Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 29. mars 1990 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur-Úrslitakeppnin: UMFN JAFNAÐI Frá Margréti Sanders iþróttafrétbrit- ara Tímans á Suðumesjum: Njarðvíkingar sigruðu Keflvík- inga 96-73 í úrslitakeppni ís- landsmótsins í körfuknattleik fyrir troðfullu húsi í Njarðvík í gærkvöldi. Keflvíkingar sigruðu í fyrri Ieik liðanna og verður því að fara fram þriðji Ieikurinn og verður hann á föstudagskvöld í Keflavík. Leikurinn var hörku spenn- andi frá fyrstu mínútu, Njarð- víkingar komust i 7-3 , en síðan náðu Keflvíkingar yfirhöndinni og komust í 11-18. Þá kom góður kafli hjá Njarðvíkingum sem skoruðu 13 stig í röð og komust yfir 24-18. Keflvíkingar jöfnuðu síðan 32-32 og skiptust liðin síð- an á um forystuna það sem eftir lifði af hálfleiknum, en jafnt var íhálfleik 43-43. Síðari hálfleikur var jafn framan af og staðan 60-58 þegar 5 mín. voru liðnar. Siðan kom kafli þar sem allt gekk upp hjá Njarðvíkingum, en hvorki gekk né rak hjá Keflvíkingum og á 10. min. hálfleiksins voru Njarðvík- ingar komnir með 14 stiga for- skot, en náðu mest 17 stiga mun 92-75 og sigruðu eins og áður segir örugglega 96-83. Bestir hjá Njarðvík voru Patrik Releford, sem skoraði mikið og átti 21 frákast, Jóhannes Krist- björnsson og Teitur Örlygsson. Annars var það liðsheildin sem skóp sigurinn. Oft á tiðum var varnarleikurinn góður samspilið gott hjá liðinu. Hjá Keflvikingum voru Sandy Anderson bestur, sér í lagi í síð- ari hálfleik, hann skoraði mikið og hirti 16 fráköst. Nökkvi Már Jónsson stóð sig einnig vel og Guðjón Skúlason í fyrri hálfleik. Dómarar voru Kristinn Al- bertsson og Jón Otti Ólafsson. Stigin UMFN: Teitur 26, Jó- hannes 23, Releford 23, Kristinn 7, Friðrik Ragn. 6, Ástþór 5, ísak 4 og Helgi 2. ÍBK: Anderson 20, Guðjón 19, Nökkvi 14, Magnús 13, Sigurður 8, Falur 4, Einar 4 og Kristinn 1. MS/BL Heimsmeistarar unglinga í listdansi á skautum: STEFNUM AÐ ENN FREKARIFRAMA! Knattspyrna - Landsliðiö: Skagamennimir skoruðu mörkin „Þetta var ánægjuleg byrjun fyrir nýjar landsliðsþjálfara, nýja lands- liðsnefnd og nýjar formann KSI, sagði Eggert Magnússon formaður KSÍ í samtali við Tímann í gær- kvöldi, eftir að íslenska landsliðið í knattspymu sigraði lið Luxemborgar 2-1 í Esch-Sur-Alzette í vináttu- Iandsleik. „fslenska liðið lék mjög vel fyrstu 40 mínúturnar, tvö mörk skoruð og við hefðum getað skorað fleiri mörk, en eftir það gáfum við eftir og sfðari hálfleikur var ekki eins góður. En í heildina gekk þetta mjög vel. Það er verið að prófa nýja hluti sem nýr þjálfari er með og síðan eru menn í mjög mismunandi góðri æfingu. En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli.“ „Luxemborgarliðið er ekki lið til að vanmeta, þeir gerðu jafntefli við Belga í Brussel fyrir skömmu og ekki er langt siðan þeir gerðu jafn- tefli við Skota hér í Luxemborg. Þeir eru eins og fleiri smáþjóðir að styrkj- ast mjög mikið. Til að mynda hafa þeir fasta landsliðsæfingu á mið- vikudögum allan ársins hring,“ sagði Eggert Magnússon. Pétur Pétursson gerði fyrra mark íslenska liðsins á 14. mín. og Ólafur Þórðarson það síðara á 26. mín. Það má því segja að Skagamennirnir hafi séð um að skora mörkin eins og svo oft áður í knattspyrnunni. Theo Malget svaraði fyrir Luxemborg á 37. mín. íslenska liðið var þannig skipað í leiknum: Bjarni Sigurðsson, Guðni Bergsson, Ormarr Örlyggson, Atli Eðvaldsson, Gunnar Gfslason, Þor- valdur Örlygsson, Pétur Arnþórs- son, Ólafur Þórðarson, Sigurður Grétarsson, Pétur Pétursson og Ey- jólfur Sverrisson sem lék sinn fyrsta íandsleik. Pétur Ormslev kom inná fyrir Eyjólf þegar 20 mínútur voru eftir og Rúnar Kristinsson kom inná fyrir Gunnar Gíslason. BL Knattspyrna - vináttulandsleikir: Dublin: trland-Wales 1-0. Mark írlands: Bernie Slaven 86. mín. Áhorfendur: 41.350. Ecsh-Sur-Alzette: Luxemburg-ísland 1-2. Mark Luxemborgarmanna: Theo Malget 37. mín. Mörk íslands: Pétur Pétursson 14. mín. Ólafur Þórðarson 26. mín. Áhorfcndur: 400 Moskva: Sovétrikin-Holland 2-1. Mörk Sovétmanna: Oleg Protasov 10. mín. víti. Vladimir Lyuti 80. mín. Mark HoUands: Ronald Koman 69. mín. víti. Áhorfendur: 60.000. Búdapest: Ungverjaland-Frakkland 1-3. Mark Ungverja: Attila Pinter 39. mín. Mörk Frakk: Eric Cantona 29. og 67. mín. Franck Sauzee 72. mín. Áhorfendur: 9.000 Malaga: Spánn-Austurríki 2-3. Mörk Spánverja: Manolo Sanchez l.m ín. Emil- io Butragueno 34. mín. Mörk Austurrík- ismanna: Alfred Hörtnagel 47. mín. Ant- on Polster 65. mín. Gerhard Rodax 89. mín. Austur-Berlín: Austur-Þýskaland- Bandaríkin 3-2. Mörk Þjóðverja: Ulf Kirsten 16.mín. 30. mín og 66. mín. Mörk Bandaríkjamanna: Peter Vermes 40. mín. Bruce Murray 85. mín. Áhorfendur: 4.000. Lodz: Pólland-Júgóslavía 0-0. Áhorfendur: 10.000. London: England-Brasilía 1-0. Mark Englendinga: Gary Lineker 35. mín. Glasgow: Skotland-Argentína 1-0. Mark Skota: Stewart McKimmie 32. mín. Undanúrslit í Evrópukeppni landsliða U-21, síðari leikur. Augsburg: Vestur-Þýskaland-Sovétríkin 1-2 i framlengdum leik (1-1). Samanlagt unnu Sovétmenn í báðum leikjunum 3-2. Frá Halldórí Inga Ásgeirssyni fréttaritara Tímans á Akuneyri: Það sem hæst bar á Vetraríþróttahá- tíðinni á Akureyri um helgina voru sýningar sovéska skautaparsins Mar- inu Anisinu og Iliia Averbukh. Þau eru heimsmeistarar unglinga í list- dansi á skautum, og stefha ótrauð til frekari frama á þeirri braut. Heims- meistaramir sýndu tvisvar á Akur- eyri um helgina, en vegna hláku á sunnudag varð að fella niður síðustu sýninguna. Þetta var í fyrsta sinn sem þau sýna utandyra, og fannst það óneitanlega mikil viðbrigði, sérstaklega vegna risjótts veðurfars, en varmar viðtök- ur áhorfenda bættu það upp. Þjálfari þeirra sagði að þjóð sem gæti ræktað suðræna ávexti innanhúss í þessu kalda landi, yrði ekki í vandræðum með að koma upp skautahöll. Hann sagði jafhframt að þegar hann hefði lokið tíma sínum sem þjálfari heims- meistaranna, væri hann tilbúinn til að koma til íslands. Á blaðamannafundi sem haldinn var með heimsmeisturunum kom fram að þau em bæði frá Moskvu, og hafa stundað skautaíþróttina frá blautu bamsbeini. Marina sem er að- eins 14 ára hefur æft ffá því að hún var fjögurra ára, og hinn sextán ára gamli Iliia frá því hann var fimm ára. Þau hafa æft saman í tvö ár, og hyggjast halda því áffam næstu árin. Þegar þau skötuhjú hrepptu heims- meistaratitilinn voru þau yngstu keppendurnir, en í unglingaflokki keppa 18 ára og yngri. Þjálfari þeirra segir að þau séu gífurlega hæfileika- mikil, og eigi framtíðina fyrir sér. Á næsta ári hefja þau þjálfun í full- orðinsflokki, og stefna á heims- meistaratitil. Tíminn er nægur, því talið er að Iistdansarar á skautum séu á toppnum 25-26 ára. Heimsmeistararnir reyna að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er. Búa bæði í heimahúsum, og ganga í al- menna skóla. Æfmgaprógrammið er strangt, 5-6 tímar á dag, sex daga vikunnar, þ.a. þau eyða meiri tima með þjálfaranum en foreldrum sín- um. Fritíminn er harla takmarkaður, það er helst á sunnudögum, sem þau geta umgengist vini og kunningja. Þau eru áhugamenn enn sem komið er, og einu peningamir sem þau fá era verðlaun. íþróttaklúbbur hersins kostar þjálfun þeirra eins og svo margra annara íþróttamanna í Sovét- ríkjunum. Sovésku gestunum fannst gaman að koma til Islands, og sögðu að hér væri rólegt og gott að vera. I heimaborg þeirra Moskvu era um 9 milljónir íbúa, og daglega era þar um 3 milljónir gesta. Þjálfarinn sagði að þótt allir Islendingar flyttu til Moskvu þá tæki enginn eftir því. hiá-akurcyri. Tíminn 19 BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar Jjfeaafaalaa|B^L j lESTUNARÁÆIlUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell.........25/4 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIPADÉIID píA SAM&ANDSJNS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 ^ A Á A A Á l á a ÍAKN TRAUSfRA hUHNINl ,.A Sovéska skautadansparið ásamt þjálfara sínum. Tímamynd Haiidór ingi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.