Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 6
 6 Tíminn Föstudagur 30. mars 1990 MÁLSVARI FBJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar. Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrlmur Glslason Skrifstofur. Lyngháls 9, 110 Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift I kr. 1000,-, verð I lausasölu 190,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax. 68-76-91 Mannúó og stjómmál Nokkru fyrir áramót tók Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, við fram- kvæmdastjórastarfi Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna, ráðinn til að gegna stöðunni næstu 4 ár. Við þau tímamót hefur það verið rifjað upp að á síðustu 10 árum hefur landflótta fólki í heiminum fjölgað úr 8 milljónum í 14 milljónir. Þess er jafn- framt getið að ekki sjái fyrir endann á þessari fjölg- un, þeir sem kunnugastir eru í heimi landflóttafólks lýsa yfir því, að engu sé hægt að spá um það hvað næsta framtíð beri í skauti sínu í þessu efni. Flóttamannastofnunin var sett á laggirnar árið 1951 sem bráðabirgðaráðstöfun af hendi Samein- uðu þjóðanna til þess að aðstoða milljónir Evrópu- manna sem höfðu orðið landflótta í síðari heims- styrjöld og á eftirstríðsárunum. Þetta fólk hafði flúið lönd sín og átthaga vegna styrjaldarinnar og pólitískra umbyltinga í Evrópu og bjó við óvissu um framtíðarverustaði sína og eygði ekki lausn á vandanum nema með alþjóðlegri meðalgöngu og skipulagðri íhlutun á þeim vettvangi. Segja má að bærilega tækist að ráða fram úr þessu fyrsta verk- efni Flóttamannastofnunar. Hins vegar kom í ljós að hún yrði engin bráðabirgðastofnun, því að starf- semi hennar hefur sífellt verið framlengd. Verkefn- in hafa reynst óendanleg. Þótt tildrögin til flóttamannahjálparinnar hafi verið styrjaldar- og stjórnmálaástand í Evrópu til- heyrir það sögunni, því að slíks vanda er nú að leita í öðrum heimsálfum. Orsakir vandans eru í eðli sínu hinar sömu að því leyti, að það er ófriðarástand sem rekur fólk á flótta úr átthögum sínum, harð- stjórn og ofsóknir eru augljósar ástæður þess að fólk helst ekki við í heimalöndum sínum. Hins veg- ar fer ekki hjá því að mönnum sýnist stjórnmála- ástand þessara nýju upprunasvæða landflóttans sýnu óviðráðanlegra en var þegar verst gegndi í Evrópu. Urræðaleysi Flóttamannastofnunarinnar er í réttu hlutfalli við vandann sem það er að friða Afr- íku- og Asíulönd, koma þar á traustu stjórnarfari og ríkjaskipan sem byggist á réttlátri stjórn yfir ólíkum þjóðum og minnihlutahópum. Reynslan af flóttamannavanda Evrópu fyrir 40- 50 árum leiddi í ljós að það var friðurinn einn sem úr því leysti og pólitískar ákvarðanir í því sam- bandi. Hið sama kemur í ljós þegar menn eygja ein- hverja von í Afríkulöndum, eins og nýstofnað Namibíuríki er vitni um. Meðan ófríður ríkti í landi Namibíumanna árum saman varð fólkið landflótta og háð því sem að því var rétt í framandi löndum. Nú á þetta fólk vísa heimvon eftir að friður er kom- inn á í landi þeirra. Þetta er forráðamönnumm Flóttamannastofnunar ljóst. Hversu dyggilega sem þeir halda uppi mannúðarhugsjón flóttamanna- njálparinnar vita þeir að lausn vandans á rætur í stjórnmálaástandi viðkomandi landa og er pólitískt úrlausnarefni stjórnvalda heima fyrir. Menúett við lögmann Þaö þóttu undur og stórmerki, þegar menntamálaráðherra stóö upp á Alþingi og lýsti yfir að best værí að leggja embætti ríkislög- nr.i niis niðui. Þetta gerðist við umræðurumsvonefntSturlumál, ea menntamálaráðherra og íjár- málaráðberra sættust fyrir Iiöml ríkisins við Sturlu rneðaii á dóms- meðferö stóö og sömdu fyrir hiind rikisins um greiðslur til hans. Vegna þessara greiðslna úskaði Fjárveitinganefnd Alþingis eflir skýrslu um tnálið frá ríkislög- inamii, Og átti sú skýrsla ekki aö „faru lengra". Þegar hún fðr lengra kom frara hugmyndln um að leggja embælti Iðgmannsins niður, Niðurstöðu ekki beðið I>að er alkunna að á lim um þeg- ar þjoðbofðirigjar eða jarlar miklir deildu, þúrfti að notast við sciulimenn til að bera boð á milli mahha. Stundum voru þessir sendimcnn látnír ber a höfðinjý- uni ill tíðindi og segja sögur, að þá hafi höfðinginn ýmist látið drepa seiuliinaun eðá lýst yflr vilja síu- um til þess. Þetta þðtth ékki vitur- leg ráð og heldur hvatvísleg, cnda munu senditucnii og boðberar aldrei hufa ráðið neinii um goð eða ttl tiðindi. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að afstaða mennta- rctáiaráðherra tO ríkíslögmanns vegna skýrslu hans ttt Fjárveit- inganefndar ber nokkurn keiin af fyrri tíðar viðhorfum tU sendi- manna. Rikislögmaður gat nátt- úríega ekki með neinum hætti ráðið því hvort skýrsla til þing- nefndar bæríst út eða ckki. Þá mun hann sem logmaður og rétt- argæslumaður fyrir ríkisins höiul hafa fyrst og fremst haft hug á ineöfei ö inálsins fyrir dómstólum. í Bæjarþingi Reykjayíkur haföi Siurlu veríð dæmdar miklu minni bætur en hann fór firam á, og var af rikisins hálfu talið rétt að vísa málinu til Hæstaréttar tíl að fá fram endanlega niðurstððu, og er þetta venjulegri háttur málsmeð- ferðar. Meiri skynsemí, takk Mciintainúlaráðlicrra hefur lent i nokkrum ljósrirunarkostn- aði vegna fyrirhugaðra hreytiugu á musterí íslenskrar tungu. Nú virðist hann þeirrar skoðunar, að ódýrara yrði fyrír ríkið að leita tíl liigmaima meO mál, þar sem þarf að gæta rétlar ríksíns, í stað þess að liafa ríkislðgmanni á að skipa. Ekld virðist Ijósritunurkostnað- urinn hafa Iirætt ráðhei rann frá frekari alniennum verksamning- um við menii úti i bæ, og sýnir það m.a. hvert hrcystimeniii hann er. Gunnlaugur Claesseii, ríkis- iiigmaður, er ekki póiitíktis. llann er lögiuaður og scm slíkur hefur hann unnið fyrír höud rikisins að þessu Sturlurnáli. Ilann er það mikill stai-fsmaður rflds, að þegar Fjáiveitinganefnd óskar eftír skýrsl u, þá tekur hann slíka skýrslu saman eftir bestu sam- visku og án Ijósritunarkostnaðar, og segir frá lðgfræðHegri stöðu málsins. Þetta eru allt auðskildir hlutir. Hann er eins og sendimað- ur, sem falið er ákveðið verk, án þess að nokkrum dettí í hug að 'öx- in bíði hans að leiðarlokum. Væri nú ekki hægt að haga þessu skyn- samlegar, í guðanna bænum. Fðr- uih ekki að herma eftir þjóösiig- uiuiiu. Mörg er skýrslan Þar sem þess er vænst að ekki komi til þess, með tilskipunum eða öðrum luetti, að okkur verðt gert á ný að trúa á trðU og úiilegu- menn, er vonast tíl að þessi hliðar- leið Sturlumálsins nái ekki niikið lengra bvað rikislögmann snertir. F.u það eru moðganagjarnir menn Og slórur hetjur, sem vírðast hafa iinotið illa um skýrslu ríldslðg- manns. Skýrslur eru margar og mörg er skýrslan eins og nicnn vila. Eflaust nota andstæðingar ráöherranna tveggja, Svavars og Ólafs Ragnars, tækifærið og freista þess að gera sera mest úr þvi hvcrnig Stui luimilio hefur snúist. Það kemur ekki mál við ríkisiögmann. TU að gera sér í hugarlund hvernig antfstæðing- arnir muni tala, verður vafalítið drepið & Rúmeninuheimsóknir beggja ráðherranna. En þeir eru menn tíl að svara fyrír sig, að svo rniklu leyti sera Guðmundur J. Guðmundsson, verkíilýðsleiðtogi, hefur ekki svaraó fyrír þá. Hann fór nefnUega tU Rúmeníu Hka og reif bara kjaft, eins og fram kom hér í Tímanum. £n Rúmenía Cc- auscscu er ofarlega í huga vegna þess að hér ríkir sú fjallgrinnn vissa að sá höfðingi hefði ekki veir- Jð að vafra út af rQdslögmanni sínum á þingi. Hann var Ojotari til en það og þar dugðu engar liöf- uðlausnir. Garri VITT OG BREITT I Dauöinn úr skel Á tyllidögum eru íslandsmið þjóðarauðlegð sem efhahagur allra landsins barna byggist á og þeir sem moka fiskinum úr sjónum fera miklar fórnir fyrir þjóðarbúið og all- ir eiga að standa í mikilli þakkar- skuld við þá. Þeir eru óeigingjörn fyrirvinna sem aðrir byggja afkomu sína á og athafhamennimir í útgerð- inni eru svo elskulegir að leyfa öðr- um að fá vinnu og standa ábúðar- fullir undir gjaldeyrisöfluninni sem aðrir svo sóa. Allt er þetta vafasamur áróður sem þjóðarsálartetrið er heilaþvegið með í tima og ótíma, vegna þess að tyllidagar duga ekki til að halda þessum stórasannleika að almúgan- um sem enga sjóði á og aflar einsk- is gjaldeyris. Um hlutverk útgerðar og fisksoiu er fjallað viðstöðulítið í allri þeirri löngumessu sem orðin er viðvarandi og kallast fjömiðlun. Þar er hið stórbrotna hlutverk þeirra sem sækja gullið i greipar Ægis miklað svo að helst má líkja við frægðarför Sigurðar Fáfhisbana eft- ir Rinargullinu og í minnum er höfð. Eigendur auð- lindar Utgerðarmönnum hefur verið af- hentur fiskurinn í sjónum til eignar og umráða og fær þar hver útvalinn sinn skammt, og varðar ekkert um þjóðarhag. Eigendur fiskistofha semja við þá sem hjálpa þeim að nýta þá og eru kölluð hlutaskipti upp á gamlan móð. Sífellt fer meira og meira af auðlegðinni sem ráðamenn gáfu út- gerðarmönnum prívat og persónu- lega beint á útlenda sölumarkaði og æ minna af verðmæ^inum kemur við uppi á því landi i .ryggir eig- endunum fiskveiðilögsöguna með því að standa upp úr sjó. Enn sem komið er eru skipin skráð á einhvern heimabæinn á Lýðveldinu Islandi. Skyldur þinglýstra eigenda ís- landsmiða við þá sem lúta verða að landsins gæðum sér til framfærslu eru engar. Markaðslögmálið segir að auðmagnið eigi sig sjálft og verði að fara sínar eigin leiðir til að skila ábata. Ella verði eitt kapítal undir i samkeppninni við annað kapítal og þá farið að dragast aftur úr og Skrattinn biður færis að hremma þann síðasta. í þvi vill auðvitað eng- inn eigandi auðlinda og aðstöðu lenda. Útkoman er sú að uppi á ísalandi hefur múgurinn ekki lengur efhi á að éta fisk. í útlöndum hafa fiskeigendur og markaðsbrallarar fundið fyrirtæki sem borga meira fyrir fiskinn en hægt er að selja hann hér á landi. Launþegar semja um núllið sér til handa og verða að gera sér eldis- lax og kjötfars, sem ekki er nú orðið nema 15% eitraður óþverri, að góðu. Soðning verður ekki á borðum nema á stórhátíðum, eins og á jólum og á sjómannadaginn. íslendingar ekki borgunarmenn „Við höfum ekki efhi á að kaupa ýsuna fýrir þetta háa verð, því Is- lendingar eru ekki tilbúnir að greiða hátt verð fyrir fisk," er haft eftir fisksala í Morgunblaðinu í gær. Kilóið af ýsuflökum er komið upp í 500 kr til neytanda, en hæsta verð á innlendum fiskmörkuðum var í fyrradag 167 kr. kílóið. Verðið er ekki alveg sambærilegt en gefur vísbendingu. Fisksalar geta ekki keppt við þá sem velja besta fiskinn og selja í út- löndum og fiskur selst alltaf vel á fbstunni. Skortur á fiski í útlöndum bygg- ist á því að víða er kvóti og fiskimið menguð og eyðilögð og verðið því hátt. Það er gleðilegt fyrir fiskeigend- ur að hátt markaðsverð er á nýjum fiski í útlöndum og að þar er hann lúxusvara. En það er helvíti hart að svo skuli komið á íslandi að fólk hefur ekki lengur efhi á að éta fisk og að bókstaflega engin ódýr matar- tegund er lengur á boðstólum. Engar kvaðir fylgja auðlinda- gjöfinni og útgerðin sem þjáist af eðlilegri og sífelldri uppdráttarsýki vegna offjárfestinga og ævintýra- mennsku og sjóðasvalls, hefur eng- um skyldum að gegna nema við sjálfa sig og að krafia sig út úr heimatilbúnum og fyrirsjáanlegum fjárhagsþrengingum. Það er kvartað yfir litlum kvóta, en aldrei fiflalegri oflrjárfestingu, en skömmtunarkvótinn er bein afleið- ing græðgi þeirra sem gera út helm- ingi stærri flota en nokkur þörf er á. Nú er farið að græða svo vel á bægslaganginum og athafhaseminni og þeirri hundaheppni að fiskimið eru víða að hverfa við önnur lönd og strendur, að fólkið sem talin er trú um að eigi landið og miðin getur lapið dauðann úr skel og samið upp á núllið. Eigendum fiskislóðarinnar kem- ur ekkert við hvernig kaupin gerast uppi á eyrinni. Soðningin er að hverfa úr ís- lenskri hversdagsmenningu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.