Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 21. mars 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMViNNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarféiögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofun Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrot:TæknideildTímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift f kr. 1000,-, verð (lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Að loknu Búnaöarþingi Búnaðarþing var haldið í Reykjavík dagana 5.-15. þ.m. að báðum meðtöldum. Þingið starfaði því 11 daga sem er næststysta þinghald Búnaðarfélags ís- lands frá upphafi að talið er. Aðeins þingið í fyrra var einum degi styttra. Ekki sýnist nein ástæða til að leggja sérstaklega út af því þótt starfstími búnaðarþings styttist. Slíkt má flokka undir eðlilegar skipulagsbreytingar, sem mjög eru til umræðu í félagssamtökum bændastéttar og landbúnaðarins. Sérstök nefnd vinnur að því að end- urskoða félagskerfi landbúnaðarins og er þess að vænta að hún skili áliti sem fyrst. Innan bændastéttar almennt og meðal forystumanna hennar er fullur skilningur á því að slík endurskoðun félagslega kerf- isins sé tímabær, en það er hins vegar réttmæt krafa að sú endurskoðun fari fram með sem víðtækustu sam- starfi þeirra sem hér eiga hlut að máli. Þótt búnaðar- þing hafí að þessu sinni rætt þessi mál ítarlega sem oft áður að undanfomu, var ekki gerð um það önnur ályktun en sú að hvetja til þess að endurskoðunar- nefndin lyki störfum, sem telja verður eðlilegt á þessu stigi máls. Fram kom í þingslitaræðu formanns Búnaðarfélags Islands, Hjartar E. Þórarinssonar, að alls hefði búnað- arþingið fjattað um 40 mál þá ellefu daga sem það sat og sent frá sér 25 ályktanir um ýmisleg efini sem snerta hagsmuni landbúnaðarins. Þegar þess er gætt að búnaðarþing er eins konar ráðgefandi fulltrúasam- koma gagnvart ríkisstjóm og Alþingi um landbúnað- armál skipta ályktanir þingsins máli í almennri stjóm- málaumræðu í landinu. Ályktunum þingsins er í raun beint til stjómmálaflokka, ekki síður en ríkisstjómar og Alþingis. En að sjálfsögðu eiga mörg þeirra mála sem búnað- arþing fjallar um erindi til alls almennings. Þar má m.a. nefna umræður og álit þingfulltrúa að því er varðar umhverfísmál, uppgræðslu og gróðurvemd. Þessi mál em viðurkennd sem brýnt þjóðfélagslegt viðfangsefni. Áhugi á þeim fer vaxandi meðal þjóðar- innar og ekki að efa að margir vilja leggja þeim lið I þessu sambandi má það ekki gleymast að landbún- aðurinn á mikið undir skynsamlegri landnýtingu ásamt öðmm atvinnuvegum, sem einnig þurfa á land- rými að halda og ástæða til að leggja áherslu á að um- hverfismál í nútímaþjóðfélagi hljóta að vera sam- starfsverkefni margra áhuga- og hagsmunaaðila. I ályktun og umfjöllun búnaðarþings kom skýrt fram vilji forystumanna í landbúnaði að leggja sitt af mörk- um til umhverfis- og gróðurvemdarmála, m.a. með því að taka undir það sjónarmið að afmarka beri upp- blásturssvæði í landinu skýrt og greinilega og miða að því að græða þessi svæði upp á næstu árum. Bændur em samkvæmt eðli atvinnu sinnar og hagsmuna rækt- unannenn. Milli þeirra og áhugafólks um uppgræðslu og gróðurvemd þarf að vera gott samstarf og fullur trúnaður. Búnaðarþing hefur sýnt vilja sinn til þess að þjóðin gangi sameinuð til verka í gróðurvemdarmál- um. GARRI Kristín í báðum herbúðum IJtanaökomandi fólki gæti virst sem engino endír ætli að verða á raunum þeirra reykvískra pólit- ikusa sem kenna sig við það svæöi hins póiitíska Utrófs, sem er vinstra megin við miðju. Þó virð- ast forkólfar Alþýðubandaiagsins geta skilgreint þessi vandræði að miklu leyti í burtu og nota til þess hárnákvæmar aðferðir skóla- spekinnar og eflaust hefur líka komið við sðgu sú grein rðk- semdafærslu sem nú cr farið að kalla „trektarlógíu" eftir að kunnur visindamaður úr Álþýðu- bandalaginu kom fram i sjón- varpsþætti um hyalamál hér um árið. I Þjóðviljanum í gær er aðal- frétt dagsins um væntanlegar borgarstjórnarkosningar undir aðalfyrirsðgninni „Kristín i báð- um herbúðum*. Óneitanlega þóttu Garra þetta mikil tiðindi enda hefð komin á það í borgar- stjórnarmálum þegar vísað er til tveggja herbúða stríðandi afla í Reykjavík að tala annars vegar um meirihluta ðtaldsins og hins vegar ura herbúðir minnihluta- flokkanna. Að Kristin værí í báð- um, er mikil frétt. Hins vegar reyndist málið ððruvisi vaxið en Garri taldí í fyrstu. f huga „mál- gagns sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar,“ eru innan- flokksmálin orðin svo þrúgandi að höfuðandstæður í borgar- stjórnarkosningunum eru nú hin nýstofnuðu samtðk „Nýs vett- vangs“ annars vegar og svo fram- boð Alþýðubandalagsins hins vegar - og Krístin er í BÁÐUM HERBÚÐUM. Fréttin í Þjóðvilja segir síðan frá því að Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins ætli að starfa áfram í Alþýðu- bandalaginu i Reykjavik og vera lika í framboði á Hsta sem býður Hnekkjumfámennisveldinu í Reykjavík fram gegn Alþýðubandalaginu. Formaður Alþýðubandalagsins i Rcykjavik, Stefanía Traustadóttir segir að ef hún væri Kristín Á. ól- afsdóttir myndi hún hætta i Al- þýðubandalaginu. En þvi miður er Stefanía ekki Kristín og þess vegna sýnist Garra að komið sé upp hið versta mál i fiokknum. Formaður Alþýðubandalagsins alls, Ólafur Ragnar, vill ekki ræða um framboðsmálin í Rcykjavik við Þjóðviljann í gær, en Kristín, sem er í báðum berbúðunum, er kunnur stuðningsmaður Ólafs þegar hún er í herbúðum Alþýðu- bandalagsins. Hins vegar er vara- formaöurinn Steingrimur J. ekki með miklar áhyggjur af þessu máli og gæti þess vegna verði sammála Jóni Múla þegar hann sagði um það fólk sem flykktist frá Austur - Þýskalandi vikurnar áður en umbylting Nýs Vettvangs þar í landi hófst: „Farið hefur fé betra“. „Leiðir ókveðinna einstaklinga og flokksins hafa skiiið í þessari lotu og það snýr meira að þessum einstaklingum hvort þeir vilja vera flokksmenn áfram. Hver ræður sínum næturstað í þessum efnum. Málið væri alvarlegra ef Birting sem félag hefði gengið til liðs við Nýjan Vettvang,“ segir Steingrimur J. í Þjóðviljanum. Vera má aö Birting sem félag hafi ekki gengið til liðs við Nýjan vett- vang, en ef marka má orð Sigur- jóns Péturssonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalags, sem ásamt Kristínu í báðum herbúöunum, ritar grein í leiðaraopnu Þjóðvilj- ans í gær, mætti ætla að þeir séu fáir eftir í Alþýðubandalagsfélag- inu Birtingu, sem ekki eru jafn- framt félagar í Nýjum vettvangi. Borgarfulltrúinn Sigurjón segir m.a. þetta um Nýjan vettvang: „Flest bendir til að það eina við þetta nýja framboð sé nafnið. Á stofnfundi Flokksins ( þ.e. Nýs vettvangs, innsk. Garra) mátti sjá mörg kunnugleg andlit fyrir okkur Alþýðubanda- lagsmenn, forysta Birtings, félags sem kallar sig Alþýðubandalags- félag virðist næstum í heilu lagi hafa gengið til liðs við nýja flokk- inn.“ Þeir Steingrímur og Sigurjón hafa þannig í sameiningu varpað nokkuð skýru Ijósi á þessi fram- boðsmál Alþýðubandalagsins. Birting er félag innan Alþýðu- bandalagsius og sem félag styður það framboð Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Hins vegar eru nær allir sem eru meðlimir ( Birtingu cinstaklingar og sem slíkir gjör- samlega óbundnir stefnu félagsins og styðja þess vegna annað fram- boð en framboð Alþýðubanda- lagsins, þ.e. Nýjan vettvang. Þess vegna er í rauninni engin mótsögn fólgin i því að einstaklingurinn Kristín sé i öðrum herbúðunum en Birtingarmeðlimurinn Kristín, eða „birtingarmynd“ einstak- lingsins Kristínar sé i hinum her- búðunum. Ergó: Það er einhver misskilningur að framboðsmálin hjá Alþýöubandalaginu séu i ólestri. Hver var svo að segja að ekkert væri hægt að læra af guðs- sönnunum miðalda? Garri Neyðarástand í leynum Ríkisútvarpið telur sig vera mikil- vægt öryggistæki og geta komið að- vörunum og Ieiðbeiningum til þjóð- arinnar með skilvirkum hætti þegar þörf er á. Veðurstofan á að gegna einhveiju slíku hlutverki líka, en óneitanlega ríkir meiri nákvæmni í veðurfarslýsingum gærdagsins en spádómum morgundagsins. Þær veðurspár sem flestir taka eftir gilda 21. klukkustund og hálfri betur frá þeim tíma sem þær eru sagðar. En misbrestur vill verða á að lýsa veðri svo sem eins og næstu 10 tímana. í sjónvarpinu er það veðrið annað kvöld sem gildir en ekki veðurlag í fyrramálið. Allt er þetta gott og blessað, en ofl vitagagnslaust þegar á reynir. I gærmorgun sagði Ríkisútvarpið frá veðri og færð i öllum fréttatím- um frá kl. sjö. Fyrir hádegi var enn fært milli Akureyrar og Húsavíkur og um eitthvað á Vestfjörðum. Hell- isheiði var að verða ófær litlum bíl- um. Nokkrum sinnum varaði Vega- gerðin við að Sandvíkurheiði væri að teppast og myndi líklega verða ófær þegar liði á daginn. Böm fyrir austan fjall voru vömð við að leggja út í að fara í skóla. „Efri byggöir“ Það liðu allt að 5 tímar frá því að Ríkisútvarpið varaði við vesnandi færð á Brekknaheiði þar til fréttir bárast af því í hádegisfréttum, að björgunarsveitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ væm að reyna að bjarga fólki í starvitlausu veðri á tepptum vegum og götum á höfuðborgar- svæðinu og næsta nágrenni. Þá vom allar leiðir til og frá lokaðar vegna skafrennings og árekstra en ekki sá út úr augum í veðrahamnum. Um það leyti sem veðrinu var að slota beindi Reykjavíkurlögreglan því til fólks að „efri byggðir borgar- innar“ væm ófærar og baðst undan að taka við hjálparbeiðnum fólks sem var í nauðum statt. í „efri byggðum borgarinnar“ var ástandið þannig að upp úr kl. 8.00 komust fjórhjóladrifnir jeppar ekki leiðar sinnar áfallalaust, hvað þá aðrir bílar. Rokið og skafrenningskófið var slíkt að ekki sá út úr augum og strætisvagnaferðir á flestum leiðum riðluðist eða stönsuðu með öllu í nokkrar klukkustundir. I hádegisfféttum kom Ríkisútvarp- ið því loks til skila að kannski væri ekki rétt að lítil böm á höfuðborgar- svæðinu væm mikið á ferð milli heimilis og skóla. Meira að segja ætluðu skólamir ekki að refsa bömunum sérstaklega fyrir að fara ekki út í manndráps- hríðina til að læra um Tanzaníu. Um náttúmfar eigin lands þarf eng- inn að frétta neitt. Á heiðarbrún Nú má segja með nokkmm rétti, að menn eigi sjálfir að sjá hvemig viðr- ar úti fyrir glugganum eða bílrúð- unni. En á títtnefndum landshluta em mörg veðursvæði og era t.d. „effi byggðir borgarinnar" á heiðar- brún, en sú vitneskja er ekki almenn og skipuleggendur byggða em snjallari í flestum greinum örðum en að þekkja landslag og veðra- brigði em öllum ókunn nema lög- reglunni sem frábiður sér að aðstoða hrakningsfólk í „effi byggðum.“ I þéttbýli hagar víðast svo til að ekki sér til veðurs og útsýnið úr eld- húsglugganum býður ekki upp á ná- kvæma veðurfarsgreiningu. Því er vitneskja hinna víðsýnni vel þegin þegar allra veðra er von, eða jafnvel að fá upplýsingar um að mann- skaðaveður sé skollin á og flestar leiðir í vinnu eða skóla lokaðar vegna fannfergis og veðurofsa. En á sama tíma og tugþúsundir manna, kvenna og bama hröktust um á leið í vinnu og skóla komst Ríkisútvarpið næst veðurlýsingum á höfuðborgarsvæðinu að vara menn á litlum bílum við að leggja á Hell- isheiði. Reynda var hún kolófær og Þrengslin sömuleiðis þegar viðvar- anir bámst. Auðvitað var sjálfsagt og eðlilegt að Ríkisútvarpið varaði menn við að leggja á Sandvíkurheiði og Brekknaheiði þegar veðrahamaur- inn stefndi á norðausturhomið. Á sama tíma veit samt Veðurstofan ekkert um fárviðri á höfuðborgar- svæðinu og Ríkisútvarp og upplýs- ingamiðlar Vegagerðar ekki heldur um að hjáparsveitir era að bjarga fólki í nauðum og lögreglan getur ekki sinnt neyðarbeiðnum um að- stoð. Island er áreiðanlega eina landið í heiminum þar sem rekið er bæði viðamikil útvarpsstöð og fúllkomin veðurstofa þar sem aldrei þarf að sinna sérþörfum nær tveimur þriðju hlutum þjóðarinnar hvað upplýsing- ar um veður og færð varðar. Svo stæra svona stofnanir sig af að vera öryggistæki. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.