Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. mars 1990 Tíminn 7 — vettvangur ...................................................... .................................... Siglaugur Brynleifsson: FimbuKamb „höfundanna" Laugardaginn 10. mars birtust skrif í dagblaðinu Tímanum — „Svar vegna skrifa um Islenskan söguat- las“ — sem Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg skrifa. Þeir verða hér eftir nefndir „höfundar“. Þeir munu aðstandendur að ritinu Islenskur söguatlas. Annað inntak- ið í skrifum þeirra er tilraun til þess að hnekkja skrifum undirritaðs um vissa þætti þessa rits, eða öllu held- ur vissar texta-opnur ritsins. Undir- ritaður skrifar eftirfarandi pistil ekki vegna þess að „höfundar“ hnekki í einu eða neinu umfjöllun undirritaðs um söguatlasinn heldur vegna þess að samantekt „höfund- anna“ er einkar gott dæmi um að- ferðir, heimildanotkun og sérstæð- an skilning þeirra sem nefna má „tötramarxista“. Hitt inntakið í skrifum þeirra og kveikjan að skrifimum er sú stað- hæfing undirritaðs að „textinn virð- ist stundum söguskoðun, sem hefiir leitt margan manninn til fáránlegra staðhæfmga...“ Fyrst skal hér fjallað um aðferðir „höfunda" við að hnekkja gagnrýni undirritaðs um viss atriði í textum atlasins. „Höfimdar“ nota þá aðferð í upphafi skrifa sinna að falsa run- mæli undirritaðs um upphaf vík- ingaaldar og útþenslu víkinga með því að skrifa og eigna höfimdi „að höfundar hefðu átt að útskýra út- þenslu víkinga með kenningu Barða Guðmundssonar.“ Undirrit- aður fmnur að því að höfimdar söguatlasins skuli ekki minnast á kenningar Barða. Ástæður íyrir „út- þenslu víkinga" eru óútskýrðar enn þann dag i dag. „Höfundar" gagn- rýna mjög setninguna í umfjöllun undirritaðs „heimildimar um stofh- un Alþingis." Hvort nota skuli heimild i eintölu eða fleirtölu í þessari setningu skiftir engu máli, en hvað um það, þá ættu „höfimd- ar“ að fletta upp í Landnámuútgáfu Jakobs Benediktssonar varðandi stofnun Alþingis (bls. 8, neðan- málsgrein nr. 1). Einnig skyldu þeir kynna sér skrif Jóns Jóhannessonar og Sigurðar Nordals um stofhun Alþingis og þær heimildir eða heimild sem þeir byggja á sína um- fjöllun. Svo er komið að goðunum sem höfundar ritsins nefha „forstöðu- menn blóta“. „Höfundar" telja þýð- ingu „forstöðumanna blóta“ vera hverfandi og telja íslenskar heim- ildir um þau efni marklitlar. Þá mætti benda þeim góðu „höfund- um“ á að fletta upp í ritum sem fjalla um heiðinn dóm, svo sem „Altgermanische Religionsge- schichte" eftir Jan de Vries eða rit Dumezils. Kenningar „höfunda" um tekjur goða af málafærslu eru upprunnar .úr riti bandarísks marx- i'sta, Jesse L. Byocks: „Feud in the Icelandic Saga“ gefið út í Berkeley 1982. Varðandi notkun undirritaðs á stéttahugtakinu þá er sú notkun bundin umfjöllun þess i textum söguatlasins. í svari „höfunda" varðandi hugtökin stétt og stétta- skipting sleppa þeir smáorðinu „ströng" stéttaskipting í skrifum undirritaðs, þegar rætt er um að ströng stéttaskipting hafi ekki verið ríkjandi hér á landi. Þetta er gott dæmi um óvandaðan málflutning. Síðan er fimulfamlað um að undir- rituðum sé mjög illa við hugtakið stétt og dreginn langur lopi út ffá því, þar koma til sögunnar San Sal- vador og Bandaríkin og að undirrit- aður „gerist veijandi landeigenda" þegar gagnrýnt er folsun höfunda varðandi leigumáta og ein undan- tekning talin sanna algilda reglu eða svo sýnist. Samkvæmt svari „höfunda" virðast íslendingar ekki hafa borðað mikinn fisk á fyrri öld- um, því meira af kjöti, mjólkuraf- urðum og mjöli. Mjölneysla íslend- inga á fyrri öldum var hverfandi og það eitt sýnir hversu kunnáttu „höf- unda“ um íslenskar aðstæður og sögu er ótrúlega ábótavant. Athugasemdir undirritaðs um klaufalegar staðhæfingar söguatlas- höfunda um kúgildaleigur strax eft- ir svarta dauða, þá voru þær athuga- semdir bundnar því tiltekna atriði en ekki um kúgildaleigur almennt. Þetta er eitt fjölmargra dæma um hvemig „höfundar" hagræða sann- leikanum. Allar þessar aðfinnslur „höfunda" eru því reistar á því að sleppa úr, hnika til staðhæfingum og ljúga upp umsögnum. En þessi einkenni eru alfa og ómega málflutnings og aðferða tötramarxista. Nú kemur að hinu inntakinu í - skrifum „höfunda“. Þeir virðast vera á nálum um að þeir séu ekki né aðrir höfundar ritsins kenndir við marxíska söguskoðun. „Höfundar“ minna hér helst á meykerlingar sem eru á nálum um meydóminn. Því fór fjarri að undirritaður teldi að söguatlasinn væri allur mengaður marxískri söguskoðun, hann taldi að vissir kaflar bæru með sér for- teikn marxískrar söguskoðunar og taldi ritið vera þakkarvert að ýmsu öðru leyti. „Höfundar" telja að hvergi sé „því haldið fram að lykill- inn að sögulegum skilningi sé stéttabaráttan". Og í lokin skrifa „höfundar": „Staðreyndin er sú að ekkert í bókinni gefur til kynna marxísk áhrif umfram það (eink. af undirrituðum) sem almennt er og viðurkennt í vestrænni söguritun og væri nær að nefna áherslu á efna- hagslega og félagslega þætti... Ein- hliða áhersla á pólitíska sögu og persónusögu er löngu úrelt.“ Svo hljóðar lokatextinn. Og það furðu- lega gerist að með þessum lokaorð- um segja „höfundar" að hér séu sveimandi „marxísk áhrif‘ en ekki umfram það sem almennt sé í vest- rænni söguritun. Það verður að upplýsa „höfunda" um að þótt ein- staklingar sem virðast eftir lestur svars „höfunda" hafa hlotið meira en litla marxíska innrætingu og hafa einnig gengið í björg marx- ískrar söguskoðunar og ekki síst til- einkað sér vandlega aðferðir þeirra bjargbúa, þótt þeir sömu leitist við að felast bak við „vestræna sögurit- un“ þá er vestræn söguritun alls ekki mörkuð marxískum áhrifum nú og undanfarið. Bestu verk vest- rænnar söguritunar eru ómenguð af marxískum áhrifum og stefna þvert á marxiska söguskoðun. Þeir góðu „höfundar“ ættu t.d. að kynna sér þau rit sem út komu á síðasta ári um frönsku stjómarbyltinguna. Þótt af þeim ritagrúa séu nokkur rituð sam- kvæmt „hefðbundinni marxískri söguskoðun" þá er áberandi hversu algjört frávik ffá marxisma ein- kennir meginþorra þeirra. Og varð- andi undanfama áratugi þá er þessi steffia rikjandi. Það var því við hæfi að á tvö hundmð ára afmæli ffönsku bylt- ingarinnar skyldi hefjast stjómar- bylting í Austur-Evrópu. Með hmni kommúnismans hrynur eðlilega kveikja hans og réttlæting sem er fólgin í hinni fmmstæðu söguþró- unarkenningu marxismans um þýð- ingarleysi einstaklingsins eða per- sónusögunnar. Nú er nefnilega svo komið að persónusagan er talin lyk- illinn að sögulegum skilningi, en lykillinn sé ekki „söguleg nauðsyn á leiðinni til kommúnismans". Þetta skyldu „höfundar“ hafa hugfast og reyna að losna úr álögum marxískr- ar innrætingar og það skjótt, senn líður að Almenna bókafélagið gefi út annað bindi Islensks söguatlas. KLARIN ETTUTON LEIKAR Hvemig sem á því stendur þá virðast Islendingar vera sérlega sterkir í klar- inettuleikurum — fingur annarrar handar nægja tæpast ef telja skal upp þá klarinettista vora sem mjög góðir mega teljast, geisla í kammermúsík og halda einleikstónleika heima og erlendis. Einn þeirra af yngstu kyn- slóð er Jón Aðalsteinn Þorgeirsson sem lauk námi í Vínarborg fyrir fáum ámm ef ég man rétt. Hann hélt tón- leika á Kjarvalsstöðum 11. mars ásamt Þorsteini Gauta Sigurðssyni pianóleikara sem um hríð hefiir verið talinn einn vöxtulegasti sprotinn í vermireit píanismans hér á landi. Tónleikamir einkenndust af þeirri spilagleði ungra manna og ást á hröð- um skölum og sterkum tónum sem Heinrich Neuhaus, kennari stóm sov- ésku píanistanna, segir að einkenni efftismenn á þessu aldursskeiði. Á Kjarvalsstöðum er jafnan einum fleiri þátttakandi i hveijum listvið- burði en upp em taldir í efnisskrá, loftið í húsinu. Á myndlistarsýning- um hrópar loffið: „Hér er ég! Sjáið mig!“ en á tónleikum á það til að taka til máls með lágum hvini og braki sem á viðkvæmum stundum getur tmflað á sama hátt og áheyrandi sem er að laumast til að fá sér sælgæti i sellófanpoka. Loftið hafði hins vegar hægt um sig á þessum tónleikum, kannski það sé líka farið að róast með ámnum og kannski hin litsterka tón- list hafi yfirgnæft stunur þess. Hver veit? Á efnisskránni vom þijú verk, hvert með sínum hætti: Sónasta í Es- dúr op. 167 eftir Saint-Saens, Grand Duo Concertant eftir von Weber og Es-dúr sónata Brahms. Saint-Saens (1835-1921) samdi sónötu þessa (op. 167 sem hann nefn- ir fyrir klarinettu með píanóundir- leik) árið 1921 þegar hann var 86 ára; þetta ár samdi hann tvö önnur verk fyrir blásturshljóðfæri, óbósónötu op. 166 og fagottsónötu op. 168 og loks stutt píanóverk op. 169 sem varð hans síðasta í þessari jarðvist — það er algengt að tónskáld snúi sér að klarinettunni þegar dauðinn nálgast, sbr. Mozart og Brahmms. Sumum finnst sónata Saint-Saens heldur los- araleg, en i henni em mjög fallegir kaflar sem gera hana vel þess virði að hlusta á hana þegar vel er spilað. Grand Duo Concertant eftir von Weber (1786-1826) er afar glæsilegt verk en að mínu mati innihaldsrýrt, stanslausir skalar og hlaup sem þeir félagar spiluðu af mikilli íþrótt og klingjandi tóni. Píanóparturinn er sagður vera mesta torf en Þorsteinn Gauti virtist ekki finna fýrir því ffemur en Gamli Nói væri. Hryggjarstykki tónleikana var auð- vitað Es-dúr Jóhannesar Brahms (1833-1897) op. 120 nr. 2, sem skáldið samdi árið 1894. Ólíkt són- ötu Saint-Saens fýrir klarinettu með píanóundirleik er þessi sónata fýrir klarinettu og píanó, bæði hljóðfærin em jafhgild og líklega er píanópart- urinn ennþá erfiðari tæknilega, þvi Brahms sjálfur var þmmupíanisti. Mér þótti Jón Aðalsteinn nota rauða litinn fullmikið, ef svo má að orði komast, í þessu milda haustlitaverki hins síðrómantíska skálds — leggja meira upp úr klingjandi tóni og sterkri stefjamótun en hinum inn- hverfa anda verksins. En auðvitað er það aðal hvers túlkandi listamanns að móta efhiviðinn að sínu skapi og þeir félagar spiluðu sónötuna mjög vel. Loks tóku þeir aukalag, Rómönsu- kaflann úr klarinettusónötu eftir Po- ullenc (1899-1963) sem hann samdi ásmat óbósónötu árið 1962 — einnig hans síðustu verk! 1 þessum kafla þótti mér spilamennska Jóns Aðal- steins og Þorsteins Gauta njóta sín hvað best, en jafhframt hlýt ég að dást að þeirri sjálfsstillingu þeirra að velja ffemur rómönsuna en lokakafl- ann, Allegro con fuoco. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.