Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. mars 1990 Tíminn 13 rLVí\i\ðð ¦ #*nr- Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson Sigrún Magnúsdóttir Guömundur Bjarnason Dagskrá: Sunnudagur 1. apríl Kl. 14.00 Skoðunarferð um Alþingi starf þess og uppbygging Jón Kristjánsson, alþingismaður Kl. 16.00 Stjórnmál framtíðarinnar ísland framtíðarinnar Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Kl. 18.00 Afhending skírteina - skólaslit Skráning þátttakenda fer fram í síma 91-24480 hjá Agli Heiðari eða Þórunni Guðmundsdóttur. Námskeiðsstaður: Nóatún 21, Reykjavík Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 1. apríl n.k. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Þrenn verðlaun karla og kvenna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráð-herra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur m*]M S. Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 13.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Framsóknarmenn í Borgarfirði Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjaðarsýslu verður haldinn á Hvanneyri (Nýja skóla) sunnudaginn 1. apríl kl. 15.00. Á fundin mæta formaður og varaformaöur kjördæmasambandsins. Stjómin Framkvæmdastjórn LFK Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna heldurfund miðvikudaginn 4. apríl n.k. kl. 17.30 í Nóatúni 21, þar sem konur í efstu sætum á framboðslista til sveitastjórna eru hvattar til þess að koma og ræða málin. LFK Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. SPEGILL Ömmu-nektarmyndir í Playboy! Mömmur þeirra Cher og Sly Stallone vilja vera fyrirsætur fyrir Playboy- tímaritið Sly Stallone og Cher eru bæði bál- reið og hissa yfir mæðrum sínum og nýjustu uppátækjum þeirra. Þessar „klassapíur", 62 og 66 ára, hafa báðar samþykkt að sitja fyrir naktar og leyfa Playboy-ritinu að birta myndirnar! Þær Georgia Holt, 62ja ára móðir Cher og Jackie Stallone, hin 66 ára móðir Sly Stallone, eru miklar vin- konur og hafa brallað margt um æv- ina. Talsmaður Playboy, Bill Farley, staðfesti það í blaðaviðtali, að verið væri að semja við þær Jackie og Ge- orgiu. Hann segir blaðið oft hafa birt myndir af fáklæddum konum yfir fimmtugt, og hafi myndirnar þótt stórgóðar. Georgia segist hafa viðhaldið lík- ama sínum vel og hún sé viss um að þetta tiltæki geti oíðið til þess að konur yfir sextugt átti sig á því að þær hafi sinn „sjarma" og eigi að hafa áhuga á að líta vel út. Hún bætti því reyndar við, að Cher dóttir sín hafi fyrst rokið upp þegar hún heyrði um fyrirhugaðar myndatök- ur, en farið að hugsa málið og þá sagt: „Ég get ekkert gert til að stoppa þig, mamma - frekar en þú hefur fengið mig til að hætta við það sem ég hef ætlað mér í gegnum árin. Ef þú treystir þér í þetta, þá er það í lagi. Þetta ér á þína ábyrgð." En Jackie Stallone sagði, að þó að Sly hafi orðið öskuillur, þá hafi son- arsonur sinn, Sage, staðið með sér. Hann sagði: „Amma, flestar ömmur sem ég þekki sitja og drekka te á daginn, eða prjóna og horfa á sjón- varpið, - en þú ert alltaf að gera eitt- hvað skemmtilegt!" Paul Bloch, blaðafulltrúi Sly Stall- one, var spurður hvað væri hæft í því að Jackie, móðir leikarans, ætl- aði að sitja fyrir á nektarmyndum fyrir Playboy. Hann svaraði: „Við segjum ekkert um málið. Spyrjið mig um allt annað en þetta!" Það er víst aðeins eitt sem erfiðlega gengur að semja um, - og það eru peningagreiðslur til fyrirsætanna sextugu (og rúmlega það). Sagt er að Playboy hafi boðið 50.000 doll- ara, en Georgia heimtar 100.000 dollara. Jackie fer fram á 400.000 dollara. „Ég er þó alltaf móðir Ram- bós!" segir hún. Stallone er reiður Jackie Stallone hefur gert margt í lífinu. Hún taefur t.d. unnið fyrir sér með stjörnuspám og verið um- boðsmaður fyrir fjölbragða- gta'mukappa! Henni finnst það ekkert mál að sitja fyrir fáklædd, en segir að myndirnar verði að vera smekklegar og hún vilji hafa falleg ökklabönd úr gulli eða með rínarsteinum. Jackie er þegar far- in að þjálfa sig fyrir myndatök- urnar og er hér í æfingum með sippuband Georgia Holt og dóttir hennar, Cher, sem er í uppnámi yfir uppá- tæki móður sinnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.