Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 2
1 2' Tífníhn Föstudagur 30. mars 1990 Magasáralyf seld fyrir meira en 300 milljónir króna á síðasta ári: ÍSUENSKU LYFIN HÆKKAÐ TVOFALT MEIRA A 2 ARUM Magasáralyf framleitt af Delta hefur hækkað um 87% á sama tíma og er- lenda frumlyfið hefur aðeins hækkað um 45%, s.l. tæp þrjú ár. Þetta m.a. vekur athygli þegar litið er á þróun lyfjaverðs undanfarin ár. Ef íslensku fyrirtækin Delta og Toro hefðu einnig látið sér nægja 45% verðhækkun á tímabilinu mundi það líklega hafa sparað ríkissjóði í kringum 40 millj.kr. útgjöld á s.l. ári. Magasár eru þjóðinni greinilega dýrkeypt, því aðeins lyfjakostnaður- inn vegna þeirra var um 305 milljón- ir kr. á s.l. Þar af var hlutur Toro og Delta um 60%. Undanfarin ár má segja að þijú Iyf (öll með sama virka efnið: Ranitidin- um INN) hafi verið nær einráð á markaði varðandi lyf gegn magasár- um: Erlenda írumlyfið „Zantac“ kom á markaðinn árið 1983. Delta kom fram með sína eftirlíkingu „Asyran" á miðju ári 1986. Asyran var þá um fjórðungi ódýra en Zantac, en hálfú ári síðar hafði sá verðmunur minnkað í aðeins 10%, Gjaldkerar ríkissjóðs máttu því Iíklega þakka fyrir að Toro blandaði sér þá i samkeppnina og bauð sitt lyf „Gastran“ um fjórðungi ódýrari en Asyran frá Delta, því i næstu verðskrá lækkaði Delta sitt As- yran á einu bretti niður í sama verð (upp á eyri) og var á Gastran í næstu skrááundan. Þessa athygliverðu þróun má ,sjá betur á samanburði á verði þessara þriggja lyíja á nokkrum tímapunkt- um siðustu fjögur árin. Hér er borið saman smásöluverð á ráðlögðum dagsskammti (2 töflur 150 mg.) sam- kvæmt lyfjaverðskrá, sem gefin er út fjórum sinnum á ári: Viðbrögð Delta við samkeppni frá Toro í ársbyijun 1987 sem ráða má af þessari töflu virðast óneitanlega for- vitnileg. Eða hvaða skýring er á því að verð á Asyran snarlækkaði í næstu verðskrá, eða um um 24% og þá í ná- kvæmlega sama verð og á Gastran var í næstu verðskrá á undan? Hefði Asyran e.t.v. haldið áfram að vera á nær sama verði og Zantac hefði Toro ekki blandað sér i málið? (Slíkir „árekstrar“ erunú væntanlegaúr sög- unni með kaupum Delta á Toro nú nýlega). I annan stað virðist merkileg tilvilj- un að eftir þessa fyrstu „uppákomu" virðist sem verið hafi verið nánast á eyri það sama á Asyran og Gastran. Tæpast 'hafa þessi sarnkeppnisfyrir- tæki haft nokkur samráð um verð-' lagningu lyfja sinna? I þriðja lagi er athyglivert að líta verðþróun þessara Iyfja frá verðskrá í apríl 1987 til síðustu verðskrár i byij- un þessa árs. Á þessu tæplega þriggja ára tímabili hefúr verð á erlenda frumlyfmu Zantac „aðeins" hækkað um 45%. Á sama tíma hefúr verð á íslensku eftirlíkingunni Asyran frá Delta hækkað um 87%, eða nokkru umfram hækkun framfærsluvisitölu á þessu tímabili. Dagskammtar af magasáralyfjum Zantac Asyran Gastran Verðskrá kr. kr. kr. Júlí ‘86 158,90 114,66 Jan. ‘87 136,40 123,38 94,08 Apr. ‘87 163,36 94,08 98,78 Júlí ‘89 217,30 160,76 160,20 Jan.‘90 237,25 176,16 176,06 Þau lyf sem hér um ræðir eru fyrst og fremst ætluð við sárum í maga og skeifúgöm og í minnst 4 til 8 vikur. Miðað við núgildandi verðskrá kost- ar átta vikna skammtur frá tæplega 9.900 kr. og upp í tæplega 13.300 krónur, hvar af sá „magasári" borgar nokkur hundruð krónur í apótekinu en „sjóðurinn okkar allra“ afganginn. Nær 50 þúsund manns fengu af- greidd magasáralyf á siðasta ári. ' Rifja má upp að samtali Timans við einn af læknum Iandsins á s.l. ári kom fram að lyf þessi væm m.a. eft- irsótt við „timburmönnum" og öðr- Sverrir Sveinsson varaþingmaður leggur til að könnuð verði gerð jarðganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar: Jarðgöng sem tengja Skaga- og Eyjafjörð Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglufirði, situr nú á þingi i forfollum Páls Péturssonar. Hann hefúr nú lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktun- ar, sem hann flytur ásamt fleirum, um að gerð verði könnun á gerð jarð- gangna og vegalagningu á milli Ól- afsfjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun Ólafsfjarðarganganna. Sverrir sagðist í samtali við Tímann í gær, flytja þessa tillögu vegna breyttra forsendna frá því að samin var langtímaáætlun um jarðganga- gerð árið 1987. Hann bendir á að við umrædda könnun skuli höfð í huga hagkvæmni jarðgangagerðar borið saman við aðra valkosti og sérstak- lega höfð hliðsjón af stofnkostnaði, notagildi, viðhaldskostnaði, byggða- þróun, félagslegum sjónarmiðum, samtengingu þéttbýlisstaða og stytt- ingu vega. Verði af þeim framkvæmdum sem lagt er til að kannaðar verði, myndi það tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð og stytta vegalengd á milli þessara staða í um 20 kílómetra. Sverrir segir að ekki sé einungis um tengingu við Ólafsfjörð að ræða, heldur mætti hugsa sér mun nánari samvinnu Dal- víkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, með hliðsjón af göngunum í gegnum Ólafsfjarðarmúla. Auk þess að stytta vegalengdina frá Siglufirði til Akur- eyrar um rúmlega helming, er talið að umferð ferðamanna fyrir Trölla- Framboðslisti framsóknarmanna í Hafnarfiröi við bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí 1990: 1. Níels Árni Lund, deildarstjóri, Miðvangi 93. 2. Magnús Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri, Suðurgötu 54. 3. Malen Sveinsdóttir, uppeldisfræðingur, Öldutúni 12. 4. Ágúst B. Karlsson, astoðarskólameistari, Miðvangi 27. 5. Jórunn Jörundsdóttir, launafulltrúi, Sævangi 45. 6. Jóngeir Hlinason, hagfræðingur, Álfaskeiði 18, 7. Guðmundur Þórarinsson, rafvirkjameistari, Norðurvangi 7. 8. Elsa Anna Bessadóttir, húsmóðir, Stekkjarhvammi 11. 9. Ingvar Kristinsson, verkfræðingur, Miövangi 67. 10. Samúel V. Jónsson, pípulagningarmeistari, Blómvangi 16. 11. Björg Jóna Sveinsdóttir, ritari, Álfaskeiði 26. 12. Gestur Breiðfjörð Sigurðsson, skipstjóri, Breiðvangi 69. 13. Einar Gunnar Einarsson, nemi, Klettahrauni 11. 14. Stefanía Sigurðardóttir, læknafulltrúi, Merkurgötu 10. 15. Oddur Vilhjálmsson, fiskverkandi, Hjallabraut 72. 16. Þorsteinn Eyjólfsson, stýrimaður, Dofrabergi 21. 17. Sigríður K. Skarphéðinsdóttir, Fögrukinn 21. 18. Eiríkur Skarphéðinsson, aðalbókari, Móabarði 12 b. 19. Jón Pálmason, skrifstofumaður, Ölduslóð 24. 20. Margrét Þorsteinsdóttir, húsmóðir, Sunnuvegi 11. 21. Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur, Þrúðvangi 9. 22. Garðar Steindórsson, deildarstjóri, Háahvammi 11. um ónotum í maga sem oft fylgja „ljúfa lífinu“. Hinum nýja bestukaupalista" er vit- anlega ætlað að stuðla að því að „magasárum“ verði ávísað ódyrustu lyfjunum, sem þar með ætti enn að stækka markaðshluta Asyran og Gastran (bæði á sama verði) á kostn- að Zantac. Því er þó ekki lengur að treysta. Því á síðasta ári kom á markaðinn glæ- nýtt erlent lyf við nákvæmlega sömu kvillum. Þetta nýja Iyf, „Losec" er tvöfalt til þrefalt dýrara en hin (um 470 kr. dagskammturinn). En þar sem hið verka efhi þess er annað en í hinum lyfjunum lendir það hins veg- ar ekki í verðsamanburðinum á „bestukaupalistanum“. íslenskir læknar virðast að vanda hafa tekið nýjung á lyfjamarkaðnum opnum örmum, þannig að þetta nýja lyf náði vænni markaðshludeild þegar á þessu fyrsta ári. ,v, . Hver 28 hylkja pakki af þessu lyfi kostar í kringum 13.000 krónúr. Þar af fær apótekarinn um 4.000 kr. í sinn hlut fyrir afgreiðsluna . HEI Ríkisstjórnin ákvað á fundi i gærmorgun aö leggja það »11 við Vlgdísi Finnhogadóttur for- seta, að hún verða fulltrúl ís- lands við krýningu Japanskeis- ara í haust. Krýningin fer fram i Tókíó 12. nóvember nk. Þjóðhöföingjum vitt og breytt um heim hefur verið boðið af ríkisstjórn Japans að senda sína fulltrúa eða mæta sjálfir, Hvort Vlgdís hafi orðið við þessari Ósk sagði Kornelius Sig- mundsson forsetaritari að boð- ið væri svo ný til komið að slik ákvörðun lægi ekki fyrir, en taldi það afar b'ldegt að hún yrði við - -í-ju. Sem kunnugt er lést japanski eisavlnn á síðasta ári, en sam- kvæmt Japönskum siðvenjum "Aur en nýr kcisari er kýndur. skaga aukist verulega verði af þess- um framkvæmdum. Um er að ræða tvenn jarðgöng, samtals 4 kílómetra löng, sem kæmu til með að kosta um i. milljarð króna. Heildarkostnaður yrði nálægt 1.200 milljónum á verð- lagi haustsins 1989, en auk ganganna er gert ráð fyrir forskálum er kosta um 80 miltjónir og nýjum 12-13 kílómetra löngum vegi, sem kostar um 120 milljónir króna. Með þessari þingsályktimartillögu er ekki verið að fara fram á að teng- ing Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með jarðgöngum verði sett í forgangsröð. Hins vegar er minnt á að jarðganga- gerð sé langtímaverkefhi og þeim þurfi að ætla langan rannsóknar- og undirbúningstíma. Tillagan sé flutt í trausti þess að umrædd hugmynd komist á dagskrá. ÁG Yves Ambroise eldar creole mat fýrir gesti veltingastaðarins Hard Rock Café þessa dagana. Matarmenning frá New Orleans: Creole-kokkur frá BNA Hard Rock Café hefúr fengið hing- að til lands, creole kokkinn Yves Ambroise frá Bandaríkjunum, en veitingastaðurinn gengst íyrir sér- stakri creole viku dagana 29. mars til 7. apríl. Creole matargerð er einkum bundin við New Orleans. Önnur náskyld matreiðsluaðferð, cajun, á hins vegar uppruna sinn í sveitum Louisiana. Creole og cajun matreiðsla er blanda af ffanskri, ítalskri, spænskri og afr- ískri matargerð, með innleggi frá matreiðsluaðferðum amerískra ind- íána. Hráefnið í matnum á creole vikunni er íslenskt, en sérstakt krydd er notað við matseldina. Það ásamt svokall- aðri kolasteikingu setur mestan svip á matargerðina. Húsbréfakerfið fór hægt af stað: 53 IBUÐIR KEYPTAR GEGNUM HUSBREF Alls hafa um 53 íbúðir verið seldar á grundvelli hins nýja húsbréfakerfis frá því að það tók gildi íyrir rúmum fjórum mánuðum (15. nóv.), sam- kvæmt nýju fféttabréfi Húsnæðis- stofnunar. Þar af höfðu 21 keypt fyrir áramót en 32 ffá áramótum. Hús- bréfakerfið virðist því hafa farið ró- lega af stað, a.m.k. ef miðað er við þann orðróm sem víða varð vart á síðasta hausti að hundruð eða jafnvel þúsundir langþreyttra „biðlista- manna“ ætluðu að gripa tækifærið um leið og það gæfist. Alls hefiir húsbréfadeild H.R. af- greitt fasteignaverðbréf ffá deildinni fyrir rúmlega 140 millj.kr. vegna þessara viðskipta, þ.e. í kringum 2,7 millj.kr. vegna hverrar íbúðar að meðaltali. Af þessum 140 milljóna kr. fast- eignaverðbréfúm hefiir um 82 millj.kr. verið skipt fyrir húsbréf hjá veðdeild Landsbankans. Nokkur fjöldi fólks virðist raunar hafa verið tilbúinn með umsóknir um það leyti sem kerfið tók gildi, því 170 umsóknir um aðgang að kerfinu barst þann hálfa annan mánuð sem kerfið hafði verið í gildi um áramót. Þar af var 57 umsóknum ýmist synjað af eða þær óafgreiddar um áramót, sam- kvæmt fféttabréfmu, sem bendi til þess að 113 hafi þá verið gildar. Af þeim 113 umsækjendum virðist þó aðeins um helmingur hafa gengið ffá íbúðarkaupum þegar fréttabréfið var gefið út nú síðla marsmánaðar. Frá áramótum höfðu síðan borist 53 umsóknir til viðbótar, sem eru á mis- munandi stigum afgreiðslu. Alls hafa því 223 manns sent umsóknir aðgang að kerfinu, hvar af fjórðungurinn hef- ur þegar gengið frá íbúðakaupum. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.