evrópuþinginu." Fáfnir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.