Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 16
 I Bkji Jéél ÉÉFr**' H BwV JÉSL |H j, „ „„ „ ~ J1-Jl.Jl JQ.Jl.jriL 1 " 1 RÍKISSÍUP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hotnaihúsinu v/Tryggvogötu. S 28822 m Æjm r SAMVINNUBANKINN 1 í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞR0STUR 685060 VANIR MENN m Tíniiiin MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 1990 Allt stefnir í að rafmagn verði framleitt með olíu á Siglufirði eftir mánaöamót: SKEIÐSFOSSVIRKJUN AÐ VERÐA VATNSLAUS Ef ekki hlánar á allra næstu vikum bendir flest til þess að framleiða verði rafmagn á Siglufirði með díselvélum eftir mánaðamót. Stöðugt minnkar í aðveitulóni Skeiðsfossvirkjunar en þar hefur ekki rignt í þijá mánuði. Mjög kostnaðarsamt er að framleiða rafmagn með olíu. Kristján Sigtryggsson stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar sagði í samtali við Tímann að illa horfði í vatnsbú- skap virkjunarinnar. Undanfamar vikur hefúr vatnsborðið lækkað um 12 cm á dag, en síðustu daga hefúr það lækkað enn meira. Kristján sagði að ef ekki gerði þíðu á allra næstu vikum yrði að fara að fram- leiða rafmagn með díselvélum um næstu mánaðamót. í dag framleiðir virkjunin um tvö megavött og fær frá byggðalínu nærri eitt megavatt. I eðlilegu ástandi framleiðir virkjunin 3-3,5 megavött en framleiðslugeta virkj- unarinnar er 4,9 megavött. Um áramótin var lónið fúllt en gengið hefúr hratt á það síðan vegna þess að aðrennsli til þess hefúr verið sáralítið. í dag em um þrír metrar af vatni eftir í lóninu. Kristján sagðist halda að þessa dagana lækki í lóninu yfir 20 cm á dag. „Metrinn er því fljótur að fara,“ sagði Rristján. Ovenju mikill snjór hefúr verið á Siglufirði í vetur. Upp við Skeiðs- fossvirkjun er nú nærri tveggja metra jafnfallinn snjór og enn bæt- ir á. Ekkert hefúr rignt upp við virkjun síðan í desember. Svolftið hefúr rignt á Siglufirði, en úrkoman hefúr ekki náð upp að virkjun. Kristján sagði að svona ástand hefði skapast nokkmm sinnum áð- ur. Hann sagði nauðsynlegt að byggja sterkari línur yfir til Olafs- fjarðar og Dalvíkur. Línan frá Ól- afsfirði til Siglufjarðar getur ekki flutt nema rétt rúmlega megavatt. Siglufjörður og Fljótin þurfa sam- tals um þijú megavött. - EÓ. 100 ára afmæli Hólmavíkur: Þemavika í skólanum Síðastliðinn föstudag, 16. mars, lauk í Hólmavíkurskóla þemaviku sem helguð var 100 ára afmæli Hólma- víkur sem verslunarstaðar. Vinna kennara og nemenda í þema- vikunni var skipulögð þannig að nemendum var skipt í tíu 10 manna hópa eða fjölskyldur, en nemendur Hólmavíkurskóla eru einmitt 100 talsins. í flestum hópum átti hver bekkur, frá forskóla upp í 9. bekk, einn fúlltrúa, enda 10 nemendur í hveijum bekk að meðaltali. Hver hópur fékk síðan einn áratug úr sögu Hólmavíkur til umfjöllunar. A föstudagskvöldið héldu nemend- ur sýningu á affakstrinum á árshátíð skólans. Þar voru sett upp tíu stutt leikrit og hafði greinilega verið lögð mikil vinna í að útvega búninga og ýmsan vaming frá mismunandi tím- um. Húsfyllir var á sýningunni og viðtökur gesta mjög góðar. Vafalaust hefúr þessi vinna nem- enda með sögu staðarins aukið mjög skilning þeirra á grunni þess samfé- lags sem þeir lifa í. Sama má reyndar segja um sýningargesti, því margir höföu orð á því hversu mikið þeir hefðu fræðst um sögu Hólmavíkur á þessari stuttu sýningu. Þemavikan í Hólmavíkurskóla er einn af mörgum þáttum í afmælis- haldinu á Hólmavík, en eins og kunn- ugt er verða aðalhátíðarhöldin í bæn- um dagana 27.-29. júlí í sumar. Stefán Gíslason Starfsmönnum Byggingastofnunar landbúnaðarins hefur verið sagt upp störfum. Áformað er að Búnaðarfélag íslands yfirtaki starfsemina: Byggingastofnun landbúnaðarins lögð niður Stjóm Stofnlánadeildar landbúnaðarins hefur tekið þá ákvörð- un að leggja niður Byggingastofnun landbúnaðaríns í núverandi mynd. Nú standa yfir samningar milli Stofnlánadeildar aog Bún- aðarfélags íslands um að Búnaðarfélagið taki yfir hluta af verk- efnum Byggingastofnunar. Öllum starfsmönnum stofnunarinnar var sagt upp störfum um mánaðamótin janúar febrúar. Verkefni Byggingastofnunarinnar er m.a. að samþykkja uppdrætti að þeim mannvirkjum sem lán eru veitt til úr Stofnlánadeild landbúnaðarins eða öðrum opinberum sjóðum, að sjá bændum fyrir ódýrum og hentugum teikningum af mannvirkjum og hús- um til sveita og að fylgjast með inn- lendum og erlendum nýjungum i húsagerð og gera tilraunir með þær er til framfara mætti verða í gerð og notkun húsa til sveita. Verkefnum stofnunarinnar hefúr fækkað um 30% frá árinu 1986. Á sama tíma hefúr starfsmönnum henn- ar ekki fækkað. Á síðasta ári var Byggingastofnunin rekin með yfir 20 milljón króna tapi sem Stoftilána- deildin greiddi. Guðni Ágústsson, alþingismaður og formaður stjómar Stofnlánadeildar landbúnaðarins, sagði að með því að leggja Byggingastofnunina niður sé verið að reyna ná ffam spamaði. Hann sagði þetta tímabært þar eð dregið hafi svo mjög úr verkefnum og fyrirsjáanlegt sé að sú þróun mun halda áffam. Guðni sagði vonir standi til að Búnaðarfélag Islands yf- irtaki hluta af verkefnum Bygginga- stofnunarinnar. Búist er við að samn- ingar um málið takist á næstu dögum. Búnaðarfélagið hefúr í mörg ár haft í þjónustu sinni bútækniráðunaut. Áformað er að færa út starfssvið hans og að hann og starfsmenn hans sjái um að teikna fyrir bændur. Guðni Ágústsson sagði að þó gerðar séu skipulagsbreytingar á starfseminni þurfi það ekki endilega að þýða hærra verð á teikningum til bænda, en teikningar Byggingastofnunar hafa verið seldar á mun lægra verði en gerist á almennum markaði. Gunnar Jónasson, forstöðumaður Byggingastofnunarinnar, sagði í samtali við Tímann að þeir tíu starfs- menn stofnunarinnar sem nú starfa hjá henni hefðu meira en nóg að gera. Bændum, sem leitað hafa til stofnun- arinnar síðustu vikumar, hefúr verið vísað frá vegna þess að starfsmenn hennar sjá ekki fram á að geta lokið fyrirliggjandi verkefhum áður en þeir hætta störfúm í júlí í sumar. „Það kann vel að vera að það dragi svo úr verkefnunum á komandi ámm að endi með því að við höfum ekki nóg að gera, en það er ekki komið að því ennþá,“ sagði Gunnar. I síðustu viku samþykkti Búnaðar- þing fyrir sitt leyti að Búnaðarfélag Islands tæki yfir hluta af verkefrium Byggingastofnunar landbúnaðarins. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri sagði að i drögum að samningi milli Stofhlánadeildarinnar og Búnaðarfé- lagsins væri gert ráð fyrir að Stofn- lánadeildin styrkti nýja bygginga- deild í Búnaðarfélaginu til að byija með. - EO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.