Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. mars 1990 Tíminn 5 Stórtjón við dauða þriggja fylfullra met-mera og fola Þrjár fylfullar hryssur eftir Ljóra frá Kirkjubæ og einn stóðhestur hafa drepist með skömmu millibili norður á Hólum í Hjaltadal að undanförnu. Um er að ræða hryssurnar Rebekku 6016, Fernu 4394,12 vetra hryssu í eigu staðarráðsmanns á Hólum og stóðhestinn Vökul sem nýlega var kominn til tamningar að Hólum. Vökull var að sögn kunnugra bæði bráðfallegur og efnilegur foli. í ljós hefur komið við krufningu að hjartaslag hefur orðið Fernu, sem var rúmra 17 vetra gömul, að aldur- tila. Vökull drapst úr garnaflækju en Rebekka og unghryssan fengu melt- ingarslen sem varð þeirra bani. Jón Bjarnason skólastjóri á Hól- um sagði við Tímann í gær að þessi dauðsföll væru hörmuleg. Ætíð mætti búast við afföllum og vanhöld- um í búpeningi og tölfræðilega væri varla hægt að segja að dauðsföllin væru umtalsverð. Því væri þó ekki að neita að menn yrðu jafnan slegnir þegar búpeningur félli á voveiflegan hátt. „Auðvitað eru atvik af þessu tagi slæm þó alltaf megi búast við þeim í sjálfu sér. Heilsufar hrossa hefur hér á Hólum verið gott og mjög gott sé litið yfir undangengið tíu ára tíma- bil. Hér eru um 200 hross á fóðrum og það er fylgst mjög nákvæmlega með þeim og jafnan haft náið santráð við dýralækna komi eitthvað óvænt upp á. Meira er ekki hægt að gera," sagði Jón Bjarnason. Þeir Gísli Halldórsson héraðs- dýralæknir í Skagafirði og dr. Helgi Sigurðsson dýralæknir hafa krufið hrossin og tekið sýni sem send hafa verið í rannsókn að Keldum. Helgi Sigurðsson sagði í gær að þótt fyrsta athugun hefði leitt í ljós líklegar dánarorsakir þyrfti að staðfesta þær þegar um jafn merka hesta væri að ræða og þarna væri. Ljóst væri að verulegt tjón hefði orðið sem erfitt væri að meta til fjár. Gísli Halldórsson héraðsdýra- læknir sagði að endanlegra niður- staðan um dánarorsakir hryssanna tveggja væri að vænta fyrir helgina og menn væru miður sín yfir atvikum sem þarna hafa orðið. Þó að niður- stöður um dánarorsakir lægju ekki endanlega fyrir þá væri þó Ijóst að langvarandi og alger jarðbönn í Skagafirði ættu þar stóran þátt. „Hrossin hafa ekkert annað fóður en það sem þeim er gefið. Á þessum tíma eru hryssur undir gífurlegu álagi og þessar hryssur áttu að kasta mjög snemma vors, eða eftir rúman mánuð. Fóðurþörf fylfullra hryssa er mjög mikil einmitt nú og spurning hvort hryssurnar hafi náð að nærast nóg til að fullnægja þörfum fóstursins og sjálfra sín jafnframt. Þcss skal getið að krankleiki í hryssum er ekki bara bundinn við Hóla. Það hafa veriö að veikjast hryssur víðar um fjörðinn en auðvitað verða menn felmtri slegnir þegar tvær af merkari hryss- um landsins leggja upp laupana," sagði Gísli. Við krufningu kom í Ijós að fyl Rebekku var hestfolald. Sömu sögu er að segja um fyl hinnar hryssunnar sem ráðsmaðurinn á Hólum átti. Með þessum sviplegu dauðsföllum er ljóst að verulegt fjárhagstjón hefur orðið. Allar voru hryssurnar þrjár kornnar að því að kasta af- kvæmum Ljóra frá Kirkjubæ. Gísli sagði að tvær fylfullar hryss- ur í Skagafirði til viðbótar væru komnar nteð einkenni meltingar- slens og kvaðst hann óttast um báðar því að þegar einkenni kæmu fram væru hryssurnar vcnjulega orðnar það veikar að við ekkert yrði ráðið. -sá Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarráði. Samþykkt í Borgarráöi Reykjavíkur í gær: Úttekt á fíkniefna- vandamáli unglinga Á fundi borgarráðs í gær var ákveðið að óska eftir því við íþrótta- og tómstundaráð og Félagsmálaráð að gerð yrði úttekt á fíkniefnaneyslu unglinga og tillögur að leiðum til úrbóta. Forsaga þessarar samþykktar var að Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarráði bar fram tillögu þessa efnis á borgar- ráðsfundi í gær. í tillögunni kemur fram að vegna ógnvekjandi frétta um aukna fíkniefnaneyslu unglinga í Reykjavík samþykkir borgarráð að setja á fót þriggja manna starfshóp til að kanna ástandið og koma með tillögur til úrbóta. Tillaga þessi var fram borin með stuðningi minnihlut- ans í borgarráði. Borgarstjóri óskaði eftir því að tillögunni yrði breytt lítillega og hún gerð að tillögu ailra í borgarráði. Úr varð að óskað eftir var því við Iþrótta- og tómstundaráð og Félagsmálaráð að gerð yrði úttekt ástandinu og bent leiðir til úrbóta. -ABÓ Hér má sjá yfir vígvöllinn á Arnarneshæð skömmu eftir hádegi í gær. Utan vega bíða nokkur ökutæki þess að verða dregin á brott. Tímamynd Pjetur Allar helstu samgönguæðar á höfuðborgarsvæðinu lömuðust um tíma í gær. Snjóstormurinn olli milljóna tjóni: 150 BILAR SKEMMDIR EFTIR 3JA TlMA BYL Gifurlega margir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess fyrri hluta dags í gær. Hjá lögreglunni í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi voru skráðar skemmdir á um 100 ökutækjum. Eru þá ótalin þau smáóhöpp þar sem ökumenn gerðu upp án afskipta lögreglunnar. Búast má við, að vel á annað hundrað ökutæki hafi orðið fyrir skemmdum á meðan á illviðrinu stóð. Ef 150 ökutæki hafa skemmst og meðaltjón á þeim er 70 þúsund krónur, hefur heildartjónið orðið 10 milljónir króna. Lögreglan í Reykjavík hafði af- skipti af 14 árekstrum fyrripart dags í gær. Mikið var um þriggja bíla árekstra og að sögn lögreglunnar skemmdust um 50 bílar í þessum 14 árekstrum. Átta bílar rákust saman upp í Kollafirði þar af þrír stórir flutningabílar. Af þessum sökum lokaðist vegurinn um tíma. Eitt barn fékk höfuðhögg við áreksturinn og var flutt á slysadeild, en að öðru leyti munu ekki hafa orðið meiösl á fólki. Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að hafa afskipti af um 40 ökutækjum sem lentu í árekstrum. Tveir mjög stórir árekstrar urðu á Arnarneshæð og stöðvaðist umferð í báðar áttir af þeim sökum. f öðrum þeirra lentu átta bílar saman. Að sögn lögregl- unnar í Hafnarfirði slösuðust sjö í þeim árekstrum sem hún hafði af- skipti af. Þar af slösuðust tveir lögreglumenn, er bifreið skall aftan á bifreið lögreglumannanna. Það sem olli veðrinu var mjög djúp lægð. Hún fór frckar hratt yfir landið og cftir að skilin höfðu gengið yfir lægði fljótt. Skilunum fylgdi mikið hvassviðri með skafrenningi og blindhríð. Á tímabiii varð ófært upp í Breiðholt, Árbæ og Grafarvog. Mjög blint var í Mosfellssveit og í Kollafiröi. Hafnarfjarðarvegurinn lokaðist um tíma. í heild má segja að urn hádegisbilið í gær hafi nær allir vegir frá Reykjuvík verið ófærir. Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Mosfellssveit voru kallaðar út og að- stoðuðu fólk sem átti í erfiðleikum. Þegar líða tók á daginn gekk veðrið niður syðra en versnaði að sama skapi í öðrum landshlutum þegar lægðin, sem olli óveðrinu, hélt áframferð sinni. Seinni hlutadagsins var komin blindhríð á öllu Norður- landi með tilheyrandi ófærð. í dag er spáð norðanátt með snjókomu fyrir norðan en þokkalegu veðri syðra. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.