Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn: Fimmtudagur 29. mars 1990 Titninn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur. Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrot:Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaðaráskrift i kr. 1000,-, verö i lausasölu ( 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Bættur þjóðarhagur Þjóðhagsstofnun sýnir fram á í nýrri skýrslu um ástand efnahags- og atvinnumála að horfur í þjóðarbúskapnum eru batnandi. Athygli vekur að þjóðartekjur muni aukast um 1% á árinu 1990, en áður höfðu líkur bent til að yfirstandandi ár lenti að þessu leyti í flokki samdráttarára. Hins vegar mun landsframleiðslan standa í stað að mati Þjóðhagsstofnunar, hvorki aukast né minnka. Þar kemur vafalaust fram að aflatakmarkanir eru meiri á þessu ári en var í fyrra og betri aflanýting vegar það ekki upp. Athyglisverðast mun þykja að verðbólgan snar- lækkar í kjölfar nýrra kjarasamninga og þeirrar heildstæðu verðlagsstefnu sem aðilar vinnumark- aðarins og ríkisvaldið höfðu sameiginlega forgöngu um að tekin var upp. Þjóðhagsstofnun spáir því að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs geti orðið um sjö af hundraði, sem teljast verður viðunandi árangur í þessari lotu baráttunnar við allt of miklar verðlagsbreytingar hér á landi. Hins vegar dugir þessi verðbólguhjöðnun ekki til að jafna verð- bólgumuninn við viðskipalönd okkar að fullu. Þar hefur verðbólgustigið verið 3-4% undanfarin ár, þannig að íslendingar eru enn mörgum skrefum á eftir í þessu efni, þótt óðaverðbólgu hafi verið bægt frá með sameiginlegu átaki ráðandi þjóðfélagsafla. Samstaðan í verðbólgubaráttunni verður að halda áfram, m.a. af þeirri einföldu ástæðu að því markmiði efnahagsstefnunnar að koma verðbólg- unni niður á sama stig og gerist í viðskiptalöndum okkar og hinum þróaða heimi yfirleitt hefur ekki verið náð, þótt miðað hafi í áttina. í þessum efnum geta íslendingar ekki gert hvort tveggja í senn að koma verðbólgu niður á siðsamlegt stig sem er ákveðin stærð og sætta sig við hverja lækkun sem verður frá því sem verst gegnir í íslenskri óðaverð- bólgu. Á meðan íslenska verðbólgan er tvöfalt meiri en gerist í viðskiptalöndum okkar er hún of mikil, hvort sem hún hefur minnkað um helming eða meira frá því sem áður var. Ríkisstjórnir undir forsæti Steingríms Her- mannssonar hafa glímt við meiri efnahagsvanda að undanförnu en aðrar ríkisstjórnir um langt árabil. Þeim mun betur sem athugað er, því fremur kemur í Ijós að það stjórnarsamstarf sem tókst eftir fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar haustið 1988 og eflt var formlega ári síðar, hefur skilað góðum árangri við erfiðar aðstæður. Hin gagngera endur- reisn fjárhagsstöðu framleiðslunnar í landinu með opinberum efnahagsaðgerðum 1988-1989 er löngu komin í ljós. Undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar, sem voru komnir að hruni árið 1988, þegar Sjálfstæðisflokkurinn réði mestu í landinu, eru smám saman að ná sér. Þegar talað er um batnandi þjóðarhag er ástæðunnar ekki síst að leita til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Án þeirra yrði atvinnulífinu minna úr bættum utanaðkomandi afkomuskilyrðum, sem vissulega hafa orðið og setja svip sinn á þróun efnahagslífsins. GARRI TAPA BANKAR? Lengi hefur bankakerfié í iand- ínu átt eina og sameiginlega rödd, þegar skuidugir viðskipta- vinir eru annars vugar. beim er sagt að spara og hagræða. Það hefur gengið inisjafnlega sein von er, enda hefur verðbótaþáttur ó lánunt verið shkur vegna mUdU- ar verðbólgu, að I raun hafa feest fyrirtæki getað gengiö, hvað þá að um hagnað hafi verið að ræða. Nýlegt dæmi um ávísun upp á 182 milljónir, sem gjaldféll árið 1985, þegar einn af pcningaridd- urum iandsins varð að ioka hjá sér, sýnir að í dag cr þcssí upp* hæð orðiu unt 750 iniiijónir án þess að nokkuð hafí koinið íyrir ávisunioa annað en aö hón hefur mátt ljggja óhreyfð í reikningum þrotahósins. Komið er á daginn, að útgefandi þarf ekki að standa skii á andvirði hennar, enda er það eins gott - fyrir hann. Peningaokið f þessn andrúmslofti peninga- hyggjunnar hafa margir farið fíatt og þó engir eius og þeir, sem hafa vegna stærðar fyrirtækja þurft aö hafa mikið fé umleikis. Þeir hafa ient iifugu megin við strikið, hafí þeir ekki fortaks- laust baft fjármuni tii að greiða á gj alddögum. Bankar hafa auðvit- að tapað miklu fé vegna þessa ástandsog fjðldi gjaldþrota talar sínu máli. Nú er Ijóst að eogín neyð hefur reklð þjóðfélaglð út í þetta ástand, því hér á landi má segja að rikt hafi nær samfellt góða>ri síðasta áratug, a.m.k. hvað atvinnu snertir. En pen- ingaokið hefur sligað fólk unn- vörpum og heldur áfram að gcra það, takist ekki að halda verð- bólgunni niðri. Það voru aðilar vinnumarkaðarins ásaint ríkis- stjórn, sem náðu samkomulagi um nýja leið í kjaramálum, sem þegar hefur sagt til sín með Itekk- andi verðbólgu og minnkandi gildi verðbóíaþátta. Nú er aðcins spurt hvort nýja samningakeríið haldi. Til þess þarf mikió eftirlit með vöruverði, En á meöan að kerfið heldur, fínnur almenning- ur fyrir því, að það sem ekki náð- ist meö sanmingum um kaup- máttaraukningu skiiar sér nú í meira handbæru fé vegna iækk- andi afborgana af Iánum. Dýr þjónusta Við þetta minnka peningaleg umsvif banka. Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra, vék að þeini vanda sem við bönkunum blasir, þegar mikilli verðbólgu er ekki iengur fyrir að fara. Káðherrann sagði á fundi með bankamönn- um, að nú væri dæmið að snúast við. Nú yrði sagt við bankanu hið sama og þeir sögðu áður við við- skiptavini sína: Þið veróið að hagræða og laga ykkur að veru- leikanum og konia með skynsam- legar rekstraráætlanir og jiá er kannski hægt að hjálpa ykkur. Á þessum sama fundi kotn fram, að kostnaður hankanna er ærinn. U m 60% ha ns fara í launakostn- að, enda hefur starfslið aukist jafnt og þétt. Ilcr er almennari tékkanoikun en hja uágrönnum okkar. Hvert tékkhefíi kostar 1100 krónur, eu viðskiptavinur- inn greiðir 250 kn tyrir það. Svona mætti lengi telja. Augljóst er að fyrir bankana er að hefjast nýr veruleiki, sem þeir verða að miða þarfir slnar við, og banka- málaráðherrann var einmitt að benda á þennan nýja veruléika. Hingað tfi hefur ekkert heyrst Irá bönkunum um hagrœðingu aon- að en hugmynd um hækkað þjón- ustugjaid eða nýtt gjald. Auðséð er að það telst ekki heppileg leið, jafnvel þótt komið hafi fram á bankamannafundinum aö þjón- ustugjöid bankanna séu of iág. Tæknín sparar tíma Frásögu aí þessari umræðu kom hér í blaöinu í gær og hefur vakið atbygli. Vert er að hafa í huga að þjónusta banka vió al- menning er orðin mikið tneiri og nær til tleiri atriða en hún geröi „fyrir verðbóigu", Vafamál er að fólk vilji missa af cða minnka þá bankaþjónustu sem þaö hefur. En vegua þessarar þjónustu hafa bankar kostað iniklu til í tækni- húnaði. En sama er hvað menn segja um ágæti tækninnar á skrifstofum og í bönkum og þær fióknu hoðleiðir sem hún býður upp á, að þá kostar hún manna- hald. Tækni á þcssu sviði eykur fyrst og fremst hraða og sparar þannig „tíma og fyrirhöfn“ eins og sagt er. En hvað sem lýður af- komu banka er alveg víst, að nýtt efnahagslif kreíst sparnaðar við aJJa meðhöndlun flármagns. Bankar komast ekki undan að taka tilllt tU þess, HJuti af þessu nýja prógrammi er sameining hanka. Þá sníður smæð þjóðfé- lagsins bönkum ákveðinn stakk sem kallar á sparnað í kerfinu. Jlins vegar vcldur smæðin þ ví, að alvcg er nauðsyulegt að hafa rík- isbanka eins og verið liefur. Það felst engiitn sparnaður í því að fara gefa þá mönnum út í bæ. VÍTT OG BREITT i 1 ■ ■1111« «11111111111 ■ ■ Elektrónik á Alþingi Margt er skrýtið í kýrhausnum, sagði kerlingin, og svipað má segja um suma þá hausa sem sitja á tví- fættum búkum. Eitt af því sem velt- ist um í heilabúum nokkurra af teg- undinni er að verða alltaf öldungis hlessa þegar vikið er að Keflavíkur- flugvelli í Washington Post. Frétta- stofa Ríkisútvarpsins er áskrifandi að öllum slíkum umgetningum og eru þær símaðar rakleiðis þangað þegar ameríska blaðið kemur glóð- volgt úr pressunni. Oftast er málið þannig vaxið að eiphver greinarhöf- undur, sem er kannski að skrifa um utanríkisstefhu, hermál, vamarmái Bandaríkjanna eða fjárlagairumarp- ið, segist ekki vita hvort kjamorku- vopn em geymd á Keflavíkurflug- velli. Sitthvað geti bent til að svo sé, til dæmis það, að flugbrautir til- heyra vellinum og þar em flugvélar, sem geta allt eins borið bombur eins og skriðdreka og fallbyssur. Fréttastofan þylur firéttina og hringir í einhvem forystumann alla- balla, sem staðfestir allar illar gmn- semdir. Þá er hringt í utanríkisráð- herra, hver sem hann kann að vera hverju sinni og hann látinn rétta tíu fmgur upp til guðs og látinn sverja að atómvopnabirgðir séu ekki í Keflavíkurstöðinni. - Ertu alveg viss?, er hann spurður. -Ja, já, eiginlega alveg, segir ráð- herrann, og þar með vita allir, að árásarstríð verður hafið frá Kefla- víkurflugvelli á morgun. Óttaleg upplýsingaöflun Næsti liður á dagskrá er að einhver þingmaður allaballa kveður sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi og efnir til umræðna um það sem eng- inn getur sagt neitt um með vissu og em þær umræður tilefni mikilla fréttaumfjöllunar. Þeir sem eiga einkaleyfl á friðar- vilja funda um atómstöðina, mála á spjöld og labba um götur og em góðir með sig. Ein svona ágæt og hefðbundin uppákoma varð þegar áskrifandinn að íslandsfréttum Washington Post fékk sendingu um, í grein um amer- íska upplýsingastofnun, að verið væri að hlera og afla upplýsinga með apparötum frá Keflavikurflug- velli. Öll viðbrögð á íslandi urðu ná- kvæmlega eins og venjulega þegar atómfréttir vom sagðar. En nú bar svolítið nýrra við. Frétta- menn og allaballar supu hveljur og spurðu í forundran hvort utanríkis- ráðhcrra og Alþingi vissi virkilega hvort verið væri að hlera og njósna frá Islandi og hvort það væri ekki bannað og þar fram eftir götunum. Ef ekki væri hlustaó Það sem einkum er skrýtið í þess- um viðbrögðum er, að það er á flestra vitorði að vamarmáttur her- stöðvarinnar á Miðnesheiði felst ekki hvað síst í hlerunum og söfhun upplýsinga með aðskiljanlegri raf- eindatækni. Allar radarstöðvamar em ýmist notaðar til njósna eða leiðbeininga. Orionflugvélar og allskyns neðan- sjávarhlustunartækni fylgjast með kafbátaferðum og margar Avacvélar em gerðar út frá herstöðinni og ann- ast þær gríðarmikla upplýsingasöfn- un. Skermar, loftnet og guðmávita hverskonar tækniundur, nötuð til að taka við og ef til vill senda upplýs- ingar um gervihnetti, em rekin í sambandi við vamarliðið og liggur í hlutarins eðli að ekki er allt látið op- inbert um einstök tæki og tól eða notagildi þeirra og tilgang. Það væri áreiðanlega meira frétta- efni og brýnni ástæða til fyrirspuma á Alþingi ef upp kæmist að ekki væri verið að hlusta og safna upp- lýsingum á vegum vamarliðsins, heldur en ef að sá granur læðist að fréttastofu eða allaböllum að þama fari upplýsingaöflun fram. Sjálfsagt er að halda ávallt vakandi umræðu um vem vamarliðsins hér á landi, hvort þörf er fyrir það og veita hemaðaryfirvöldum nokkuð aðhald. Erlent herlið má aldrei verða svo samgróið þjóðarvitundinni að sjálf- sagt þyki að það sitji hér um aldur og eilífð og afskipti þess af innarík- ismálum verða aldrei liðin. En er ekki óhætt að láta þá í Wash- ington kljást um að sín á milli hvort þetta eða hitt loftnetið sé notað til upplýsingaöflunar. Að minnsta kosti skyldi maður ætla að Alþingi hefði þarfari starfa en að sitja undir rausi um rafeinda- tækni sem enginn þar botnar hvort sem er nokkuð í. Svo ætti Rikisút- varpið að láta Nýjustu tækni og vís- indi um rafeindavísindin. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.