Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 20
680001—686300 RÍKISSÍUP NÚTÍMA FLUTNINGAR PÓSTFAX TÍMANS SAMVINNUBANKINN 1 687691 Hatnarhusinu v/Tryggvagötu, S 28822 í BYGGÐUM LANDSINS r*o»o'«-Asr0j ÞRfiSTUR 685060 VANIR MENN Tíminn FIMMTUDAGUR 29. MARS 1990 Sjópróf vegna Sjöstjörnunnar VE: Léfti Skylduna ekki vita um ferðir sínar Sjópróf vegna Sjöstjörnunnar VE, sem sökk skammt frá Ell- iðaey, þriðjudaginn 20. mars, fóru fram í Vestmannaeyjum í gær. Við sjópróf kom m.a. fram, að áhöfnin gleymdi að láta Tilkynningaskylduna vita um ferðir sínar. Sjöstjarnan lét úr höfn um klukkan hálf sjö og mældust þá 11 vindstig á Stórhöfða. Að sögn Jó- hanns Péturssonar fulltrúa bæjar- fógeta í Eyjum var það samdóma álit áhafnarinnar, að þeir hafi ekki talið það óeðlilegt að fara á sjó í þessu veðri, það hafi ekki verið það slæmt. Þá hafi þeir verið að fara á Sandagrunn þar sem veiðar- færin voru og væri sá staður í nokkru skjóli fyrir austanáttinni. Tilgangur ferðarinnar var að huga að netunum, ffekar en taka þau, til að sjá hvort þau hefðu eitthvað færst úr stað. Þegar þeir höfðu hugað að þeim, fóru þeir að ann- arri netalögn nokkru austar. Að því loknu tóku þeir stefnuna á Elliða- ey. Þegar Sjöstjaman var stödd um hálfa mílu frá eynni, taka þeir stefnuna á Heimaey. Þeir höfðu ekki siglt nema í tvær mínútur, þegar tvö brot koma á bátinn. Við fyrra brotið hallast báturinn mjög mikið og við síðara brotið leggst hann á hliðina. Það er talin mikil gæfa, að þeir sem komust af, hafi náð að komast frá borði. Tveir þeirra sem voru í lúkamum, þurftu að synda þrjá metra upp á við til þess að komast út. Einn þeirra þriggja sem í stýrishúsinu voru, komust út með hjálp hinna tveggja. Lóðsinn sá til björgunar- bátsins 12.58 og 13.14 var búið að bjarga mönnunum fimm sem kom- ust af. Aðspurður hvort um vangá hafi verið um að ræða hjá áhöfninni, sagði Jóhann, að það væri ekki hans að meta það, en ekki væri hægt að sjá það. Mál sem þessi em send ríkissak- sóknara til frekari umsagnar. —ABÓ Einar Ólafsson á vinnustaðafundi í gær. Einar Ólafsson, Kosið um en ekki „Það er kosið um persónur, ekki málefni í þessum kosningum. Mál- efnaágreiningur er ekki fyrir hendi,“ sagði Einar Ólafsson for- maður Starfsmannafélags ríkis- stofnana í samtali við Tímann í gær. Á aðalfundi SFR í kvöld fer fram kosning stjórnar félagsins, en utankjörstaðakosning hefur staðið yfir siðustu daga. Einar sagði sitt mat vera að kosn- ingin í dag væri fyrst og fremst spumingin um félagshyggju eða for- ræðishyggju. Hann sagði að viðtök- ur á vinnustaðafundum sem hann hefði komið á að undanfömu hafi verið góðar. „Gallinn er sá að kosn- ing stjómarinnar er fundaafgreiðsla og það er spuming hversu vel fólk Tímamynd PJetur formaður SFR: persónur málefni verið með mér í stjórn, sem þarna eru fremstir i flokki. Eg hef setið með þeim í stjóm allt upp undir sex ár. Þegar ég skoða fúndagerðir kem- ur hvergi fram ágreiningur, er sýnir mér það að mér hefúr tekist að leysa málin þannig að við höfum verið sammála og aðeins einu sinni orðið ágreiningur um mál, sem komu hagsmunum félagsins ekki við,“ sagði Einar. Hann sagði að auk þess sem tekist væri á um persónur 1 þessum kosn- ingum til formanns, væri einnig tek- ist á um lífsskoðanir. „Þær em eins margar eins og mennimir em margir. Eg hef kunnað það i gegn um árin að umgangast fólk með breytilegar skoðanir,“ sagði Einar. mætir á fundinn," sagði Einar. Aðspurður hvort hann hafi náð til stórs hóps félaga SFR, sagðist Einar hafa sent hverjum einasta félags- manni SFR persónulegt bréf þar sem hann ávarpaði félaga. Til formanns er kosið til tveggja ára í senn og hefúr Einar gengt for- mennsku í félaginu samfellt í tuttugu ár og setið í stjóm SFR í þrjátíu ár. Einu sinni áður hefur komið fram mótframboð í formannssætið, en það var fyrir 15 ámm. „Tímamir hafa breyst og félagið er meira en helm- ingi fjölmennara en var þá og hags- munimir öllu flóknari,“ sagði Einar. Aðspurður sagðist hann ekki túlka mótframboðið sem gagnrýni á sín störf. „Þetta em kunningjar sem hafa Opnun saltfiskviku á Akureyri: Háskólanum færð gjöf í gær var Háskólanum á Akureyri afhent 1 milljón króna að gjöf frá SÍF, Sölufélagi íslenskra fiskfram- leiðenda. Gjöfin er ætluð Sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akureyri, og skal henni varið til rannsóknarstarfa. Það var Gunnar Þór Magnússon stjómarmaður 1 SÍF sem afhenti Har- aldi Bessasyni rektor gjöfina í hófi á veitingahúsinu Fiðlaranum á Akur- eyri. Viðstaddir vom fúlltrúar helstu saltfisk- og fiskvinnslufyrirtækja á Norðurlandi ásamt fulltrúum fjöl- miðla. Einnig var hafin saltfiskvika á Akureyri, og var gestum boðið að smakka alls kyns krásir unnar úr saltfiski. Næsta vika verður því mestmegnis helguð saltfiski á Fiðl- aranum, og gefst gestum kostur á að kaupa þar saltfiskkrásir á mjög við- ráðanlegu verði. hiá-akureyri Laxakvótakaup: Sáttatillaga lögð fram á næstu dögum Laxakvótakaup af Færeyingum og Grænlendingum ættu að skýrast á næstunni að sögn Orra Vigfús- sonar, en hann átti fund í síðustu viku með sáttasemjara í Færeyjum sem gera átti sáttatillögu í kvóta- kaupamálinu. Sagðist Orri búast við að sú tillaga líti dagsins ljós á næstu dögum. Hann sagði að óljóst væri hvenær skrifað yrði undir samninga þessa efhis. Þar sem sáttatillagan liggur fyrir innan fárra daga, hefúr verið boð- aður fúndur með þeim aðilum sem að kvótakaupunum standa í Lund- únum 11. apríl. Orri sagðist vera búinn að boða þar fund með al- þjóðlegu nefndinni og munu m.a. fúlltrúar laxakvótakaupenda í Sví- þjóð, Noregi, írlandi, Frakklandi, Kanada, Bandaríkjunum og fleiri mæta. Hann sagði að þá yrði farið yfir stöðuna. „Við værum tilbúnir til að ganga frá kaupunum fyrr, en ég efast um að búið verði að ná í alla færeysku bátana og þeir búnir að tala sig saman áður,“ sagði Orri og bætti því við að það gæti tekið allt upp undir einn til tvo mánuði. Um hvaða upphæðir væri verið að tala sem borgun fyrir kvótann, sagðist Orri ekki vilja upplýsa. Hins vegar ættu íslendingar ekki nema um 5% af upphæðinni, sem taka mætti úr nánast öðrum vasan- um. „Þetta er lítil upphæð miðað við alla hagsmunina," sagði Orri. I síðustu viku ræddi Orri einnig við skipaeigendur laxveiðiskipa í Færeyjum og fúlltrúa landstjómar- innar og 5. apríl hyggst hann ræða við Grænlendinga. Jafnframt mun dómur falla þann dag vegna ólög- legra veiða bátsins sem kyrrsettur var í Hirtshals í Danmörku fyrr í mánuðinum. Vegna þeirra skipa sem siglt hafa undir fána Panama, þá sagðist Orri búast við að Pan- amastjórn setji reglugerð sem bannaði skipum skráðum þar veið- ar á laxi í Atlantshafi. —ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.