Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 24. mars 1990 Málaði Cranach konu Lúthers á Evuklæðum? Sænski rithöfundurinn Mari- anna Fredriksson hefur uppi ýmsar forvitnileaar tilaátur um listaverk Cranachs. sem eftir 30 ára striðið hafnaði í Svíbióó Einn þessara löngu og gráu febrú- ardaga lít ég enn með furðu á hana Evu með stóru tána. Eg hef iðulega mænt á hana og alltaf hefur hún glatt mig og gert mig undrandi. Því veldur bros hennar og kankvísi, augnaráðið, sem beinist móti framtíð sem býr yfir fyrirheiti um að það vald sem henni er gefið í krafti ástar hennar er tryggt. Og svo er það þessi makalausa stóra- tá. En hér verður þó fyrst og firemst rætt um hana sjálfa. Mér finnst það nærri of ótrúlcgt til þess að geta verið satt að þessa mynd sé að finna í þessu útkjálka- Iandi, Svíþjóð, í sveitaborginni Lin- köbing. Það tekur mig góða stund að átta mig á að það er hún og engin önn- ur sem stendur þama undir hinu gróskumikla eplatré. Fyrsta hugsunin sem grípur mig er dæmigerð fyrir okkar tíma og ég fyrirverð mig fyrir það: Hún hlýtur að vera margra milljóna virði. Og því næst — hvemig gat hún hafhað hér, þessi eggjandi Eva ffá sextándu öld- inni? Nú hittist svo á að það er einmitt þessa dagana að hinn nýkjömi forseti Tékka, leikskáldið Havel, hefur óskað eftir að endurheimta ýmsa dýr- gripi þjóðar sinnar, sem sænskir herir rændu og höfðu á burt með sér í 30 ára striðinu. Líklega er myndin hluti af þessu herfangi, hugsa ég. En hver rændi henni? Og hvar var henni komið fyrir allan þennan tíma í okkar skógi vaxna landi, þar sem frelsi kvenna var aldrei litið mjög hýru auga? Svarið sem ég fæ hjá safh- verðinum við þessari síðustu spum- ingu er ákveðið: Á náðhúsi! Já, það er rétt. Hún var geymd á útináðhús Uppboð í Sjögestads — sókn Og nú fæmm við okkur um set: Það er uppboð í Sjögestads — sókn einhvem tíma um 1880. Þama er fjöldi manns kominn, fólk sem komið hefur um langa vegu sér til skemmt- unar, aðeins til að fylgjast með. Sum- ir eiga þó nokkuð í handraðanum og ætla að bjóða í. Hér kunna góðir mun- ir að fást, þar sem það er heldra herra- setur sem cr að fara undir hamarinn. Fólk dreymir um skrautlegar súpu- skálar, damaskdúka og þess háttar. En fleiri em snauðir og ætla sér aðeins að fygjast með og hitta kunn- ingja í leiðinni. Það er lénsmaður krúnunnar, Per Johan Johannsson, sem stjómar uppboðinu og hann kann sitt fag. Skyldi hann vera ungur og röskur eða gamall og slóttugur? Eg veit það ekki og raunar skiptir það litlu máli. En þó vildi ég vita hve glöggskyggn hann hefur verið. Uppboð geta verið langdregin og einhverjir kunna að þurfa á náðhúsið. Það reyndist vera kona ein sem fyrst leitaði þangað og þar kom hún auga á Evu, kviknakta, granna og eggjandi. Aldrei um sína daga hafði konan séð annað eins, svo fagurt og skelfi- legt um leið. ekki er gott að segja hvað henni hefur búið í bijósti þegar hún þaut til baka og sagði fréttimar— að það væri eitt málverk enn á býlinu, á náðhúsinu. Eigendur býlisins reyndu að þagga niður í henni, því þeir vildu bjarga gripnum. En konan lét sér ekki segjast og senn hafði myndin verið dregin fram og látin meðal annarra uppboðsmuna. Það fór kliður um hópinn og kvenfólkið lést taka fyrir augun. Karlamir hlógu, uppveðraðir eða feimnir eftir atvik- um. Uppboðshaldarinn hastaði á við- stadda og hér vaknar sú spuming hvort hann hafi áttað sig á hvað á ferðum var. En víst er að hann bauð sjálfúr í málverkið og hreppti það fyr- ir fáeina ríkisdali. Ef til vill áttaði hann sig á merki Cranachs, vængjaða drekanum, sem ristur var á sjálft skilningstré góð og ills á myndinni. Því einn daginn færði hann safninu í Linköbing myndina og safnvörðurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann ritaði bréf til sér- Katharina von Bora, sem var kona Lúthers 1525. Myndin er á Uffizi safninu í Florens.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.