Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. mars 1990 Tíminn 5 Embætti ríkislögmanns blandast inn í deilur um „Sturlumálið“ á Alþingi: Ráðherra vill afleggja „þetta sjálfstæðisbákn“ Umræður fóru fram um „Stur1umálið“ utan dagskrár á Alþingi í gær. Tilefnið var yfirlýsing Svavars Gestssonar, menntamála- ráðherra, í fyrradag vegna athugasemda yfirskoðunarmanna ríkisreiknings við fjárgreiðslur úr ríkissjóði vegna sátta milli menntamálaráðherra og fjármálaráðherra annars vegar, og Sturlu Kristjánssonar fyrrverandi fræðslustjóra á Norðuriandi eystra hins vegar. Það vakti nokkra athygli við þessar umræður að bæði fjármála- ráðherra og menntamálaráðherra deildu mjög hart og óvægið á ríkis- lögmann. Lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hreinlega leggja embættið niður. „Eg tel að það embætti sé óþarft," sagði Svavar. „Ég tel að ríkið eigi að leita til lögmanna eins og annarra aðila, eftir því sem þörf krefur á hverjum tíma. Og þetta bákn sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til undir forystu Þorsteins Pálssonar á sínum tíma, ríkislögmannsembættið, ég tel að það sé alger óþarfi í núverandi mynd.“ Olafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, tók í sama streng og sagði það ranga ákvörðun hjá ríkis- lögmanni að ætla að sækja það til Hæstaréttar sem tapaðist í undirrétti. Dómur hefði fallið í málinu og mál- flutningur ríkislögmanns ekki fengið náð fyrir þeim dómi. Upphaf utandagskrárumræðnanna var frétt í Ríkissjónvarpinu á mánu- dag þar sem menntamálaráðherra sagði að hann hefði tekið þá stefnu í „Sturlumálinu“ að fylgja fordæmi forvera síns Birgis ísleifs Gunnars- sonar. Af þessu tilefhi fór Birgir ís- leifúr fram á umræðu um málið utan dagskrár á Alþingi. Birgir Isleifur sagði að því færi Qarri að menntamálaráðherra gæti skotið sér á bak við sig þegar hann væri að verja sín eigin embættisaf- glöp. Slíkt væri ekki stórmannlegt. Hann sakaði Svavar um að hafa far- ið vísvitandi með ósannindi í þessu máli og kvaðst vilja nefha íjögur at- riði þar sem hann greindi algerlega á við Svavar Gestsson. Það væri í fyrsta lagi sú ákvörðun að taka málið úr höndum Hæstarétt- ar, þrátt fyrir eindregin andmæli rík- islögmanns. I öðru lagi hefðu menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra ákveðið upp á sitt einsdæmi að greiða Sturlu 800.000 þúsund króna hærri bætur en Bæjarþing Reykjavíkur hafði dæmt honum. í þriðja lagi hefði menntamálaráð- herra boðið Sturlu að taka aftur við sínu fyrra starfi. Á því hefði hann aldrei ljáð máls í sinni ráðherratíð. I fjórða lagi hefði hann ráðið Sturlu til tímabundinna verkefna á launakjörum sem voru mun lægri en kjör fræðslustjóra. Svavar Gestsson hefði hins veitt Sturlu tveggja ára fri á fræðslustjóralaunum Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði fulla ástæðu til þess að Birgir Isleifur tæki þetta mál upp í umræðum utan dagskrár, ef tekið væri tillit til hans framgöngu í því, svo og annarra ráðherra Sjálfstæðis- Svavar Gestsson flokksins. Enda full ástæða til þess að rekja þá sögu all ítarlega. Ráðherrann sagði að það sem lægi fyrir í þessu mál væri að öll fræðslu- umdæmi landsins hefðu farið fram úr fjárlögum, samkvæmt ríkisbók- haldi árið 1986, því ári sem Sturlu var vikið úr starfi. Fræðsluumdæmi Reykjavíkur hefði haft mest frávik frá fjárlögum og Norðurlandsum- dæmi eystra hefði verið langt frá því að vera hæst. Þá hefði legið fyrir að um langt skeið hefðu verið uppi deilur á milli Sverris Hermannssonar, þáverandi menntamálaráðherra og Sturlu Krist- jánssonar. Þeim deilum hefði lyktað með því að ráðherrann hefði rekið Sturlu og síðar verið dæmdur fyrir það athæfi í undirrétti. Svavar rakti síðan aðgerðir Birgis ísleifs eftir að hann tók við embætti menntamála- ráðherra árið 1987. „Hann ákveður í fyrsta lagi að Ólafur Ragnar Grímsson reyna að bæta um með því að taka á leigu sérstakt skrifstofúhúsnæði fyrir Sturlu Kristjánsson, sem þó var brottrekinn sem fræðslustjóri,“ sagði menntamálaráðherra. „I öðru lagi gengur hann frá því að Sturla verði ráðinn til starfa við Kennaraháskóla íslands við tiltekin verkefni. Og í þriðja lagi ákveður hann, eftir að þessi tími í Kennaraháskólanum er runninn út að bæta við tveimur ár- um...tveggja ára fræðslustjórakaupi með 40 tímum í yfirvinnu handa Sturlu Kristjánssyni.“ Svavar bætti því við að eftir að Sturlu var sagt upp hefði verið ráð- inn maður í hans stað, sem fljótlega hefði hrökklast frá starfi og verið færður til Menntamálaráðuneytisins til að annast þar óljós verkefni. Ann- ar maður hefði verið ráðinn í hans stað og því í raun verið þrír menn skráðir í starf fræðslustjóra í kjör- dæminu. „Það sem okkur er svo gefið að sök er að vinna í anda Birgis ísleifs Gunnarssonar, að þessu leytinu til, að reyna að sætta málið,“ sagði Svavar. Okkur er gefið það að sök í þessu máli, af ríkislögmanni rétt eins og hann sé einhver dómstóll, að við höfum rifið málið út úr dómstóla- meðferð. Málið hafði sætt dómstóla- meðferð, það hafði verið dæmt í málinu i Bæjarþinginu í Reykjavík, niðurstaða þess dóms lá fyrir. Og það er grundvallarregla í lögum að menn eiga að leita sátta. Það er ljóst og það er viðurkennt sjónarmið í lögum og dómstólameðferð einnig að málsaðilar geta sæst án niður- stöðu hvenær sem er, þó þess að málið kunni að vera til meðferðar hjá viðkomandi stofnun." Fjármálaráðherra tók til máls á eft- ir menntamálaráðherra og sagðist kvaðst hafa metið það svo að það væri íjárhagslega hagkvæmt fyrir ríkið að gera umrædda samn- inga við Sturlu Kristjánsson. Þess vegna hafi hann tekið þá ákvörðun að áfrýja ekki til Hæstaréttar í þágu hagsmuna ríkisins. Fleiri tóku til máls við utandag- skrárumræðumar s.s. Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisfiokksins og Pálmi Jónsson þingmaður, sem báðir gagnrýndu Olaf Ragnar og Svavar Gestsson íyrir að hafa dregið „Sturlumálið" út úr Hæstarétti. Guðmundur Ágústsson, þing- flokksformaður Borgarafiokksins sagði að hér væri um þrætur á milli sjálfstæðismanna og alþýðubanda- lagsmanna að ræða og lagði til að þeir gerðu út um sín mál annars staðar en í sölum þingsins. - ÁG Flugleiðir fljúga fyrir Arnarflug Amarflug varð í gær að skila þotunni sem félagið hefur haft á leigu frá sænska flugfélaginu TransveL Þar með hefúr Amarflug enga millilandavél til umráða þessa stundina. Flugfélagið er búið að tryggja sér aðra vél en hún kemur ekki til landsins fýrr en um miðj- an næsta mánuð. Síðdegis í gær náði Amarflug sam- komulagi við Flugleiði um að Flugleiðir flytji milli 70-80 farþega, sem eiga bók- að far til Amsterdam og Hamborgar, til Kaupmannahafnar. Þaðan fara þeir svo til ákvörðunarstaðar með öðrum flugfé- lögum. Allmargir farþegar eiga bókað far til íslands í dag fiá Amsterdam og Hamborg. I gærkvöldi var ekki ljóst hvemig Ámarflug leysir það mál. Flug- félagið hyggst í dag reyna að fá leigða þotu í skammtímaleigu. -EÓ Ásgeir Hannes Eiríksson hefur boðað stuðn- ingsmenn sína til fundar á Borginni á morgun: Yfirlýsingin kemur á morgun Ásgeir Hannes Eiríksson þing- maður segist ætla að opinbera ákvörðun um pólitíska ffamtíð sína á fúndi með stuðningsmönnum sínum, á Hótel Borg síðdegis á morgun. Þingmaðurinn vildi ekkert tjá sig í samtali við Tímann i gær, um það, hvort hann væri á leiðinni út úr Borg- araflokknum og gengi til liðs við Nýjan vettvang. ,J>etta kemur bara í ljós, ég mun ræða þessi mál við vini mína og félaga á fúndinum á Hótel Borg,“ sagði Ásgeir Hannes. - ÁG Ásgeir Hannes Eiríksson Leikaramir Þórarinn Eyfjörð, Guðlaug María Bjamadóttir og Þórdís Amljótsdóttír eru meðal leikenda í Hjartatromp- etnum. Nýtt íslenskt leikverk íslenska leikhúsið frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt leikrit, „Hjartatr- ompet" eftir Kristínu Ómarsdóttur rithöfúnd. Kristín hlaut fyrstu verð- laun í leikritasamkeppni Þjóðleik- hússins fyrir einþáttunginn „Draum- ar á hvolfi“, en hann var sýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins 1987. Hjartatrompet fjallar um samskipti fjögurra persóna, sem búa saman. Þær eru Lára, sem er ekkja og hús- ráðandinn á heimilinu, Helgi fóstur- sonur hennar og Hákon mágur henn- ar. Leikritið hefst þegar fjórða per- sónan Dódó, flyst inn á heimilið og á hún eftir að hafa mikil áhrif á heim- ilislífið auk þess sem líf þeirra allra á eftir að taka ýmsum breytingum. Leikritið byggir á togstreitunni á milli þess unga og þess sem ekki er lengur ungur, togstreitunni um valdabaráttu og ást, erótík og eignar- rétt. Pétur Einarsson leikstýrir verkinu. íslenska leikhúsið er nýstofhaður at- vinnuleikhópur, sem hefúr að mark- miði að setja upp íslensk verk og hvetja unga rithöfunda til leikritunar. Að íslenska leikhúsinu standa auk Péturs Einarssonar og Kristínar Ómarsdóttur leikararnir Guðlaug María Bjamadóttir, Halldór Bjöms- son, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Am- ljótsdóttir. Halla Helgadóttir er bún- ingahönnuður og Ieikmyndateiknari er Ingileif Thorlacius. Sýnt verður í Leikhúsi Frú Emilíu, Skeifúnni 3c. -EÓ Opinn fundur með forsætisráðherra: Bjartari efnahagshorfur Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mun á opnum fúndi á Hótel Sögu í kvöld fjalla um bjart- ari horfur í efnahagsmálum þjóðar- innar. Fundurinn verður í Súlnasal Hótel Sögu og hefst klukkan 20:30. Eftir að forsætisráðherra hefúr lokið máli sínu mun gestum gefast kostur á að bera fram spum- ingar. Það er Framsóknarfélag Reykjavíkur sem stendur að fúnd- inum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.