Tíminn - 30.03.1990, Síða 6

Tíminn - 30.03.1990, Síða 6
6 Tíminn Föstudagur 30. mars 1990 MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjórl: Steingrlmur Glslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýslngctsíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaðaráskrift I kr. 1000,-, verð I lausasölu 190,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Mannúð og stjórnmál Nokkru fyrir áramót tók Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, við frarn- kvæmdastjórastarfi Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna, ráðinn til að gegna stöðunni næstu 4 ár. Við þau tímamót hefur það verið rifjað upp að á síðustu 10 árum hefur landflótta fólki í heiminum fjölgað úr 8 milljónum í 14 milljónir. Þess er jafn- framt getið að ekki sjái fyrir endann á þessari íjölg- un, þeir sem kunnugastir eru í heimi landflóttafólks lýsa yfír því, að engu sé hægt að spá um það hvað næsta framtíð beri í skauti sínu í þessu efni. Flóttamannastofnunin var sett á laggimar árið 1951 sem bráðabirgðaráðstöfun af hendi Samein- uðu þjóðanna til þess að aðstoða milljónir Evrópu- manna sem höfðu orðið landflótta í síðari heims- styrjöld og á eftirstríðsárunum. Þetta fólk hafði flúið lönd sín og átthaga vegna styrjaldarinnar og pólitískra umbyltinga í Evrópu og bjó við óvissu um framtíðarverustaði sína og eygði ekki lausn á vandanum nema með alþjóðlegri meðalgöngu og skipulagðri íhlutun á þeim vettvangi. Segja má að bærilega tækist að ráða fram úr þessu fyrsta verk- efni Flóttamannastofnunar. Hins vegar kom í ljós að hún yrði engin bráðabirgðastofnun, því að starf- semi hennar hefur sífellt verið framlengd. Verkefn- in hafa reynst óendanleg. Þótt tildrögin til flóttamannahjálparinnar hafi verið styijaldar- og stjómmálaástand í Evrópu til- heyrir það sögunni, því að slíks vanda er nú að leita í öðmm heimsálfum. Orsakir vandans em í eðli sínu hinar sömu að því leyti, að það er ófriðarástand sem rekur fólk á flótta úr átthögum sínum, harð- stjóm og ofsóknir em augljósar ástæður þess að fólk helst ekki við í heimalöndum sínum. Hins veg- ar fer ekki hjá því að mönnum sýnist stjómmála- ástand þessara nýju upprunasvæða landflóttans sýnu óviðráðanlegra en var þegar verst gegndi í Evrópu. Urræðaleysi Flóttamannastofnunarinnar er í réttu hlutfalli við vandann sem það er að friða Afr- íku- og Asíulönd, koma þar á traustu stjómarfari og ríkjaskipan sem byggist á réttlátri stjóm yfír ólíkum þjóðum og minnihlutahópum. Reynslan af flóttamannavanda Evrópu fyrir 40- 50 árum leiddi í ljós að það var friðurinn einn sem úr því leysti og pólitískar ákvarðanir í því sam- bandi. Hið sama kemur í ljós þegar menn eygja ein- hverja von í Afríkulöndum, eins og nýstofnað Namibíuríki er vitni um. Meðan ófríður ríkti í landi Namibíumanna ámm saman varð fólkið landflótta og háð því sem að því var rétt í framandi löndum. Nú á þetta fólk vísa heimvon eftir að friður er kom- inn á í landi þeirra. Þetta er forráðamönnumm Flóttamannastofnunar ljóst. Hversu dyggilega sem þeir halda uppi mannúðarhugsjón flóttamanna- hjálparinnar vita þeir að lausn vandans á rætur í stjómmálaástandi viðkomandi landa og er pólitískt úrlausnarefni stjómvalda heima fyrir. Ainm GARRI .. Það þóttu undur og stórmerki, þegar menntamálaráðherra stóð upp á Alþingi og lýstí yfir að best væri að leggja embættí ríkislðg- manns niður. Þetta geróist við umræður um svonefnt Sturlumál, en menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra sættust fyrir hönd ríkisins við Sturiu meðan á dóms- meðferð stóð og sömdu fyrir hönd ríkisins um greiðslur til hans. Vegna þessara greiðslna óskaði Fjárveitínganefnd Alþingis eftir skýrslu um málið frá ríkislög- manni, og áttí sú skýrsla ekki að „fara lengra“, Þegar hún fór lengra kom fram hugmyndin um að leggja embætti lögmannsins niður, Niöurstööu ekki beöíö Það er aikunna að á tímum þeg- ar þjóðhöfðingjar eða jarlar ntiklir deildu, þurfti að notast við sendimenn til að bera boð á milli manna. Stundum voru þessir sendimenn látnir bera höfðingj- um ill tíðindi og segja sögur, að þá hafi höfðinginn ýmist látið drepa sendimann eða lýst yfir vilja sín- um til þess. Þetta þóttu ekki vitur- leg ráð og heldur hvatvísleg, enda munu sendimenn og boðberar aldrei hafa ráðið neinu um góð eða >11 tíðindi. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að afstaða mennta- málaráðherra til ríkislögmanns vegna skýrslu hans tU Fjárveit- ingauefndar ber nokkurn keim af fyrri tíðar viðhorfum til sendi- manna, Rikislögmaður gat nátt- úrlega ekki með neinum hætti ráðið þvi hvort skýrsla til þing- nefndar bærist út eða ekki. Þá mun hann sem lögmaður og rétt- argæslumaður fyrir rikisins hönd hafa fyrst og fremst haft hug á meðferð málsins fyrir dómstólum. í Bæjarþingi Reykjavíkur hafði Sturlu verið dæmdar miklu minni bætur en hann fór fram á, og var af rikisins hálfu talið rétt að vísa málínu til Hæstaréttar til að fá fram endanlega niðurstöðu, og er þetta venjulegri háttur málsmeð- ferðar. Meiri skynsemi, takk Menntamáiaráðherra hefur lent í nokkrum Ijósritunarkostn- aðí vegna fyrirhugaðra breytínga á musteri íslenskrar tungu. Nú virðist hann þeirrar skoðunar, að ódýrara yrði fyrir ríkið að leita til lögmanna með mál, þar sem þarf að gæta réttar riksins, í stað þess að hafa rfkislögmanni á að skipa. Ekki virðist Ijósritunarkostnað- urinn hafa hrætt ráöherrann frá frekari aimennum verksamning- um við menn úti í bæ, og sýnir það m.a. hvert hreystimenni hann er. Gunnlaugur Claessen, ríkis- lögmaður, er ekki pólitikus. Hann er lögmaður og sem siíkur hefur hann unnið fyrir hönd ríkisins að þessu Sturlumáii. Hann er það mikili starfsmaður rikis, að þegar Fjárveitinganefnd óskar eftír skýrslu, þá tekur hann slika skýrslu saman eftir bestu sam- visku og án Ijósritunarkostnaðar, og segir frá lögfræðilegri stöðu raálsins. Þetta eru alit auðskiidir hlutir. Hann er eins og sendimað- ur, sem fallð er ákveðíð verk, án þess að nokkrum detti í hug að öx- in bíði hans að leiðariokum. Væri nú ekki hægt að haga þessu skyn- samlegar, í guðanna bænum. För- um ekki að herma eftir þjóðsög- unum. Mörg er skýrslan Þar sem þess er vænst að ekkJ komi tíi þess, með tílskipunum eða öðrum hættí, að okkur veröi gert á ný að trúa á tröU og útUegu- menn, er vonast til að þessi bliðar- leið Sturiumálsins nái ekki mikið lengra hvað ríkislögmann snertir. En það eru móðganagjarnir menn og stórar hetjur, scm virðast hafa hnotíð ÍHa um skýrslu ríkislög- manns. Skýrslur cru margar og mörg er skýrslan eins og menn vita. Eflaust nota andstæðingar ráðherranna tveggja, Svavars og Ólafs Ragnars, tækifærið og freista þess að gera sera mest úr því hvernig Sturlumálið hefur snúist, Það kemur ekki mál við rikislögmann. Til að gera sér í hugarlund hvernig andstæðing- arnir muni tala, verður vafalítið drepið á Rúmenínuheimsóknir beggja ráðherranna. En þeir eru menn tíl að svara fyrir sig, að svo miklu leyti sem Guðmundur J. Guðmundsson, verkalýðsleiðtogi, hefur ekki svaraö fyrír þá. Hann fór nefnilega til Rúmeniu líka og reif bara kjaft, eins og fram kom hér í Tímanum. En Rúmenía Ce- ausescu er ofarlega í huga vegna þess að hér ríkir sú ijallgrimm vissa að sá höfðingi hefði ekki ver- ið að vafra út af ríkislögmanni sínum á þingi. Hann var fljótari tíl en það og þar dugöu engar höf- uðlausnir. Garri ■ VÍTT OG BREITT_____ Dauðinn úr skel Á tyllidögum eru íslandsmið þjóðarauðlegð sem efnahagur allra landsins bama byggist á og þeir sem moka fiskinum úr sjónum færa miklar fómir íyrir þjóðarbúið og all- ir eiga að standa í mikilli þakkar- skuld við þá. Þeir em óeigingjöm fyrirvinna sem aðrir byggja afkomu sína á og athafnamennimir í útgerð- inni era svo elskulegir að leyfa öðr- um að fá vinnu og standa ábúðar- fullir undir gjaldeyrisöfluninni sem aðrir svo sóa. Allt er þetta vafasamur áróður sem þjóðarsálartetrið er heilaþvegið með í tíma og ótíma, vegna þess að tyllidagar duga ekki til að halda þessum stórasannleika að almúgan- um sem enga sjóði á og aflar einsk- is gjaldeyris. Um hlutverk útgerðar og fisksölu er fjallað viðstöðulítið í allri þeirri löngmnessu sem orðin er viðvarandi og kallast fjömiðlun. Þar er hið stórbrotna hlutverk þeirra sem sækja gullið í greipar Ægis miklað svo að helst má líkja við frægðarför Sigurðar Fáfnisbana efl- ir Rínargullinu og i minnum er höfð. Eigendur auó- lindar Utgerðarmönnum hefúr verið af- hentur fiskurinn í sjónum til eignar og umráða og fær þar hver útvalinn sinn skammt, og varðar ekkert um þjóðarhag. Eigendur fiskistofna semja við þá sem hjálpa þeim að nýta þá og era kölluð hlutaskipti upp á gamlan móð. Sífellt fer meira og meira af auðlegðinni sem ráðamenn gáfú út- gerðarmönnum prívat og persónu- lega beint á útlenda sölumarkaði og æ minna af verðmæK ”.um kemur við uppi á því landi ryggir eig- endunum fískveiðilögsöguna með því að standa upp úr sjó. Enn sem komið er era skipin skráð á einhvem heimabæinn á Lýðveldinu Islandi. Skyldur þinglýstra eigenda ís- landsmiða við þá sem lúta verða að landsins gæðum sér til framfærslu era engar. Markaðslögmálið segir að auðmagnið eigi sig sjálft og verði að fara sínar eigin leiðir til að skila ábata. Ella verði eitt kapítal undir í samkeppninni við annað kapítal og þá farið að dragast aftur úr og Skrattinn bíður færis að hremma þann síðasta. í því vill auðvitað eng- inn eigandi auðlinda og aðstöðu lenda. Útkoman er sú að uppi á ísalandi hefúr múgurinn ekki lengur efni á að éta fisk. I útlöndum hafa fiskeigendur og markaðsbrallarar fúndið fyrirtæki sem borga meira fyrir fiskinn en hægt er að selja hann hér á landi. Launþegar semja um núllið sér til handa og verða að gera sér eldis- lax og kjötfars, sem ekki er nú orðið nema 15% eitraður óþverri, að góðu. Soðning verður ekki á borðum nema á stórhátíðum, eins og á jólum og á sjómannadaginn. íslendingar ekki borgunarmenn „Við höfúm ekki efni á að kaupa ýsuna fyrir þetta háa verð, því Is- lendingar era ekki tilbúnir að greiða hátt verð fyrir fisk,“ er haft eftir fisksala í Morgunblaðinu i gær. Kílóið af ýsuflökum er komið upp í 500 kr til neytanda, en hæsta verð á innlendum fiskmörkuðum var í fyrradag 167 kr. kílóið. Verðið er ekki alveg sambærilegt en gefúr vísbendingu. Fisksalar geta ekki keppt við þá sem velja besta fiskinn og selja í út- löndum og fiskur selst alltaf vel á föstunni. Skortur á ftski í útlöndum bygg- ist á því að víða er kvóti og fiskimið menguð og eyðilögð og verðið því hátt. Það er gleðilegt fyrir fiskeigend- ur að hátt markaðsverð er á nýjum fiski í útlöndum og að þar er hann lúxusvara. En það er helvíti hart að svo skuli komið á íslandi að fólk hefúr ekki lengur efni á að éta fisk og að bókstaflega engin ódýr matar- tegund er lengur á boðstólum. Engar kvaðir fylgja auðlinda- gjöfmni og útgerðin sem þjáist af eðlilegri og sífelldri uppdráttarsýki vegna offjárfestinga og ævintýra- mennsku og sjóðasvalls, hefúr eng- um skyldum að gegna nema við sjálfa sig og að krafla sig út úr heimatilbúnum og fyrirsjáanlegum fj árhagsþrengingum. Það er kvartað yfir litlum kvóta, en aldrei fíflalegri offjárfestingu, en skömmtunarkvótinn er bein afleið- ing græðgi þeirra sem gera út helm- ingi stærri flota en nokkur þörf er á. Nú er farið að græða svo vel á bægslaganginum og athafnaseminni og þeirri hundaheppni að fiskimið era víða að hverfa við önnur lönd og strendur, að fólkið sem talin er trú um að eigi landið og miðin getur lapið dauðann úr skel og samið upp á núllið. Eigendum fiskislóðarinnar kem- ur ekkert við hvernig kaupin gerast uppi á eyrinni. Soðningin er að hverfa úr ís- lenskri hversdagsmenningu. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.