Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminri! Fimmtudagur 29. mars 1990 Vatnajökull mun stærri en talið var: Samsvarar um 40 metra þykku íslagi á landinu Við rannsóknir á Vatnajökli hefur komið í Ijós að jökullinn er mun stærrí að rúmmáli, en talið var. Þær niðurstöður sem nú liggja fýrír benda til þess að heildarrúmmál Vatnajökuls er nærrí því að vera 4000 rúmkílómetrar, í stað um 3000 rúmkílómetrar sem áður var talið. Ef jökulbreiðunni værí jafnað út yfir allt land- ið samsvarar það að 40 metra þykkt íslag værí yfir öllu landinu eða 10 metrum meira en menn töldu. Dr. Helgi Bjömsson jarðeðlisfræð- ingur sagði í samtali við Tímann að við Raunvisindastofnun háskólans væri unnið að jökiarannsóknum og væri eitt meginverkefnið könnun á landi undir Vatnajökli og yfirborði hans. Rannsókn þessi heíur staðið frá 1979 og er hún gerð í samvinnu við Landsvirkjun og Jöklarannsóknarfé- lagið. Tilgangurinn hefur verið tvíþætt- ur, annars vegar að finna hvemig jöklamir skiptast á einstakar ár. „Það má segja að ámar séu leiðslur inn í geysilega stóran geymi. Menn vissu ekki hvemig þessi stóri geymir skipt- ist í mismunandi ár sem út úr honum fóm. Það er því verið að athuga hvað hinar einstöku ár fái mikið af vatni frá ákveðnu svæði,“ sagði dr. Helgi. Þessar rannsóknir gefa góða yfirsýn yfir aðrennsli i ár sem hafa verið virkjaðar eða stendur til að virkja og þá er hægt að sjá hve mikill ísforðinn er sem leysingarvatn fellur af í vatns- mestu ár landsins. I annan stað er tilgangurinn að kanna eldstöðvamar undir jöklinum til að vita hvar þær em og hvert þær liggja. Þetta er gert til að átta sig á rennslisleiðum jökulhlaupa ef gos hefst undir jökli. Ef jarðskjálftar benda til þess að gos er að hefjast á ákveðnu svæði, þá koma kortin sem dregin hafa verið upp að góðum not- um við að sjá líklegar rennslisleiðir frá eldstöðvunum. Þessi þáttur er mjög mikilvægur út frá sjónarmiði almannavama. Dr. Helgi sagði að það sem vakið hafi sérstaka athygli við þessar rann- sóknir væri að undir vestanverðum jöklinum væm fjallshryggir og næði vatn á botninum ekki vestur fyrir þá. Þetta leiðir til þess að hlaup úr miðj- um jökli falla í Skaftá, en ekki í Tungná og Köldukvísl. „Það má segja að þessir hryggir verji þá ámar sem falla vestur úr og geri þannig gagn,“ sagði dr. Helgi. Sú úrkoma Sjálfstæðismenn í Kópavogi vilja ekki fá íþróttahöll í bæinn: Agreiningur í bæjar- stjórn um íþróttahöll Minnihluti sjálfstæðismanna í Kópavogi hefiir heitið því, nái þeir meirihluta í kosningunum í vor, að rifta samkomulagi sem fyrirhugað er að gera milli Kópavogsbæjar og stjómvalda um byggingu Qölnota íþróttahúss í Kópavogi. Guðmundur Oddsson, forseti bæjarstjómar, segir þetta mikla skammsýni og segist fagna því ef sjálfstæðismenn ætla að gera þetta mál að kosningamáli. Guðni Stefánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði sjálfstæðis- menn gjaman vilja byggja íþrótta- húsið í Kópavogi, en samningurinn við ríkið sem nú liggur fyrir væri óaðgengilegur fyrir Kópavog. „Ríkið lofaði að byggja þetta hús og því er eðlilegt að það borgi húsið. Kópa- vogsbær getur ekki bætt 650 milljón- um við þá 1.400 milljón króna skuld sem bæjarsjóður skuldar í dag. Það er of stór biti, því miður,“ sagði Guðni. Guðmundur Oddsson sagði minnihluta sjálfstæðismanna vera búinn að syngja þann söng undanfar- in ár að bærinn sé á hausnum. Hann sagði þetta fjarri öllum sannleika. „Kópavogur er stærsta sveitarfélag landsins utan Reykjavíkur. Þessar skuldir sem sjálfstæðismenn hamra á að séu að sliga bæinn eru ekki meiri en svo að ef stöðvaðar væru allar framkvæmdir í eitt ár væri hægt að greiða þær upp. Sjálfstæðismenn em að reyna að koma því inn hjá fólki að hér sé allt að fara til andskotans, en það er einfaldlega ekki rétt.“ Getur Kópavogsbær fjármagnað þessa byggingu? „Hann kemur alls ekki til með að fjármagna hana nema að mjög litlu leyti. Við em að fá inn í bæinn 300 milljónir í óafturkræfan styrk. Við fá- um vilyrði fyrir láni á bestu fáanleg- um kjömm til 12 ára. Fjármögnun alls þessa mannvirkis er í höndum ríkisins. Bærinn borgar hins vegar byggingu grunnskólans, en bærinn hefði orðið að byggja hann þó að þetta íþróttahús hefði ekki komið til. Álitið er að fullbúinn gmnnskóli kosti um 300 milljónir. Samninginn sem bærinn gerði við íþróttafélögin þarf síðan að endurskoða. Meginatriðið er að á næstu fjómm ámm fáum við fullbúinn gmnnskóla og fullbúið stórt og glæsilegt íþrótta- hús sem skortir sárlega í bænum.“ Verður kosið um þetta mál í vor? „Við ætlum aldrei að gera þetta að flokkspólitisku máli, en ef sjálfstæð- ismenn vilja gera þetta að kosninga- máli segi ég bara, verði þeim að góðu. Olund sjálfstæðismanna byij- aði þegar meirihlutinn ákvað að bjóða Framsóknarflokknum aðild að nefndinni sem átti að undirbúa þetta mál. Við vildum að í nefndinni ætti sæti einn maður frá hverjum flokki þannig að nefndin yrði fjögurra manna. Sjálfstæðismenn vildu hins vegar hafa nefhdina fimm manna og útiloka Framsóknarflokkinn svo að þeir gætu fengið tvo menn í nefhdina, en þeir gátu ekki komið sér saman um hver skyldi vera fulltrúi þeirra í nefhdinni. Sjálfstæðismenn höfnuðu því að koma nálægt samningsgerð- inni við rikið. Síðan koma þeir allt í einu núna og gagnrýna samnings- gerðina. Öll vinnubrögð þeirra við málið er með eindæmum.“ Er ekki hætta á að þessi afstaða þeirra spilli málinu? „Maður er náttúrulega hræddur um það. Eg vona bara að kjósendur sjái til þess að Kópavogur missi ekki þetta hús út úr bænum. Það er vilji fyrir því að ganga frá þessu máli á næstu dögum,“ sagði Guðmundur að lokum. -EÓ Málarekstur Þorgeirs Þorgeirssonar hjá Mannréttindadómstólnum: Líkur á að málið fari fyrir dóminn Mannréttindanefnd Evrópu í Strassborg féllst á, fyrr í þessum mánuði, að íjalla nánar um tvö at- riði af þeim tíu sem Þorgeir Þor- geirsson rithöfundur vill að fari fyr- ir Mannréttindadómstól Evrópu. Annað þeirra varðar tjáningarffelsi í samræmi við tíundu grein Mann- réttindasáttmála Evrópu, en hitt snýst um fjarveru saksóknara við sum réttarhöld í opinberum málum eða sakamálum. Mannréttindanefndinni berst fjöldi mála á hveiju ári. Nefndin Ijallar um málin og tekur til nánari athugunar þau mál sem hún telur hugsanlegt að varði við lög. Mann- réttindanefhdin mun á næstu vikum semja skýrslu um mál Þorgeirs. Mannréttindanefhdin eða íslenska ríkisstjómin getur innan tiltekinna tímatakmarkanna ákveðið að vísa málinu til Mannréttindadómstóls- ins. Gerist það ekki fer málið fyrir ráðherranefhd Evrópuráðsins sem mun ákveða hvað um það verður. Sá möguleiki er síðan fyrir hendi að málið verði sætt eins og gerðist í máli Jóns Kristjánssonar. Á síðasta ári fékk Mannréttinda- dómstóllinn um 25 mál til umfjöll- unar. Allnokkur mál fóm fyrir ráð- herranefndina, en í mjög mörgum málum var gerð sátt áður en Mann- réttindadómstóllinn fékk þau til meðferðar. -EÓ sem fellur á miðjum Vatnajökli streymir sem ís yfir íjallshryggina niður á leysingasvæði á vesturhluta jökulsins, þar bráðnar ísinn og leys- ingarvatnið fellur í ámar. „Það má eiginlega segja að allt hafi komið manni á óvart. Jökullinn var eins og lokuð bók áður en búið var að fletta honum ofan af og sjá landslagið í réttu ljósi,“ sagði dr. Helgi. Svokölluð íssjá er notuð til að mæla jökulinn. Rafsegulbylgjur em sendar niður í gegn um ísbreiðuna sem síðan endurkastast frá botninum. Hraði bylgjunnar er þekktur og tím- inn er mældur sem það tekur bylgj- una að fara leiðina. Þetta er síðan skráð samfellt á ljósmyndafilmu. ís- sjáin er dregin eftir línum á jöklinum og þá fæst mynd af landslaginu vmdir ísbreiðunni. Árið 1950 vom gerðar ijiælingar á jöklinum. Farið var með hljóð- bylgjutæki og dínamít sprengt á 30 stöðum á jöklinum. Með hljóðbylgj- unum var hægt að mæla dýptina á þessum stöðum og síðan var teiknuð gróf mynd af botninum. Að þessu loknu var heildarrúmmál jökulsins metið og taldist þeim til að heildar- rúmmál hans væri 3000 rúmkíló- metrar. Nú er búið að gera mælingar á 60% af jöklinum og heildarrúm- málið þegar komið nálægt 3000 rúm- kilómetrum. „Það er þvi ljóst að heildarrúmmál jökulsins er nær 4000 rúmkílómetrum," sagði dr. Helgi. Nú á eftir að rannsaka um 40% af Vatnajökli, þ.e. suðvestursvæði jök- ulsins. „Ég er mjög bjartsýnn á að hægt verði að ljúka þessum rann- sóknum. Ef það verður gert með sama krafti og áður, þá tekur það um 4 til 5 ár að mæla þá þrjá jökla sem eftir eru. Ég á von á því að virkjunar- aðilar hafi áhuga á því kanna betur aðrennslisflæði Skaftár. Það sem eft- ir er að mæla á Vatnajökli verður sjálfsagt hægt að vinna í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélagsins," sagði Helgi. Mælingar hafa einnig verið gerð- ar á Hofsjökli og kostaði Landsvirkj- un þær rannsóknir. Helgi sagðist telja að virkjunaraðilar hefðu einnig áhuga á að Langjökull verði rannsak- aður á sama hátt. Vatn þaðan fellur í Þingvallavatn og síðan í Sogsvirkjan- imar. Þá á aðeins eftir að mæla Mýr- dalsjökul. „Ég teysti því að menn hafi áhuga á að hann verði skoðaður, a.m.k. út frá almannavamasjónar- miði,“ sagði dr Helgi. —ABÓ Sérkennilegt símahlerunarmál kom upp á skrifstofum ísfllm þegar Magnús Guðmundsson var að fullvinna mynd sína Lífsbjörg í Norðurhöfum, en þá hafði hann tengt sérstakt tæki við símann sem nema átti hleranir. Þrátt fyr- ir rannsókn reyndist ekki unnt að sanna að um hlerun hafi verið að ræða. Njósnað um höfund Lífsbjargarinnar Fyrir um það bil tveim mánuðum fannst hlerunar- og sendibúnaður í íbúðarhúsi Magnúsar Guðmundsson- ar blaðamanns og höfundar myndar- innar Lífsbjörg i Norðurhöfum. Stöð 2 greindi frá þessu í frétt í gærkvöldi og þar kom fram að ná- granni Magnúsar hafi uppgötvað búnaðinn á þann hátt að hann hafi verið að ieita að hljómlist á útvarps- tæki sínu og heyrði þá samtal og þekkti þar rödd Magnúsar og heimil- isfólks hans. Rannsóknarlögreglan hefur haft mál þetta til rannsóknar en eftir því sem næst verður komist er ekki vitað hver eða hveijir hafa komið búnaðin- um, tveim hljóðnemum og sendi, fyr- ir í húsi Magnúsar. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.